Tíminn - 25.01.1964, Blaðsíða 7
Útgefcindl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas KarlSson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., simi 19523. ASrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
lands. I lausasölu kr. 4.00 eint — PrentsmiSjan EDDA h.f. —
Nýtt óheillaspor
Það hefur nú illu heilli gerzt, að ríkisstjórnin hefur
• fallið fyrir þeirri freistni, sem Tíminn hefur margsinnis
varað hana við síðan samið var í kaupdeilunum í síðastl-
mánuði. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp, sem
felur í sér álögur, er nema ári um 230—250 milli. kr.
Eins og margoft hefur verið sýnt fram á hér í blað-
inu, þarf ríkisstjórnin ekki á þessum álögum að halda
Fjárlögin fyrir 1964 eru bersýnilega afgreidd með
mjög ríflegum greiðsluafgangi. Mjög líklegt er, að um-
framtekjur geti orðið um 300 millj. kr-, eins og þær
urðu á árunum 1962 og 1963. Við þetta bætist svo, að
miklum greiðsluafgangi ríkissjóðs frá árunum 1962 og
1963 hefur enn ékki verið ráðstafað.
Hinar nýju álögur eru því lagðar á að óÞörfu. Þær eru
sprottnar af sömu rótum og gengisfellingin sumarið
1961. Ríkisstjórnin tapaði í kaupdeilum og telur sig
því þurfa að gera eitthvað á eftir til að sanna mál sitt.
Það eina, sem hún sér eins og fyrri daginn, er að auka
enn dýrtíðina.
Launastéttirnar féllu frá mestu af kröfum sínum, er
þær sömdu fyrir jólin, og sættu sig við mjög hóflega
kauphækkun, þegar tekið er tillit til hinnar stórauknu
dýrtíðar- Slíkri framkomu þeirra átti ríkisstjórnin að
taka vel. í framhaldi af þessu átti að reyna að stöðva
dýrtíðarskrúfuna eftir því, sem unnt var. Hér er farið
öfugt að. Stórt, óþarft skref er stigið til að magna enn
dýrtíðina- Afleiðingar þess geta orðið hinar verstu.
Bjarni sagði satt
Stjómarblöðin keppast nú við að halda því fram, að
íslendingar hafi unnið sigur sinn í 12 mílna landhelgis-
deilunni, þegar núv. stjórn samdi við Breta 1961.
Með þessum fullyrðingum eru blöðin að ómerkja eng-
ann annan en núv. forsætisráðherra. Hann sagði á Al-
Þingi haustið 1960, að þá væri búið að vinna 'sigur í
þeirri deilu. Það var rétt. Sá sigur hafði unnizt í tveim-
ur áföngum: í fyrsta lagi með hinni djörfu ákvörðun
vinstri stjórnarinnar um útfærslu landhelginnar 1958,
og í öðru lagi með hinni miklu samstöðu þjóðarinnar, er
hafði neytt Breta til að gefast upp við að veita land-
helgisbrjótum herskipavernd.
Með landhelgissamningunum 1961 var því engin sig-
ur unninn, því að þjóðin var búin að vinna fullan
sigur áður. Þetta viðurkenndi Bjarni Benediktsson rétti-
lega haustið 1960. Það er illt, að stjórnarblöðin skuli
telja hann ósannindamann, þegar hann segir satt.
Hætta á ferðum
Það, sem gerðist með landhelgissamningnum 1961,
var raunar það, að sigri var snúið í ósigur. Þá var ekki
aðeins fallizt á undanþágur til þriggja ára. Bretar fengu
einnig rétt til að leggja frekari útfærslu á fiskveiðiland-
helgi íslands undir erlendan dómstól. Hver hætta er þar
á ferðum, sést bezt á því, að á fiskveiðaráðstefnunni í
London, hafa Bretar mjög reynt að fá hin svokallaða
sögulega rétt viðurksnndan, þ. e. að erlend þjóð, sem
lengi hefur stundað veiðar á fiskimiðum annarra þjóða,
megi stunda þær áfram Ef nauðungarsamningurinn frá
1961 fæst ekki felldur úr gildi, er hætt við að Bretar
reyni að beita þessum „rétti“ gegn frekari útfærslum
á fiskveiðilandhelgi íslands.
TÍMINN, laugardaglnn 25. ianúar 1964 —
Ráða kommúnistar á Zanzibar?
Margt bendir til, að þeir hafi náð þar mikiivægri bækistöð í Afríku
UNDANFARNA daga hefur
athygli manna beinzt mjög að
tveimur litlum eyjum, er liggja
-um 23—25 mílur undan austur-
strönd Afríku, Zanzibar og
Pemba. Zanzibar er aðeins 640
fermílur að flatarmáli og
Pemba 380 fermílur. íbúar
þeirra eru um 310 þúsund.
Eyjar þessar hafa að vísu oft
komið við sögu áður. Arabar
frá Arabíu komu þangað’fyrr á
öldum og gerðu Zanzibar að
miðstöð fyrir þrælaverzlun í
Afríku. Síðar settu þeir þar á
fót soldánsdæmi, sem einnig
náði yfir stór svæði á megin-
landi Afríku, þar sem nú eru
Tanganyika og Kenya. Bretar
og Þjóðverjar tóku þessi lönd
af þeim á síðastl. öld. Rétt fyr-
ir aldamótin féllst soldáninn
svo á það, að Zanzibar yrði
brezkt verndarsvæði. Sú skipan
hélzt þangað til fyrir tveimur
mánuðum. Þá varð Zanzibar,
ásamt Pemba, viðurkennt sem
sjálfstætt ríki, og fékk strax
inngöngu í S. Þ. Soldáninn taldi
allt í bezta lagi í ríki sínu og
afþakkaði því hervernd Breta.
Hann taldi sig líka hafa búið
örugglega um hnútana Arabar
hafa jafnan ráðið öllu á Zanzi-
bar, þótt þeir væru í minni-
hluta meðal íbúanna. Tveir
flokkar, sem þeir réðu yfir,
höfðu fengið mikinn meiri
hluta þingsæta í kosningunum
á síðastl. ári, þótt þeir hefðu
hlotið minnihluta atkvæða.
Flokkur blökkumanna hafði
fcngið meirihluta atkvæðanna,
en tiltölulega fá þingsæti.
Flokkar Araba höfðu síðan
myndað stjórn og töldu sig ör-
ugga í sessi, enda bar ekki mik
ið á pólitískum áhuga blökku-
manna almennt.
IÁSTANDIÐ var hins vegar
ekki eins tryggí og soldáninn
og fylgismenn hans héldu. Fyr-
ir nokkrum dögum gerði fá-
mennur hópur manna uppreisn,
sem reyndist mjög auðveld.
Zanzibar hafði engan her og
ekki þurfti því annað en að af-
vopna hina fámennu lögreglu
landsins Síðan tóku uppreisn-
armenn allt vald í sínar hend-
ur. Soldáninn gat sloppið til
Tanganyika með naumindum
og einhverjir af ráðherrum
hans. Aðrir voru drepnir.
Fregnum af því, sem gerðist
fyrst eftir byltinguna; ber ekki
saman, en flestar benda til, að
margt Araba hafi verið drepnir
en enn fleiri hafi sætt ómannúð
legri meðferð. Blökkumenn
töldu sig fá hér tækifæri til
að gera upp sakirnar við hina
fyrri húsbændur sína, sem
höfðu oft leikið þá grálega, svo
að ekki sé meira sagt.
í fyrstu var látið líta svo út,
að það hefði verið flokkur
blökkumanna, sem stóð að
byltingunni, og hafi hann verið
m. a. að gjalda fyrir úrslitin í
þingkosningunum á síðastl n i
Þessu til staðfestingar þótti
það, að foringi flokksins, Abeid
Karume, sem ekki hefur þótt
mikill fyrir sér, var útnefndur
sem forseti ríkisins. Fljótlega
kom þó í ljós, að hann var lítið
annað en toppfígúra, en að
völdin voru í höndum annarra
manna Nú er yfirleitt orðið
viðurkennt, að það hafi verið-
kommúnistar, sem stóðu að
byltingunni, og hafi tekið völd
in í Zanzibar í sínar hendur.
Sumir ganga svo langt að full-
yrða, að kommúnistar hafi hér
unnið engu minni sigur en á
Kúbu, og Zanzibar geti átt eftir
að tryggja þeim álíka fótfestu
í Afríku og Kúba í Suður-
Ameríku. Rétt er hins vegar að
geta þess, að hin nýja stjórn á
Zanzibar ber á móti því, að
hún sé kommúnistísk.
í HINNI nýju stjórn á Zanzi-
bar ber nú einna mest á tveim-
ur mönnum. Þeir eru varafor-
s#tinn Kassim Hanga og utan-
ríkisráðherrann Abdul Rahman
Uppdráttur, sem sýnlr legu
Zanzibar.
Muhamed. Hanga stundaði um
skeið hagfræðinám við London
School of Economics, en féll
þar við próf og hélt þá til
Moskvu og lagði stund á nám
við Lumumba-háskólann þar.
Þar kvæntist hann rússneskri
konu, sem talin er ráða miklu
um gerðir hans, en hún vann
áður i þeirri deild rússnesku
áróðursþjónustunnar, sem er
helguð Afríku. Á síðastl. hausti
vakti Hanga á sér sérstaka at-
hygli, er hann gekk út af þing-
fundi í mótmælaskyni við það,
að fráfalls Kennedys var sér-
staklega minnzt. Þótti það
benda til, að hann væri orð-
inn hlynntur Kínverjum. Undir
Hanga heyra nú lögreglumál
Zanzibar. Kunnugir telja, að
Muhamed utanríkisráðherra,
sem gengur undir nafninu
Babu, sé mikilhæfasti maður
stjórnarinnar. Hann var áður
bl'aðamaður og hefur lengi ver
ið fréttaritari kínversku frétta-
stofunnar. Hann hefur ferðazt
til Peking og mjög haldið fram
hlut Kínverja. Hvorugur þess-
ara manna hafa talið sig komm
únista, en hins vegar mjög fylgt
þeim að málum. Það er talið,
að þeir hafi öðrum fremur
skipulagt byltinguna og ráði nú
mestu um stjórnina.
STJÓRNIR Bretlands og
Bandaríkjanna hafa tekið þá af-
stöðu, að viðurkenna ekki hina
nýju stjórn Zanzibar að sinni,
en snúast þó ekki beint gegn
henni, heldur bíða átekta. Þær
ætla áður að sjá, hvort þeir
Hanga og Babu ganga strax
beint í sveit með kommúnista-
ríkjunum eða ekki. Enn er líka
stjórnmálaástandið á Zanzibar
talið ótryggt og ekki útilokað
að skjót breyting geti orðið á
því. í því sambandi þykir ekki
sizt ástæða til að fylgjast með
þeim manni, sem stjórnaði upp
reisnarliðinu og veitir því enn
forustu. Hann heitir Okello, er
27 ára gamall, ættaður frá Ug-
anda Hann kallar sig nú mar-
skálk og þykir ekki ólíklegt, að
til átaka geti komið milll hans
annars vegar og Hanga og Babu
hins vegar. Seinustu fregnir
herma, að völd Othello hafi
verið skert, en vafasamt sé,
hvort hann láti sér það vel líka.
Annars sýna seinustu atburð
ir í hinum nýfrjálsu löndum
Austur-Afríku, eins og Tanga-
nyika, Kenya og Uganda, að
ástandið þar er mjög ótryggt
og allra veðra von. Þetta kem-
ur ekki sízt á óvart í Tanga-
nyika, þar sem stjórnin var
talin traust í sessi.
Þ. Þ.
'i\ \V-\
m
i