Tíminn - 25.01.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1964, Blaðsíða 3
fí tímabilinu verSa gerS betri skil hafa deiiurnar ekki — Fundur ireriS til einskis.. Stúdentafélagsins um uppkastið í fyrrakvöld tryggni hafi gætt á íslandi í garð danskra ráðamanna. f uppkastinu hefðu verið ákvæði, sem hefðu þótt tortryggileg. og með því hefðu íslendingar viðurkennt rétt Dana til að fara með ýmis mál íslendinga, svo sem utanríkismál, um aldur og ævi. Lagði Guðmund- ur mikla áherzlu á að sýna hvaða KB-Reykjavík, 24. janúar. STÚDENTAFÉLAG Reykjavík- ur efndi til kappræðna síðastliðið fimmtudagskvöld um umræðuefn- ið „Hannes Hafstein og Uppkastið 1908 í ljósi sögunnar". Frummæl- endur voru rithöfundarnir Sigurð- ur A. Magnússon og Guðmundur G. Hagalín, en auk þeirra tóku sjö fundarmenn aðrir til máls. Fund- urinn var fjölsóttur og umræður heitar með köflum, og var þeim ekki lokið fyrr en klukkan að ganga tvö um nóttina. Ástæða þess að boðað var til fundar um þetta efni eru þær um- ræður og deilur, sem átt hafa sér stað manna á meðal og í dagblöð- um síðustu vikurnar um nýút- komna ævisögu Hannesar Haf- steins eftir Kristján Albertsson. — Um þá bók ritaði Sigurður A- Magnússon frægan ritdóm í Morg- unblaðið skömmu fyrir hátíðir og magnaði sá dómur deilurnar meir en nokkurt annað skrif hefur gert, og er þá ævisagan sjálf ekki undan skilin. Öll spjót hafa staðið á Sig- urði síðan dómurinn birtist og margar galvaskar kempur kvatt sér hljóðs um málið. Það sem eink um hefur ergt menn, er sú flokk- un, er Sigurður gerir á samtíma- mönnum Hannesar í umræddum dómi, en hins vegar segir hann sjálfur í síðari skrifum, að sú skipting hafi verið gerð ,,í hálf- kæringi" og studdist eingöngu við bók Kristjáns Albertssonar“, og þessa skýringu ítrekaði hann á fundinum á fimmtudagskvöldið. Sá fundur átti að vísu hvorki að fjalla um bók Kristjáns né dóm Sigurðar, heldur um Hannes Haf- stein og Uppkastið, en sú varð þó á raunin að erfitt var að halda þessu tvennu aðgreindu og fjöll- uðu umræðurnar því ekki síður um málatilbúnað þeirra Kristjáns og Sigurðar en umræðuefnið sjálft. Var enda augljóst frá byrj- un að svo hlyti að fara, þótt ekki væri nema vegna þess, að Sigurð- ur var annar frummælenda. — í framsöguræðu sinni rakti hann stuttlega nokkra helztu stjórnmála viðburði í byrjun aldarinnar og gerði grein fyrir þeirri skoðun sinni, að það hefði verið óraun- hæf afstaða hjá íslendingum að fella sambandslagafrumvarpið 1908. Hefði það verið samþykkt hefðu íslendingar fengið sjálfstæði þá þegar og þá hefði heldur eng- inn getað vitað, að tíu árum síðar myndi vegna sérstakra aðstæðna fást fram enn hagstæðara tilboð frá Dönum. Það væri því ekki hægt að vitna til sambandslaganna frá 1918 því til stuðnings að úrslit in 1908 hafi reynzt rétt í ljósi sög- unnar, eins og gert hafi verið í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Kvað Sigurður greinilegt að til- finningahiti hafi borið skynsemina ofurliði hjá meginþorra kjósenda, er þeir höfnuðu Uppkastinu. Síðari framsögumaður var Guð- mundur G. Hagalín. Hann rakti nokkuð fyrri samskipti íslendinga og Dana áður en uppkastið kom til sögunnar, og benti á, að ekki væri fyrirlitningu. Næsti ræðumaður ástæðulaust, að nokkurrar tor-var Ásgeir Þorsteinsson verkfræð- ingur og hélt hann sér við umræðu efni fundarins, — eini ræðumað- urinn eftir frummælendur, sem það gerði að nokkru ráði. Hann endurtók í ræðu sinni þær rök- semdir, sem hann hefur áður flutt opinberlega fyrir því að Uppkastið hefði, ef það hefði náð samþykki, tryggt íslendingum raunverulegt og þau væru bókmenntaverk, en það hefði Sigurður A. Magnússon gert í dómi sjnum um rit Kristjáns Albertssonar. í fundarlok gerðu frummælendur stuttar athuga- semdir, en áður tók Leifur Har- aldsson, póstmaður til máls. Sagð- ist hann í upphafi aðeins einu sinni hafa talað á stúdentafélags- fundi áður, og er miður,« að hann skyldi ekki láta það vera eina skiptið áfram. í máli ræðumanna kenndi margra grasa, en flestir voru þeir heldur lausir við efni fundarins „Hannes Hafstein og Uppkastið 1908 í Ijósi sögunnar." Fáar til- raunir voru gerðar til að skýra að gagni, hvað raunverulega var að gerast í íslenzkum stjórnmálum 1908 og hvað raunverulega hefði falizt í samþykkt Uppkastsins. — Hins vegar var greinilegt að þetta meira en hálfrar aldar gamla deilu mál er mörgum enn ofarlega í huga og þess megnugt að hita þeim í hamsi. Fyrir þær sakir voru margar ræðurnar fremur tjáning tilfinninga en hugsaðar röksemdir. Það var einnig eftirtektarvert, að enginn sagnfræðingur eða þjóð- réttarfræðingur var meðal ræðu- Fundarmenn hlýða á ræðumenn. tilfinningar hafi stjórnað þeim mönnum, sem börðust gegn sam- þykkt Uppkastsins, hvaða andi hefði þá verið ríkjandi meðal manna. Kvaðst Guðmundur hafa lagt fyrir sig þá spurningu, hvaða afstöðu hann myndi hafa tekið 1908, hefði hann þá verið fulltíða maður, og niðurstaðan hlyti að vera sú, að hann hefði þá verið andstæðingur Hannesar Hafsteins og Uppkastsins, þótt hann hins vegar hefði dáð Hannes Hafstein sem skáld og sem mann. Að lokinni ræðu Guðmundar tók dr. Benjamín Eiríksson til máls og talaði lengi. Ræða hans var þó ekki um efni fundarins nema ó- beint, heldur eins konar ritdómur um bók Kristjáns, sem Benjamín taldi óvísindalega samda og vill- andi um margt. Því næst tók Pét- ur Benediktsson bankastjóri til máls og veittist hart að Sigurði A. Magnússyni. — Kvað hann Sigurð Magnússon hafa sett sig í dómarasæti til að sverta þá menn, sem mest hefðu barizt fyrir sjálfstæði íslands, Landvarn- armennina (en þeir höfðu verið flokkaðir „tr.úðar og trumbuslag- arar“ kringum þá „ábyrgðarlausu ævintýramenn og samvizkulausu loddara, Valtý Guðmundsson og Björn Jónsson“ í ritdómi Sigurð- ar). Pétur var talsvert þungorður og stundum illorður og gerði sér far um að sýna Sigurði sem mesta sjálfstæði tíu árum fyrr en raun varð á. Ástæður til falls þess hefðu ekki verið efnislegar, heldur hár- toganir og rangtúlkanir á texta frumvarpsins, sem enga raunveru lega þýðingu hefði haft. Páll Kolka, fyrrv. héraðslæknir var næstur á mælendaskrá og rifjaði upp minningar sínar frá haustinu 1908, er deilurnar um uppkastið stóðu sem hæst. Síðan talaði Sveinn Benediktsson framkvæmda stjóri og minnti á þau ákvæði upp kastsins, sem hefðu verið óað- gengileg í augum Landvarnar- manna, ákvæðin um þau sameigin legu mál, sem skyldu vera óupp- segjanleg. Benti hann á að ástæða þess, að uppkastið féll, hefði ver- ið sú þjóðernisvakning, sem átt hafi sér stað á þessum árum og hafi hún fengið byr undir báða vængi er Noregur hlaut sjálfstæði 1905. Þá talaði Halldór Blöndal, blaðamaður, og átaldi það að sagn- fræðirit væru dæmd í blöðum eins manna, og hefði þó mátt telja eðli legt, að einhver slíkur, sem hefði lagt stund á sögu þessa tímabils, hefði verið fenginn til framsögu. í stað þess töluðu nær eingöngu bókmenntamenn og ættræknir skapmenn, sem töldu virðingu feðra sinna og frænda hafa verið misboðið. Eftirtekjan af fundin- um var því ekki eins mikil og skyldi. Niðurstaða um gildi Upp- kastsins fékkst engin, og ef hægt er að draga nokkra ályktun af því, sem fram fór, er hún sú ein, að brýn nauðsyn sé á því að stjórn málasaga íslands á þessari öld sé könnuð rækilega á vísindalegan og óhlutdrægan hátt, og niðurstöð ur þeirra rannsókna séu gefnar út og teknar upp í kennslubækur. Ef bétk Kristjáns Albertssonar og deilurnar um hana geta valdið þvl, að þessu tímabili verði gerð betri skil í náinni framtíð, má segja að hún hafi ekki til einskis verið samin. Einangunarkorkur 1", lVz", 2", 4" þykktir Sænskur birkikrossviður 4, 5 og 6 mm« Sænskur vatnsheldur krossviður 10 og 12 mm. fyrirliggjandi Þ. Þorgrímsson & Co. Suðurlandsbraut 6 — Sími 22235 Á Fæti undir fótarfæti Frægt bæjarnafn úr skáld- sögu eftir Kiljan er á Fæti und ir fótarfæti. Þetta nafn kemrii- mönnum ósjálfrátt í hug, þegar ríkisstjcrnin gerir eitt átakið enn til bjargar „viðreisn“ sinni. Það er alkunna, að „viðreisnar" ráðstafanirnar frægu taldi stjórnin á sínum tíma alveg óbrigðult úrræði til þess að lækna efnahagslíf íslendinga. En síðan er blessuð ríkisstjórn- in búin að gera ófá handtök til endurreisnar „viðreisn" sinni, því að satt að segja hefur öl'l hennar ganga verið ein sam felld „viðreisnar-viðreisn“. Það er því orðið við hæfi að setja nafn stjórnarstefnunnar saman á sama hátt og Kiljan gerði, og það, sem nú er að gerast, er aðeins ein endur-viðbótar-við- reisn enn á stórbýli íslenzku ríkisstjórnarinnar, Fæti undir fótarfæti. Kaupkrafa ríkis- stjórnarinnar Ríkisstjórnin réttlætir hinar nýju álögur sínar, hækkun sölu skattsins í 5% — þessa bráða- birgðaskatts, sem settur var við fæðingu stjóirnarinnar og átti alls ekki að standa lengur en ár — með því, að þar séu að- eins óhjákvæmilegar afleiðing- ar kauphækkunarinnar frá í desember að koma fram. Þetta er mikil fálskenning. Hér er ríkisstjórnin miklu fremur að setja fram nýjar kaupkröfur fyrir hönd launastéttanna, og rökstyður hana meira að segja svo hressilega um leið, að varla verður gegn henni staðið. Og þessi nýja kaupkrafa, sem stjórnin býr til með þessu og setur fram fyrir verkalýðsfélög in, er allt að þvf 10%. Talið er, að hinar nýju álög- ur nemi um 240 millj. kr. og þessari upphæð æt'lar stjórnin aðallega að skipta til stuðnings útflutningsatvinnuvegunum. En vantaði þá ríkisstjórnina fé tll þess að veita útflutnlngsatvinnu vegunum sömu greiðslur og þeir tala nú um? Nei, það var nú eitthvað annað. Greiðsluaf- gangur ríkissjóðs varð um 200 millj. kr. íajjfe og 300 millj. br. 1963 og getur varla orðið minni 1964, eins og fjárlög eru af- greidd nú. Þetta sýnir, að rík- issjóður gat greitt þcssar 240 millj. tll atvinnuveganna og staðið þð jafnréttur. Beðið um vinnudeilur Þannig blasir það vlð allri þjóðinni, að ríklsstjórnin gat hæglega treyst atvinnuvegina án þess að leggja á nýjar álög- ur. Hún gat fært þjóðinni vinnu frið. En hún vildi það ekki. Hún kaus heldur að magna stríðið að nýju. Hún setti upp nýja kaupkröfu fyrir vinnustéttirn- ar handa þeim að berjast fyrir á næstu mánuðum, og hún færði launafólkinu um lcið gildan rökstuðning fyrir rétt- mæti þessarar nýju kaupkröfu. Hún kaus aukna dýrtíð og bað með því um nýjair vinnudeflur í stað vinnufriðarins, sem henni var í lófa Iagið að veita. Ríkisstjórnin hefur undanfar in ár innheimt 2—300 millj. krónur í álögum af almenn- ingi í landinu, fram yfir þarfir ríkissjóðs — og vei það, ef meiri hagsýni væiri gætt i ríkis- rekstri. En með þvi hefur hún i raun og veru á hverju ári sett fram 10% kauphækkun Framhald a 13 síðu FÍMINN, laugardaginn 25. janúar 1964 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.