Tíminn - 11.02.1964, Page 5
Islenzki víkingurinn
sigldi Rangers í kaf!
—Glasgow Rangers tapaði fyrir St. Mirren í fjórða skipti á
heimavelli á 74 árum deildarkeppninnar
ÞÓRÓLFUR — átti skínandi leik
gegn Rangers.
Víkingar mættu IR í 1. deild í Í:í
landsmótinu í handknattleik á
sunnudagskvöld og kræktu í tvó
dýrmæt stig. Víkingur vann leik-
inn me3 27:24.
ÍR saknaSi Gunnlaugs og þá var
ekki að sökum að spyrja, að ÍR-
liðið átti slæman dag. Engu að síð
ur var mikil spenna í leiknum allt
til síðustu mínútna.
Á laugardaginn mættust Haukar
úr Hafnarfirði og Þróttur í 2.
deild. Fyrir leikinn höfðu flestir
reiknað með Þrótti sem sigurveg
?ra, en það fór á aðra leið. Hauk
ar héldu uppi miklum einstefnu-
akstri og unnu með yfirburðum,
29:19. Við þessi úrslit færist tnik-
il spenna í keppnina í 2. deild —
og um efsta sætið berjast Haukar,
Þróttur og Valur. Af þessum lið-
um standa Haukar bezt að vígi,
bafa ekki tapað leik enn þá.
HSÍM-10. febrúar.
„Þórólfur Beck, hinn knái víkingur frá íslandi, með sokk-
ana á hælunum, sigldi inn á Rangers með víkingslund og
öryggi forfeðra sinna. Hann skoraði mark fyrir St. Mirren,
sem náði við það forustunni eftir að Queen hafði jáfnað. Síð-
an kom hann knettinum enn tvívegis í mark Rangers — sem
voru dæmd af- Þetta hefði getað orðið stærsti dagurinn í
lífi Þórólfs. Bezti maður á vellinum — Þórólfur Beck, St.
Mirren".
St. Mirren kom mjög á óvart á
laugardaginn, þegar liðið sigraði
Glasgow Rangers á Ibrox Park
með 3:2, í fjórða skipti á hinum
74 árum deildakeppninnar. Og Þór
ólfur var einmitt maðurinn á bak
við þennan sigur, eins og sést af
upphafi þessarar greinar, sem er
tilvitnun í skozka blaðið Evening
Citizen.
Rangers, með alla sína skozku
landsliðsmenn, sýndi aldrei þá yf-
irburði, sem búizt var við og var
frekar heppið að hafa eitt mark
yfir í hálfleik. Og fljótlega í síðari
hálfleik snerist leikurinn alveg St.
Mirren í hag og tvö mörk á 70
sekúndum virtust koma leikmönn-
um Rangers úr jafnvægi. Fyrst
skoraði miðherjinn Queen og áður
en fagnaðaróp áhorfenda voru
þögnuð lá knötturinn aftur í marki
Rangers. Queen sendi knöttinn fyr
ir markið og Þórólfur tók knött-
inn á brjóstið á fullri ferð, lét
hann falla niður á völlinn áður en
hann spymti honum í mark af 10
metra færi. Þetta var á 55 mín.
Og á 67. mín. sendi Þórólfur
knöttinn í mark — eftir að
markvörður Rangers hafði misst
ai knettinum í keppni við Queen,
en aukaspyrna var dæmd á mið-
herjann. Sum skozku blöðin segja,
að márkið hafi verið „gott“. Og
aðeins mínútu síðar flaug knött-
urinn í mark Rangers frá höfði
Þórólfs — en dómarinn dæmdi
hann rangstæðan án þess línu-
vörður veifaði. Áhorfendur púuðu
en allt kom fyrir ekki. „Staðan
hefði átt að vera 4:1 segir Sunday
Mail.
Og sókn St. Mirren hélt áfram.
Þórólfur lék Tommy Robertson
frían, en hinn óreyndi útherji,
spyrnti knettinum yfir mark, en á
75 mín. komst St. Mirren í 3:1,
þegar Allen skoraði. Dave Wilson
skoraði annað mark Rangers þrem-
ur mínútum síðar, en þar við sat
og fleiri mörk voru ekki skoruð.
Önnur Úrslit í leikjum á Skot-
landi urðu þessi:
Aberdeen—Celtic 0—3
Dundee U.—Partick 1—2
Hibernienan—Dunfermline 0—0
E. Stirling—St. Johnstone 0—1
Sovétríkin stig-
hæst í Innsbruck
Olympíuleikunum í Inns-
bruck lauk á sunnudag og loka
greinin var skíSastökk af stór-
um palli. NorðmaSurinn Tor-
alf Engan bar sigur úr býtum
í harðri keppni viS finnska
meistarann Kankkonen. Eng-
an hlaut 230,70 stig, en
Kankkonen 228,90. Eftir tvö
fyrstu stökkin var Engan
fremstur, en báSum mistókst
í síðasta stökkinu svo röðin
breyttist ekki. Þá náSi Torgeir
Brandzeg góðu stökki, sem
tryggði honum þriðju verð-
laun.
ísknattleikskeppninni lauk einn-
ig á sunnudag. Rússar sigruðu
Kanadamenn með 3—2 í mjög
hörðum úrslitaleik og sigruðu með
14 stigum, en Kanada féll niður
í fjórða sæti með 10 stig, eða
— Olympíuleikunum lauk á sunnudaginn.
maðurinn Engan sigurvegari í stökkkeppni.
Norð-
sama stigafjölda og Svíar, sem
hlutu silfurverðlaun, og Tékkar.
Svíar töpuðu fyrir Rússum 4—2
I í mjög hörðum leik og einnig fyr
| ir Kanada, en unnu alla aðra leiki.
j ' í hinni óopinberu stigakeppni
j hlutu Sovétríkin langflest stig eða
162, en Norðmenn voru í öðru
sæti með 89,5 stig — allt fyrir
karlagreinar, þar sem þeir voru
efstir — en Þjóðverjar urðu í
þriðja -sæti með 80 stig og gest-
gjafarnir Austurríki, í fimmta
sæti með einu stigi minna.
Rússland hlaut flest gullverð-
laun eða 11, Austurríki fjögur,
Noregur, Finnland, Svíþjóð, Frakk
j land og Þýzkaland þrenn gullverð-
í laun hver þjóð Bandaríkin, Hol-
ll'and, Kanada og England ein gull-
verðlaun Öll framkvæmd Austur-
ríkismanna í sambandi við leikana |
var með miklum ágætum og er tal j
ið að Vetrarleikar hafi sjaldan eða
aldrei tekizt betur hvað keppnis-
fyrirkomulag snerti.
Ujgíræðiskrifstofan
Sðnaðarbfenka*
^ijsiisu, IV. hæö
Tómasai Arnasonar og
Vilhjá ms Arnasonar
Kilmarnock—Falkirk 9—2
Motherwell—Dundee 2—2
Queen o. South—Hearts 1—4
Th. Lanark—Airdrie 1—2
Við þetta tap missti Rangers for
ustuna í deildinni. Kilmarnock er
efst með 39 stig, en Rangers hef-
ur einu stigi minna. St. Mirren er
í 11 sæti með 21 stig.
Á Englandi urðu úrslit þessi:
1. deild:
Arsenal—Burnley 3—2
Birmingham—Sheff. W. 1—2
Blackburn—Nott. For. 2—0
Blackpool—Stoke 1—0
Bolton—Fulham 2—1
Ohelsea—Wolves 2—3
Everton—Liverpool 3—1
3— 2
1—1
2—1
4— 0
Leicester—Hanch. Utd.
Sheff. Utd.—Aston V.
WBA—Ipswice
West Ham—Tottenham
2. deild:
Cardiff—Sunderland
Derby C.—Grimsby
Huddersfield—Preston
Manch. City—Bury
Middlesbro—Swansea
Newcastle—Leyton Or.
Norwich—Leeds Utd.
Plymouth—Charlton
Scunthorpe—Rotherham
Southampton—Portsmouth
Swindon—Northampton
Þrátt fyrir tapið er Tottenham
enn efst með 39 st. Blackburn hef
ur 37 og Liverpool 36. í 2. deild
er Sunderland efst með 44 stig,
Leeds hefur 42 og Preston 41.
0—2
0—0
2—2
1—1
2—1
3— 0
2—2
1—1
4— 3
2—3
2—3
Drengjameistara-
mót í frjálsum
Drengjameistaramót íslands í
frjálsíþróttum, innanhúss, fer fram
í Keflavík sunnudaginn 16. febrú-
ar og hefst kl. 3 e.h. Keppnisgrein
ar eru þessar: Hástökk með at-
rennu. Langstökk. Þrístökk án at-
rennu. Hástökk án atrennu.
Þátttökutilkynningar skulu send
ar Þórhalli Guðjónssyni, Lyngholti
17, sími (92) 2317.
Á það skal bent, að áætlunar-
bíll fer frá Reykjavík keppnis-
daginn kl. 1,15.
Regnklæði
Síldarpils
Sjósfakkar
Svuntur
o. fl.
Mikill afsláttur gefinn
Vopni
Aðalsfræfi 16
(viS hliSina á bílasölunni)
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs
Senaum i;m ailt land.
HALL00R
Skóiavörðustig 2
HEILBRIGÐI
0G HREYSTI
3 æfingakerfi frá INDLANDI,
sem auka lífsgleði, hreysti og
fegurð. Hæfir bæði KÖrlum og
konum.
i“l „VERIÐ UNG“. Gerir vöxt-
inn fagran og stæltan. Æfinga-
tími: 5 mínútur á dag. í bók-
inni er aðferðinni lýst bæði í
texta og myndum. Verið ung
kostar kr. 40,—.
|“I „LISTIN AÐ GRENNAST".
Þér getið auðveldlega létzt um
5, 10, 15 k;g. eða meira. Þetta
er ágætis handbók um vanda-
mál okkar flestra — offituna.
Listin að grennast kostar kr.
30,00.
n „AUKNING LÍKAMSHÆÐ-
AR“. Ráðleggingar til að hækka
vöxtinn, einkum þeirra, sem
eru bognir í baki og herðalotn
ir. Þeir sem æfa þetta kerfi
verða beinvaxnir og fyrirmaip-
legir í fasi. Aukning líkams-
hæðar kostai- kr. 30.00.
Setjið kross við þá bók (bæk-
ur) sem þér óskið að fá senda
(vipsamlega sendið gjaldið í
ábyrgðarbréfi eða póstávísun).
Utanáskrift okkar er:
Heilbrigði og hreysti,
Pósthólf 1115, Reykjavík.
Nafn:.....................
Heimilisfang:
T í M I N N, þriðjudaginn 11. febrúar 1964. —