Tíminn - 11.02.1964, Side 7

Tíminn - 11.02.1964, Side 7
Útgefand!: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., simi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Forusta bændasamtaka Margt og mikið er nú rætt um framtíð landbúnaðarins á íslandi. Öllum er ljóst, að þar fer nú sitthvað meira aflaga en verið hefur. Opinberar skýrslur sýna, að bænd- ur eru tekjulægsta stétt landsins. Framkvæmdir í ræktun dragast saman. Góðjarðir leggjast í eyði Allt þetta sýn- ir, að landbúnaðurinn býr við vaxandi erfiðleika. Þetta versnandi ástand í málum landbúnaðarins, hef ur orðið til þess, að meira er rætt um framtíð hans um þessar mundir en oftast áður. Það hefur t. d. ekki áður gerzt að vandamál hans hafi verið rætt á fjölsóttum stúdentafundi- Að sjálfsögðu gætir margra og misjafnra grasa í þessum umræðum. Þær raddir heyrast jafnvel að leggja beri landbúnaðinn alveg niður á íslandi eða a. m k. draga hann stórlega saman. Miklu fleiri eru þó hinir sem viðurkenna, að hann sé nauðsynlegur atvinnuvegur og þjóðin geti ekki án hans verið í framtíðinni fremur en hingað til. Því ráði jafnt efnahagslegar og menningar- legar ástæður. Þeim, sem sjá þetta, hlýtur þá einnig að vera ljóst, að gera verður sérstakt átak til að hefja land- búnaðinn úr þeim erfiðleikum, sem hann býr nú við. Óbreytt ástand getur ekki leitt til annars en að hann leggist meira og minna niður- Menn eru hins vegar ekki sammála um leiðir. Því er sérstök ástæða til að fagna því, að bændur hafa hér tekið myndarlega forustu. Að frumkvæði seinasta aðalfund- ar Stéttarsambands bænda hafa bændasamtökin skipað sexmanna nefnd, sem er ætlað það hlutverk að gera rækilega úttekt á landbúnaðinum og samanburð á honum og landbúnaði nálægra landa. Slík úttekt og slíkur saman- burður á að geta gert okkur ljóst, hvar við stöndum, hvar okkur er helzt ábótavant í þessum efnum og hvað helzt þarf að gera. Þetta á að gera það mögulegt að kveða niður ýmsa þá sleggjudóma, sem nú vaða uppi, og veita aðstöðu til raunhæfara mats á öllum þessum málum. Þess vegna ber að þákka þetta frumkvæði bændasam- takanna og styðja að því eftir megni að það beri tilætl- aðan árangur. Árangur jákvæðrar stjórnarandstöðu Það er augljóst, að eitt af vandamálum landbúnaðar- ins er það, að mörg búin eru of lítil. Fyrir atbeina Framsóknarflokksins var á sínum tíma tekið upp sérstakt framlag til ræktunar á litlum búum og var þá miðað við 15 ha. túnstærð. Seinustu árin hefur verið Ijóst, að þetta lágmark þurfti að hækka. Þess vegna hafa Framsóknarmenn á undanförnum þinguni lagt til, að það yrði hækkað upp í 25 ha. Þessi tillaga Framsóknarmanna hefur alltaf verið felld þangað til nú. Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frv., þar sem lagt er til að umrætt framlag sé miðað við 25 ha. Þetta er eitt dæmi af mörgum um það, hvernig Fram- sóknarflokkurinn hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir umbótamálum þing eftir þing og þau verið felld >af stjórnarliðinu. Að lokum hefur verið búið að vinna málinu slíkan skilning og fylgi, að stjórnarliðið hefur séð vænst að láta undan. Það er þannig sem jákvæð stjórn- arandstaða hefur áhrif. Mao herðir sókn gegn Krustjoff ECrusfjoff ásakaðyr fyrir klofningsstarf og nýEendustefny Kínverskt málverk af Mao, sem á aS sýna vinfengi hans við þjóðir Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. I VIKUNNI, sem leið, birti dagblað kínverska kommún- istaflokksins í Peking hörð- ustu árásargrein, sem það hef- ur nokkru sinni flutt um Krustjoff og aðra þá leiðtoga, sem nú stjórna rússneska kommúnistaflokknum. Áður hafði grein þessi birzt í helzta hugsjónatímariti flokksins. í greininni er hvað eftir ann að talað um leiðtoga rússn- eskra kommúnista, sem séu undir stjórn Krústjoffs og þeim bornar hinar verstu sakir á brýn. Hefur ádeilum kín- verskra kommúnista aldrei ver ið beint eins eindregið persónu- l'ega gegn Krústjoff og að þessu sinni. Víða er farið hörð- ustu orðum um framkomu Krústjoffs og félaga hans. ÞAÐ, sem Krustjoff og fél- ögum hans er aðallega gefið að sök, er þrennt: í fyrsta lagi séu þeir tækifær issinnar, er haldi fram endur- skoðunarkenningu, er ekki sam- rýmist Marx-Leninismanum. í þessum efnum séu þeir orðnir verri en Tito. Slíkir endur- skoðunarsinnar hafi hvað eftir annað skotið upp kollinum í samtökum kommúnista og hafi jafnan skipt miklu að berja þann selshaus niður í tæka tíð. í öðru lagi séu þeir klofnings- menn, sem vinni að því að sundra og eyðileggja samheldni kommúnista í heiminum. Sundrungarstarf þeirra sé fólg ið í því, að þeir reyni að breyta. flokkum kommúnista úr því að vera byltingarflokkar öreig- anna í það að vera hversdags- gæfir borgaralegir endurbóta- flokkar. í raun réttri sé það hin tækifærissinnaða stefna þeirra er sé undirrót sundrung- arstarfsins, í þriðja lagi sækist þeir orðið meira eftir vinfengi við Bandaríkin, höfuðríki hinnar kapitalisku heimsveldisstefnu, en við kommúnistaríkin. Þeir kjósi t.d. heldur vinfengi við Bandaríkin en Kína. Þá hafi Krustjoffs hvað eftir annað komið fram við hin kommúnista ríkin sem nýlendudrottn- ari, t.d. reynt að hindra iðn- væðingu þeirra og ætlað þeim í staðinn að framleiða ódýr hráefni í þágu Sovétríkjanna Þannig er beint og óbeint gefið í skyn, að Sovétríkin séu nú engu síður heimsveldissinn- uð eða nýlendusinnuð en sjálf Bandaríkin. EF áðurnefnd grein er vand- lega lesin, kemur það í ljós, að,það er þetta þriðja ádeilu- atriði, sem er bæði helzta nýmæli og þungamiðjan í grein inni. Aldrei áður hafa kínversk ir komúnistar deilt eins ákveð ið á Sovétríkin fyrir heimsveld isstefnu og þeim þannig skip að við hlið Bandaríkjanna. Þau líti ekki á hin kommúnistaríkin sem bræðraríki, heldur sem ný lendur, er eigi að kaupa iðnaðar vörur af Sovétríkjunum og selja þeim ódýr hráefni í stað- inn. Þau reyni að hagnast á þeim eins og Bandaríkin á Suð- ur-Ameríku. Þessu til sönnunar er það rakið, hvernig Rússar hafi skyndilega svipt Kína allri tæknilegri aðstoð. Þeir hafi óvænt kvatt heim 1400 sér- fræðinga, ógilt með því um 343 samninga og viðbótar- samninga og afturkallað 257 áætlanir um tæknilega sam- vinnu Jafnframt hafi verið hafið óbeint verzlunarstríð gegn Kína á sama tíma og Rúss- ar sóttust eftir auknum viðskipt um við kapítalísku ríkin. Þá er lögð mikil áherzla á, að Rússar sæki nú stórum meira eftir vinfengi Banda- ríkjanna en hinna kommún- istisku bræðraríkja. Þetta dragi athyglina frá heimsveldis- 8 stefnu Bandaríkjanna og stuðli S að því, að menn fái ranga hug 1 mynd um þau, einkum í þróun jg arl’öndum Asíu, Afríku og Suð ur Ameríku. Óþarft er að taka fram, að allt þetta er fært á reikning Krustjoffs og nánustu samherja hans. óspart er bent á, að amerísk blöð halda því fram, að Krústjoff sé sá valdamaður m Sovétríkjanna, er bezt hafi reynzt að semja við og því megi ekki gera neitt, er veiki að- stöðu hans heima fyrir. ÞAÐ hefur vakið athygli, að áðurnefnd grein ér birt í dag- blaði kommúnista í Peking um það leyti er Chou En-Iai kemur heim úr ferðalagi sínu til rúmlega 10 Afríkulanda. Sú för var tvímælalaust farin til að reyna að efla áhrif Kínverja, en veikja áhrif Rússa. Sitthvað bendir til þess, að Chou En-lai hafi orðið talsvert ágengt, þótt ekki sé enn sjáanlegur annar beinn ávinningur af för hans en sá, að Túnis hefur ákveðið að viðurkenna Pekingstjórnina. Aðalvinningurinn er vafalítíð sá, að Afríkjþjóðunum er Ijós- ara eftir en áður, að Kína er vaxandi stórveldi og er reiðubú ið að styðja þær í öllum átök- um við hvítu þjóðirnar. Áðurnefnd gréin ber þess augljós merki, að Kínverjar ætla að herða þá sókn að fá kommúnistaflokkanna í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku til fylgis við sig, en gera þá frá- hverfa Moskvu. Þess vegna er iögð jafn mikil áherzla á það og raun ber vitni að stimpla Sovétríkin heimsveldissinnuð og skipa þeim við hlið Banda- ríkjanna. Það er áróður, sem getur fundið frjóan jarðveg í áðurnefndum Sieimsálfum. Þ.Þ. T í M I N N, þriðjudaginn 11. febrúar 1964. — z

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.