Tíminn - 11.02.1964, Qupperneq 9

Tíminn - 11.02.1964, Qupperneq 9
 vx ffl 'þass að bóa f sveit. Og þó a5 óttann sé nú búinn að láta móðan mása bér á undan, þá er hann bara ails efcki að tala um íslenzkan land búnað. Hann talar um fugla og svín. Hvað kemur það íslenzkum landbúnaði við? Gunnar getur svo sem farið að rækta svín, en það þætti mér skrýtið, ef honum tæk- ist það betur en hans fyrri búskap hí. Svo var hann að halda því fram, að bændur séu kauplausir þrælar, og það eru fleiri, sem klifa á því. En er efkki Gunnar sjálf ur kauplaus þræll og hefur alla tíð verið. Mér leiðist þetta eilífa nagg út í sveitabúskapinn, því mér finnst hann vera fyrst og fremst skemmtilegt starf. Annars hefði ég ekki búið mínu búi öll þessi ár. En það er leiðinlegt, þegar karlar eins og Gunnar Bjamason ætla að fara að kenna bændum að búa þó að þeir geti ekki búið sjálfir. Þetta er svona álíka speki og ræðan, sem hann Gylfi Gísla- son hélt í þinginu í vetur um að landbúnaðurinn væri dragbítur fyrir þjóðarbúslkapinn. Það er vit- lausasta ræða, sem ég hef heyrt um landbúnað. Svo er Gunnar að belgja sig út um það, að bezt sé að koma upp 500 kúa fjósum. Það stendur ekki á kenningunum hjá þessum herrum. Þeir geta hæg- lega sagt til um það, hvemig eigi að reka kúabú, sem kunna ekki einu sinni að mjólka kú. En allt er þetta sú endemisþvæla, sem er ekki svara verð. GnðjónHallgrímsson bóndi á Marðarnúpi: „Eg er líklega elzti bóndinn, sem hér er mættur. Ekki ; er ég hrifinn af því, sem Gunnar i Bjamason hefur lagt til málanna. I Mér finnst það reyndar vera botn laust rugl. Að vfeu get ég fallizt á það, að sumar jarðir eigi að ; fara í eyði. En þessi vitfirring, að fara að skipuleggja flótta bænda af Jörðunum, þetta tekur ekki tali. j Mér finnst það reyndar vera botn skuli halda því fram, að við bænd ur séum ómagar á þjóðinni. Við hðldum áfram búskapnum, af því að við vitum, að við eram að leggja gtdl 1 lófa framtíðarinnar. Það veit ég af sannfróðum mönnum, að við erum ekki eftirbátar starfs- bræðra okkar í öðram löndum. En það er a. m. k. þrennt, sem ber að gera fyrir landbúnaðinn. í fyrsta lagi þarf svo að vera, að þeir, sem stunda landbúnað, fái ekki minna kaup fyrir erfiði sitt en aðrir þegnar þjóðfélagsins. Það þarf að efla svo lánastofnanir land búnaðarins, að þær komi að meira gagni en hingað til hefur verið. Við erum reyndar komnir langt með súgþurrkuninni, ég er ekki í minnsta vafa um að hún tilheyrir framtíðinni. Og loks vil ég minna á það, að bændur eiga að standa saman um sín mál. Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu, formaður Búnaðarfé- lags íslands: „Það má til tíðinda telja og ég fagna því, að Stúdenta félag Reykjavíkur hefur boðað til fundar í einu stærsta samkomu- húsi borgarinnar til að ræða land- búnaðarmál frá ýmsum hliðum, og mættu slíkir fundir oftar vera haldnir til að auka skilning milli neytenda og bænda. Erlendis eru til sérstök þjónustufyrirtæki, sem hafa með höndum að flytja gagn- kvæmar skýringar milli þessara aðila, en hér er slík þjónústa því miður ekki enn til. Ekki átti ég von á því, að Ómar Ragnarsson færi að ræða landbúnaðarmál, nema þá til að syngja um þau í gríni. Hann minntist á hina ein- hleypu bændur og virtist hafa nokkrar áhyggjur af þeim. Víst eru þeir ekki öfundsverðir. f minni sveit eru þrír einhleypir bændur, og einn þeirra er meira að segja stúdent, sem vel mundi sóma sér hér í ræðustól, og bændastéttinni eru þeir til sóma. Ekki held ég að fái staðizt þessar kenningar um að landbúnaðurinn kafni undir nafni, eða eigi litinn rétt á sér lengur. Allai- menningarþjóðlr halda dauðahaldi í landbúnaðinn og leggja sig fram um að halda hon- um við. Það er hrein fjarstæða að halda því fram, að bændur lifi á styrkjum, óhætt er að trúa því, sem hinn aldni bóndi Guðjón á Marðamúpi sagði hér áðan. Jarð- ræktarstyrkurinn er ekki meiri en svo, að hann hrökkvi fyrir gras- fræinu. Það er ólíkt aðhafzt af hinu opinbera hér í aðstoð við land búnaðinn eða í öðrum löndum. í kynnisför, sem ég fór til Bret- GuSjón Hallgrímsson lands með öðrum íslenzkum bænd um, einkum í þeim tilgangi að kynnast holdanautaræktinni, kom umst við að raun um það, að Bret- ar eiga erfitt með að halda við búskapnum, og er þó meira gert fyrir bændurna þar en hér. Ríkið borgar tvö þúsund krónur á hverja kú, ef hún skilar kálfi, svo dæmi sé nefnt þar í landi, Þá vitum við, að Norðmenn huga að búskap hvar sem er í landinu, frá fjalli til yztu odda og vilja ekki fyrir nokk- urn mun að hann leggist niður. Það er að vísu rétt, sem sagt hef- ur verið, að ég greiddi atkvæði með því 1954 að við bændur gæf- um eftir hækkun til okkar, en það var gegn loforði um, að allt væri I gert til að halda dýrtíðinni niðri. En við voram sviknir. Og á síðasta búnaðarþingi lýsti ég því yfir, að nú væri tími eftirgjafarinnar lið- inn. Úr.því að þjóðhollustu bænda sem afsöluðu sér því sem þeim bar, var mætt með þessu móti, en ekki tekið í útrétta hönd. Svo era til menn, sem kenna okkur bæhdum um að hafa komið dýrtíð- inni af stað. Það kemur á daginn, að við höfum verið hlunnfarnir. Svo ég komi að ræðu Gunnars Bjarnasonar, þá má um hana segja, að það getur verið skemmtilegt stundum að heyra menn fara með fjarstæðu, eins og þessar kenn- ingar Gunnars, sem hann hefur líka verið að boða í Morgunblað- inu. Hann varðar máske ekki um það, hvað þetta fyrirtæki hans mundi kosta. Stefán Aðalsteinsson sagði hér áðan, að það mundi kosta um eina milljón að flytja bónda til í þessum tilgangi. Það er vægt áætlað, Stefáni væri óhætt að tvöfalda þá tölu. Að hugsa sér að maður láti sér detta slíkt og þetta í hug í alvöra, að fara að hefja allsherjarfækkun bænda. Eg get ekki stillt mig um að minn ast hér á það, að þegar ég kom hingað heim ungur frá námi í Noregi, leizt mér ekki gæfulegar á að hefja búskap hér, og var alveg að því kominn að gefast upp. Þá mátti telja plógana á ís- lenzku bæjunum. En tíu árum síð- ar fór ég aftur út og ferðaðist um skandinavísku löndin. Þá var tæplega til vél á sveitabæjum þar, sem ekki var þá líka komin á íslenzka bæi. Þetta sýnir svo ekki verður um villzt, að íslenzkir bænd ur hafa tekið á móti nýja tíman- um með slíkum hætti, að óvíða hefur vetur verið gert á svo skömmum tíma í öðrum löndum. Umhverfis álla íslenzka bæi er nú ræktað land, og því er haldið á- fram jafnt og þétt og væri vita- skuld gert enn betur, ef ríkið bætti betur aðstöðu íslenzka bændanna. Gunnar Guðbjartsson, bóndi á Hjarðarfelli, formaður Stéttar- sambands bænda, ræddi m. a. um erfiðleikana, sem löggjöf og ríki legðu í veginn fyrir bænd- ur, hversu lánakerfið ynni gegn þróun landbúnaðarins og nauð- synlegri hagræðingu. Bændnr gætu yfirleitt ekki komið sér upp öllum þeim vélakosti, er til þyrfti Nú þýddi ekki fyrir bændur að fara í Búnaðarbankann og biðja um lán, þar væri svarið neit- andi að lána til landbúnaðarins. Meira að segja í kapítalisku þjóð- félagi eins og Vestur-Þýzkalandi, væri fullkominn skilningur á hlut- verki landbúnaðarins og væri sá skilningur yfirleitt alls staðar í rík um mæli nema hér. Nærtækast dæmi væri Noregur. Þar væri mik ið um smábúskap, og ekki þætti Kristján Karlsson þar neitt álitamál að halda þeim búskap við, ríkinu bæri skylda til þess. En hér er allt á sömu bók ina l.ært í hina áttina Eitt af því, sem vantaði í sveitirnar til að draga úr burtstreymi unga fólks- ins, væri fíeiri skólar. Héraðsskól ar væru of fáir, og þar ætti ekki að vera svo dýr* að dveljast, sem raun ber vitni Ekki væri sann- gjarnt að líta nemendur þar borga fyrir annað en fæði, það væri smá sálarskapur að krefja nemendur þar um húsaleigu. Meiri og betri menntunarskilyrði fyrir sveitirnar. Kristján Friðriksson, iðnrek- andi lagði áherzlu á það, að nú riði íslandi á að iðnvæðast. Sjáv arútvegurinn væri of stopull at- vinnuvegur til að tryggja þá gjaldeyrisöflun, sem okkur væri nauðsynleg. Fiskveiðar gætu svo iðulega bragðizt. Hráefni landbún- aðarins nægðu heldur ekki til þess heldur yrði vinnsla landbúnaðar- afurða að vaxa til mikilla imuna. Það væri ekki stóriðnaður, sem hér skipti mestu máli, hann væri svo sem ágætur að vissu marki, en smáiðnaðurinn væri okkur efa laust meira virði. Hann þarf að vísu tollvernd oftast nær, en það er ekki meira en aðrar þjóðir gera, og sumt af okkar iðnaði hefði staðið undir sér án tollverndar. Það hefði sannazt, að íslenzkir menn era mjög hæfir til að vinna við verksmiðjuvélar. Sem sagt, margþættari iðnaði, einnig í land búnaðinum, væri það, sem koma skyldi, Kristján Karlsson, erindreki Stéttarsambands bænda, taldi þetta svo sem ekki fyrsta sinn, sem lagt væri til að fækka bænd- um. Öllum væri í fersku minni um- mæli og tilmæli viðskiptamálaráð herrans í vetur um að flytja vinnu aflið úr sveitunum að sjávarsíð- unni, því að landbúnaðurinn væri dragbítur á hagvextinum og fram leiðslunni. Þessi fjöldabúskapur, sem lagt væri til að hverfa að hér, væri einmitt það fyrirbæri, sem búið væri að ganga sér til húðar í löndum, t. d. hefðu erfiðleikarn- ir sýnt sig í Sovétríkjunum. Það eru einmitt smábúin, sem hafa staðizt. Svo væri nú með þessa menn. sem boðuðu þetta hér, að þeir hefðu enga grein gert fyrir því, hvernig þeir hugsuðu sér að koma þessu skipulagi á. Það kæmi reyndar ekki að sök, því að úr þessu yrði aldrei hér, það væri ekki skynsemisglóra í þessum boð skap. , Sem áður segir entist ekki tím- inn til að allir gætu tekið til máls, er þess óskuðu, en loks fengu frummælendur orðið í annað sinn til að svara athugasemdum við framsöguræður þeirra. Var fundi slitið á sjöunda tímanum, og hafði þorri fundarmanna setið allan tím ann frá klukkan tvö. T í M I N N, þriöjudaglnn 11. febrúar 1964. — 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.