Tíminn - 14.02.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.02.1964, Blaðsíða 5
MINNÍNG Ari Kristinsson sýsBumaður Það var sem liögg byldi á brjósti mér, ,'þegar ég sá fréttina um hið slkyndiléga fráfall bekkjarbróður mtíis,,Ara sýslumanns Kristinsson- ar. Svo þung og átakanleg var þessi harmafregn fyrir okkur vini 'WaVi.c ,og bekkjarsystkini. Við viss- um að vísu, að hann hafði átt við'hættulegan sjúkdóm að stríða síðian á s.L sumri, en talið var, að hann væri á góðum batavegi. I'nrmafregnin kom því mjög ó- vænt En tíyersu óvænt knýr ekki dauðinn oft dyra? Hversu óvænt og óskiljanlega eru ekki menn í blóma lxfsins oft kvaddir frá starfi og ástvinum hér á jörðu? — En végir almættisins eru óskýran- legir. Ári Kristinsson varð aðeins 42 ára. Hann fæddist 6. nóvember 1921 á Húsavík. Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson, kaupmað- ur þar og Guðbjörg Óladóttir. Ari stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri, og komu þar brátt í Ijós ríkir eðliskostir í skap gerð hans og fjölhæfar gáfur. — Hann var afar samvizkusamur og reglusamur og vakti traust bæði kennara og okkar bekkjarsystkin- anna. Var hann jafnan umsjónar- maður bekkjarins í stærðfræði- deildinni og þar með foringinn og sá, sem hélt uppi aga og reglu. Tókst honum þetta trúnaðarstarf með ágætum, og kom þar að góðu haldi, að hann var búinn ríkri réttlætiskennd og sanngirni. Ari var góður námsmaður og fjölhæf ur og tók mikinn þátt í félags- lífi í skólanum m. a. í leikstarf- semi og íþróttum. Hann varð stú- dent vorið 1941, og um haustið hóf hann lögfræðinám við Há- skólann og lauk lögfræðiprófi vor ið 1947, hinn 28. maí. Þremur dög um síðar var hann skipaður full- trúi við sýslumannsembættið í Þingeyjarsýslum og starfaði síðan við það embætti á æskustöðvum sínum, þar til hann var skipaður sýslumaður í Barðastrandarsýslu vorið 1956. Ari kvæntist árið 1945 eftirlif- andi konu sinni, Þorbjörgu Þór- hallsdóttur, kaupfélagsstjóra á Húsavík, Sigtryggssonar, og eiga þau átta börn, hið yngsta aðeins á öðru ári. Mér er í Ijósu minni vordagur- inn 1941, þegar við bekkjarsyst- kinin lukum stúdentsprófinu. — Þetta var fagur sólskinsdagur eins og þeir gerast fegurstir við Eyja- fjörð, og það var sólskin í sálum okkar, hjörtu okkar voru heilluð. Lífsþróttur og lífsfögnuður geisl- aði af hópnum. Þessi sami hópur er hnípinn og hljóður í dag.. Harmur heltekur hjörtu okkar. í dag fylgjum við til grafar hinum fyrsta úr hópnum. Sá úr hópnum, sem jafnan var glaðastur á góðri stund, er horfinn. Hann, sem allt- af geislaði af starfsgleði og lífs- þrótti á samverustundum okkar. Þann, sem við hefðum jafnvel getað búizt við, að yrði síðastur okkar úr þessum heimi, erum við nú að kveðja í dag. Svona getur hið ólíklegasta verið á næsta leiti. Þótt Ari sýslumaður væri ung- ur að árum og hefði án efa unnið þjóð okkar mikið gagn á kom- andi árum, ef honum hefði til þess enzt líf og heilsa, þá hefur hann engu að síður afkastað miklu verki á sextán ára embættisferli. Kemur þar allt til, góðar gáfur, atorka og starfsgleði og fádæma samvizkusemi. Embættisfærsla Ara var, að allra dómi, sem til þekktu til fyrirmyndar og reynd- ar viðbrugðið um röggsemi, mynd arbrag og reglusemi. Mér kemur í hug í þessu sam- bandi kvæði Jónasar Hallgrímsson ar, þar sem hann minnist vinar síns: Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meir hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. Sú sorg, sem kveðin er að eig- inkonu Ara, börnunum og öðrum ástvinum, er svo þungbær að hugg unarorð duga eigi. Það eitt vil ég þó segja við þau, um leið og ég færi þeim dýpstu hluttekning- arkveðjur, að minning okkar allra um Ara, er minning um lífsglaðan og elskulegan félaga, um dugmik- inn, heiðarlegan og vammlausan embættismann, sem vann þjóð sinni til hinztu stundar, minning um góðan dreng, minning, sem við geymum, en gleymum ekki. Eg vil svo enda þessi fátæklegu orð með því að taka mér í munn aðra vísu úr áður tilvitnuðu kvæði Jónasar Hallgrímssonar: Vel sé þér vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. Jóhannés Elíasson Það ríkti almenn sorg'um alla Barðastrandarsýslu, er sú harma- fregn barst að sýslumaðurinn hefði látizt, á sjúkrahúsinu á Patreksfirði hinn 5. febrúar s. 1. Eg veit raunar með vissu að sú sorg kom víðar við, því allir dáðu Ara Kristinsson, sem eitt sinn höfðu kynnzt honum og hann átti vini og vandamenn víðs vegar um landið. En þeg- ar frá eru taldir nánustu ástvin- ir hans, varð fráfall hans tilfinn- anlegast fyrir okkur Barðstrend- inga, sem áttum því láni að fagna að hafa hann fyrir sýslu- mann um sjö ára skeið. Embættisferillinn varð ekki lang ur en hann var ein óslitin sigur- ganga. Vinsældir hans fóru vax- andi með hverju árinu sem leið, enda var maðurin einstaklega vel gerður. Það sagði við mig kona, sem ég hitti skömmu eftir að andlátsfregn in barst að hörmulegri tíðindi hefðu vart getað borizt austur um sveitir, því að betri sýslumann væri ekki hægt að hugsa sér. Undir þau orð mundu flestir vilja taka, því að þau eru sönn, um það efast ég ekki, en þau segja þó ekki alveg allt um það, sem konunni lá á hjarta. Það sem hún átti við og öll við, sem þekkt- um hinn látna vildum gjarna segja um hann, má orða eitthvað á þá leið, að þótt maðurinn Ari Kristinsson væri ágætt yfirvald og góður sýslumaður, þá er þó, að ég hygg, meira vert um hitt, að sýslu maðurinn Ari Kristinsson var góð- ur maður. Þar er, að minni hyggju, að finna skýringuna á hinum miklu vinsældum hans. Hann var drenglundaður maður, ljúflyndur, réttsýnn og velviljað- ur og mundu rithöfundar gullaldar bókmennta vorra hafa sagt það allt með fjórum orðum: „Hann var drengur góður“. Þannig var ágæt ustu mannkostamönnum lýst til forna og meira varð í rauninni ekki sagt um nokkurn mann. Engum duldust mannkostir Ara Kristinssonar, sem einhver kynni höfðu af honum. Hvarvetna þar sem hann fór varð mönnum glað- ara í geði, viðmót hans var allt svo Ijúfmannlegt og hýrlegt, svo gegnsýrt af góðvild og jákvæðum viðhorfum — að líka, jafnvel þeir, sem kviðu komu hans af því að þeir þurftu kannske að mæta hon- um sem dómara eða rannsóknara, fóru glaðari af fundi hans og með léttari lund, af því að þeir fundu hina manneskjulegu góðvild hans, sem skein alls staðar í gegn og var öllum ávallt til reiðu. Samt var festa og röggsemi í allri em- bættishiénhsku hans. Eg kynntist því nokkuð, — líka réttsýni hans og góðvild, en það voru tveir ríkj- andi eðlisþættir í skaphöfn hans. — Og eru ekki einmitt réttlætið og manngæzkan þær dyggðir, sem helzt eiga að prýða þann, sem í dómarasæti situr? Annars þekkti ég ekki mikið til dómstarfa hans, tn vegna þessara eðliskosta, sem mér þóttu vera svo áberandi í fari hans, er mér engin launung á því, að ljúft hefði mér verið að leggja mín mál undir hans dóm ef því hefði verið að skipta. En þeir munu vera fáir íbúar Barðastrandarsýslu, sem þekktu hinn látna sem dómara. Flestir þekktu hann miklu fremur sem þann, er kunni þá list, kannske mörgum öðrum fremur, að vera manneskja — að vera maður í þess orðs beztu merkingu, þrátt fyrir embætti og ytri virðingar- tákn. Hann var alla jafnan Ijúfur og lítillátur við hvern sem var. Og eðlisgæðum hans kynntust menn fljótt, og glaðvær lund hans gerði hvern fund með honum að ánægju stund. Hann eignaðist þá líka marga vini og allir luku upp einum munni um það hve gegn og góður maður hann væri. Gjörvuleik hans og mannkostum var jafnan við brugðið. Allir vildu heldur hafa hann með sér en móti — ekki endilega vegna þess að hann var yfirvald og fremstur að virðingu í þessum héruðum, heldur af því að menn fundu, vitandi eða óaf- vitandi, að glaðlyndi hans, rétt- lætiskennd og góðvild voru já- kvæðir eiginleikar, sem afvopn- uðu hvers konar óheilindi; — að maðurinn var einlægur og undir- hyggjulaus, hreinskilinn og mat menn að verðleikum, enda þótt þeir væru ekki einlægt sammála honum né skoðanabræðrum hans í sumum þeim málum, sem einlægt hljóta að vera skiptar skoðanir um, eðli þeirra samkvæmt. Hann var nógu vitur til að skilja það. Þess vegna átti hann líka óskor- að traust og virðingu þeirra, sem voru honum ósammála t. d. í stjórnmálum. Mér er einmitt vel kunnugt um það að úr þeirra hópi átti hann orðið marga ágæta vini, sem aldrei höfðu annað en allt gott um hann að segja, sem virtu hann og mátu og væntu sér mikils af farsælli forystu hans í þeim málefnum, sem til framfara og menningarauka horfðu. Það er því orð að sönnu, að hann hafði allra manna virðingu og vinsældir af öllum lýð. Þess vegna varð líka héraðs- brestur, meiri en menn muna um langa hríð, þegar sú sorgarfregn barst frá manni til manns, að sýslu maðurinn væri látinn. Og það var þeim mun átakanlegra sem það var ferskara í minni manna hve lifandi hann jafnan var, meira lifandi en flestir aðrir menn, full- ur af lífrænum áhuga og vakandi yfir öllu því, sem til heilla mátti horfa. Hann hafði svo jákvæða afstöðu til allra framfara- og menn ingarmála. Um það má margt segja en verður ekki hér gert frekar og þó tel ég mér skylt hve góður sonur hann var móður vorri kristinni kirkju. Hann var mjög kirkjurækinn og átti hann og hin stóra fjölskylda hans fastan bekk í kirkjunni, þar sem þau hlýddu messu hvenær, sem því varð við komið. Afstaða hans til kirkju og krist indómsmála var þeim mun meira virði, sem hún var sýnd af svo ágætum og gáfuðum manni í hárri stöðu. Það er ómetanlegt að eiga slíkan stuðning á tímum eins og þeim, er vér lifum á er trú og kristilegar dyggðir eiga að ýmsu leyti í vök að verjast. Þegar fram- ámenn samfélagsins, sem eru að allra dómi miklir mannkostamenn eins og Ari Kristinsson var, ganga á undan og gefa fordæmið fer ekki hjá því að það hafi áhrif á aðra, sem gjarna vilja líkjast þeim sem bera af öðrum mönnum. Ari Kristinsson var góður sonur kirkj-1 unnar og kristnilífi í Barðastrand- arsýslu styrk stoð. Fyrir það eru honum færðar einlægar þakkir og við blessum minningu hans. Af þessu má sjá að sá héraðs- brestur, sem varð við andlát Ara Kristinssonar náði bæði til and- legra og veraldlegra mála. Hann var sannur foringi og forystumað- ur . En það brast fleira við hið ótíma bæra fráfall hans en sýnilegt lið- sinni hans og áþreifanleg forysta um málefni sýslubúa. Það brast annað, sem ekki sést kannske eins vel hið ytra — og þó mátti sjá það af hinum mikla mannfjölda, sem var viðstaddur kveðjuathöfnina í Patreksfjarðarkirkju s.l. þriðju- dag. Já, það brast annað, sem ekki er minna um vert en hitt, — það brast viðkvæmur strengur í brjóst um ótal manna og kvenna, sem elskuðu, virtu og dáðu þennan góða dreng. Og nú er hann horfinn sjónum okkar, og minningin ein er eftir, — ljúfsár minning, en góð og göfgandi. Ari Kristinsson var fæddur í Húsavíkurkaupstað 6. nóv. 1921 og var því aðeins 42 ára gamall er hann lézt. Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson kaupmaður á Húsavík og kona lians Guðbjörg Ólafsdóttir. Ari lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1941 og cand. jur. varð hann frá Háskóla íslands árið 1947. Varð hann þá fulltrúi sýslu- manns Þingeyinga og oft settur sýslumaður þar. Árið 1956 skip- aður sýslumaður Barðstrendinga og gegndi því embætti með mikl- um sóma og við almennar vinsæld- ir allt til dauðadags. Ari var kvæntur ágætri konu, Þorbjörgu Þórhallsdóttur, frá Húsavík og eignuðust þau 8 börn í farsælu hjónabandi. Þrjú af börnum þeirra eru komin yfir fermingu. Það er mikill harmur að þeim kveðinn nú, enda missa þeirra mikil. Allir hér um slóðir vildu mikið til þess gefa, að geta mild- að harm þeirra og tekið sárasta broddinn úr sorginni og hálfur harmur manna er gremja yfir þeim vanmætti, sem kaldur og snauður dauðinn dæmir menn í.- En samúð allra hér er einlæg og sönn. Og von okkar og bæn er sú, að tíminn og trú á endurfundi í fyllingu tímans þerri tárin og lækni það mein, sem nú þjáir hina ungu ekkju og föðurlaus börnin hennar. Þau hafa mikið misst, en sá einn getur mikið misst, sem mikið hef- ur átt. Trúin leyfir okkur að vona að allt það verði aftur gefið, þegar ástvinir hittast á ný á landi lífs- ins handan dauðans. Þar deyja hinir lifandi ekki — aldrei að eilífu. Við blessum minninguna um Ara Kristinsson, hinn góða mann, sem var með miklum sóma sýslu- maður Barðstrendinga um sjö ára skeið. Þórarinn Þór. 5. i TÍMINN, föstudaginn 14. febrúar 1964 — Bókarastarf Skrifstofa ríkisspítalanna óskar eftir að ráða bók- ara til starfa í sjúklingabókhaldi nú hið fyrsta. — Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, nám, menntun og fyrri störf, sendist til Skrifstofu rík- isspítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík fyrir 27. febrúar n.k. Reykjavík, 13. febrúar 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna Starfsstúfkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Kópavogs- hælis- Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 41502. Reykjavík, 13. febrúar 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.