Tíminn - 14.02.1964, Qupperneq 14

Tíminn - 14.02.1964, Qupperneq 14
 10 SCTn,Clementine sat við hlið hon- um' ái.ræðupallinum, enda var það éSkért leyndarmál, að ekki var unnt að telja hana í liði óvina, kvenréttindanna. Clementine gerði Winston það l'jóst, að hún fylgdi að málum þeim konum, sem itíörðust fyrir auknum réttindum kvenna, og hún sýndi hug sinn með því að vera viðstödd öll réttar- höld yfir forystukonunum. En þó að Winston væri jafnvel á efri árum uggandi yfir að hleypa kon- um inn í opinber störf, lét hann Ikonu sína ætíð einráða um sínar skoðanir. Þó að það væri snar þáttur í starfi hans um langa ævi að fá fólk til að skipta um skoð- ■Ð, þá reyndi hann aldrei að neyða Clementine til að fallast á sínar eigin skoðanir. Hann var í rauninni hálfvolgur fylgjandi kvenréttinda, og Clemen- tine ýtti undir allar hug- myndir, sem hann hafði til já- kvæðra breytinga á réttindastöðu kynjanna. Hún reyndi til hins ýtr- asta að fá hann á band kvenrétt- indahreyfingarinnar, en baráttan gegn honum af hreyfingarinnar hálfu og forystumanns hennar, Sylvíu Pankhurst varð til þess að hann lét ákafar tilraunir hennar í þessa átt eins og vind um eyrun þjóta. Nokljrir vina þeirra hafa haldið því fram, að Winston hafi ekki í hjarta sér verið jafn mikill andstæðingur kvenréttinda og hann virtist vera á yfirborðinu, og það er að minnsta kdsti einn atburður, sem rennir stoðum undir þá skoðun. William Beveridge (sem síðar varð Beveridge lávarður), sem var upphafsmaður löggjafarinnar um atvinnuráðningar, sem Winston síðan studdi og kom í framkvæmd, kom Winston til aðstoðar í miðri kosningabaráttunni 1910, þegai hann var beðinn að taía á fundum víðs vegar um landið. Hann gekk morgun einn inn í svefnherbergi Winstons með lista yfir fyrstu konurnar,sem skipa skyldu stöður deildarstjóra á ráðningarskrifstof unum. Winston, sem hafði orðið fyrir stöðugum ofsóknum af hálfu her- skárra kvennréttindakvenna, sem kröfðust jafnréttis kynjanna, leit á listann yfir þær konur, sem sóttu um að fá jafna hlutdeild og ábyrgð á stjórnarstörfum á við karlmenn. Hann horfði lengi og vel á listann og sagði* síðan: „Látum konurnar komast að.“ Hann undirritaði síð- an samþykkt sína. , Tveimur árum eftir hjónavígslu þeirra Clementine var Winston enn skotspónn kvenréttindakvenn- annS. Eyrsta barn þeirra, Diana,! þurfti að vera í stöðugri gæzlu í vagni sínum, vegna ótta manna um að kvenréttindakonurnar mundu ræna henni. Clementine var með honum, þeg ar þrjár konur klöngruðust upp á1 þakið á fundarsal, þar sem Churc- hill var að halda ræðu. Þær höm- uðust og létu öllum illum látum, á meðan á ræðu hans stóð, og hróp uðu kröfur sínar um kosningarétt niður um loftræstingarop. Clemen tine, sem sat á ræðupailinum, veif aði glaðlega til friðspillanna, á meðan Winston talaði. Það eru fáar konur, sem kvænt- ar hafa verið snillingi og jafn- framt búið við langvinna ham- ingju. Þegar slíkur hjúskapur bless ast, er það ekki snillingnum að þakka, heldur eiginkonu hans. ClKnentine hafði valið sér að lífs förunaut óróagjarnan og metnaðar gjarnan mann, sem átti i stöðug- um útistöðum og vandræöum. Hún lagði sig fram um að veita það tilfinningalega öryggi, þann fasta grundvöll, sem varnaði því að ævi starf hans, sjálf tilvera hans sttytti á skeri og biði skipbrot. Hún umbar hann á þann einfalda hátt að elska hann. Hún fæddi hon um börn, veitti honum fjölskyldu, heimili, griðastað í þeim ofsa: fengna heimi, er hann venjul. lifði og hrærðist í. Áður en þau kynnt- ust hafði liann verið hirðulaus, frekur, óstýrilátur og oft rudda- fenginn. Fyrir blíðleg áhrif henn- ar breyttist hann. Beizkjan hvarf úr rödd hans, sjálfstraustið óx, htefileikar hans komu skýrar í ljós og ræðumennska hans breytt- ist til batnaðar. Hún fylgdi hon- um í gegnum þykkt og þunnt, fagn aði sigrum hans og hjálpaði honum til að taka erfiðleikunum með léttri lund. Jafnvel þótt það væri mjög ný- stárlegt að sjá eiginkonu og móður sitja á kosningaræðupöllunum í þessa tíð kom hún fram með hon- um opinberlega, vegna þess að hún vissi að hann þarfnaðist hennar Dagana fyrir 1914 settu þau eins konar fordæmi með því að fara saman til að skoða herskip. Til endurgjalds fyrir ást hennar til sín, sýndi Winston henni hreykinn hollustu sína á opinberum vett- vangi. Og því hélt hann áfram alla ævi Með hana við hlið sér var eins og Winston yrði stærri. Frægt fólk kom á heimili þeirra á Eccleston Square 33. Hinni ungu frú Churchill tókst frábærlega í hlutverki húsmóður á heimili stjórnmálamanns. Lloyd George undi sér vel í návist vina sinna, Churchillhjón- anna. Winston og Welsh Wisard voru dáiiuiis samræðufélagar við : kvöldverðarborðið. „Eg er eindregið með fastri t reglu í þjóðfélaginu". sagði Win- ston eitt sinn. Loyd George leit yfir barminn á kampavínsglasinu og svaraði: 1 „Nei! Eg er á móti því.“ Winstcn bretti úpp á nefið, eins og alltaf þegar hann vissi, að hann 1 var óskammfeilinn, svaraði full- um hálsi: „Það eruð þér alls ekki, — aðeins þegar slíkt er í vegi fyr- ir yður.“ 1 Esher lávarður, ráðgjafi Ját- varðs konungs VII., var enn einn þeirra, sem kom til málsverðar á ^ þessu fyrsta heimili þeirra. Hann j sagði svo frá eftir á: „Hann hefur tvö mjög notaleg herbergi á fyrstu hæð. Þar er ekkert annað en bæk- ur. Frábært bókasafn. Þetta var afmælisboð. Aðeins sex manna. En hann hafði fengið afmælistertu með þrjátíu og fimm kertum. Og svo voru knallettur. Allt kvöldið sat hann með á höfðinu pappírs- húfu, sem hafði verið innan í einni knal'ettunni. Það hefði verið skrýt- in sjón fyrir þau þúsund manna, sem koma til að sjá hann og hlusta á hann a fundunum. Þau hjónin -átij hiið við hlið í sófanum, og hann hélt um hönd hennar. Ég hef aldrei séð ástfangnara par. Ef | hann yrði að hætta í ráðuneytinu | ætti hann ekki krónu í eigu sinni. Hann yrði að vinna fyrir sér, en hann segir að það sé engum erfið- : leikum bundið, ef maður hefur j einhvern sem maður elskar, sér við hlið ' Honum yrði það skapraun ! að vísu, en hann er þess albúinn að búa í leiguhúsnæði — aðeins tveim ur herbergjum — með henni og - barninu! Þau hafa eldabusku í þjónustu sinni, tvær vinnustúlkur i og þjón. Hún hljóp niður í eld- j húsið fyrir matinn, til þess að sjá um, að allt væri í lagi. Og við fengum frábæran málsverð!“ Winston hafði tekið mikinn þátt í gerð friðarsamninganna eftir Búastríðið. Cullinan demanturinn var friðargjöf Suður-Afríku til handa brezku krúnunni. Búunum var kunnugt um að það var að miklu leyti fyrir áhrif Winstons, að tekið var við gjöfinni, svo að þeir sendu honum eftirlíkingu steinsins sem minjagrip. Winston varð himinglaður og fól Clement- ine steininn til gæzlu, og stundum bað hann hana að koma með stein inn til að sýna gestum þeirra. Dag nokkurn kom frænka hans, lafði Lilian Grenfell til hádegis- verðar. Winston bað Clementine að láta sækja eftirlíkingu demant- sins. Á meðan barst talið að öðru. Loks birtist þjónninn við hlið lafði Lilian og bar steininn á silfurbakka — þetta var afkára- legur klumpur, sem leit út eins og illa hlaupið ávaxtahlaup, sem hafði runnið út úr forminu. Lafði 15 fingrum hans, en það var ekkert traust í snertingunni. Þau sáu nú hús Maggie og í garðinum stóð Maggie sjálf ásamt Rorke. ___Það lítur ekki út fyrir, að Rorke hafi eytt tímanum til ónýtis, sagði Simon og rak upp hlátur. — Ég geri ráð fyrir að hann sé að snuðra upp allt sem gerzt hefur. Hann þorir ekki að spyrja mig, hann veit að hann hefði ekkert upp úr því, þess vegna ræðst hann á Maggie Livvy svaraði ekki. Hún sat hreyfingarlaus, meðan Simon lagði bílnum og hún fann, hve hjartað barðist í brjósti hennar. Hún átti a|| hitta Rorke aftur. Ó, Rorke, vertu góður við mig, hvíslaði hún með sjálfri sér. Hún gekk við hlið'Simonar upp stíginn og þegar þau komu fyrir hornið, hrópaði hann hátt: — Halló Maggie. Rorke, er þetta virkilega þú. Sjáum til, hinn víð- förli blaðamaður snýr heim í heiða- dalinn. Livvy fann hnén skjálfa undir sér og hún reyndi að líta á Rorke. Maggie sneri sér að þeim ljómandi af gleði — Ó, ég er svo glöð að þú skyldir koma Simon. Ég hef dásamlegar fréttir að segja. Jeith tókst að hreyfa fingurna — bara örlítið. En hann hreyfði þá... er það ekki hreinasta kraftaverk? — Það er stórkostlegt, Maggie, svaraði Simon. — Veistu hvað ég held, Maggie, að hann hafi allan tímann verið klár, í kollinum, og hann hafi háð sína baráttu til að verða heilbrigður aftur. — Læknarnir segja það geti tekið marga mánuði, en nuddið á að gera honum gott. Og við verðum að hlífa honum af fremsta megni.. hann má alls ekki komast í geðs- hræringu, það gæti tekið fyrir all- an frekari bata. Rorke kveikti sér í sígarettu. — Það er alltaf svo friðsælt hjá þér, Maggie. Þú þarft engu að kvíða, hann nær sér smám saman. — Heldurðu það, Rorke? Hún sneri sér að honum og andlit hennar Ijómaði þegar hún mætti nugum hans. Livvy leit á þau og fann sting fyrir hjartað. Hún velti fyrir sér, hverjar væru hinar sameigin- legu endurminningar þeirra... Rorke og Maggie ... frá unglings- árum þeirra .... Inni heyrðist klukka slá og Rorke sagði: — Ég á að hitta Guy Glazier, svo að ég verð að fara. Manstu eftir honum, Maggie? ! — Já, hann var í skólanum með okkur. Ilún rétti fram höndina. | — Ég vildi óska að þú gætir stopp- að lengur. — Ég lít inn á morgun. — Komdu hvenær sem þú villt, sagði hún biðjandi. — Þú veizt að þú ert alltaf velkominn hér. Hún tyllti sér á tá ppp og kyssti hann á kinnina. Keith gat hreyft fingurna og Maggie var f sjöunda himni? Eða var þessi glefti hennar vegna þéss að Rorke hafði komið aftur til hennar eftir öll þessi ár? Ég sá ekki betur en hann hygð- ist vera hér í kvöld — svo rauk hann þegar við komum, sagði Simon og horfði á eftir Rorke með augljósr: ándstygð í svipnum — Hann hefur víst ekki kært sig um að vera nálægt okkur, Livvy. — Láttu ekki svona, Maggie sleit upp blóm — Rorke þurfti hvort sem var að fara. Þú heyrðir að hann sagðist þurfa að hitta Guy Glazier. En þú verður að heilsa upp á Keith, fyrst þú ert kominn, Simon. í SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY — Já, mig langar til þess. Livvy .. — Hann er kominn í rúmið, skaut Maggie flausturslega inn í. — Og það borgar sig ekki að fleiri en einn komi inn til hans í einu. Svo að ef þér er sama, Livvy ,.. — Auðvitað ég ætla heim núna .. — Nei. Simon greip í hönd hennar. — Biddu eftir mér, ég verð bara örfáar mínútur. Hún átti ekki um annað að velja, ef hún vildi komast hjá1 þrasi. Það var alltaf svona. Livvy mátti ekki koma nálægt Keith — hann gæti komizt í geðshræringu. Hún var sannfærð um, að hún hefði engin slík áhrif á hann, því að hún þóttist viss um, að hann skildi og ásakaði hana ekki fyrir slysið, sem komið hafði fyrir hann. Keith og hún höfðu verið góðir vinir. Hann var viðkvæmur og blíðlyndur, og þeir eiginleikar voru einnig ríkir í eðli Livvy. Hún leit í kringum sig í dimm- um, mannauðum garðinum. Svo settist húr. á bekk við runnana og spennti greipar — eins og hún , væri bæði róleg og ánægð með !íífið. Rorke hlaut að hafa verið gang- andi, því að enginn bíll hafði verið Jsjáanlegur, þegar þau komu. Ilún J gat sér þess til, að hann hefði flýtt sér burtu, þegar* hún kom.' J Aðeins örstutt augnablik hafði hann l'itið á hana .. . augu þeirra J höfðu mætzt. I Skyndilega varð hún vör við skugga, sem hreyfðist í myrkrinu rétt hjá henni. Hún leit upp .... og þar stóð Rorke. — Ég hélt að þú hefðir farið.. — Ég kom aftur. En það virðist ekki vera margmennt hér. Hann rétt út hönd sína og tók undir hökuna á henni. — Hertu þig upp , Livvy, sagði hann lágt. Það er allt, sem ég hafði að segja. Hún rýmdi til á bekknum, en hann hristi höfuðið. — Ég ætlaði aðeins að biðja þig að vera gætin. Reyndu að þjálfa með þér sjötta skilningarvitið þegar um hættu er að ræða Það er hægt... mér tókst það þegar ég var í Ungverja- landi og Alsír. — Segðu mér hvernig ... — Ég vildi óska að ég gæti það, en það er eitt af þessu, sem maður getur ekki útskýrt eða kennt. — Heldurðu að ég sé í hættu? — Það er auðvitað ekki víst. Kann- ske er ég of gætinn. Hann leit snöggt um öxl. — Blessuð, hvísl- aði hann Þegar hann var farinn sat Livvy enn um stund og hugleiddi orð hans. Simon og Maggie komu út ; garðinn aftur — Keith er mjög þreyttur, en ég sé það á augunum, að honum er að batna .. hs sneru út að víkinni svo að þau höfðu áreiðanlega ekki séð hann. Simon talaði um Keith þann stutta spöl, frá húsi Maggie til Adrienne — Það er dásamlegt fyrir Maggie, ef honum er loksins að batna. Þá getur hún farið að lifa eðlilegu lífi. á nýjan leik. Hún hefur verið alveg bundin yfir Keith alla þessa mánuði. Simon nam staðar fyrir utan húsið og Liwy tók fram lykilinn. — Þakka þér fyrir í kvöld, sagði hún og brosti til hans. En Simon ætlaði ekki að láta hana fara strax frá sér. Hann fylgdi henni alveg að dyrunum. Hvorugt þeirra nefndi Rorke og hún skildi, að þau höfðu ekki hug- mynd um að hann hafði komið aftur. Gluggarnir á herbergi Keit-'í kvöld |— Þú getur ekki ímyndað þér, hvað að mér finnst undursamlegt , að mega vera með þér. Eða hef- urðu skilið það? Hefurðu gert það, Livvy? Hann stóð mjög nálægt henni og horfði biðjandi á hana. — Liwy, vina mín, hélt hann á- fram, þegar hún forðaðist að líta á hann ellegar svara orðum hans. — Clive er dáinn, en þú ert ekki ein í heiminum. Ég skal gæta þín. Hann tók um axlir henni, en hún sleit sig af honum og rödd hennar var há og næstum skræk, þegar hún sagði: — Simon, ég er tuttugu og þriggja ára og fullfær um að gæta mín. Svo opnaði hún dyrnar og sagði aftur án þess að líta á hann: — Góða nótt og þakka þér fyrir 14 TÍMINN, föstudaglnn 14. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.