Tíminn - 27.02.1964, Side 3
mannkynsins, er myndin brosleg stjórn Stalins,
HHEE
Heimur í hundana
Um þessai' mundir íer sigurför
um Norðurlönd ítalska kvikmynd-
in „Mondon Cane“, einhver sér-
stæðasta heimildarkvikmynd, sem
gerð hefur verið og kalla mætti
á íslenzku „Heimur fer í hund-
ana“ eða „Hundalíf" eða eitt-
hvað í þá átt. Hún var fyrst sýnd
opinberlega sumarið 1962 á kvik-
myndahátíðinni í Cannes á Frakk
landi og vakti þar feikna furðu,
kátínu og hneykslun margra. Nú
er hún sýnd í nokkuð breyttri
gerð, en er engu síður mergjuð
en áður og gengur fram af ófáum,
er hana sjá. Þó er myndin að
engu leyti uppdiktaður skáldskap
ur að neinu leyti, því þetta er
heimildarkvikmynd, samsett úr
svipmyndum úr daglegu lífi í öll-
um álfum heims.
Kvikmyndastjórinn ítalski Gualt
iero Jocopetti réð í sína þjón-
ustu yfir tuttugu myndatökumenn
og skiptu þeir síðan með sér verk
um, héldu hver í sína áttina um-
hverfis hnöttinn.
Einn bregður upp vélinni í
hundagrafreit í Hollywood, þar
sem fólk krýpur syrgjandi og
nostrar við leiðin, því að í því
landi taka margir meira ástfóstri
við hunda, ketti og jafnvel ali-
rottur en börn sín, dekra við dýr-
in af sjúklegri ástríðu, láta sér
annara um þau en venjulegt
fólk sína nánustu. Næst sjáum við
sýnishorn af hundaást á Formósu.
En þar lýsir hún sér öðruvísi.
Þar eru hundar geymdir í búrum
Austurlöndum, sem er alveg tryllt fyrir utan umhverfis borð hlaðið
ur í stríðaldar stúlkur. Og þær matföngum eftir því að hinn sjúki
eru læstar í búr, eins og gæsirn- hafi lokið dauðastríðinu.
ar, og troðið í þær mat. Öfugt Þá er brugðið upp myndum frá
fara amerískar konur að, því þær páskasiðvenjum í Kalibríu, þar
sem trúarofstækismenn rista sig
MONDO CANE: Kínverji á Formósu fær vatn í munninn, þegar hann
er búinn a3 fá slönguna á diskinn sinn. Hún er hans þjóöarréttur elns
og hangikjötið hjá okkur.
sig. Nokkrum grátbroslegum mynd
um er brugðið upp í megrunar-
stofnun í Kaliforníu. Þá sjáum við
fiskimenn á Kyrrahafseyjum, sem
hefna þess grimmilega að hafa orð
frá hvirfli til ilja með glerbrot-
um svo blóðið rennur í stríðum
straumum um píslarveginn (via
dolorosa), sem skrúðganga fer um
með Kristsmynd í fararbroddi. í
Rómarborg tíðkast að fjölskyldur
vitji grafhvelfinganna í viku
hverri, snyrta og snurfusa beina-
grindur löngu látinna ættingja og
börn fyrirfólks eru látin fægja
hauskúpurnar.
Mestan hrylling vekja myndini-
ar, sem brugðið er upp frá Bik-
ini, Kyrrahafseyjunni, þar sem
náttúrueðlið hefur snúizt öfugt fyr
ir tilverknað atómsprengjunnar.
Fiskar skríða upp eftir trjánum,
fuglarnir grafa sig niður í jörð-
ina, og sæskjaldbakan hefur misst
miðunarskynið og er dæmd til að
bíða bana í brennandi sólskini á
þurru landi.
En þótt fyrir kvikmyndastjóran-
um vaki að sýna fram á dýrseðli
MONDO CANE: Augun ætla út úr þessum amerísku dátum á hælunum
á laglegri og léttklæddri stúlku á Rivleraströnd.
í veitingahúsunum. Og viðskipta-
vinirnir þurfa ekki annað en
benda á tiltekinn hund, og innan
stundar er han framreiddur steikt
ur á fati. Þó er það tiltölulega
mannúðlegt í samanburði við
það, hversu gæsir eru þvingaðar
til fóðurs í Strassburg. En þar er
ekki einasta sýnd fóðrun dýra, við
sjáum grindhoraðan höfðingja í
ið fyrir hákarlsbiti, misst hand-
legginn, sem taka sægelti, eitra
þá og beita síðan fyrir hákarlana,
sem síðan engjast af langvarandi
kvölum unz þeir loks drepast.
Einn myndatökumaðurinn fer að
heimsækja dauðahúsið í Singapore
þar sem gamalt og dauðsjúkt fólk
er borið inn og lagt á grind, en
ættingjar og aðstandendur bíða
Tvær
SIGURÐUR A. MAGNUSSON
FRÁ HELGAFELLI hafa blað-
inu borizt tvær útgáfur, tímaritið
Jörð, annað hefti, sem inniheldur
aðeins eina ritgerð alllanga um
hina nýja bók Furstans af Lampe-
dusa, Hlébarðann, sem út kom hjá
Almenna bókafélaginu. Mun rit-
gerðin skrifuð af Þorsteini Gylfa-
syni, en ritinu stýra tveir ungir
háskólanemendur, hann og Sverr-
ir Hólmgeirsson. Annað er leikrit
það, Gestagangur, en Sigurður
A Magnússon hefur skrifað og
leikið var á s. i. ári í Þjóðleikhús-
inu. Leikritið er 103 bls., prýtt
allmörgum myndum frá sýning-
i unni í Þjóðleikhúsinu
og jafnvel sprenghlægileg, og
henni lýkur á undarlega fagran
hátt. Þar birtast steinaldarmenn
nútímans, sem búa í hellum eins
og frummenn. Þegar þeir sjá flug
vélar í fyrsta sinn, þykir þeim
sjálfsagt að samlaga það trúar-
brögðum sinum, álíta sjálfsagt, að
þar sé kominn sendiboði frá Para
dís og eru nú forfeðurnir komnir
að vitja afkomendanna á jörðinni.
Þeir láta ekki á sig fá, að flug-
vélin hverfur. Þá halda þeir í hóp
um upp á fjallstind og flétta þar
flugvél úr stráum, halda síðan
heim og bíða þess, að hinir látnu
komi fljúgandi heim í hellinn.
Frumsýndar voru nýlega tvær
nýjar kvikmyndir í Sovétríkjun-
um, sem vakið hafa slíka athygli
að fólkið stendur í biðröðum úti
fyrir kvikmyndahúsunum til að
komast inn og sjá í fyrsta sinn
á kvikmyndatjaldinu, hvernig sælu
ríkið var í stjórnartíð Stalins. —
Kvikmyndirnar nefnast „Þögn” og
„Lifendur og látnir“ og hafa báð
ar hlotið lof rússneskra gagnrýn-
enda.
Erlendir fréttamenn í Sovétríkj
unum skýra svo frá, að kvikmynd-
unum sé nú dreift sem óðast um
gervöll Sovétríkin, þegar í fyrstu
lotu voru send 3000 eintök af
myndunum út um landið, og mál-
gögn kommúnistaflokksins hvöttu
almenning til að sjá myndirnar.
Fyrrnefnda kvikmyndin, Þögn-
in, byggist á hinni frægu bók eft-
ir rithöfundinn Júrí Bondareff,
sem þegar hefur komið út á Norð
urlandamálum, en þar segir frá
málaferlum gegn ungum uppgjafa
hermanni, sem hafði drýgt þann
glæp að falla lifandi í hendur ó-
vinunum í stríðinu. Maðurinn varð
sem sé enn'síðar fórnarlamb of-
sóknaræðis Stalins að stríðinu
loknu. Það er ekki nema að vonum
að almenningi í Sovétríkjunum
leiki forvitni á að sjá í kvikmynda-
húsi það sem raunar var daglegt
brauð á Stalinstímanum, t. d. þeg-
ar varla leið svo nótt um langt
skeið, að leynilögreglan væði ekki
inn á heimili, hefði á brott með
sér saklaust fólk. Má í því sam-
bandi minna á kaflann í Skálda-
tíma, þar sem segir frá Veru.
Kvikmyndin Lifendur og látn-
ir sýnir á blóðugan hátt ósigur
sovétherjanna fyrir innrásarsveit-
um nazistanna á fyrstu árum
stríðsins, og er ekki farið í graf-
götur með það, að engu öðru sé
um að kenna en klaufalegri her-
MONRO CANE: Þeir eru illa farnir af tlmburmönnum eftir helftarlega
drykkju, þessir japönsku herramenn, en hér kemur lækningin.
T í M I N N, fimmtudaginn 27. febrúar 1964 —
„Stefnuleysið"
í Þjóðviljanum
„ÞjóðvUjinn, sem út kom 16.
febrúar, brigzlar Framsóknar-
flokknum um stefnuleysi, og
tekur þar undír við Mbl.
Kommúnistablaðið teluir það
bera vott um “stefnuleysi”, að
í Framsóknarfiokknum skuli
geta átt sér stað samstarf milli
manna, sem ekki hafa sömu
skoðun í öilum májum. Hér er
misskilningur á ferð. Það er
pólitísk ómenning að gera öll
mál að flokksmálum. Félags-
skapur Framsóknarmanna
byggist á samstöðu um ýmsa
meginþætti íslenzkra þjóðmála
og sú samstaða helzt, þótt öðru
hverju kunni að koma upp ný
tímabundin viðfangsefni, sem
ekki vairða flokksmál. Það er
ekkert óeðlilegt við það, þó að
menn taki afstöðu tfl slíkra
mála og nái um þau samstöðu,
án tillits til hins hefðbundna
flokkakerfis. Hér þarf jafnvel
ekki að vera um ný mál að
ræða . Alkunna er t.d. að af-
staða til áfengismála fer ekki
eftir landsmálaflokkum, og er
þar þó um að ræða eitt stærsta
félagslegt vandamá'l vorra
tíma.”
5 grúppur komma
“Hinu er svo ekki að neita,
að svo mögnuð getu/r óánægj-
an eða sundrungin orðið í
landsmálaflokki, að til upp-
lausnar horfi og er það að sjálf
sögðu fyrst og fremst vanda-
mál flokksins sjálfs en ekki
annarra. í þeim efnum stæði
Þjóðviljanum næst að skyggn-
ast um sína sveit, eins og Þor-
steinn Erlingsson komst að
orði í kvæðinu Huldufólkið. Á
bls. 131 í “Rauðu bókinni,”
sem út kom sl. sumar, og ungir
“sósíalistar” hafa krafizt sér
tildæmdan höfundanrétt að,
segir einn af höfundum frá
viðtali, sem hann átti við E. O.
sér til uppbyggingar. Þarna
lýsir E. O. innanflokkserjum
og klíkuskap, sem varla mun
eiga sinn líka í öðrum lands-
málaflokkum hér á landi. E. t.
v. er hér að finna ástæðuna
fyrir því, að Þjóðviljinn er að
reyna að hugga sig við eu-flð-
'leika í Framsóknarflokknum.
Á bls. 131 í “Rauðu bókinni”
segir ungi maðurinn frá við-
tali sínu við E. O. “.... Gat
hann (Einar) um 5 grúppur,
sem myndazt hefðu innan Al-
þýðubandalagsins síðustu árin.
Liti sú skipting, gróft tekið,
þannig út: 1. Málfundafélags-
menn. 2. Lúðvík Jósefsson og
Stór-Guðmundur. 3. Centristar
(þ.e. Einar Olgeirsson, Magnús
Kjairtansson, Eðvarð Sigurðs-
son, Snorri Jónsson. 4. Brynj-
ólfur Bjamason og aðrir í
stjórn Sósíalistafélags Reykja-
víkur. 5. Hjaltaklíkan, þar sem
saman væm komnir einangmn
arsinnar flokksins ....”
í athugasemdum segir svo
til skýringar, að málfunda-
menn séu einkum Hannibal
Valdimarsson, Finnbogi Rútur
Valdimarsson, Alfreð Gíslason,
Sólveig Ólafsdóttir o. fl. Enn-
fremur, að “Stór-Guðmundar”
séu þrir, Hjartarson, Vigfús-
son og Guðmundsson, og að í
“Hjalta-klíkunni” séu Hjalti
Árnason, Runólfur Björnsson,
Ragnar Gunnarsson, Sigfús
Brynjólfsson, Hendrik Ottóson,
Sigríður Friðriksdóttir o. fl.”
Þess má geta, að nefndur
Ragnar í téðri “grúppu” varð
Framhald á 13. siðu.
s