Tíminn - 27.02.1964, Page 6

Tíminn - 27.02.1964, Page 6
r TÓMAS KARLSSON RITAR EKKERT FARIÐ AD GERA í LÝDSKÓLAMÁUNU ENN Gylfi Þ. Gíslason, mennfa- málaráðherra, svaraði í gær fyrirspurn frá Daníel Ágústín ussyni um framkvæmd þings ályktunar um óháða alþýðu- skóla frá 2. des. 1955. Kom fram í svörum ráðherrans, að hann hefur algerlega gefið málið frá sér og telur rangt að ríkisvaldið hafi forystu um að koma slíkum skóla á fót. Daníel Ágústínusson las upp þingsályktunina frá 1955, en hún var svohljóðandi: „Alþingi álykt- ar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa löggjöf um stofnun eins eða fleiri æskulýðsskóla og sér- skóla, enda verði landspróf ekki haldið í þeim skólum. Jafnframt verði athugað, hvort ekki er hægt að ná þessu marki með því að breyta einum eða fleiri skólum gagnfræðastigsins í þessa átt. Leitað sé m. a. álits Ungmennafé- lags íslands um þetta mál og til- lögur ríkisstjórnarinnar um það lagðar fyrir næsta reglulegt Al- þingi“. Nú er komið á 9. ár síðan þessi 'ályktun Alþingis var gerð en tekkert bólar á umræddri löggjöf. iDaníel minnti á að hann hefði á þinginu 1960 gert sams konar ifyrirspurn til ráðherra og þá hefði ráðherrann skýrt frá því •að 3ja manna nefnd hefði verið ■skipuð í desember 1955 til að at- huga þetta mál og gera tillögur þar um. Jafnframt skýrði hann frá áliti og að þá væri ekki tíma- bært að hefjast handa um fram- kvæmdir vegna þess að þá hafi staðið yfir heildarendurskoðun á fræðslulöggjöfinni og talið rétt að bíða eftir henni, áður en ráð- izt yrði í að stofna nýjar tegund- ir skóla. Þá sagði ráðherrann orð rétt þetta: „Þessari endurskoðun fræðslulöggjafarinnar er nú ný- lokið og eru tillögur þeirrar nefndar, sem um það mál fjall- aði til athugunar í ráðuneytinu og myndi menntamálaráðuneytið leggja sérstaka áherzlu á að ljúka þeirri athugun af sinni hálfu í sumar (þ. e. 1960) þannig að það af tillögum þeirrar nefndar, sem menntamálaróðuneytið vill gera að sínum verði komið fyrir Al- þingi næsta haust. í því sambandi er einnig eðlilegt að þetta mál komi til athugunar.“ — Þá vitn- aði Daníel til samþykktarinnar, sem skólamálanefndin, er lauk störfum í ágúst 1959, hafði gert um lýðskólamálið. Hún var svo- hljóðandi: „Nefndin telur, að breyta þurfi lögum um skóla- skyldu og fræðslukerfi í það horf, að hægt sé að styrkja af al- mannafé skóla, sem ekki eru liðir í hinu samfellda skólakerfi, t. d. lýðháskóla og aðra óháða alþýðu- skóla (kvöldskóla) og lítur svo á, að æskilegt sé, að hér á landi verði komið upp lýðháskólum með líku sniði og tíðkast á Norð- urlöndum". Daníel sagði, að alger eyða væri í skólakerfi íslendinga með- an óháðir alþýðuskólar eru ekki ■tofnaðir, en frændur vorir á Norðurlöndum telja lýðskólana gagnmerkan þátt í skólakerfinu. Taldi Daníel nauðsynlegt að for- ysta væri tekin fyrir því að hrinda málinu í framkvæmd hér á landi. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, sagðist ekkert hafa á móti því — síður en svo — að lýðskóli risi upp, en hins vegar á ríkið ekki að hafa forgöngu um slíkt, heldur á að stofna til slíks skóla með samtökum félagssam- taka eins og t. d. UMFÍ, ASÍ og ÍSÍ. Hér á landi gætir skóla- þreytu hjá æskufólki og ungling- ar munu hafa lítinn áhuga á að sækja slíka skóla, sem engin sér- stök réttindi veita. Er því nauð- synlegt að slíkur skóli hafi öflug félagssamtök að bakhjarli er gætu hvatt æskufólk innan sinna vébanda til að sækja skólann. Daníel Ágústínusson sagði, að sér hefðu orðið svör ráðherrans vonbrigði. Ráðherrann væri bú- inn að gefa málið frá sér og væri það í andstöðu við það, sem ráð- herrann hefði sagt 1960. Mikill áhugi ríkir fyrir því að slíkur lýð skóli rísi upp, en það er nauðsyn- legt að ríkisvaldið hafi forystuna um að hrinda málinu fram, þótt rétt sé að félagssamtök standi að rekstri skólans. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að til- boð það, sem hann hefði gert 1960, stæði enn um að taka til at- hugunar hvern stuðning ríkið ætti að veita stofnun og starf- rækslu slíks skóla, ef áhugi kæmi fram hjá félagssamtökum og ákvörðun tekin þar um að ráðast í stofnun slíks skóla, en hvorki UMFÍ, ASÍ né ÍSÍ hefðu rætt málið við sig. Gunnar Gíslason minnti á, að rætt hefði verið um stofnun kristi legs lýðháskóla í Skálholti og sagði að unnið væri að því að sú hugmynd komist í framkvæmd. Skúli Guðmundsson minnti á, að þingsályktunin 1955 hefði fal- ið í sér, að rikisstjórnin léti und- irbúa löggjöf um alþýðuskóla. Þetta hefur ekki verið gert, þrátt fyrir samþykkt Alþingis. ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA ríkisstjórnarinnar um staSfestlngu á Moskvusáttmálanum um takmarkað bann við tiiraunum meB k|árriorku- vopn var til lokameðferðar á Alþingi í dag. Varð umræðu loklð en atkvæSagreiðslu frestað. ir SÍGURDUR BJARNASON hafði framsögu fyrir utanrikismálanefnd. sem mælti einróma með að samningurinn hlyti staðfestingu. EINAR OLGEIRSSON mælti fyrlr breytingatillögu, er hann flytur ásamt þeim Glls Guðmundssyni og Ragnarl Arnalds um vlðauka vlð tlllöguna um staðfestingu samningsins. Kveður breytingatillagan á um að jafnframt staðfestingu samningsins lýsi Alþingi þv( yflr, aS aldrel skuli hér á landi staðsett kjarnorkuvopn né þeim beltt héðan. Ar GUÐMUNDUR í. GUÐMUNDSSON taldi breytlngatlllöguna óskylda aðalefni tillögunnar og ganga lengra, þar sem tillagan fjallaðl aðetns um staðfestingu á alþjóðlegu samkomulagi og taldi rangt að blanda þessum atrlðum saman. Hér væru engin kjarnorkuvopn og ekkl hefur verlð farið fram á að þau yrðu staðsett hér. it AAAGNÚS JÓNSSON greindi frá umræðum á NorðurlandaráSsfund- um um tillögur um kjarnorkuvopnalaust belti á Norðurlöndum, en þessi tillaga var felld með þorra atkvæða, þótt fulltrúar á þinglnu hefðu áhuga á að hrinda fram stefnu sænsku stjórnarlnnar um stórt kjarnorkuvopnalaust belti í Evrópu. Þá taldi hann fráleitt að sam- þykkt breytingatillögunnar gætu bundið Alþingi I framtíðinnl. * EYSTEINN JÓNSSON mlnnti á, að Framsóknarflokkurlnn hefði á siðasta þingi sínu tekið éindregna afstöðu gegn þvf, aS hér á landi yrðu staðsett kjarnorkuvopn. Þvf leggði hann til að breytingatillagan yrði samþykkt. Þótt setja mætti út á orðalag hennar þá værl hún efnislega samhljóða stefnu Framsóknarflokkslns f þessu máll og myndi hann þvf greiða henni atkvæði. if RAGNAR ARNALDS minnti á, að U Thant hefðl við undlrrltun Moskvu- sáttmálans lýst þvf yfir, að hann teldl að næsta skieflð ættl aS vera kjarnorkuvopnalaust belti og æskilegt að smárfkl hefðu forystu um að beita sér fyrir þvf. if EINAR OLGEIRSSON taldi að breytingatillagan ættl vel helma með staðfestingu á Moskvusamkomulaginu. Ef Alþlngi samþykktl breyt- ingatillöguna, þá þyrfti þó að gera nýja samþykkt, áður en ríklsstjórn leyfði hér kjarnorkuvopn, en eins og nú er getur rfkisstjórn þaS án þess að spyrja Alþingi. if ÞÁ TÖLUDU þefr aftur Guðmundur Í. Guðmundsson og Magnús Jóns- son, en atkvæðagreiðslu var frestað vegna þess að margir þingmenn stjórnarliðsins voru fjarverandi. TÍr i GÆR var samþykkt í sameinuðu þingi tillaga Framsóknarmanna um rannsókn á kali í túnum og afgreidd til ríkisstjórnarinnar sem álykt- un Alþingis. ★ EINNIG var samþykkt ályktun um bætta viðgerðaþjónustu á fiski- leltartækjum. INNAR BYGGDAR í SELVOGI Þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi, þeir Helgi Bergs, Ágúst Þorvaldsson og Ósk ar Jónsson, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um eflingu byggðar í Selvogi. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fram fara á vegum landnámsstjóra í sam- vinnu við Búnaðarsamband Suður lands athugun á því, á hvern hátt megi bezt koma i veg fyrir eyð- ingu byggðar í Selvogshreppi og efla byggð þar að nýju. Athugun- in beinist m. a. að því, hvort ekki væri hagkvæmt að koma þar upp byggðahverfi samkv. lögum nr. 75 27. apríl 1962, um Stofnlána- deild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, þar sem yrði gert ráð fyrir rækt- un jarðávaxta í samvinnu- eða félagsrekstri. Leiði slík athugun til jákvæðr- ar niðurstöðu að dómi landnáms- stjóra og nýbýlastjórnar, skal þegar hefja undirbúning undir landnám samkvæmt IV. kafla nefndra laga. í greinargerð segja flutnings- menn: Það er full þörf á, að gát sé höfð á því, að byggðarlög, þar sem atvinnuskilyrði eru góð, fari ekki í eyði vegna einangrunar eða annarra aðstæðna, sem við- ráðanlegt er að ráða bót á. Ekki á þetta sízt við um þau byggðar- lög, sem þannig eru í sveit sett, að þau liggja vel við samgöngum til helztu markaðssvæða. Ein af þeim sveitum, þar sem mjög sígur á ógæfuhlið með þróun byggðarinnar, er Selvogs- hreppur í Ámessýslu, og liggur þó sú sveit vel við samgöngum við þéttbýlustu svæðin við sunn- anverðan Faxaflóa og býr yfir ýmsum þeim landkostum, sem ætla mætti að nægðu til, að þar gæti þróazt blómlegur búskapur, ef til kæmi opinber stuðningur til að létta þá erfiðleika, sem þetta byggðarlag hefur átt við að stríða um hríð. Lengst af íslenzkrar sögu hef- ur dafnað blómlegur búskapur í Selvogi og þar verið ýmis höfuð- ból að fornu og nýju, og þar er hin þjóðkunna Strandarkirkja. Selvogur var numinn á landnáms tíð og segir Landnáma frá því, að þar og í Krýsuvík hafi Þórir haustmyrkur og synir hans num- ið land. í manntalinu 1703 eru þar talin 18 bændabýli, 11 hjá- leigur og 5 húsfólksheimili, en íbúar hreppsins voru þá 190 tals- ins. Síðar fer fólki þar fækkandi, einkum undir lok 19. aldar, og upp úr aldamótum er íbúafjöld- inn kominn niður fyrir 100 manns. Helzt sú tala lítið breytt fram um 1940, og árið 1941 eru 89 manns á manntali í hreppnum, en þá fer aftur að fækka. 1951 eru þar 63 og 1960 43 íbúar á manntali. Á þeim árum, sem síð- an eru liðin, hafa brottflutningar haldið áfram og nú er aðeins bú- ið á fimm býlum á þrem jörðum í hreppnum. Hætt er við, að þraut seigja þeirra, sem eftir eru, kunni að bresta, þegar þannig er komið. Þegar þessar tölur eru alhugað- ar, ber að hafa það í huga, að áður var útræði stundað úr Sel- vogi, en það lagðist af, þegar bát- ar stækkuðu og hafnarskilyrði voru þeim ófullnægjandi. Eðli- lega á þetta sinn þátt í fólks- fækkuninni, en skýrir hana þó alls ekki að fullu, miðað við þá landkosti, sem virðast vera fyrir hendi. Sjálfsagt verður ekki aft- ur tekið upp útræði úr Selvogi, enda er nú að rísa upp hafnar- bær þar skammt austar, Þorláks- höfn, sem liggur vel við aðdrátt- um og viðskiptum við Selvoginn. Flutningsmönnum virðist lík- legt, að aðstæður til ræktunar jarðávaxta séu sérstaklega góðar í Selvogi. Veðurfar ,er mjög hag- stætt og ræktunarskilyrði virðast góð. Kemur bæði til greina að rækta sandinn austur með strönd- inni og rofin milli Selvogsheiðar og Hlíðarvatns. Eru það víðáttu- mikil svæði. Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar, að það sé eðlilegt hlut- verk Landnáms ríkisins að hafa með höndum athugun á skilyrð- um og forgöngu um ráðstafanir til þeirrar eflingar byggðarinnar í Selvogi, sem nauðsynlegt er. Við erum enn fremur þeirrar skoðunar, að samvinnu- eða félags rekstur henti einkar vel slíkum búskap, sem hér er helzt gert ráð fyrir. En við viljum láta þá skoðun í ljós, að nauðsynlegt sé, að þær ráðstafanir, sem gerðar yrðu í þessu efni, væru svo stór- ar í sniðum, að stofnsett yrðu nægilega mörg heimili til þess að skapa grundvöll að eðlilegum nú- tima þægindum og félagslífi, t. d. yrði þegar í stað að tengja Sel- voginn arfveitukerfinu með því að leggja línu frá Þorlákshöfn eða Ölfusi um 15 km leið. T í M I N N, fimmtudaginn 27. febrúar 1964 — 6

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.