Tíminn - 27.02.1964, Page 16

Tíminn - 27.02.1964, Page 16
Fimmfudagur 27. febr. 1964 48. tbl. 48- árg. DAGBLAÐIÐ VÍSIR SEGIR: Afforot Jósa- fats lítilvæg! Reykjavík, 26. febr. Það bar helzt til tíðinda í Vali- armáiinu svonefnda í dag, að dag- blaðið Vísir í Reykjavík, sýknar Jósafat Arngrímsson nær alveg, að því er lielzt skilst, jafnframt því sem blaðið ræðst hatramlega að Tímanum fyrir þann fréttaflutn- ing, sem Tíminn hcfur rcynt að halda uppi um málið. Byggir Vís- ir sýknudóm sinn yfir Jósafat Arn grímssyni á skýrslu Ólafs Þor- lákssonar rannsóknardómara í mál inu. Orðrétt segir Vísir í dag: „í gær kom í Ijós að flestar æsisögurnar, sem um þetta svo- nefnda Kefiavíkurmál hafa verið blásnar upp af fyrrnefndum blöð- um eiga sér litla stoð í raunveru- leikanum.“ . . . Og enn fremur sogir, „þetta dæmi sýni vel hver er heiðarleiki fyrrgreindra blaða f fréttaflutningi og á hverja refil- stigu æsingurinn í að sverta póli- tíska andstæðinga getur ieitt“!! Sem sagt, Jósafat er sýkn og saklaus, að dómi Vísis! Það er aðeins æsingur Tímans í að sverta pólitíska andstæðinga, sem að verki er í Vallarmálinu. í skýrslu rannsóknardómarans þótt fámál væri kom þó fram, að um ótvírætt og sannanlegt skjalafals hafði ver- ið að ræða og mikil fjársvik. Það, að ritstjórn Vísis heldur uppi slík um málflutningi eftir að slík af- brot hafa verið staðfest af rann- sóknardómaranum, læðir þeim grun að mönnum, að ástæðan til Framhald á 15 siðu Svaf / tvo tíma í þoku og slyddu á Oddsskarði KH—Reykjavík, 26. feb. Ungur maður, Sævar Sigur- jónsson, vair hætt kominn i Oddsskarði í gærkvöldi. Há- skarðið var ófært bflum, og ætlaði Sævar að ganga yfir það, en varð fljót'lega ramm- viltur og lagðist dauðþreyttur fyrir eftir nokkurra stunda ráf. Hann fannst á tíunda tímanum í gærkvöldi, magnlaus af kulda og þreytu, og sagði læknir, að ekki hefði mátt muna miklu, að verr færi. Sævar var hinn hressasti, þegar blaðið talaði við hann í dag, og kvaðst ætla út á sjó í nótt, en hann er mat- sveinn á Steingrími tirölla. - Ég var all'tof illa búinn til þessarar ferðar, sagði Sævar Sigurjónsson í viðtali við blað- ið í dag, og þess vegna varð ég fljótt blautur og kaldur. Svo er ég alls ekki nógu kunn- ugur leiðinni til að fara hana í því veðri, sem var, þoku og slyddu, og vegurinn á kafi í snjó. Þetta var mesta vitleysa, ég villtist strax. — Á hvaða ferðalagi varstu? — Ég ætlaði að heimsækja konuna mína, Helgu Axels- dóttur, á Norðfirði, við giftum okkur um jólin. Ég hef verið matsveinn á Steingrími trölla síðan í haust, og þegar við komum hingað inn til Eski- fjarðar í gær, datt mér í hug að bregða mér yfir skaröið og heimsækja fjölskylduna. En það varð sem sagt ekki af því í þetta sinn. — Hvemig leið þér, þegar þú Framhalo a 15 siðu CL-44 notaðar á Luxemborgarleiö NTB-Stavanger, 26. febr. Lokið cr tveggja daga viðræðu- fundi forráðamanna Braathens S. A. F. E. í Osló, þar sem rætt var um viðhald á vélum Loftleiða, sem Braathen hefur annazt í Stavang- er. Björn Braathen útgerðarmaður upplýsti í viðtali við Stavangcr kvöldblað, að Loftleiðir hefðu á- kveðið að hafa nýju vélarnar, CL 44, á leiðinni New York—Luxem- borg. Braathen skýrði einnig frá því, að Braathens S.A.F.E. mundi halda áfram að annast viðhald DC -6B véla Loftleiða, en vegna skorts á tækjum og mannskap yrði félaginu ekki kleift að taka að sér viðhald á CL-44 vélunum Braathen sagði, að Loftleiðii hefðu ákveðið að selja eina al DC-6B vélunum, þegar CL-44 yrðu teknar í notkun. Hann sagði, a? fyrri CL-44 vélin myndi hefja flug á leiðinni New York—Luxemborg 1. júní n.k. og sú síðari á sömu leið í október næsta haust. Gefa þvegið 1000 lestir af ull árlega , kj Ullarþvottastöðin er myndarlegt Hús. FB-Reykjavík, 26. febrúar. EKKI mun líða á löngu, þar til byrjað verður að þvo ull í Ullarþvottastöð SÍS í Hveragerði. Væntanlegur er til landsins ensk- ur verkfræðingur til þess að ieggja síðustu hönd á uppsetn- ingu þvottavélarinnar. en að því loknu, væntanlcga um mánaðamót in, getur þvottur hafizt. Samkvæmt upplýsingum frá Agnari Tryggvasyni hjá SÍS hóf- 3 PLON BÆTAST VIÐ Á RAUFARHÖFN í SUMAR HII-Raufarhöfn, 26. febrúar. f SUMAR verða starfræktar 10 söltunarstöðvar á Raufarhöfn, og cr það þrentur fleira en síðasla ið við þetta, og ætti nú að verða i hægt að afgreiða þremur fleiri | síldarskip í einu, en verið hefur.! Nýju söltunarstöðvarnar eru Síldin h.f., sem byrjað var á í sumar. Móttökuskiiyrði batna mik- haust. Björg h.f. og Ólafur Óskars I son, sem er að bæta við nýju plani hjá sér, en hann hefur verið mið söltunarstöð á Raufarhöfn áður. Auk þessara stöðva eru á Raufar- höfn, Norðursíld, Óskarsstöð, Óð- Framnalc a Ib si6u ust byggingaframkvæmdir þvotta stöðvarinnar i apríl s. 1. og var verksmiðjubyggingin fullgerð í október-lok. Húsið er 1850 ferm. að stærð úr strengjasteypu og hið vandaðasta að öllum frágangi. Geymslur eru fyrir um 1000 lest ir af þveginni ull, og eru þar nú i.im 160 lestir, sem bíða þvott- ai. en ráðgert er að þvo þarna framvegis alla ull á vegum kaup- félaganna á Suðurlandi og víða af Vesturlandi. Vélar eru allar af fullkomnustu gerð frá fyrirtækinu Petrie & McNaught Ltd. í Roch- dale í Bretlandi. Þeim var komið fyrir í þvottastöðinni fyrir áramót in, en sökum verkfallsins í vetur hefur orðið nokkur dráttur á, að sföðin tæki til starfa. Vélarnar geta þvegið um 1000 lestir af ull árlega miðað við venjulegan vinnutíma, en áætlað er að magnið á þessu ári verði milli 350 og 450 lestir. Til þess að ná sem nákvæmusta samræmi í ullamiati við Ullar- þvottastöð SÍS nyrðra, voru send- Framhald á 15 siðu VANN FJðGURRA ARA STRHI FB-Reykjavík, 26. febr. í fjögur ár hefur Valdimar nokkur Árnason, sem hefur verk. stæði inn við Múla, barizt fyrir því, að stöðvað verði vatnsrennsli úr kaldavatnsæð skainmt frá verk stæðishúsinu. Baráttan hefur ver- ið árangurslaus þar til í dag, þeg- ar vinnuflokkur frá Vatnsveitunni kom til þess að stöðva Iekann. Upphaf þessa máls er, að á styrjaldartimanum reistu her- menn þarna hús, en í striðslok keypti bærinn öll hús þeim til- heyrandi og þar með leiðslur og annað, sem þeim fylgdi. Húsin hafa verið rifin niður mörg hver, en ekki hefur alltaf verið skrúfað fyrir leiðslur sem skyldi. Valdimar leigði eitt af þessum húsum, en tók eftir því, að stöð- ugt rann vatn úr opnu röri þarna skammt frá. Gekk hann á milli embættismanna og fór fram á að lokað yrði fyrir leiðsluna,, en ár- angurslaust. Engum kom þessi VALDIMAR ÁRNASON til vinstrl, þrætucplið til hægri. leiðsla við, og ekki heldur vatns- " veitustjóra, þar eð hún var ekki i bæjarkverfinu í dag hringdum við í Vatnsveit- una, og spurðum um þetta þrætu- epli, en fengum þau svör, að starfs menn hennar gætu ekki með nokkru móti sameinað það starfi sínu að stöðva þetta rennsli. Þá brugðum við okkur inn eftir til þess að sjá, hvort hér mundi ekki vera um kaldavatnsleiðslu að Framhald á 15 síðu (Ljósm.:TÍMINN-GE).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.