Tíminn - 13.03.1964, Qupperneq 1
Mynd þessi er tekin frá Kópavogskirkju og sýnir svæSi þaS sem skipuleggja á. í gegnum mltt svæSIS llggur eln mesta umferSaræS landsins,
og nú reynlr á snilli þeirra er taka þátt f samkeppninni, þegar koma á HafnarfjarSarveginum fyrlr í miSjum miSbænum þannig aS hann valdi
*em minnstri truflun á sjálfu bæjarlífinu. Efst á myndinni til vinstri er FélagsheimiliS en til hægri á myndlnni er HeilsuverndarstöSin í byggingu.
(Ljósm. Tíminn K.J.)
Byggja yfir vegin
KJ-Reykjavík, 12. marz.
f vor verður boðin út samkeppni
um skipulag væntanlegs miðbæjar
í Kópavogi, en miðbænum er ætl-
að svæðið á milli Kópavogskirkju
MIKIÐ
RASK
HF-Reykjavík, 12. marz.
í gær flugu þeir jarðfræð
ingarnir, Sigurður Þórarins
son og Jón Eyþórsson, yfir
Vatnajökul, ásamt fleiri á-
hugamönnum. Sáu þeir, að
allmikið sig hafði myndazt
í jöklinum norðvestur af
Grímsvötnum.
Nokkur dæld hafði verið
á þessum stað áður, en
hún hafði greinilega dýpK-
að. Þarna hefur að öllum
líkindum tæmzt vatnsundir
staða undir jöklinum. Til
vinstri hér að neðan er
mynd af Grímsvatnasigin.’.,
en til hægri er umrótið við
Pálsfjall, þar sem upptökin
að framhlaupi Síðujökuls er
að finna. Fyrir tveim árum
var þetta svo til alveg 6-
sprungið, en sást á tindinn,
eins og alltaf. Leiðin frá
Pálsfjalli og niður á rönd
Síðujökuls er um 30 ktn.
Myndimar tók Magnús Jó-
hannsson.
Þeir félagar flugu einnig
yfir Síðujökul og Brúarjök
ul í leiðinni og voru þeir
báðir sprungnir og ófrýni-
legir. Virtist Brúarjökull
ennþá vera á hreyfingu.
Skaftá er nú komin í
samt horf eftir hlaupið, en
Framhald á 15. siðu.
, /
og fclagsheimilisins. A þessu
svæði er ein mesta umferðaræð
landsins — Hafnarfjarðarvegurinn
— og cr aðalvandamálið að hann
raski ekki heildarskipulagi væntan
lcgs miðbæjar í einu né neinu-
Hugsanlegir möguleikar eru að
byggjia brú yfir veginn, cða þá hitt
sem í fljótu bragði virðist heppi-
legri lausn, að grafa hann niður
og láta hann hverfa algerlega á
miðbæjarsvæðinu, svo sem dæmi
eru til að gert hafi verið erlendis,
þar sem miklar mnferðaræðar
liggja í gegn um borgir og bæi,
þvera eða cndilanga.
Er blaðið hafði samband við
Ólaf Jensson verkfræðing, forseta
bæjarstjórnar Kópavogs, vegna
fyrirhugaðrar samkeppni skýrði
hann svo frá, að unnið væri að
því að undirbúa samkeppnina. í
undirbúningsnefnd eiga sæti Sig-
urður Jóhannsson af hálfu skipu-
lagsnefndar ríkisins, Bjarni Bragi
Jónsson hagfr. af hálfu Kópavogs-
Framhald á 15. síðu.
FB-Reykjavík, 12. marz.
Nokkur brögð hafa verið
að því að undanförnu, :tð
bátafiskurinn hafi ekki ver-
ið.í sem beztu ástandi, þegar
hann hefur komið í frysti-
húsin. Ein aðalástæðan cr
sú, að fiskurinn er troðfull-
ur af loðnu, sem rotnnr
fljótt, og svo hitt, að oft
hefur orðið að flytja hann
langar leiðir til verkunar,
þar sem cnikið hefur verið
að gera á ýmsum verkunar-
stöðum, þar sem bátarnir
hafa landað.
Fiskimatsstjóri hefur beint
þeim tilmælum til frysti-
húsaeigenda og annarra
fiskframleiðenda, að þeir
kaupi ekki þann físk, sem
ekki hefir hiotið beztu með
Framhald á 15. siðu.
Myndin sýnir hvernlg milliþilfarið hefur fallið á áburðinn í neðri lestinnl.
Fjallf ossféll saman
KJ—Reykjavík, 12. marz.
f gær vildi það óhapp til í „Fjall
fossi“ að mflliþilfar í aftari lest'
skipsins sprakk, er verið var að1
lesta skipið sementi við bryggju!
Sementsverksmiðju ríkisins á j
AkranesL
Óhappið átti sér stað um klukk-
an sex, og voru verkamenn þá að
störfum við að lesta skipið sem-
enti við bryggju Sementsverk-
smiðjunnar. Við lestunina voru
notuð hleðslutæki verksmiðjunn-
ar svo sem venja er. Sementið
var sett á milliþilfarið, ‘en neðst
var Kjarnaáburður frá Áburðár-
verksmiðjunni sem Fjallfoss hafði
tekið í Gufunesi til flutnings út
á land.
Ekki er fullljóst hvað olli því að
milliþilfarið tók skyndilega að
láta undan, en gizkað er á að mis-
þungi á því hafi valdið.
Blaðið hafði samband við Viggó
Maack skipaverkfræðing hjá Eim-
skipafélaginu. Sagði hann að svo-
kallaður skerstokkur sem er sver
biti er liggur yfir lúguna á milli-
þilfarinu þvera og heldur lúgu-
hlerunum uppi, hafi látið undan
fyrst. Slitnuðu við það 12 boltar
í milliþilfarinu og fjórir bitar
féllu niður á áburðarfarminn sem
var í neðri lestinni Skrokkur
Jskipsins er dældaður á 15 metra
| löngu og tveggja metra breiðu
belti bakborðsmegin, og 12 metra
llöngu belti stjórnborðsmegin.
Skemmdirnar urðu í aftari iest
skipsins.
Viggó Maack sagi að senda yrði
skipið utan til viðgerðar ekki
myndu verða tök á að gera við það
hér heima bæði vegna þess hve
langan tíma það myndi að öllum
líkindum taka, svo og vegna þess
að það væri alveg á takmörkum
að Slippurinn hérna rúmaði Fjall-
foss. Ekki kvaðst Viggó vita enn
hvert skipið yrði sent til viðgerð-
Framhald á 15. síðu.