Tíminn - 13.03.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 13.03.1964, Qupperneq 7
ÚtgefcHtíi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjórl: Tómas Amason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson, Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstoíur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán, innan. iands. f lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Beitum vísindunum ÞÚRARINN ÞÓRARINSSON: Hví vildu Islendingar ekki leggja útfærsluna 1958 undir úrskurð alþjóðadórastólsins? Ályktun miðstjórnarfundar Framsoknarflok'ksins legg- ur áherzlu á, að við eflum þekkingu, vísindi, tækni og menntun með þjóðinni. Mikil nauðsyn er nú orðin á að endurskipuleggja algjörlega vísindastarfsemina í þágu atvinnuveganna. Hagnýtt rannsóknarstarf er nú mjög í molum og dreift á margar hendur, engin heildarstjórn, engin samræming. Atvinnumálanefnd ríkisins, sem var skipuð samkvæmt þáll. frá 1955 samdi ýtarlegt frum- varp til laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Menntamálaráðherra boðaði á sínum tíma til fjölmennr- ar ráðstefnu til þess að ræða þessi mál fyrir nokkrum árum. Málið hefur þannig fengið mikinn lindirbúning. . Frumvarpi atvinnumálanefndar var svo breytt í mennta- málaráðuneytinu og voru þær breytíngar vissulega ekki til mikilla bóta, en síðan lagt fyrir Alþingi í íyrra og náði ekki afgreiðslu. Það hefur ekki verið lagt fram aftur Á þessum málum má alls ekki verða frekari töf. Nú ríður á að koma þeim í gott horf. Framlög ríkisins íil rannsóknamála verða líka að stóraukast. Allar aðrar þjóðir kappkosta að hafa þessi mál í góðu horfi og auka sífellt framlög til þeirra. Á s.l. áratug 1950—’60 juku Bandaríkjamenn þessi framlög úr 0,6% og upp í 2% af þjóðartekjum sínum og Bretar úr 0,5% í 1,8%. Á sama áratug juku Svíar sín framlög úr 0,2% upp í 0,9% af þjóðartekjunum, en við íslendingar höfum hins vegar hjakkað í sama farinu og jukum framlög okkar til rannsóknamála aðeins úr 0,2% og upp í 0,3% af þjóð- artekjunum á áratugnum frá 1950—1960. Auknar rannsóknir og vísindaleg þekking er skilyrði þess, að við getum eflt atvinnulíf okkar og aukið af- köstin og þar með bætt lífskjörin. Vanrækjum við þetta . hlutverk, hljótum við að dragast mjög aftur úr. Enn um landhelgina Stjórnarblöðin rembast eins og rjúpa við staur við það að telja þjóðinni trú um, að megináfanginn í land- helgismálinu hafi náðst 1952, þegar fært var út í fjór- ar mílur. Útfærsla landhelginnar þá var ekkert áhættu- né vandamál. Þá var gengið í slóð Norðmanna. Það reyndi fyrst á þolrifin, þegar kom að 12 mílun- . um. Þá urðu íslendingar að taka einhliða ákvarðanir, án þess að styðjast við fordæmi annarra þjóða eða skýr ákvæði alþjóðalaga. Framsóknarmönnum tókst að ná samtökum í vinstri stjórninni um útfærsluna sumarið 1958. Sjálfstæðis- flokkurinn neitaði að vera með. Og það var ekki einu sinni látið nægja. Allt sumarið 1958, meðan Bretar voru að kanna styrk íslendinga og hugsa sig um, hvort þeir ættu að beita ofbeldi 1. september, hélt núverandi for- sætisráðherra, Bjarni Benediktsson því fram í Morgun- blaðinu, að útfærslan hefði verið vanhugsað frumhlaup og væri í raun réttri mál kommúmsta fyrst og fremst og til þess. gerð að ýfast við nágrannaþjóðir okkar. Það var því ekki furða, þótt Bretar teldu, að íslend- ingar væru sundraðir og því óhætt að sýna þeim hnef- ann og íeidu líklegt að það dygði til þess að hrekja þá á undanhald. En þegar Bretar gerðu þetta. neyddi al- menningsálitið forkólfa Sjálfstæðisflokksins til þess að snúast með. Það er ekki furða, þótt þessir menn telji sig frum- herja í landhelgismálinu, eða hitt þó heldur! En veían hélzt í þessum mönnum, eins og tram kom í því; a? þeir gerðu undansláttarsamninginn við Breta. TÍMINN, föstudaglnn 13. mari 1964 — Sameiginleg afstaða þiriggja ríkisstjórna. í tilefni af þeim skrifum, sem hafa verið um landhelgismálið I undanfarna daga, er rétt að rifja það upp, að þrjár íslenzkar ríkis stjórnir voru sammála um að leggja 'ekki útfærslu fiskiland- helginnar 1958 undir úrskurð al- þjóðadómstólsins í Haag. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1958, bauð brezka stjórnin eða Selwyn Lloyd fyrir hönd hennar, að landhelgisdeila Breta og Íslendinga, sem hafði risið vegna útfærslu fiskveiði- landhelgi íslands í 12 mílur, yrði lögð undir úrskurð Haagdóms- ins og myndu Bretar fúslega hlíta úrskurði hans. Vinstri stjórnin, sem þá sat að völdum, tók ■ ekki þessu boði Breta. Það gerði ekki heldur ríkis- stjórn Alþýðuflokksins, sem fór með völd mestallt árið 1959. Það gerði ekki heldur núv. ríkisstjórn, sem kom til valda haustið 1959, en þetta boð Breta stóð þá enn opið. Þrjár íslenzkar ríkisstjórnir, sem annars voru ósammála um ýmislegt í landhelgisbaráttunni, voru þannig sammála um að að þiggja ekki það boð Breta, að útfærsla fiskveiðilandhelginnar 1958 yrði lögð undir úrskurð alþjóðadómstólsins. Engin lög til. Hver var sú meginástæða, sem réði því, að þrjár íslenzkar ríkis- stjórnir vildu ekki þiggja þetta boð Breta? Meginástæðan var sú, að ekki voru til nein alþjóðleg lög eða samningar um víðáttu fiskveiði- landhelginnar. Alþ j óðadómstóll- in gat þvi ekki dæmt í þessu máli samkvæmt lögum eða samn ingum. Úrskurður hans hefði orðið að byggjast á mati á því. hvað telja bæri hefð, en hefð í þessum rínum er ekki byggð á neinum rétti, heldur yfirgangi, sem öflugri þjóð hefur beitt mátt arminni þjóð Ilefð i þessurn efn- um á ekkert skylt við rétt eða réttlæti. Ástæða var til að ætla, að mat alþjóðadómstólsins á því, hvað væri heíð í þessum efnum, yrði mjög íhaldssamt. Þetta álit bygg- ist á því, að í slíku tilfelli hefði úrskurður dómstólsins orðið eins konar lög eftirleiðis. Undir slík- um kringumstæðum er ekki ó- eðlilegt, að dómstólar séu var- færnir. viðurkennd l.ög eða samningar eru ekki fyrir hendi, er það verkefni annarra stofnana Sam- einuðu þjóðanna, eins og örygg- isráðsins og allsherjarþingsins, að fjalla um slíkar delur. Deilan um víðáttu fiskveiði- landhelginnar er eitt slíkra deilumála. Þar eru ekki nein lög eða samningar fyrir hendi. Þess vegna hefur verið efnt til tveggja alþjóðlegra ráðstefna, sem hafa átt að setja lög eða samninga um þetta efni. Þær hafa mistekizt. Enn eru því ekki til nein lÖg eða samningar um víðáttu fiskveiðilandhelg- innar. Meðan svo er, er alþjóða- dómstóllinn raunverulega ófær um að dæma um þessi mál með eðlilegum hætti. Deilur út _ af þeim heyra undir aðrar stofn- anir S.Þ Málssókn nýlenduþjóðanna. Þetta atriði skýrist vel, ef menn athuga, hvernig nýlendu- þjóðirnar hafa sótt rétt sinn.Sam kvæmt þeim skrifum, sem nú er ekki óalgengt að sjá í stjórnar- blöðunum, hefði það átt að vera auðveld leið fyrir þær að snúa sér beint til alþjóðadómstólsins og fá úrskurð um, að þær hefðu rétt til að ráða yfir landi sínu. Engin nýlenduþjóð hefur gert þetta né óskað eftir því, að þessi' leið yrði farin Ástæðan er sú, að ekki eru til nein lög eða al- þjóðasamningar, sem tryggja slíkan rétt nýlenduþjóðar. í slík- um málum myndi dómstóllinn dæma eftir hefð, sem hefði orðið til vegna yfirgangs hins sterka. Það væri formlega réttur úr- skurður, en siðferðilega alrang- ur. Barátta íslendinga fyrir stækk- un fiskveiðilandhelginnar er á margan' hátt ekki ósvipuð og barátta nýlenduþjóðar fyrir yfir- ráðaréttinum yfir landi sínu Nýlenduþjóðirnar hafa sótt mál sitt hjá Sameinuðu þjóðun um á vettvangi allsherjarþings- ins og öryggisráðsins, en ekki á vettvangi alþjóðadómstólsins. Það hefur verið eðlileg og rétt málsmeðferð. Brezki samningUirinn. Ástæðan til þess, að menn voru á móti því ákvæði brezk- íslenzka nauðungarsamningsins frá 1961, að Bretar gætu lagt frekari útfærslu fiskveiðiland helgi íslanda undir úrskurð al- þ.ióðadómstólsins, var sú hin sama og hinna þriggja ríkis- stjórna, sem ekki vildu leggja út- færsluna 1958 undir úrskurð dómsins Nú eins og þá, eru ekki til nein alþjóðleg lög eða samn- ingar um þessi mál. Alþjóðadóm- stóllinn verður þvl að dæma slíku máli eftir umdeildri hefð sem hefur orðiö til við yfirgang hins ste’-ka Þetta mál verða fs lendingai því að sækja á öðrum vettvangi, þar sem lögin vantar Hér verður að byggja á hinu sið ferðilega róttlæti fyrst og fi-emst iiiw miwiwiHWM Gerðardómstillagan 1958. Til þess hefur nokkuð verið vitnað, að á Genfarráðstefnunni 1958, hafi íslendingar lagt til, að útfærsla fiskveiðilandhelg- innar út fyrir 12 mílur,, skyldi háð úrskurði gerðardóms. Því er hins vegar sleppt, að í þessari tillögu var tekið fram, að strand- ríki, sem byggði afkomu sína aðallega á fiskveiðum, skyldi hafa slíkan útfærslurétt. Gerð- ardómurinn hefði m.ö.o. fjallað um, hvort viðkomandi þjóð byggði afkomu sína svo mjög á fiskveiðum að henni bæri þessi réttur. Úrskurð, sem átti að byggja á þessari forsenda, þurftu Islendingar ekki að ótt- ast. Hitt gegnir allt öðru máli, ef úrskurðurinn byggist að meira eða minna leyti á umdeildri hefð eða svonefndum sögulegum rétti, sem yfirgangssamt ríki er talið hafa unnið sér á fiskimiðum vanmáttugri. þjóðar. 25 ára frestur. Tilgangur Breta með nauðung- arsamningnum frá 1961 skýrist bezt, þegar athuguð eru þau ummæli fiskimálaráðherra þeirra, að samningurinn jafn- gildi því, að íslendingar geti ekki fært út fiskveiðilandhelgi sína næstu 25 árin. Bretar treysta mjö.o. á, að ekki verði sú framþróun á þessum málum á umræddum tíma, að alþjóða- dómstóllinn fallist á víðáttu- meiri fiskveiðilandhelgi en 12 mílur. Vonir þessar byggja Bretar vitanlega ekki sízt á því, að með samningnuro sé frumkvæðið í þessum málum dregið úr hönd- um íslendinga. Óumdeilanlegt er, að það var útfærsla fisk- veiðilandhelgi íslands 1958, sem kom af stað þeirri skriðu, að 12 mílurnar eru nú almennt viður- kenndar, þótt langt væri frá því, að svo væri fyrir sex árum. Ef íslendingar hefðu enn óbundnar hendur og einhliða rétt til út- færslu, hefðu þeir getað haldið áfram forustunni í þessum mál- um. Með nauðungarsamningn- um frá 1961 hafa þeir ekki að- eins verið sviptir þessari for- ustu, heldur er sú hætta veruleg, að þeir fái ekki frekari útfærslu viðurkennda fyrr en margar þjóðir verða áður búnar að ryðja brautina, og á því getur orðið dráttur, því að þær hafa her minni hagsmuna að gæta en ís- lendingar. Bretar vissu hvað þeir voru að gera með nauðungarsamningn um 1961, eins og þeir vissu hvað þeir voru að gera á 19. öldinni, þegar þeir voru að snúa á svörtu ættarhöfðingjana í Afríku samningum sínum við þá. Eru Bretar vinir íslendinga? Það er lífshagsmunamál ís- lenzku þjóðarinnar að hún fái óskoruð yfirráð yfir landgrunni ísiands Svo mjög byggist afkoma hennar á sjávarútveginum. Framhald á 13. síðu. rti'wnnm— ................... a I l Hlutverk alþjóðadómstólsins. f umræðum um landhelgismál- ið, gætir mjög þess misskiln- ings, að það sé hlutverk alþjóða dómstólsins að fella úrskurði i öllum deilum, sem risa þjóða á milii Þetta er mikill misskiln ingur. Alþjóðadómstólnum er fyrst og fremst ætlað að fella úr- skurði um ágreining eða deilur sem kunna að rísa út af því. hvernig skilja beri viðurkennd alþjóðleg lög eða samninga. Ef r,oilur >ísp ú af málum. þar sem

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.