Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 3
Baráttan við dverginn Frá 1. apríl n.k. taka öll flug- félög, sem fljúga á Norður-Atlants hafsleiðunum, upp stórlækkuð far gjöld, samkvæmt samþykkt IATA- ráðstefnunnar í desember s.l. Far- gjaldastríðið á N-Atlantshafi, sem frvo hefur verið kallað, kemst í algleyming. Og nú eru það ekki aðeins Loftleiðir og SAS, sem stríða, nú eru það Loftleiðir — og öll hin. Áræði Loftle'iða og velgengni hefur komið illa við marga, orðið tilefni margvíslegra fundahalda og ráðstefna og hinna stóryrtustu og furðulegustu yfirlýsinga manna í ábyrgum stöðum erlendis. Þeir einu, sem virðast hafa varðveitt ró sína gegnum stríðsárin, sem orð- in eru ærið mörg, eru Loftleiða- menn sjálfir. Þeir halda alltaf sínu striki, fara örugglega þá braut, sem þeir cnörkuðu sér fyrir u.þ.b. áratug. Loftleiðum hefur þráfaldlega verið spáð dauða, og forráðamenn félagsins hafa jafnvel ekki alltaf verið bjartsýnir, en strikinu hafa þeir haldið engu að síður, og þeim geta nú væntanlegir loftferðalang ar yfir N-Atlantshafið þakkað for dæmið að hinum lágu fargjöldum, sem flugfélögin taka upp í vor. Tekst Loftleiðum að standast hina hörðu samkeppni við öll stóru flugfélögin á þessum þýðingar- miklu ílugleiðum? Það er spurn- ing, sem mörgum er ofarlega í huga nú, og margir eru uggandi. En Loftleiðamenn eru ekki á því að láta sig, og aðgerðir þeirra síðustu vikur og mánuði sýna, hvert álit þeirra er á málunum. Sem svar við lækkunum IATA- félaganna lækka þær sín lágu far- gjöld frá 1. apríl n.k. og munu í sumar fljúga að meðaltali á nærri 20% ódýrari fargjöldum en | önnur flugfélög og 30% ódýrari I á stær.stu flugleiðinni, Luxem- | burg — New York. Og skömmu eftir að Loftleiðir lýstu yfir ákvörðun sinni um stórlækkuð fargjöld, kom önnur yfirlýsing, sem vakti aðdáun hér heima og enn meiri undrun úti í heimi vegna þess, sem á undan var geng- ið, yfirlýsingin um ákvörðun fé- lagsins um kaup á tveimur nýjum flugvélum, sem hvor um sig get- ur flutt 160 farþega í sæti. Far- : gjaldalækkunin og þessi gífurlega ifjárfesting rétt á eftir ætti að sýna, svo ekki verður um villzt, : að Loftleiðir telja sig fullfærar 1 til samkeppninnar. Flugfélag frænda okkar á Norð- urlöndum, SAS, sem hefur um 13 þúsund fleiri starfsmönnum á að skipa en Loftleiðir, um 50 flug- vélum á móti 5 — bráðum 7 — flugvélum Loftleiða, og nýtur ríkisstyrkja til starfsemi sinnar, sem Loftleiðir hafa aftur á móti aldrei haft, lítur enn á Loftleiðir sem sinn aðalkeppinaut. Mönnum eru enn í minni stóryrtar yfirlýs- ingar forystumanna SAS fyrir u.þ. b. ári, þegar félagið barðist harðri baráttu fyrir „jafnrétti" á við Loftleiðir, yfirlýsingar um marg- milljóna tekjumissi félagsins vegna samkeppninnar við Loftleið ir, yfirlýsingar forstjóra ■ IATA- samsteypunnar um, að Loftleiðir ættu sér engan tilverurétt, um þjófnað Loftleiða og þar fram eft- ir götunum. Sú 'oarátta hefur síð- ur en svo valdið Loftleiðum tjóni. Henni er það einmitt ekki sízt að þakka, hve nafn Loftleiða er nú orðið þekkt erlendis, sem m.a. má marka af því, að hið enska nafn félagsins, Icelandic Airlines, eða IAL, er óðurr. að víkja fyrir ís- lenzka nafninu, Loftleiðir. Þegar bará'fta SÁS gegn Loft- léi'ðúrri‘hóf§t fýrtr alvöru í októ- ber 1962 kom fljótlega í ljós, að almenningsálitið snerist frekar á sveif með Loftleiðum, jafnvel á Norðurlöndunum, þar sem sum blaðanna skrifuðu forystugreinar og fréttagreinar um baráttuna og létu í Ijós velþóknun á fordæmi Loftleiða fyrir lágum fargjöldum og sökuðu jafnvel SAS um óþarfa Á FÖRNUM VEGI FRÁ ÞVÍ HEFUR veriS skýrt . blöSum og útvarpi, aS lögS hafl verið fram á alþingi tiliaga til þingsáiyktunar um „að skora á ríkisstjórnina að leita samvinnu við ríkisstjórnir Kanada og Banda ríkjanna um rannsóknir varðandi landafundi íslendinga i Vestur- heimi á 10. og 11. öld". í greinar- gerð með tillögunni segir, að landafundirnir í Vesturheimi séu „tvímælalaust sögulegasta og merk asta afrek ísienzkra siglinga- manna. Það er skylda íslendinga að sjá um ,að þetta afrek verði viðurkennt og metið sem skyidi og eigi ranglega eignað öðrum. — Þess vegna er tillaga þessi flutt". Samhljóða tillaga mun hafa verið flutt á tveimur síðustu þingum, en í hvorugt skiptið hlot- ið fullnaðarafgreiðslu. Má búast við, að söm verðl örlög hennar enn. Það kann því að virðast af- rausn að fara að gera þessa til- lögu að umræðuefnl, ekki sízt þar sem það er því miður ekkert einsdæmi að vanhugsaðar tillögur séu fluttar á alþingi íslendinga En þessi tillaga speglar hugsunar- hátt, sem ekki skaðar að gefinn sé gaumur, því að hann mun vera um of útbreiddur í þessu lantíi. Það er sýndarmennskan, þörfin eftir að siá sig tii riddara i augum útlendra manna, samfara algeiu skilningsleysi, á því, sem þó er verið að belgja sig út með. Við íslendingar stærum okkur oft af þvi á mannamótum, að v-ð séum mesta söguþjóð : heimi. Samt eigum við enga nothæfa kennsiu- bók í íslandssögu. Það er meira að segja vafasamt að enn sé grund- völlur til að semja sika bók, því að enn eru margir þættir þjóðar- sögunnar lítt eða ekkl rannsakað- ir. Saga íslenzkrar menningar bíð- ur enn síns vitjunartíma og með hverju árinu glatast ákveðnir þættir úr þeirri óskráðu sögu, án þess að nokkur verulegur áhugi sr sýndur á að halda vitneskju um þá til haga. Sannast að segja veit enginn nákvæmlega hvað íslenzk menning er og hvaða breytingum hún hefur teklð á liðnum öldum, Okkur er vel Ijóst og höldum þvi enda oft á loft, að íslenzkir þjóð- félagshættir hafi breytzt mlklö siðustu mannsaldrana, en við vit- um ekki nema óljóst í hverju þær breytingar eru fólgnar. Við höid- um þetta og höldum hitt, og ef- iaust eru ágizkanirnar oft nærri lagi, en okkur skortir alla raun- verulega vitneskju. Og þá vitn- eskju skortir okkur af því einu, að rannsóknir skortir. Okkur skort ir í einu orði sagt heildarúttekt á menningu okkar og þjóðfélagslífi að fornu og nýju. En þá heildar- úttekt er ekki hægt að gera á einnl nóttu. Það er ekkl nóg að ráða mann í embætti og fela hon- um að skrifa bók um efnið. Fyrst þarf að rannsaka einstaka þæffi þess, safna saman öllu fáanlegu efni um menningu þjóðarinn- ar og vlnna úr þvl. — Það, sem mest á ríður núna er söfnunarstarfið, bjarga því sem unnt er frá glatkistunni. Vissulega befur nokkuð verið gert á pví sviði og með tilkomu þjóðhátta- deildar þjóðminjasafnsins ætti sú starfseml eitthvað að aukast, en verkefnin æpa upp á menn úr öll- um áttum og mikið skortir á að til þessara fræða sé lagt það fá og sá mannafli, sem þó væri þörf á. En um eflingu þessara rann- sókna eru ekki bornar fram nein- ar tillögur á alþingi. Út af fyrir sig væri það skemmtilegt fyrir íslendinga aö þelr ættu þátt í að flnna ein- hverjar þær minjar vestur í Ame ríku, er tengja mætti við norræna sæfara fyrr á öldum. En það er ekki leit að slíkum minjum, sem stendur okkur næst. Við elgum sem okkur væri sæmra að sýna einhvern lit á að leysa áður en vl j förum að æða til annarra heims- álfa. Og reyndar liggur alls ekki f augum uppl, hvert erindið tll Framhald á 13. síðu. bruðl í rekstrinum, sem mundi eiga sinn þátt í taprekstri félags- ins miklu frekar en samkeppnin við hið litla flugfélag, Loftleiðir. SAS hefur notið dyggilega stuðnings IATA-samsteypunnar í baráttu sinni gegn Loftleiðum, þó að aðgerðir hafi ekki borið já- kvæðan árangur. Félagið fékk | samþykki samsteypunnar og leyfi iviðkomandi ríkisstjórna til að fljúga skrúfuþotum á lækkuðum fargjöldum á N-Atlandshafsleið- unum á tímabilinu frá 1. okt. 1963 til 29. febr. 1964, og töldu forráða menn SAS það mikinn sigur á sínum tíma, sem mundi reynast Loftleiðum dýrt spaug. En sú ferð in varð ekki til fjár, eins og kunn ugt er, SAS hefur haft hljótt um þessar flugferðir, enda mun félag- ið hafa tapað á þeim. Ríkisstjórnir Norðurlandanna þriggja, sem að SAS standa, hafa einnig stutt félagið í baráttunni gegn Loftleiðum. Á tímabili, með- an baráttan var sem hörðust fyrir rúmu ári, voru jafnvel uppi raddir um, að ísland yrði beitt viðskipta þvingunum til þess að knýja fram hagstæða lausn fyrir SAS í mál- inu, og um eitt skeið vofði yfir uppsögn loftferðasamninga milli íslands og hinna Norðurlandanna. i Til þess hefur sem betur fer ekki 1 komið enda væri þá naumast lengur hægt að tala fagurlega um norræna samvinnu og góða sam- búð Norðurlandaþjóðanna. Þegar Loftleiðir skýrðu frá á- kvörðun sinni um lækkun far- gjalda frá 1. apríl n.k., varð uppi fótur og fit, og skandinavísk flug- málayfirvöld boðuðu til skyndi- fundar í Stokkhólmi með íslenzka flugmálastjóranum og fulltrúum SAS og Loftleiða. Á fundinum komu fram tilmæli til stjórna Loftleiða og SAS um að ræða sameiginleg vandamál sín og reyna jafnvel að finna grundvöll fyrir samvinnu. Fleira fréttist ekki af þeim fundi. Fulltrúar SAS og Loftleiða brugðust vel við til- mælunum og sátu fundi hér f Reykjavík og gáfu, að lokum, út fréttatilkynningu um, að rætt hefði verið um norrænt flug yfir N-Atlandshafið. Næst kom fund- ur flugmálayfirvaldanna hér í Reykjavík nýlega, en engar endan legar mðurstöðui fengust á hon- um, heldur var enn boðað til fund ar síðar i þessum mánuði og þess vænzt, að stjórnir SAS og Loft- leiða ræddu aftur saman. Þegar blaðið vissi síðast til, var ekki búið að ákveða staði eða stund fyrir þessa fundi. Örðugt er að spá um árangur af þessum mörgu viðræðufundum enda hefur ekki verið gefið upp, hvert umræðuefnið raunverulega er. Er hugsanlegt, að SAS og Loft- leiðir eigi eftir að standa saman að norrænu flugi yfir N-Atlants- hafið? Því velta menn nú fyrir isér þessa dagana. KH. T í M I N N, þriðjudaginn 17. maa 1964. Undanhaldsmaður í gildru Bjarni Benediktsson, forsæt. isráðherra, féll ofur mjúklega í smágildru, sem lögð var fyr- ir hann hér í þessum dálkum í vikunni sem leið. Hann hafði látið Vísi hafa eftir sér eftirfar andi setningu: „Við getiun að sjálfsögðu ekki tekið okkur lög sögu yfir öllu landgrunninu, nema alþjóðalög hcimili". Tím inn benti á, að liart væri að hafa forsætisráðherra, sem lýsti yfir, að han vildi aðeins færa sig utar á landgrunnið, cf það væri hcimilað skýrum stöf- um í alþjóðalögum eins og orð hans virtust benda til, en vildi alls ekki nota sér þá heim- > : ild og þann rétt, sem fælist í |ij því, að færsla út fyrir 12 mílna H fiskveiðilögsögu er ekki bönn- i Uð í alþjóðalögum. yl Bjarni féll í gildruna og gaf »j þá skýringu, sem vantaði á þessi orð hans. Þetta gerir hann í síðasta Reykjavíkur- % bréfi í Mbl. og segir: „Einmitt 1 vegna þess, að það er ekki bann fel að, er sagt að lög heimili það“. ISókn eða undanhald Nú er það einu sinni stað. reynd, að engin ákvæði eru til um stærð fiskvciðilandhelgi, a. m. k. allt að nxörkuin Iands- grunns, og Bjarni hefur lýst yfir, að líta beri á orð sín svo, að hann telji sem aðrir, að „lög heimili" það, sem ekki er bann- að. Þess hefði því mátt vænta, að forsætisráðhcrra íslendinga, sem hyggja á meiri útfærslu, hefði orðað málsgrein sína í Vísi á þessa Ieið: „Við getum að sjálfsögðu tekið okkur lög. sögu yfir öllu landgrunninu, af því að alþjóðalög heimila það“. Bjarni hefur nú með skýringu sinni upplýst, að þetta sé að- eins annar flötur á sama sann- Ieik, en ólíkt hefði það farið betur íslenzkum forsætisráð- herra, að hann hefði snúið upp, og slík orð forsætisráðherra hefðu orðið íslendingum meira og betra sóknarvopn en hin, þó að ekki beri mikið á milli. Hér munar aðeins því, hvort incnn vilja vera í sókn eða undan- haldi og Bjarni vildi um fram allt orða afstöðuna til alþjóða- Iaga sem undanlialdsmaður en ekki sóknarmaður, og vegna þess að hann féll í gildruna og fór að gefa frekari skýringu á orðum smuni, stendur hann fyr ir þjóðinni í enn skarpara Ijósi sem undanhahlsmaður. Og einni spurningu Tímans á Bjarni ósvarað: Hvers vegna vísaði hann ekki landhelgisdeil unni við Breta til Haag-dóms- ins 1961, og einnig löndunar- banninu fræga, eins og Bretar buðu, fyrst málskot þangað er nú allt i einu orðið eina hald- reipi Islendinga í landhelgis- málum? Það var vegna þess að óttazt var, að dómstóllinn, sem ekki hafði skýr ákvæði að fara eftir, mundi dæma íslending. um í óhag eftir gamalli og úr- eltri yfirgangshefð. Og önnur spurning: Hvers vegna sagði ut- anríkisráðlierra Breta, að af- | salsákvæðið og tilkynninga f skyldan í saniningnum 1961 I jafngilti hemli á útfærslu ís- í lendinga næstu 25 árin að s1 minnsta kosti? 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.