Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 5
West Ham og Preston í úrslit í bikarkeppni Ensku bikarhöfunum — Manch. Utd. með alla sína dýru leikmenn — tókst ekki að komast í úrslit í bikarkeppninni annað árið í röð, því í undanúrslitum gegn West Ham í Sheffield á laugardaginn sýndi Lundúnaliðið betri leik og si 'raði með 3:1. í hinum leiknum í undanúrslitum sigraði I eston Swansea í Birmingham með 2:1 og leika West Ham oPreston því til úrslita í bikarnum — Preston úr 2. deild í sjöunda skipti í sögu félagsins — en West Ham Ieikur nú aftur á Wembley eftir 41 ár. Leikurinn í Sheffield var lengi vel mjög tvísýnn og ekki var skorað í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að markmenn beggja liða væru mjög taugaóstyrkir. Strax í byrj un síðari hálfleiks komst hinn 17 ára útherji United, Best, í færi, en knötturinn sigldi fram hjá markverði, en lenti í þver- slá, og rétt á eftir spyrnti hinn útherjinn, Herd, fram hjá í góðu færi. Upp úr því náði West Ham snöggu upphlaupi og Boyce skor aði fyrsta markið í leiknum. Sex mínútum síðar bætti hann öðru marki við, en Manch.-liðið var þó elcki sigrað og eftir örvæntingar fullar sóknartilraunir tókst Law að laga stöðuna í 2-1 og 12 mínút ur voru eftir. En aðeins tveimur mínútum síðar skoraði West Ham þriðja mark sitt. Enski landsliðs maðurinn, Moore, bezti maðurinn á vellinum, lék með knöttinn fram völlinn og spyrnti til Hurst, sem var óvaldaður, og skoraði hann auðveldlega. Þar með var gert út um leikinn og Manch. Utd. verð ur nú að einbeita sér að Evrópu keppninni ef stór sigur á að vinn ast á þessu keppnistímabili. Beztu menn voru eins og áður segir Moore og Byrne hjá West Ham, Setters, Crerand og Charlton hjá United. Swansea hafði yfirtökin í fyrri hálfleik gegn Preston og rétt fyr ir hlé tókst McLaughlin að skora. í síðari hálfleiknum breyttist þetta hins vegar og Dawson (víta spyrna) og miðvörðurinn Single- ton skoruðu tvö mörk, sem komu Preston í úrslit. Úrslitaleikurinn verður fyrsta laugardag í maí. Mikil rigning var á Englandi á laugardaginn og varð að fresta mörgu leikjum. Helztu úrslit urðu II R. enn meistari I ÍR gersigraði KR meö 74:46 r'.p.- Alf-REYKJAVÍK, 16. marz. ÍR-INGAR eru íslandsmeistarar í körfuknattleik 1964. Þelr sigruSu KR örugglega á sunnudagskvöldiS meS 74 stigum gegn 46 og hafa því hlotið sex stig. ÍR á einn lelk eftir, gegn Ármannl, en þollr að tapa hon- um. __ ÍR-liðið ber höfuð og herðar yfir bæðl KR og Ármann að öllu leyti og það virtist engu máli sklpta, þótt kraft elns og Guðmund Þor- steinsson vanti í liðið. Guðmundur lék ekkl með gegn KR og heldur ekkl landsliðsmaðurinn Viðar Ólafsson. Breiddin hjá ÍR virðist nær ótak- mörkuð, 16 ára pilti, Antonl Bjarnasyni var teflt fram f lelknum á sunnu- dag og hann fyllti vel skarðlð og meira en það, sýndl athyglisverðan lelk jafnt f vörn sem sókn og var bezti maður vallarins ásamt Agnari Frlð- rikssyni og Þorsteini Hallgrímssyni. Leikur ÍR og KR virtist í fyrstu ætla að verða jafn baráttuleikur. ÍR-ingar náðu ekki forskoti í byrj- un eins og oftast, þegar þeir mæta KR. KR-ingar sýndu líka góðan varnarleik og hirtu flesta re- bounds. Eftir 8 mínútur var stað- ar, 23:22 fyrir ÍR. En svo komust ÍR-ingar í gang og tryggðu sér fyr- ir hlé 10 stiga forskot, 34:24. Það er athyglisvert hvað skorun var lítil í fyrra hálfleik, en það var bæði fyrir sterkan varnarleik og óheppni í körfuskotum og á það jafnt við bæði liðin. Afmælismót Innanfélagsafmælismót í tilefni 65 ára afmælis fé- lagsins verður haldið í KR- húsinu n.k. miðvikudag kl. 19,00. — Keppt verður í eftirtöldum greinum í öll- um flokkum karla og kvenna og þátttaka heimil öllum, sem æft hafa hjá deildinni í vetur: Hástökk með atrennu. Langstökk án atrennu. Þrístökk án at- rennu. Stangarstökk. Friálsíbrótt deild KR j Síðari hálfleikur var ÍR-inga í orðsins fyllstu merkingu. KR-vöm in splundraðist fljótlega og var hvorki fugl né fiskur það sem eftir var leiksins. Anton og Agnar sýndu frábæran leik í síðari hálf- leik og voru mjög hittnir. Söcnu sögu var reyndar að segja um Þor- stein, en hans var gætt miklu bet- ur. Þegar yfir lauk var munurinn 28 stig, 74:46. Úrslitin voru mjög sanngjöi-n .>1 rr.eð því að vinna leikinn, tryggði- ÍR-ingar sér meistaratitilinn enn einu sinni. Sem fyrr segir, bár Anton, Agnar og Þorsteinn hita 02 þunga dagsins hjá ÍR, þeir skoi uðu líka flest stigin. Agnar skor aði 21 stig, Þorsteinn 19 stig, Ant- on 18 stig, Helgi Jóhanns 7 stig, Hólmsteinn 5 stig og Tómas Zöega og Haukur 2 stig hvor. KR-liðið sýndi aUgóðan leik til að byrja með, en botninn datt með öllu úr í síðari hálfleik. Ein- ar Bollason var bezti maður liðs ins, skoraði 16 stig. Gunnar, Gutt- ormur og Kristinn, sem var sterk- ur í vörn, skoruðu allir 8 stig Kristján skoraði svo 4 stig o,? Hjörtur 2. Dómarar í leiknum voru Guðjón Magnússon og Björn Arnðrssón 0?. höfðu góð tök á honum. Dagskrá Skíða- landsmótsins SKÍÐAMÓT ÍSLANDS verSur haldiS á ísaflrSi dagana 24.-29. marz samkvæmt ákvörðun SkiSa- sambands íslands. Snjór er næg- ur þar fyrlr vesfan og færi goft. bátttökutilkynningar skal senda rifa-a mótsins, GuSmundi Svelns- <>vni, sími 332, eSa formanni, Ein- ari B. Ingvarssyni, síml 27, 6- samt þátttökugjaldi kr. 15,00 fyr- ir hvern keppanda. Sérstaklega skal á þa3 bent, aS síðastl dagur til að senda þátttökutllkynningar er I dag. Ástæða er til aS benda á, að haldin verSur sérstök ung!- ingakeppni (13—16 ára) f svlgi og stórsvigi í sambandi vlS mótið. Hér blrfist svo dagskrá móts- ins: ÞRltíJUDAGUR 74 marz: Kl. 15,45 Mótií' -«tt á Selia- landsdal Kl. 16,00 15 km. ganga 20 ára og eldri. 10 km. ganga 37 til 19 ára. Framhald 6 15. síðu þessi í þeim leikjum, sem fóru fram. 1. deild. Arsenal—Chelsea 2—4 Everton—Nottm. For 6—1 Fulham—Liverpool 1—0 Pickering, sem Everton keypti í sl. viku frá Blackburn fyrir 80 þúsund pund, skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik fyrir Everton. Tottenham og Everton eru nú efst með 44 stig. 2. deild Charlton—Swindon 2—2 Middelsbro—Leeds 1—3 Newcastle—Sunderland 1—0 Sunderland missti forustuna til Leeds (49 og 48 stig) á víta- spyrnu, sem færði Newcastle sig ur. Framhald á 15. síðu. Óskar Guðmundsson. — Sigraðl einliSaleik. Keppt stanzlaust / sjö khkkutíma Frá afmælismóti KR í badmiuto^ Alf-Reykjavík, 16. marz. HIN unga badmintondeild KR gekkst fyrir afmælismóti i bad- minton á laugafdag í tilefni 65 ára afmælis félagsins. Mótið fór fram í KR-húsinu og voru kepp- endur um 40 talsins, frá TBR, SBR og KR. Keppni var mjög hörð og skemmtileg og má geta þess, að mótið stóð yfir 'í nærfellt sjö klukkustundir og er þetta því eitt lengsta badmintonmót, sem haldið hefur verið hérlendis. — Keppt var í cinliða- og tvíliðaleík karla í meistaraflokkl, tvíliðaleik í kvennaflokki og tvíliðaleik í 1. fiokki karla. Óskar Guðmundsson. KR og Jón Árnason, TBR, háðu mjög tvísýna úrslitabaráttu í einliðaleik. Jón vann fyrri lotu með 15:10, en Ósk- ar vann þá síðari með 15:11. — í aukaleik vann Óskar svo með 15:7. I tvíliðaleik í meistaraflokki báru þeir Jón Árnason og Viðar Guðjónsson sigurorð af Óskari og Garðari Adolfssyni, 17:15, og 18:17. Þarna var um rojög spenn- andi og tvísýna keppni að ræða. í kvennaflokki sigruðu þær Jónína Nieljohníusardóttir og Rannveig Magnúsdóttir þær Júlí- önu Isebarn og Halldóru Thorodd sen með 15:10, og 15:6. Baráttan í 1. flokki karla var mjög hörð og lauk henni með sigri þeirra Steinars Petersen og Inga Ingimundarsonar, sem unnu Emil Ágústsson og Guðmund Jóns son í úrslitum. Dómarar voru Ernst R. Jensen, Karl Maack og Hilmar Ágústsson. Mótið fór mjög vel fram, eins og fyrr segir, og var badminton- deild KR til sóma í alla staði. Rúmenar meistarar Rúmenar unnu Svía í úrsiitaleiknum í HM á sunnu- daginn meö 25 mörkum gegn 22. RÚMENAR sigruð'u Svía f úrslitalelknum um heimsmeistaratignina á sunnudag meS 25 mörkum gegn 22. Leikurinn fór fram f Prag aS viSstödd- um yfir 17 þúsund áhorfendum og ríkti mikil spenna meSal þelrra, enda var leikurinn geysi vel leikinn og jafn. I hálfleik höfðu Rúmenar eitt mark yfir, 14:13. Síðari hálfleikur var mildð taugastríð og ekki mátti á milli sjá hvor aðilinn væri sterkari. Rúmenar tóku mjög góðan endasprett, sem færði þeim þriggja marka sigur, 25:22. Frammistaða Svía í þessum úr- slitaleik kom mjög á óvart, en reiknað hafði verið með, að Rútn- enar myndu sigra auðveldlega. Sví ai höfðu orðið fyrir því óláni að missa einn sterkasta mann sinn, Kjell Jönsson, fyrir leikinn og hafði það mikil áhrif. Svíar mega þó vel una við að hreppa annað sætið í keppninni eftir að hafa áður beðið ósigur fyrir íslending- um og Vestur-Þjóðverjum. Röð átta efstu landa í keppninn: varð eins og hér segir: 1. RÚMENÍA. 2. Svíþjóð. 3. Tékkóslóvakía. 4. Vestur-Þýzkalaiie 5. Rússland. G. Júgóslavía- 7. Danmörk. 8. Ungverjaland. T í M I N N, þriðjudaginn 17. marz 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.