Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS sss£.'n.!i':í?sja 37 essu einmana stríði sínu fyrir friði — á almennum fundum eða í ífeðri deildinni, var Clementine | honum einlægur förunautur og hlýddi á hann hrópa: „Ég spái því, að sá dagur muni koma, að þið verðið nauðbeygðir til að taka hlutlæga afstöðu og ákvörðun um, hvorum megin við eigum að standa, hvernig sem það nú kann að bera að. Og ég vona til Guðs, að þegar sá dagur kem- ur, munum við ekki neyðast til að standa ein^ vegna óviturlegrar stjórnarstefnu ' Og hún horfði á hann tala til Neðri deildarinnar 24. marz 1938, tveimur vikum eftir innrás Þjóð- verja í Austurríki. Það var eins og hann væri aleinn í þingstofunni, þótt hún væri þétt setin mönnum. Hann keyrði höfuðið fram og sagði: „f fimm ár hef ég talað um þessi mál hér í deildinni — og það með harla lélegum árangri. Ég hef horft upp á þetta fræga eyland færast óðfluga í þrekleysi og aumingjaskap niður stigann, er liggur niður í svart hyldýpið. Þetta er fagur og breiður stigi í upphafi, en fljótlega íýkur þykk- um gólfdreglinum og skín í beran steininn, og eftir því sem neðar dregur, verður stiginn allur hrör- legri, unz hann brestur undir fót- um yðar . . . “ Þegar hann gekk til sætis síns, varð dauðaþögn um stund, eins og sérhver, sem á hann hlýddi væri að bægja frá sér þeim ótta, sem hann hafði vakið í brjóstum þeirra. Eins og þeir berðust við að bægja úr huga sér varnaðar- orðum hans og vildu láta þau al- gerlega fram hjá sér fara. Þá komst aftur líf í þingstof- una og margir þingmannanna hurfu þaðan þegar á brott. Á Chartwell byrjaði Clemen- tine að taka á móti blaðamönnum af hvers kyns þjóðerni. Mönnum, sem ferðuðust í þágu opinberra brezkra málefna og í ýmsurn við- skipta- og verzlunarerindum og hafði sérhver ný tíðindi að flytja Winston. Þessir menn voru þáttur í undirbúningi hans undir styrj- öldina, sem hann nú taldi óum- flýjanlega. Um mílu vegar frá Chartwell bjó vinur þeirra, Desmond Mort- on, sem síðar varð sir Desmond Morton majór, K.C.B., M.C. Þegar Winston var her- og flugmálaráð- herra, hafði hann skipað Desmond í lykilstöðu í njósnastarfsemi landsins. Winston fékk leyfi hjá forsætisráðherranum fyrir Mor- ton, þess efnis, að hann fengi að segja Winston allt af létta og gefa honum framvegis allar mik- ilsverðar upplýsingar. Ralph Wigram, en stjarna hans hækkaði óðfluga á himni utan- ríkismálanna, var enn einn, sem kom reglulega til Winstons til þess að halda honum í nánu sam- bandi við alþjóðamálefnin. Dvöldu þau Wigramshjónin oft á Chart- well. Þeim bárust upplýsingar, sem töluðu sínu máli umbúðalaust. Jafnvel þegar herr Henlein, leiðtogi tékkneskra nazista kom til Lundúna til að grennslast fyrir um almennar skoðanir í Bretlandi á stjórnmálaástandinu í Tékkósió- vakíu, kom hann til íbúðar þeirra við Morpeth Mansions. Clementine tók þessari nýju tegund gesta með sínum vanalega vingjarnleik og góða þokka. Win- ston setti allt sitt traust á hana að skapa viðeigandi andrúmsloft fyrir þær óformlegu en örlaga- ríku viðræður, er áttu sér stað viku eftir viku á Chartwell. „Það var mér ómetanlegt, og kann einnig að hafa verið þjóð- inni ómetanlegt að mér skyldi fært að kanna málin svo ræki- lega og eiga svo þýðingarmiklar viðræður í svo mörg ár, í þetta litlum hring“, sagði Winston. „Og samt sem áður tókst mér á eigin spýtur að safna og viða að mér miklum fróðleik og upplýsingum frá heimildarmönnum erlendis." En heimurinn vildi jafnvel enn síður gefa orðum Winstons gaum, þegar tekið var með vitfirrings- legum fögnuði á móti manninum, sem kom klæddur svörtum lafa- frakka og með regnhlíf í hendi frá Miinchen. Það var Neville Chamberlain, sem kom heim með pappírsloforðið: „frið á vorum dögum“ frá Hitler. Winston hróp- aði: „Með byssuna á lofti heimtuðu þeir eitt pund. Og þegar þeim var rétt það, heimtuðu þeir tvö. Ein- ræðisherrunum var réttur litli fingurinn og þeir tóku alla hönd- ina gegn loforði um að hegða sér vel í framtíðinni." Síðla kvölds 20. febrúar 1938 bárust þeim boð símleiðis til Chartwell. Það voru fréttir um af- leiðingu þess, að Chamberlain hafði fyrirgefið Hitler innrásina í Austurríki og mælzt til vináttu við Mussolini. Vegna þessara frið- samlegu aðgerða hafði hinn ágæti persónulegi vinur þeirra, Ant- hony Eden, neyðzt til að segja af sér. Það þyrmdi yfir Winston af ör- væntingu. Hér stóð hann, útlagi og valdalaus utangarðsmaður. Vinur þeirra Anthony Eden hafði verið eini bandamaður þeirra innangarðs, enda hugsaði hann og fann til á svipaðan hátt og þau. Og nú var hann farinn. Clementine reyndi að leyna sín- um eigin ótta og örvæntingu og reyndi eins og hún bezt gat að hughreysta Winston. Hann viðurkenndi, að . . .“ ég fékk sting fyrir hjartað og um stund þyrmdi yfir mig voðalegri örvæntingu. Ávlangri ævi hef ég lent í ýmsu misjöfnu. Þann tíma fyrir styrjöldina, er augljóst var að hún mundi bresta á, og eins er dekkst var í álinn, átti ég aldrei erfitt með svefn. Á erfið- leikatímunum 1940, þegar ábyrgð- in var sem mest á herðum mér, og sömuleiðis, þegar áhyggjurnar voru hvað mestar fimm næstu ár, gat ég allt af sofnað að loknu dags verki, strax og ég hafði lagzt í rúmið — en var að sjálfsögðu við- búinn því að vera kallaður upp, hvenær sem var. Ég svaf vel og vaknaði endurnærður, og fann þá eingöngu til svengdar og hafði góða matarlyst á því, sem birtist á morgunverðarbakkanum. En þessa nótt, 20. febrúar 1938 og aðeins þá, vildi svefninn ekki koma. Frá miðnætti til dögunar lá ég í rúmi mínu haldinn kvíða og hryggð. Mér virtist sem einn, ungur og hraustur maður stæði eins og klettur úr dökku hafi uppgjafar og eftirlátssemi, rangra skoðana og lítilsigldra hugmynda. Að ýmsu leyti hafði ég snúizt öðruvísi við málum en hann, en þá virtist mér hann vera tákn einu vonar brezku j þjóðarinnar til bjargar lífinu, tákn hins gamla, góða brezka kyns, sem svo margt gott hafði látið af sér leiða, og gat veitt enn meira. Nú var hann farinn. Ég horfði á dagsljósið smjúga hægt og hægt inn um gluggana og fyrir hugskotssjónum sá ég beint ofan í gin Dauðans." I Og síðan þrömmuðu hersveitir Hitlers á gæsagangi inn í Tékkó- slóvakíu og sviptu hulunni frá augum frelsiselskandi þjóða heimsins. Þá sneru menn sér til hrópand- ans, sem hafði verið óhræddur við J að segja fyrir um framtíðina. í Jstað formælinga komu hyllingar- hrópin. Það fór ekki fram hjá Cle- ] mentine né neinum öðrum, að I komu hans í Neðri málstofuna var j veitt meiri athygli en nokkurs f annars, — að forsætisráðherran- um meðtöldum. Clementine las hvert bréfið á fætur öðru, sem þeim barst með póstinum til Chartwell, þar sem spurt var: „Hve lengi enn ætlar þingið og þjóðin öll að láta krafta yðar ónotaða?" „Óumdeilanlegar gáfur yðar og rétt mat á stjórnmálaástandinu í ■Evrópu hafa undirstrikað, svo að ekki verður um villzt, að það er 42 — Ilringurinn! Ilringurinn sem Adrienne hafði sýnt henni kvöld eitt .... þessi með rauða stein- inum. En nú var hann ekki rauður — heldur grænn. Hann var grænn eins og steinninn í hennar eigin hring! Ekki eins fallega djúp grænn, en þó svo að það var eng- inn vafi á um litinn. Frú Starr hafði sagt að hann væri grænn . — Hvers vegna horfirðu svona á mig? — Hringurinn þinn . . hvíslaði Livvy. — Hann var með rauðum steini.. . . Adrienne leit á fingur sér. — Hvað með hann? Þú hefur séð hann áður . . . ég nota hann stundum á kvöldin . . . — En þá hefur steininn annan lit . . . — Hárrétt. Þessir steinar eru kallaðir alexandrínar. Þeir eru grænir í dagsbirtu, en rauðir í raf tnagnsljósi- Eg hef aldrei verið hrifin af honum, en hann kom góðar þarfir, fannst þér ekki? Livvy fannst hárin rísa á höfði sér. Hugsanir hennar hvörfluðu til baka, hún hugsaði um kvöldið, þegar Clive var myrtur. Það kvöld hafði verið voðalegt óveður, eld- ingar höfðu lýst upp himininn á fárra sekúndna fresti . . . . skærar, hvítar eldingar, sem lýstu upp eins og miður dagur væri . . í slíku ljósi mundi steinninn sýn- ast grænn .. . — Þú barst hann kvöldið sem Clive var myrtur . . Þú varst þar . . . . ! — Hvað annað. Ég drap hann! Röddin var ofurróleg. I ”'vy varð að loka augunum, hana sundlaði við. Hún heyrði Adrienne segja dauðri hljómlausri röddu: — Ég tók byssuna úr skrifborðs skúffunni hans nokkrum dögum áður og ég beið eftir hentugu tækifæri. Það kom þegar ég stóð fyrir utan húsið og heyrði að þið rifuzt heiftarlega . . . þið hefðuð átt að hafa vit á að loka gluggun- um . . . Þegar þú raukst í burtu . gekk ég inn að tala við Clive . . gefa honum síðasta tækifærið. En hann neitaði! Ég var undir það búin, svo að ég hafði áætlun mína tilbúna í hverju atriði . . Ég hafði tekið með mér gulan trefil — eins og þú átt — . . .ég fór með það heim og brenndi það strax. Og ég bar hringinn vegna þess að óveðrið var skollið á, þegar ég fór að heiman og ef ein- hver sæi mig, þá mundi elding- arnar gera að verkum, að steinn- inn virtist grænn. Og frú Starr sá mig. En ég faldi mig í syrenu- runnunum — það var þess vegna sem hún fann mig ekki í garð- inum . . . Livvy horfði örvæntingarfullu augnarráði upp á klettabrúnina, meðan hún hlustað á lága, óhugn anlega rólega rödd Adriennc. Einhver hlaut að ganga þarna fram hjá! En þá mundi Adrienne leika hlutverk sitt sem örvænting- arfullur björgunarmaður . . . . hún sneri höfðinu og leit niður hengiflugið og á sjóinn langt fyr- ir neðan. — Hreyfðu þig ekki Livvy! Og þú skalt ekki hrópa á hjálp, enginn heyrir til þín, sagði Adri- enne kuldarlega. — Þetta hefur alltaf verið fáförul leið. — Þú eltir mig hingað í kvöld! — Eg hef elt þig nokkuð oft Upp á síðkastið. Livvy fannst hún heyra eitthvað og hrópaði af öllum kröftum. — Þegiðu! Liwy hrópaði aftur. — Það stoðar ekkert, þótt ein- hver fari fram hjá, þá þykist ég bara biarga þér, skilurðu! EF ÉG GÆTI BARA KOMIZT FRAM HJÁ HENNI! REYNT AÐ í SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY HLAUPA FRA HENNI UPP j KLETTAVEGGINN! En hún gat ekki hlaupið upp . brattan klettavegg. Hún hafði j gengið beint í gildruna sem þessi! brjálaða kona hafði lagt fyrir j hana. Enn hrópaði hún eina svarið i var bergmálið fráklettaveggjunum j en enginn kom. — Ef þú ert að gera þér vonir um, að Rorke komi, þá þýðir það ekki. Honum er skítsama um þig nú orðið. Hann er sjálfsagt hjá Maggie og reyna að hjálpa henni að uppgötva hvað kom fyrir Keith! Adrienne skríkti. — Eg gæti sagt þeim það. Ég hræddi hann svo rækilega í dag, að hann á áreiðanlega aldrei eftir að hreyfa svo mikið sem litla fingur, hvað þá fá málið aftur. Og sumir deyja af völdum alvarlegs tauga- áfalls. En ég hef þjáðst líka, skal ég segja þér. Síðan Maggie sagði okkur, að Keith hefði gaman af að sitja við gluggann og horfa út, þegar óveður væri, var mér ljóst að hann hefði séð mig ganga fram hjá á stígnum, ef hann hefði setið við gluggann kvöldið góða . . . — Hversu grimm ertu eiginlega’ — Þú skilur imig ekki! Eg berst bara fyrir tilveru minni, það ger- um við öll, ég verð aðeins að vera örlítið miskunnarlausari en fólk er flest. — IIVERS VEGNA? IIVERS VEGNA HEFURDU GERT ÞETTA ALLT? — Vegna þess að Clive gerði að engu ákvörðun mína að giftast Simoni. Clive dáðist að mér og hann vildi gjarna að við Simon yrðum hjón. Ef ég hefði fengið fáeinar vikur enn hefði mér tek- ist það. En Clive fór til Parísar og þar frétti hann dálítið um mig. Hann njósnaði alltaf um annað fólk . . og ég býst við að hann hafi talað um mig bæði hér og þar og svo hefur einhver sagt honum . . . Hún þagnaði. — Hlustarðu á hvað ég segi? — Já! Og . . hlusta og bíð . . Livvy vissi hvað hún varð að gera. Fá Ádrienne til að halda áfram að tala til að vinna tíma, kannski einhver ætti leið hérna um: Kannski einhver mundi skilja, að það var hún sem var hjálparþurfi. — Og þá varð Clive að deyja . og Simon fékk áhuga á þér. Það var heimskulegt af mér að gera ekki ráð fyrir því, hélt Adri- enne gremjulega áfram. — Þar sem þú varst fulltrúi helmings hlutabréfanna í fyrirtækinu, ég vissi ekki, hversu metnaðargjarn hann var. — Svo að þú hefur þá elskað hann, þér hefur ekki geðjazt að því að sjá okkur saman! — Vertu ekki svona mikill bjáni! Hvað er ást? Þú elskar Rorke og hvaða gleði hefur það veitt þér? Eg vildi fá Simon vegna Berenger-fyrirtækisins. Hann kemur kannski fólki fyrir sjónir sem sterkur maður — en í raun- inni er hann hið gagnstæða. Ég hefði náð valdi yfir honum. Hún hló hæðnislega. — Og get það. Og mun gera það! — Hvers vegna vildi Clive ekki að þú giftist Simoni? spurði Liwy og lét sem hún hefði áhuga á málinu. Spurningin kom eins og ósjálfrátt, hún hofði upp á kletta- brúnina og hlustaði af öllum mætt eftir einhverju hljóði öðru en rödd Adrienne. — Vegna þess að hann heyrði orðasveim um að ég hefði drepið mann . . . Maðurinn var Max Hindorre og það gerðist kvöldið sem leikritið hans „Veiðimaður- inn snýr heim“ var frumsýnt. Móttökur voru svo stórkostlegar á frumsýningunni, að það steig honum til höfuðs._ Hann var ekki sérlega klókur. Ég hafði verið fullgóð handa honum, meðan hann barðist til að ná markinu, en þegar hann sá það fyrir fram- an sig, lét hann mig greinilega finna, að ég mætti fara mína leið. Ég kunni ekki við það! Ég vildi ná hefndum yfir honum. Það tókst mér líka. Bílslys sem við lentum í varð honum örlagaríkt. Hann fórst. Það var ekki nauð- synlegt. En í myrkrinu og ringul- reiðinni datt engum í hug að gruna mig um græsku. Það var ekki fyrr en seinna að orðrómur- inn komst á kreik, vegna þess að hjónin sem voru með okkur voru, höfðu heyrt okkur rífast. Þau höfðu vitaskuld enga sönnun, en þau héldu áfram að blaðra um þetta. Eg fór frá París litlu síðar . . mér fannst það hyggilegast. Og þegar Clive fór til Parísar var honum sögð þessi saga. T f M I N N, þriðjudaginn 17. marz 1964. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.