Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 15
KJ-Reykjavík, 16. marz. Um hálf áttaleytið í gærkveldi varð bifreiðaslys skammt austan við herstöðina í Hvalfirði. Opel station bíll var á leið til Reykja víkur, og voru í honum maður kona. Var bíllinn að koma niður STARFSFRÆÐSLAN Framhald uí 16. síðu. í Handíða- og myndlistarskólan- um, og 180 um nám í Kennara- skólanum. 100 piltar leituðu upp- lýsinga um nám í Vélskólanum, en brá greinilega í brún, þegar þeir heyrðu, að undirbúningur náms þar tæki fjögur ár í smiðju. 200 stúlkur vildu fræðast um nám í Hjúkrunarskólanum, og 560 unglingar leituðu upplýsinga í deild löggæzlu og umferðarmála. 98 spurðu um alls konar störf hjá Landssíma íslands. Mjög lítill áhugi virðist vera á iðngreinum. Um húsasmíði spurðu 12, múriðn 4, málun 4 o. s. frv. Þó spurðu 8 um skósmíði og 25 um bifvélavirkjun. 19 spurðu um kjör verkamanna og er það óvenju margt. 29 spurðu um störf bónda og 3 stúlkur vildu fræðast um nám í búnaðarháskólum. Stúdentar virtust hafa mestan áhuga á byggingarlist og læknis- fræði, en þar á eftir komu stærð fræði, guðfræði og sálarfræði. 125 unglingar spurðust fyrir um nám í leikskóla Þjóðleikhússins og 41 virtist hafa áhuga á blaða- mennsku. Ólafur Gunnarsson, sálfræð- ingur, sagði blaðinu, að dagurinn hefði í alla staði farið vel fram, en sérstaklega hefði það vákið at hygli sína að um gjörbreyttan hugsunarhátt virtist vera að ræða hjá stúlkunum. Þær hugsuðu nú meira um það, að afla sér á- kveðinnar menntunar og dreymdi ekki eingöngu um hjónabandið. FYLGJAST MEÐ SURTSEY Framhald af 1. síðu. ið sér slíkt verkefni fyrir hendur, kváðu þeir ekki svo vera, þeir væru af eigin raun alls ókunnugir þessu náttúruundri, sem væii hverjum náttúrufræðingi mikið fcil hlökkunarefni að fást við. HALLGRÍMS MINNZT Framhald af 16. síðu. að berasf frá 112-114 prestum, sem höfðu giafahlutabréfin til sölu. Fram vegis verður hægt að fá bréfin i bókabúðum, bönkum, sparisjóðum og kirkjum. Allan daginn í gær kcm mikitl straumur fólks til að skoða kirkþ una, en þar var fyrir sérsfakur mað- ur, sem svaraði fyrirspurnum og sýndi bygginguna. SÖKK Framhald af 1. síðu. laust um borð í hann. Helgi Flóventsson kom svo með skipsmennina sex að tölu til Kefla víkur um fjögur í dag. Á Gunn- faxa voru þessir menn: Sigurður Guðmundsson, skipstjóri, Reykja- vík; Sigurður Jónsson, stýriimaður Keflavík; Svanur Sigurðsson, 1. vélstj-, Keflavík; Skúli Bjarnason, 2. vélstjóri, Reykjavík; Viktor Þórðarson, matsveinn, Reykjavík, og Sverrir Baldursson, háseti Rvík. Eigandi Gunnfaxa er hlutafélag- ið Faxi í Keflavík. Páll Axelsson framkvæmdastj. Faxa tjáði blað- inu í dag að Gunnfaxi hefði verið eikarbátur, smíðaður í Svíþjóð ár ið 1946, 53 brúttólestir. Gunnfaxi hafði verið á linu, og afli heldur tregur, en var heldur farinn að skána núna í síðustu róðrunum. Faxi h.f. á annan bát, Freyfaxa, sem er gerður út frá Keflavi'-: núna á vertíðinni. Gunnfaxi var ekki einn hinna svokölluðu Sví- þjóðarbáta. brekkuna sem er austan við her stöðina, óg fór út af veginum þar sem vegurinn beygir til suðurs. Þarna er kröpp beygja, og bratti, og fór bíllinn fram af vegarbrún inni. Maðurinn og konan slösuð- ust bæði og voru flutt með sjúkra bíl í sjúkrahúsið á Akranesi. Bíll inn er mjög illa farinn, eftir útaf aksturinn. Gísli Búason hreppstjóri á Fer stiklu tjáði blaðinu í kvöld að þetta væri í fjórða eða fimmta sinn sem hann myndi eftir að orð ið hefði útafakstur þarna, og þetta væri í annað sinn sem slys yrðu á fólki. Gísli sagði að um það bil klukkustíma eftir að Opelinn hefði farið þarna útaf, hefði ann ar bíll farið út af á nákvæmlega sama stað. Sá bíll hefði aftur á móti ekki verið á eins mikilli ferð, hafnað á vegarbrúninni og íþrófftr Á Skotlandi vann Rangers Kil marnock með 2—0 og hefur þá fjögurra stiga forustu í deildinni. St. Mirren gerði jafntefli heima við Partick, 0—0. vegið þar salt. Hefði tekizt að ná bílnum upp á veginn þar.na með mannafla, sem að hefði komið. NORSKIR BÆNDUR Framhald af 16. stðu. hann átti. Vakti það hina mestu athygli. — Er áhugi fólksins á sýningunni mikill? — Hann virtist miklu meiri, en fyrirfram var talið. Áætlað var, að um 50 þús. gestir myndu koma á sýninguna, en í allt komu um 80.000. — Sástu eitthvað meira af Noregi í ferðinni? — Já, okkur var boðið að heimsækja tilraunabú ríkisins á smáeyjunni Edöy fyrir utan Kristjánssund og dvöldum við þar í nokkra daga. Má segja, að Norðmenn hafi borið okkur á höndum sér og gætt okkar, eins og við værum litli bróðir — sagði Hjörtur, sem taldi, að það gæti verið mjög lærdómsríkt fyrir íslenzka bændur að taka sér ferð á hendur til Noregs. JARÐSKJÁLFTAR INNBR0T KJ-Reykjavík, 16. marz Um síðustu helgi var brotizt inn í sumarbústað Hákons Bjarnason- ar skógræktarstjóra við Hvaleyrar vatn. Þar voru brotnar rúður og stolið ýmsum hlutum. Lögreglan í Hafnarfirði biður þá, sem varir hafa orðið við grunsamlegar mannaferðir þarna, að hafa sam band við sig hið fyrsta. Núna um helgina voru framin ein fjögur innbrot í Reykjavík, Tvö þeirra voru í sama húsi; annað hjá tré- smiðjunni Meið í Hallarmúla. Þar var stolið 3000 krónum í pening- um. Á hæðinni fyrir ofan Meið er fyrirtækið Snyrtivörur h.f. Þar var brotizt inn, rótað til í hill- um og brotin glös, en engu stolið. Þá var brotizt inn í verkfæraskúr Malbikunarstöðvar Reykjavíkur- borgar og stolið topplyklasam- stæðu. Loks var brotizt inn í kjall araíbúð að Barónsstíg 21 og stolið þaðan 2 þúsund krónum. PILTAR. EFÞlÐ EIGIÐ UNMUSTUNA ÞÁ Á ÉG HRING-ANA / .'fjjtei’rxr/ S U^----A Trúlofunarhringai Framhald af 1. síðu. við smákippi annað slagið, en bætti því við, að það væri aðeins vegna þess að athygli manna hefði verið vakin á þessu. Kippirnir hefðu verið það vægir, að menn hefðu ekki fundið þá, eða gert sér grein fyrir þeim, þar sem enginn á von jarðskjálfta á Vestfjörðum eða þar í kring. Þá höfum við haft spurnir af því, að vart hafi orðið við snörp- ustu kippina á Hólmavík, en þar gætir þeirra ekki verulega. Daufir kippir á ísafirði ísfirðingar hafa ekki fundið mik ið til jarðskjálftanna til þessa, en þó fundu þeir kippinn, sem varð um 8-leytið í gærkvöldi. Fréttarit- ari blaðsins á staðnum hafði í dag haft tal af nokkrum, sem kipps- ins urðu varir Voru það helzt þeir stm annaðhvort höfðu' legið út af, þegar hann varð eða setið í stólum eða þá staðið og hallað sér upp að veggjum. Aðrir urðu ekki var- ir við neitt. ísfirðingar eru létt- lynt fólk, og hlæja þar flestir að þessu enn, en þó varla þeir, sem fundið hafa kippina. Hvinur í Bolungarvík í Bolungarvík hefur jarðhrær- inganna ekki orðið vart nema hvað Ólafur Zakaríasson bóndi að Gili heyrði mikinn hvin seinni part dags í gær, og fylgdi honum nokk ur titringur. Annars hefur loft verið óvenju mistrað að undan- förnu, en Bolvíkingar hafa sett það í samband við loftryk, sem bor izt hefur úr öðrum löndum. T. d. um þetta má geta þess, að á föstu- dagskvöld hafði Halldór Ágúst Benediktsson vigtarmaður hreins- að allt hjá sér á vigtinni og strok ið úr gluggum, en er hann kom til vinnu á laugardag var komið lag í gluggakistur, og líktist það AÍnnn tiplzt ÖsklllaSÍ. fcrotv Fl.jó1 afgreiSsia Sendum gegn póst- GUÐM oC'RSTEINSSON gutlshuður BankastraHi 12 smMsimu Askriftarsimi 1-61-51 í?ósthólf l > 77 Reykjavík SmíSa mæli f dag byrjuðu þeir Guðmundur Pálmason og Sveinbjörn Björnsson hjá jarðhitadeild Raforkumála- skrifstofunnar að setja saman jarð skjálftamæli, sem síðan er ætlun- in að farið verði með vestur að Ármúla og komið þar fyrir, en ekki eru fyrirliggjandi mælar af þessari gerð, sem hægt væri að setja upp með stuttum fyrirvara. Guðmundur tjáði okkur í kvöld, að þeir hefðu byrjað að reyna að koma saman nothæfu áhaldi, sem síðan yrði hægt að mæla hræring- arnar með fyrir vestan. Mælirinn er settur saman úr stykkjum, sem fyrir hendi eru hjá jarðhitadeild, en deildin lætur gera mælingar af þessari tegund á sumrum, og á því viðeigandi hluta í mælinn, en nokkurn tíma tekur að setja þá saman. Væntanlega verður lokið við mælisgerðina á morgun og þá flog ið með hann vestur að Ármúla, og honum komið þar fyrir af kunn- áttumönnum. Flugu vestur Eftir að fréttir höfðu borizt hing að til Reykjavíkur á laugardag um jarðhræringarnar á Vestfjörðum tóku sig upp nokkrir fræðimenn, fréttamenn og náttúruskoðarar og flugu vestur að Ármúla. Veður var tiltölulega gott og var flogið vest- ur og yfir Ófeigsfjarðarheiði, kom ið suðaustan að Drangajökli og flogið austan við hájökulinn í sveig norður til Reykjarfjarðar. Litið var yfir jökulinn en hvergi sást nein misfella eða neitt það, sem gæti orsakað jarðskjálftana í Kaldalóni. Eftir að flugvélin hafði sveimað þarna yfir var hald ið niður í Kaldalón og lent á Mel- graseyrarodda. Ferðalangarnir stóðu við í 2 klukkutíma, en urðu einskis varir, hins vegar kom kippur stuttu eftir að vélin hóf sig til flugs aftur, og ef til vill fundust áhrif hans í vélinni, því töluverð hreyfing var á loftinu, sem vel getur orsakazt af jarð- skjálftanum. í HVÍTA HUsiwo Framhald af 16. slðu. tók þetta að sér, fór til Washing ton og var þar í einn dag í hvíta húsinu við að máta og lag færa kjóla á forsetafrúna, Mrs. Lyndon B. Johnson. Hún hafði þar tvær þernur sér til aðstoðar. Eftir að frú Hildur kom aftur til New York úr þessari för, fékk hún bréf frá einkaritara forseta frúarinnar, þar sem lýst var á- nægju með vinnu hennar. Hún fékk einnig bréf frá fyrirtækinu, sem framleiddi kjólana, þar sem þess var óskað að hún fari aftur 'í slíka sendiför, ef þörf gerist. íþréttif MIÐVIKUDAGUR 25. marz: Kl. 16,00 Stökk, allir flokkar. Stökk, norræn tvíkeppni strax á eftir. FIMMTUDAGUR 26. marz: Kl. 11,00 Messa í ísafjarðark. KI. 14,00 Svig kvenna og karla. Kl. 15,00 BoSganga. FÖSTUDAGUR 27. marz: Kl. 10,00 Skíðaþing. LAUGARDAGUR 28. marz: Kl. 13,00 30 km. ganga. Kl. 16,00 Stórsvig kvenna og karla. — Stórsvig unglinga. PÁSKADAGUR 29 marz: Kl. 15,00 Svig unglinga. Kl. 16,00 Flokkasvig. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á 90 ára afmæli mínu. Ingibjörg Sigurðardóttir frá Búðardal Ársæls Jónssonar, sem lézt að morgni 9. þ. m. fer fram miðvikudaginn 18. marz. At- höfnin hefst með bæn að heimili hins látna, Bakkakoti, Rangár- völlum, kl. 12 á hádegi. Jarðsett verður í Akurey. Bílferð verður frá B. S. í. kl. 9 árdegis. Ragnheiður Guðnadóttir. Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og hjálp við andlát og jarðarför mannsins míns og fósturföður, Sigurjóns Þórarinssonar Brekku. Guð blessi ykkur öll. Guðný Vilhjálmsdóttir, Stefán Jónasson. Bróðlr okkar, Steinar Guðmundsson frá Stykkishólmi, lézt f Landspítalanum laugardaginn 14. þ. m. Jarðarförin ákveðin síða r. Fyrir hönd okkar systkinanna. Kristján Guðmundsson. Ástkær eiginmaður minn, faðlr og stjúpfaðir, Valgeir Sigurðsson húsgagnasmiður, andaðist 14. marz í Borgarspítalanum. — Fyrir hönd vandamanna. Lovísa Pálsdóttir, Oddný Valgeirsdóttir, Sverrir Halldórsson, Ragnar Halldórsson, Ásta Halldórsdóttir. Innllegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vlnarhug við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar og fengdaföður. Kristjáns Kristjánssonar fyrrverandi bónda að Gásum við Eyjafjörð. Jakobína Svelnbjörnsdóífir, börn og fengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, Kristjáns Kjartanssonar Björnshúsi, Grimsstaðaholti. Fyrir hönd barna hins látna og annarra vandamanna. Sveinn Kristjánsson. T t M I N N, þriðjudaginn 17. marz 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.