Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriöi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson, Ritstjómarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f — Ræktun landsins í ályktun aðalfundar miSstjórnar Framsóknarflokks- ins var lögS megináherzla á fernt í landbúnaðarmálum: Að breyta framleiðsluráðslögunum svo að þau tryggi bændum réttmætan hlut í þjóðartekjunum. Að stórauka framlög og bæta lánskjör til ræktunar. Að auðvelda mönnum að reyna nýja búskaparhætti t. d. samvinnubúskap, nýja véltækni og aukna vinnuhagr æðingu. Að stórauka vísindalegar rannsóknir og tilraunir, svo sem jarðvegsrannsóknir, gróðurrannsóknir, áburð ar- og fóðurtilraunir og byggingarannsóknir. Nýlegar athuganir hafa leitt í ljós, svo sem kunnugum kom tæplega á óvart, að bændastéttin er lægst launaða stétt þjóðfélagsins. Þess vegna var eðlilegt, að fundurinn ályktaði um úrbætur til þess að veita bændum réttmæt- an hlut í þjóðartekjunum. Fundurinn gerði sér þó ljóst, að það mark næst ekki með hækkun verðlags einni, held- ur verður að hafa sama hátt á og flestar aðrar þjóðir, að auka tekjur bænda án mikillar hækkunar afurðaverðs, létta álögum af landbúnaði og auka þjóðfélagsstuðning við hann. Nú eru opinber framlög til ræktunar og uppbygging- ar í sveitum sáralítill hluti af kostnaði við þessar fram- kvæmdir. Er það sanngjarnt, að láta það vera hlutverk þeirra 30 þús. íbúa einna, sem í sveitum eru, að rækta landið, eða ber að líta svo á, að það sé þjóðfélagslegt verkefni, sem hin 150 þús. íbúanna eigi að taka þátt í? Við hljótum að líta svo á, að þetta sé þjóðfélagsverkefni, því að ef við ekki ræktum landið og nýtum það, er vafa- samt, hve lengi við getum haldið rétti okkar til landsins. Þess vegna er ræktunin líka sjálfstæðismál. En jafnframt ræktun og uppbyggingu verður að leit- ast við að auka afrakstur búanna, og til þess verður að leita nýrra leiða í búskap og búskaparformi, svo að rekst- ur verði hagkvæmari og léttari. En þekkingin er grund- völlur framfaranna í landbúnaðinum sem annars staðar og því þarf að veita stórauknu fjármagni til vísindalegra rannsókna í þágu fians, eins og bent er á í ályktuninni. Árangurinn, sem þegar er orðinn af þeirri viðleitni, bend- ir eindregið til þess, að þar sé að vænta mikils ávinnings. Sjónvarpsmálið Áskorun sextíu landsþekktra manna til Alþingis um að einangra sjónvarpsstöðina á Keflavíkurflugvelli við dvalarstöð hermannanna hefur að vonum vakið mikla athygli. í hópi þessara manpa eru margir, sem ógjarnan hafa afskipti af deilumálum. Slíkir menn láta ekki til sín heyra, nema þeir telji ríka ástæðu fyrir hendi. Áskorunin sýnir glöggt, að það var mikil skyssa, að ekki skyldi fylgt áfram hinu upphaflega leyfi, þ. e. að binda hermannasjónvarpið við herstöðina. Fátt getur fremur misboðið frjálshuga þjóð en að veita erlendum aðila eins konar einkaleyfi í landi hennar á helzta áróð- urstæki nútímans. Gegn slíku hlaut alltaf að rísa sterk andstaða, óháð flokkum, eins og komið er á daginn. Áskorun þessi sýnir enn betur en áður, hvílík höfuð- nauðsyn það er að hraða íslenzku sjónvarpi. Með því á að geta skapazt grundvöllur til þeirrar lausnar, sem allir geti unað við. Þúsundir manna hafa þegar keypt sjón- varpstæki og finnst það vitanlega hart, ef þau verða gagnslaus. Sjónvarpið er líka menningartæki, sem þjóð- in öll á að njóta, en ekki aðeins þéttbýlið við Faxaflóa. Veröur það Nixon eða Scranton? Sennilegt aö annarhvor þeirra verði forsetaefni republikana ÚRSLIT prófkjörsins í New Hampshire síðastliðinn þriðju- dag hafa að sjálfsögðu verið mikið rædd undanfarna daga, bæði ínnan og utan Bandaríkj- anna. Eins og kunnugt er, urðu þau þann veg, að Lodge sendi herra fékk flest atkvæði, en síðan komu þeir Goldwater og Rockefeller og Nixon og var ekki mikill munur á þeim þre- menningum. Yfirleitt er talið, að þessi úr slit séu svo mikill hnekkir fyr- ir þá Goldwater og Rockefeller, að þeir megi teljast úr leik. Þeir tveir voru opinberlega í framboði og lögðu á sig mikil ferðalög og fundahöld í sam- bandi við framboðið. Þó vilja sumir amerískir blaðamenn telja, að Rockefeller sé ekki alveg úr leik, ef honum tekst að sigra glæsilega í prófkjör- unum í Kaliforníu og Oregon, en þar reynir hann næst. Það myndi styrkja hann talsvert að nýju. Allir virðast hins vegar sammála um, að Goldwater sé úr leik. Þó bendir margt til, að hann muni í byrjun flokks- þingsins hafa fleiri yfirlýsta stuðningsmenn en einn fram- bjóðandi annar. Þetta stafar af því, að nær allir full- trúarnir úr suðurríkjunum munu styðja hann. Goldwater getur því komið til með að hafa aðstöðu til að ráða því hvert forsetaefni republikana verður. ÞAÐ þykir yfirleitt ekki lík- legt, að Lodge verði forseta- efni republikana, þótt hann sigraði í New Hampshire, án þeess að gefa nokkurn kost á sér. Sigur hans þar er talin stafa af því, að hann sé vin- sæll i Nýja-Englandi, en öllu lengra nái persónulegar vin- sældir hans ekki. Þá hafi marg ir kosið hann til að lýsa and- stöðu við Goldwater og Rocke feller. Sjálfur hefur Lodge enn ekki sagt neitt um það, hvort hann gefi kost á sér. Það þykir m.a. mæla gegn Lodge, að hann þótti standa sig slælega í kosningabarátt- unni 1960, en þá var hann vara forsetaefni republikana. Eink- N IX O N SCHRANTON um þótti það að honum, að hann væri latur og legði því ekki á sig eins mikil ferðalög og krafizt var af honum. T.d. er sagt, að hann hafi alltaf krafizt að mega leggja sig eft ir hádegismatinn! Hins vegar þótti hann góður ræðumaður og hafa virðulega persónu, þó náði hann aldrei verulegri hylli áheyrenda. EFTIR prófkjörið í New Hampshire eru tveir menn nefndir miklu meira eftir en áður sem hugsanleg forsetaefni republikana, það eru þeir Nix- on og Scranton, Nixon fékk öllu meira fylgi í New Hamps hire en búizt var við, þar sem hann var ekki í framboði og miklu minna var unnið fyrir hann en aðra þá, sem kosið var um. Það mun líka frekar hafa spillt fyrir honum, að hann var studdur af fyrrv. ríkisstjóra, sem var fallin í ónáð hjá republikönum, og hefði það verið talið óbeinn sigur hans, ef Nixon hefði feng ið mjög mikið fylgi, Yfirleitt telja amerísku blöðin, að Nix- on hafi fengið öllu meira fylgi en búizt var við. Það styrkir mjög aðstöðu Nixons, að hann er þekktasti leiðtogi republikana í Banda- ríkjunum næst eftir Eisen- bower Hann er jafnframt við- kenndur sem snjallastur bar- áttumaður þeirra. Sjálfur sagði Nixon nýlega á blaðamanna- fundi, að hann væri sá af leið togum republikana, er hefði mesta reynslu í kosningabar- áttu og myndi reynast reynast demokrötum harðastur and- stæðingur. Eftir að hafa sagt þptta tók hann svo fram, að hann væri ekki að sækjast eft- ir því að vera í framboði, en myndi þó gefa kost á sér, ef flokksþingið skoraði á hann. GEGN Nixon mælir það, að nann hefur fallið í forseta- kosningum og síðan fallið við ríkisstjórakjör í Kaliforníu, Af þeim ástæðum er ekki óeðli legt, þótt flokkurinn leiti fyrst eftir nýjum manni. Af þeim- sem taldir hafa verið koma til greina, stendur nú vart nema einn eftir af nýliðunum, en það er Scranton ríkisstjóri í Pennsylvaníu. Hann er tiltölu lega ungur maður, hefur reynzt vel sem frambjóðandi í kosn ingum og staðið sig óaðfinnan lega sem ríkisstjóri. Honum hefur jafnframt tekizt að þræða þannig milli hægri og vinstri í flokknum, að hann hefur ekki aflað sér neinna andstæðinga og því ætti betra samkomulag að geta tekizt um framboð hans en flestra ann arra. Það mælir hins vegar á móti honum, að hann er lítið þekktur og það hefur að sjálf— sögðu mikið að segja. Scranton lýsir stöðugt yfir því að hann vilji ekki vera í fram boði. Fylgismenn hans gæta þess mjög að tefla honum hvergi fram í prófkjöri og er það gert til að angra ekki neinn hinna keppinautanna. Scranton stefnir þannig að því að bíða til seinustu stundar og koma þá sem hinn frelsandi engill, er allir sameinist um! EINS og áður segir, getur Goldwater ráðið miklu á flokks þingi republikana, þótt sjálfur verði hann úr leik. Hann hef ur ekki sagt neitt endanlega um álit sitt á Scranton og Nixon, en fleiri telja þó, að hann muni heldur styðja Nix on, ef hann ætti' að velja á milli hans og Scrantons. Slík afstaða Goldwaters gæti vel ráðið úrslitum, því að þótt vinstri armur repiiblikana kysi Scranton heldur, myndi hann sennilega sætta sig við Nixon, ef það tryggði betra samkonra- lag í flokknum. Það er haft eftir Goldwater, að Nixon hafi að vísu tapað seinustu kosningum, en þó sé kannske rétt að gefa þeim manni tækifæri að nýju, er hafi ekki tapað með nema um 100 þús. atkvæða mun á móti jafnsnjöllum keppinaut og Kennedy. — Þannig munu á- reiðanlega margir hugsa. Nix- on getur því haft sterka að- stöðu á flokksþinginu og fylgis menn Scrantons þurfa því að halda vel á málum, ef þeir ætla að tryggja framboð hans. En sennilegt er, að lokaátökin standi á milli þeirra tveggja. Sú virðist a. m. k. spá manna vestra í dag. Þ.í». T í M I 'N N, þriðiudaginn 17. marz 1964. i—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.