Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 9
leiðsla er samkeppnisfærust, og í öðru lagi hvað mikið við getum aukið þá framleiðslu, og jafnfratnt staðizt samkeppnina. Er vogandi að treysta eingöngu á sjávarútveg og iðnað sjávarafurða? Það er valt af tveimur orsökum, sem báðar má rekja til þess, að fiskveiðar eru rányrkja en ekki ræktun. En þær eru, að veiðar verða alltaf happ drætti, það verða alltaf sveiflur í afla, og hin er sú. að miðin eru ekki ótæmandi, langt því frá. Það er t. d. álit fiskifræðinga, að þorsk-, ýsu- og flatfiskastofninn •þoli ekki miklu meiri veiði. Sum ir halda því fram, að svo sé um síldina líka, en alla vega er hún duttlungasömust allra fiska. Auð vitað getum við lengi aukið verð mæti fisksins með betri úr- vinnslu, en við verðum alltaf háð ir sveiflum í hráefnum og er þá ckki betra að eiga tryggari bak- hjarl, þó að hann gefi ekki jaín mikil uppgrip á stundum. Hvað viðkémur iðnaði til út- flutnings, þá eigum við mjög lítið af hráefnum nema landbúnaðar og sjávarafurðum. Erlendur iðnað ur hefur því alltaf visst forskot. fram yfir þann íslenzkan iðnað, sem byggir á innfluttum hráefn- um. Landið hefur gnægð af orku, en það kostar mjög mikið fjár- magn að beizla hana og orkufrek ur iðnaður er einnig mjög f járfrek ur í stofnun, miðað við þá atvinnu. sem hann veitir. Nema því aðeins, að hann sé nýttur til áframhald andi vinnslu innanlands. Dæmi um þetta: Eitt það hagkvæmasta, sem við getum gert er t. d. köfnun aráburðarframleiðsla, sem er orku frek. Við eigum að geta fengið ork una ódýra hér, og þar með fram leitt mjög ódýran áburð. Ódýr á- burður er grundvöllur ódýrrar ræktunar, til uppgræðslu sandc, áburðar á uppþurrkaðar mýrar, gróðurbóta á móum auk fullrækt unar. Þannig má auka geysilega beitarþol iandsins á óaýran hátl. Þetta ódýra gras nýtir sauðfé eða holdanaut bezt og gefur þá hrí- efni til fjölbreytts iðnaðar úr ull og gærum, auk kjöts, sem ábyggi- lega yrði boðlegt til útflutnings. Þarna væri búið vel að sínu, sköpuð margföld atvinna og verð mæti miðað við það, sem fengist með einföldum efnaiðnaði til út- flutnings. Framtíð iðnaðarins byggist veru lega á slíku samstarfi við grund- vallarframleiðsluna, fiskveiðar og landbúnað í landinu- Taka verður með í reikninginn, að það getur verið þjóðhagslega séð rétt að framleiða vörur til út flutnings, þó að allmikill munur sé á því verði, sem fæst fyrír vörurnar erlendis, og á innanlands markaði- Þetta verður sú þjóð sérstaklega að athuga, sem stöð- ugt býr við skort á erlendum gjald eyri. Ef mönnum þykir þessi munur óeðlilega mikill, verður fyrst að benda á annað, sem þjóðfélaginu er arðvænlegra, að þeir menn geri, sem taka á frá þessari framleiðslu og það verður að • taka með reikninginn, hvað sú breyting ko.st ar og finna færar leiðir til að framkvæma hana. Annars virðist mönnum hætta mikið til þess að líta svo á, að niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum séu styrkir til bænda, en auðvitað er verið að greiða vörurnar niður til þess að allir sem neyta þeirra fái þær sem ódýrastar. Það er mikið at- riði til að jafna lífskjörin, svo að allir geti veitt sér að neyta nokk urn veginn sömu fæðu. Búvörurnar eru svo snar þáttur í daglegum útgjöldum, að allar stjórnir vilja mikið til þess vinna að verðið á þeim haldist lágt Iíaupkröfur miðast alltaf við það, hve vel menn geta lifað af kaup- inu, lágt verð á búvörum veldur því t. d., að verkafólk í iðnaði gerir sig ánægt með lægra kaup, það gerir svo iðnað landanna sam keppnisfærari við iðnað annarra landa. En þetta kemur meira og minna niður á landbúnaðinum, nema að því betri skilningur stjórnarvalda og almennings komi til. Stofnfram lög og lán til uppbyggingar eru oft talin eftir, en með þeim er þó verið að leggja gull í lófa framtiðarinnar og leggja stein I traustan grunn að farsælu þjóð- félagi. G. Bj. hefur haldið því frain, að búskapur hér væri á eftir með Jónas Jónsson framfarir og framleiðsluaukningu Einnig hefur hann býsnast yfir þeim styrk, sem bændur njóta, og sagði t. d. á Lídófundinum (tek ið hér upp eftir útdrætti í Mbl.j. eftir að hann er upp á eigin spýt- ur búinn að reikna út að árið 1970 verði að greiða 700 milljónir í útflutningsuppbætur. „Komi þeir nú hér, sem vilja segja mér hverra hagsmunum þessi vitleysa þjóni, og einnig væri gott fyrir alla þjó'3 ina að fá upplýsingar um livað mikið af afturkræfum og óaftur- kræfum lánum á að fara í fyrir- tækið.“ Það er auðvelt að benda G. Bj. á hvað mikið af framkvæmd um bænda síðasta áratugs var kostað af afturkræfum eða óaftur- kræfum lánum, en þar á hann væntanlega við beint framlag rík isins til uppbyggingarinnar. Þær tölur er að finna í Árbók landbún aðarins 1961, 3ja hefti. Taflan sýn ir heildarkostnaðinn við fram- kvæmdir í landbúnaðinum, hverr, Ig hánn skiptist í krónum hundraðshlutum. og 1951—1960 % af heildinni Framlag landnáms- ins 50,8 millj. 2,70 Ríkisframl. 2. kafla jarðvegslaganna 100,9 millj. 5,35 Ríkisframl. til vélgr. skurða 74,5 millj. 3,95 Framlag bænda 1.657,7 millj. 88,00 Samt 1.883,9 millj 100.00 Bændur bera þarna 88% af kostaðinum sjálfir, en ekki eru til tölur yfir allt það, sem þeir hafa fengið lánað til að bera hann. En skuldir bænda, sem mestu máii skipta, við Byggingar- og ræktunar sjóð, hafa aukizt á timabilinu uvn aðeins 19% af heildarkostnaðinum Svo að bændur hafa sjálfir borið ca 69% af öllum framkvæmda- kostnaðinum án fastra lána. Ef meta á hvernig íslenzkur land búnaður stendur sig i samkeppni við landbúnað annarra þjóða, og hvort hann er mikill eftirbátur þeirra, er ekki úr vegi að sjá hvort þar hefur dregið sundur eða sam an á undanförnum árum. Það gef ur líka hugmynd um þróunarmögu leikana í framtíðinni. Hér fer á eftir yfirlit yfir fram- leiðsluaukningu á landbúnaðarvör um á Norðurlöndum frá 1950 til síðustu ára. Tölurnar eru vísitölur, og er árið 1950 með grundvallartöluna 100. Tölurnar eru teknar eftir Nord- isk Jardbruksökonomisk Tidskrift. A. Heildarframleiðsla búvara. Land Ár: 1950/51 1960/61 1962/63 Ingvar Gíslason svarar Morgunblaðinu: Tennessee blaða- mennska á 20. öld Danmörk 100 131 136 Finnland 100 119 115 ísland 100 155 160 Noregur 100 126 130 Svíþjóð : ,100 97 10 Fólki, sem vinnur að framleðisl- unni, hefur fækkað á þessu tíma- bili á öllum löndunum. Og séð út frá því, má reikna hvernig frain leiðsluafköstin á hvern mann, sem vinnur að framleiðslunni hafu breytzt á tímabilinu, og fer það hér á eftir. Tölurnar eru líka hlut fallstölur og árið 1950/51 er jafr.t og hundrað. Framhald á 13. síðu. Mark Twain ritaði fræga sögu, sem hann nefndi „Blaðamennska í Tennessee“. Ég ætla ekki að rekja efni sögunnar, það er al- kunnugt, en Tennessee-blaða- mennska er m. a. fólgin i útúr- snúningum og vísvitandi mistúlk- unum o. s. frv. Blaðamennska af þessu tagi var fyrrum algeng um allan heim, en mjög hefur úr henni dregið, a. m. k. hjá þeim blöðum, sem láta sér annt um heiður slnn. Tennessee- blaðamennskan er kannske einna lífseigust á fslandi, og fá blöð halda merki hennar hærra á loft en einmitt stærsta og útbreidd- asta blað landsins, Morgunblaðið. Eitt nýjasta dæmið um Tenn- essec-blaðamennsku Morgunblaðs- ins er að finna f forystugrein þess i dag (13. 3.) undir fyrirsögn- innl: Kenning Ingvars Gíslasonar. Samkvæmt frásögn Mbl. er það „kenning“ Ingvars Gíslasonar og pólitískur boðskapur að „við (fs- lendingar) ættum ekki að skuld- binda okkur í neinu alþjóðasam- starfi. Við ættum ekki að undir- rita neina alþjóðlega samninga" o. s. frv. Svo mörg eru þau orð . . . Að sjálfsögðu er þessi frásögn Mbl. og túlkun á skoðunum mín- um helber ósannindi og alger fölsun frá upphafi til enda. Ég hef vitaskuld aldrei sett fram þá skoðun, að íslendingar ættu ekki að taka neinn þátt í alþjóðlegri samvinnu né undirrita neina al- þjóðasamninga. Ég hef margstutt slíkar aðgerðir innan þings og utan, ýmist með atkvæði mínu eða öðrum yfirlýstum stuðningl. Hitt er annað mál, að ég hef verið ákveðinn andstæðingur margra þeirra samninga, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert eða hugsað sér að gera. Þannig var ég á móti landhelgissamningnum 1961 og beinlínis fyrirleit makk ríkisstjórn arlnnar í efnahagsbandalagsmál- inu. Ég hef sagt skoðun mína á þeim málum í ræðu og riti oftar Öperutónkikar Ríkisútvarpið, og sinfóníu- hljómsveitin brugðu sinni venju nokkuð, og efndu til óperutónleika með svokallaðri léttri músik. Er ekki nema gott eitt um slíka tilbreytni að segja því að vitað er að alltaf er stór hópur manna, sem fagnar slíku efnisvaii, sem þarna var um að ræða. ef dæma skal eftir sókn og undirtektum. Þá er og sú hlið málsins, aö þarna gefst söngvurum gott tækifæri til að láta til sín taka því vitanlega eru - alltakmark- aðir möguleikar,til að viðhalda opinberu tónleikahaldi fyrir þann hóp söngvara sem meira og minna hafa lagt þá list- grein fyrir sig. Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Poinnsias 0‘Du- inn, flutti þarna ýmsa létta óperu og ballettmúsík. Inn- gangurinn að Leðurblökufor- leiknum eftir Strauss, var nokkuð losaralegur, og sá létti Vínar-blær sem allt snýst nú um í þessu verki, lét sig vanta. Faust-ballettmúsíkin eftlr Gounod sem megnar naumast að halda eyrum hlustenda opn- um, var ágætlega flutt, og sérstaklega síðasti þátturinn. Samfelldasta atriðið á efnis- skránni voru þættir úr Rigol- etto eftir Verdi, fluttir af þeim Sigurveigu Hjaltested, Eygló Viktorsdóttur Guðmundi Gu3 jónssyni og Guðmundi Jóns- syni, sem söng Rigoletto, og hefur enn þau sömu og öruggu tök á hlutverkinu og þegar hann fór með það í óperunni á sínum tima. Rödd hans er voldug og þróttmikil enda fyllir ' hann upp í hvern minnsta afkima með sínum personulegu tökum á efninu. Þess utan söng hann aríu Fig- aros úr Rakaranum í Sevilla, þess útsmogna skálks, mjög skemmtilega. Eygló Viktorsdóttir fór með hlutverk Gildu og er hún mjög vaxandi sem söngkona enda hefur rödd hennar sem er hár sópran, öðlazt greinilegt öryggi á háu tónunum, og nýt- ist því röddin betur en áður. Þá var dúett þeirra Rigolettos og Gildu í „Mio padre“ mjög fallegur. Sigurveig Hjaltested hafði á hendi hlutverk Giovönnu og söng þar að auki „Voi lo sapete“ úr Cavalleria Rusti- cana sem hún túlkaði af smekkvísi og öryggi. Rödd hennar hefur einnig stækkað og þroskazt, og var ánægju- legt að heyra hve gott vald hún hefur nú orðið yfir flest- um blæbrigðum raddarinnar. Guðmundur Guðjónsson fór með hlutverk greifans og gerði það prýðilega, og með því öryggi sem honum er eiginlegt þótt merkja megi nú örlítið slit á röddinni þegar á reynir. Proinnsias 0‘Duinn fórst stjórn hljómsveitarinnar ágæt- lega úr hendi og voru móttök- ur áheyrenda mjög góðar. Unnur Arnórsdóttir. J en einu sinni, og vona ég, að eng- inn sé í vafa um það, hver afstaða mín er til þeirra. Þegar landhelgissamningurinn var til umræðu í febrúar og marz 1961, tók ég dálítinn þátt í um- ræðum. Ég talaði um málið á AI- þingl og ritaði tvær eða þrjár stuttar greinar um það í Tímann. Niðurstaðan í málflutningi mín- um var sú, að fyrirhugaður land- helgissamningur væri óviðunandi fyrir íslendinga, fyrst og fremst vegna ákvæðanna um málsskot til alþjóðadómsstóls og tilkynningar- skyldu gagnvart Bretum. Hinu neitaðl ég ekki, að e. t. v. mætti finna einhver hagstæð ákvæði i samningnum, t. d. um breyttar grunnlinur á vissum stöðum, og eins lét ég það í ljós sem persónu legt álit mitt, að þriggja ára und- anþágan þyrfti ekki endilega að teljast ágalli, ef full trýgging væri sett fyrir því, að Bretar stæðu við það ákvæðl, þegar á reyndi. Ég gekk meira að segja svo langt í þingræðu að lýsa yfir þeirri skoðun minni, að ég teldi það ekki goðgá að semja við Breta um þriggja ára biðtíma, ef þeir á hinn bóginn viðurkenndu útfærslu flskveiðimarkanna 1958 og játuðu rétt okkar til frekari útfærslu í samræmi við lögin um vísindalega friðun fiskimiða land- grunnsins. Hvað þetta atriði snerti, var þó aðeins um vanga- veltur að ræða um hugsanlega möguleika. Málið bar í reynd aldrei að með þeim hætti, að nokkurt vit væri í að semja við Breta. Að mínu áliti bar því allt að sama brunni: Alþingi átti að hafna landhelgissamningunum við Breta. Þó að Morgunblaðið reyni nú að snúa út úr einni grein mlnni um landhelgismálið og alhæfa orð, sem áttu við sérstætt, af- markað tilvik, þá mun hver sá, sem hirðir um að lesa greinina (Tíminn 3. marz 1961, bls. 8) sjá og skilja, að ég var að þessu sinni einvörðungu að leggja á móti land helglssamningum við Breta og það, sem meira var, ég var eigin- lega að ávarpa heiðarlega og grandvara alþingismenn úr stjórn- arflokkunum, benda þeim á ann- markana og biðja þá að láta nú ekki blekkjast af áróðri ráðherr- anna og Morgunblaðsins, því að ella væru þeir að heimila ríkis- stjórninni að gera óþurftarsamn- ing — semja af sér. (Alllr vita, hvaða áhrif þessi fróma viðleitni mín hafði!) Sem sagt, nú á ég það undir heiðarleik ritstjórnar Mbl., hvort hún lætjir af þessum bannsetta ósið að snúa út úr orðum mínum og gera mér (og öðrum) upp fáránlegar skoðanir að hætti sið- lítilla ritstjóra í Tennessee á öld- innl sem leið. Að því er ég bezt veit, eru ritstjórar Mbl. að sönnu hvorki verri né betri en aðrir menn, en hins vegar þekki ég eðli Tennessee-blaðamennskunnar nógu vel til þess, að ég geri mér engar gyllivonir. Ég geri alveg eins ráð fyrir því, að í fyllingu tímans, eða þegar sá gálllnn er á þeim hjá Mogganum, þá verði enn einu sinni hægt að lesa þann „sannleika" i Morgunblaðinu og e. t. v. einhverju fylgitungli þess, að Ingvar Gíslason haldi stíft fram þeirri kenningu, að íslend- ingar eigi aldrei að gera alþjóð- lega samnlnga né ástunda milli- ríkjasamvlnnu af nokkru tagi! En trúi því hver sem vill. 13. marz 1964. T ( M I N N, þriðjudaginn 17. marz 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.