Tíminn - 20.03.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 20.03.1964, Qupperneq 7
Þórarinn Haraldsson, bóndi í Laufási í Kelduhverfi var staddur í Reykjavík fyrir nokkruni dögum, og er tíðindamaður blaðsins hitti hann að máli, greip hann tækifær ið að spyrja hann tíSinda úr sveif hans og rabba við hann um mál dags og vegar, en Þórarinn er í senn afar glöggur maður og á- hugamikill um mál lands og þjóðar og fer ekki ætíð alfaraleiðir. — Hvað hefur þú að segja um veðurfarið hjá ykkur í vetur, Þór arinn? — Við búum víst við svipað veð urfar og aðrar byggðir landsins á þessum blessuðum vetri — ein- munablíðu. Samt kom nokkuð harð ur kafli fyrir og um jólin, jafnvel svo að vegir tepptust nokkra daga, annars lengst af verið bílfært um allar jarðir eins og á hásumri væri. — Þá hefur líklega verið fjör ( félagslífinu hjá ykbur? — Já, við höfum hjónaböll, svo að eitthvað sé nefnt- Það eru fjöl- mennar og miklar samkomur, því að þá er fólki boðið úr nágranna sveitum. Einnig eru haldnir bænda fundir, konur stofna „klúbba“, fjöl tnenna eða fámenna eftir byggðar lögum. Svo eru spilakvöld, leikir — Jú, fútt er án annmarka. í kjölfar góðra listamanna fara hóp ar alls konar fólks um landið, kallar sig fallegum og fínum nöfnum og lætur í það skína, að það hafi góða list að flytja, en þegar að er gáð, hefur það upp á lítið nýtilegt að bjóða, þótt blöð o.g útvarp hafi hælt þessu af þ^kkingarleysi, og það verður til þess, að fólk úti á landi glæpist t.il þess að sækja þessar fagurlega auglýstu skemmtanir en situr svo eftir með sárt enni vonsvikið jg með léttari pyngju. Fyrir þessati aðsókn er fólkið úti á landi mjög varnarlaust. Það hefúr ekki skil- yrði til þess að velja á milli góðs cg ills að óreyndu. Þessir flokí- ar auglýsa sig í blöðum í Reykja vík, áður en þeir leggja af stað, láta mikið af ágæti þess, sem þeír hafi að bjóða, og blöðin flytja hólið gagnrýnislaust. Eftir þessu á svo fólkið úti um land að velja og hafna. Þarna tel ég, að blöð og raunar útvarp líka, bregðist mjög skyldu sinni við lesendur og hlust endur. í Reykjavík er fólk ekki eins varnarlaust gegn þessu fram 1 boði. Þar þekkir það betur til I þeirra, sem bjóða sig fram, og Verðum byggingu o.g starfrækslu félags- heimilanna. Þær safna drjúgum fé til bygginganna á hógværan og ósérplæginn hátt en þó af kappi. Þær sjá um veitingar og halda öllu hreinu innan húss og gera þar vist legt og heimilislegt Við eigum þeim mikið að þakka. En einn Ijóð ut er á ráði þeirra, blessaðra. 4 sama tíma og þær eru að fegra allt og bæta í húsinu, dansa þær og ganga um öll gólf á oddmjóum stálnaglahælum, sem yrja og tæta upp hörðustu gólf á skömm um tíma og valda miklu tjóni. Já, konan hefur lengi verið óútreiko anleg. — En eigum við ekki að víkja frá skemmtanalífinu að alvarlegri málum? , — Jú, við getum það, en finnst þér þetta skemmtanalíf, sem ég hef verið að tala um, ekki vera nógu mikið alvörumál? — Jú, en ekki lifa menn á því, jafnvel þó að það væri allt saman til sannrar fyrirmyndar. Hvað um búskapinn í grennd við þig? — Ja, nú orðið er ekki talið unnt að lýsa búskapnum nema í einhverjum tölum, og ég hef eng ar tölur á tungunni. En ég get ÞÓRARINN HARALDSSON cg umræðufundir. Við erum sem betur fer ekld dauð úr öllum æð- um. — En fyrst við erum að tala nm félagsltfið, Þórarinn — hvað seg- irðu um gildi félagsheimilanna fyr ir sveitirnar og rekstur þeirra? — Með félagsheimilunum ræt- ist hugsjón, sem lengi hefur búið með okkur — hugsjón, sem öll ung irennafélög settu á stefnuskrá sína fremst allra mála — að eign ast þak yfir höfuðið. Fyrst voru samkomuhús byggð af vanefnum, cg menn fundu til þrengsla stakks ins og ólu draum um stærri og betri húsakynni. Sá draumur hefur nú allvíða rætzt, og byggingarnar siálfar fara langt fram úr öllum vonum að stærð og glæsibrag, þar sem myndarlega hefur verið á haldið. Við Keldhverfingar eigurn stórt og gott félagsheknili — Skúlagarð — og okkur er annt um hann. Okkur er meira að segja sárt um hann, og við bindum nokk urn metnað við hann og það starf, sem þar fer fram, og þar hefur margt gerzt, sem menningarauki og heilbrigð ánægja er að. En f rekstri félagsheimilanna í land- inu almennt — og vafalaust hjá okkur líka, er auðvitað ýmislegt, sem betur mætti fara' og örðugt er að ráða við. Margar skernmtan- ir, sem þar eru um hönd hafðar, stefna alls ekki að því marki, sem sett var, og sumt hnígur þar í öf- uga átt, s. s. drykkjuskapur o. fl. og fer svo oft, að ekki verður á a!lt kosið. En það er vert að muna, að félagsheimilin hafa gert okkur I dreifbýlinu mögulegt að sjá og heyra margháttaða list, sem við hefðum farið á mis við, ef' við hefðum ekki átt þetta góða þak yfir höfuð listamannar.na — En flýtur ekki eitthvað með því sem síður skyldi? þar eiga sér stað meiri umræður um það, sem í vændum er að sýna opinberlega, svo að fólk getur átt af sig betur á þessu áður. Eg legg til, að blöðin bæti hér um og veiti lesendum sínum þá þjónustu að segja af nokkurri gagnrýni og réttsýni kost og löst á því, sem fiokkar þessir eru að fara með út á land og biðja blöðin að aug- lysa. Það er ekki aðeins, að fólk verð uí að una vonbrigðunum, þegar því hafa verið gefnir steinar fyrir brauð. Það kostar meira að sækja skemmtanir í dreifbýlinu en i Reykjavík og því tilfinnanlegra að fara erindisleysu eða verra r-n Það. Þar eru líka færri tækifær- in, sem bjóðast til þess að sjá og heyra góða list. Þess vegna finnst mér alls ekki fráleitt, að einhverri stofnun væri jafnvel fal ið það að hafa einhverja gát á því, að svona lélegar skemmtanir f!æði ekki yfir landið oft og ein- att undir fölsku flaggi. Eg met mikils þá viðleitni, sem orðið hefur vart af opinberri hálfu, svo sem Menntamálaráði og utvarpi, til þess að flytja list um landið, og vildi þiggja miklu meira af því tagi. En þetta verk- svið mætti stækka og blanda bet- cr satnan alvöru og góðu gamni, því að gamanið og listin eiga oft ágæta samleið, þó að hins vegar vilji oft fara svo, að þau villist hvort frá öðru, og það sé ein- mitt eitt hið mikilvægasta í fé- lagslífi fólks að láta þetta tvennt eiga samleið. Ef ríkari áherzla væri á þetta lögð, held ég að betri árangur mundi nást. En ég get ekki stillt mig um það i þessu sambandi, sagði Þórarinn, að minnast á blessaðai konurnar, j því að sannleikurinn er sá, að ' hlutur kvenfélaganna er stór og 1 einn allra bezti þátturinn bæði í svo sem getið þess, þó að það þyki vafalaust ekki miklar frétt- ir, að tveir bændur hætta bú- skap í Kelduhverfi í vor og litlar j líkur eru til, að jarðirnar byggist j aftur, og nokkrir munu þeir bænd ur vera í minni sveit, sem mundu hætta búskap, ef þeir gætu selt jarðir sínar fyrir viðunandi verð, og á þessu sérðu, að þeir hyggja meiri auð í annars garði, og svo illa hefur tekizt til, að þeir hafa ástæðu til þess. Ef til vill væri ekki um að sakast, þótt ein og ein jörð færi í eyði, ef búskapur ínn almennt stæði föstum fótum, rg byggðarlagið í heild minnkaði ekki, en þessi skipulagslausi flótti og sífellda fækkun á skákinni er lítt þolandi. — Hvað telur þú helzt til ráða svo komið verði við skipulegu við námi? — Auðvitað verður ekki hjá því komizt, að sumar jarðir falli úr byggð, en mín skoðun er sú að gaumgæfilega athugun verði og eigi að gera á því, hvaða jarðir það eru með hliðsjón af afstöðu og búskaparháttum framtíðarinn- ar og þjóðhagslegu sjónarmiði, j sem eigi fara í eyði, og hvaða; jarðir og svæði í hverju byggðar lagi svara betur kröfum tímans. j Byggðaþróunina og framfarir á j s'ðan að móta í samræmi við það. j — En' er ekki harkalegt að dæma með þeim hætti jarðir nianna úr byggð? — Jú, en er ekki líka harka- legt að dæma fólk til þess að búa á þessum jörðum og eyða ævinni i sköpun verðmæta, þar sem þau verða þvi að mjög takmörkuðu efnalegu gagni og verða ekki við kröfum framtíðarinnar vegna stað setningarinnar? — En afkoma bænda almennt þessi árin? — Hún er I stuttu máli sú, að þeir halda ekki við. Þeir hafa í sig og á, en búskapurinn veitir þeim ekkert afgangsfé til uppbygg ingar, og það fé virðist torfengið annars staðar. Þess vegna verður nú kyrrstaða í búskapnum, og sú kyrrstaða er afturför og má ekki vara lengi. Enginn vafi er á því, af, bændur fá of lítið fyrir afurð ír sínar, en þetta verður þó ekki leiðrétt með verðlaginu einu. Eg álít, að veita eigi vaxtalaus lán þeim bændum, sem hafa langt neð an við meðaltekjur af búrekstri sínum og einnig þeim, sem eru að byrja búskap við lítil efni. Og landbúnaðinum á líka að veita meiri hjálp, t. d. í fræðslustarf- seminni, sem brýn nauðsyn er að auka að miklum mun, og ættu t. d. laun ráðunauta að greiðast af almannafé. En þessir eftirgefna vextir af lánunum, sem ég nefndi áðan, eiga eingöngu að koma neyt endum landbúnaðarvara til góða. þ e. að vextimir séu ekki látnir hækka verðlagið. Mjög skortir á. að svo sé um búið við verðlagn ingu landbúnaðarvara, að gagn kvæmur skilningur geti ríkt milli neytenda og bænda, þannig að þeir finni, að beir eru að vinna saman að sama marki en séu ektri stríðandi aðilar. Annars er allur útreikningur á verðlagsgrundvelli landbúnaðar- vara með þeim hætti nú, að bænd ui gætu haft sömu tekjur og átt náðugri daga, ef þeir minnkuðu búin, þar sem þeir eiga lögum samkvæmt að hafa sama kaup og aðrar vinnustéttir. Það er víst að- eins fyrir samtakaleysi okkar bænda eða eitthvað þess háttar, að við skulum ekki hafa farið þessa leið og tryggt okkur með því beztu fáanleg kjör eins og aðrar stéttir. En bændur eru víst ekki í þessu efni eins séðir og stéttarlega þrosk aðir eins og það er kallað. Þegar meðalbústærðin vex og gerir framleiðslu á þeim hagkvæm ari, verður það á kostnað litlu bú anna, því að framleiðsluaukning hefur aldrei komið bændum til góða. Svona er þetta. — Hvað um einyrkjabúskapinn cða jafnvel fjölþættan einyrkjabú skap, eins og sumir telja nokkra lausn á vandanum? — Eg er á móti einyrkjabúskap, líka í þeirri mynd. Við hinir eldri erum þeim kjörum að vísu vanari og þolum þau betur, en æskunni þýðir ekki að bjóða þann langa vinnudag, ófrelsi og fásinni, sem honum fylgir. Ef við gerum það, leggur unga fólkið ekki út í bú skap, eða gefst fljótlega upp, hafi það byrjað, og er það síðara bó miklu verra. Eg teldi það bjamar greiða við íslenzkan búskap að fara inn á þá braut. En síðast en ekki sízt verðum við að efla f’-æðslu- og leiðbeiningarstarflð í landbúnaðinum. Góður búskapur nú á tímum getur ekki byggzt á öðru en tnikilli sérþekkingu. — En hvað scgirðu um sam- vinnubúskap sem úrræði? — Samvinnubúskapur er vafa- laust mjög æskilegur, þar sem unnt er að koma honum við, en allt er undir því komið, að fólk geti unnið saman í svo nánu fé- lagi. Og þá vaknar spumingin: Verður hægt að finna og laða til snmstarfs þá eina, sem saman eiga og geta starfað saman, og á form ið almennt nógu vel við íslenzkt skaplyndi? En það er að minnsta kosti mjög æskilegt að stuðla að þvi, að fjölskyldur stundi sam- vinnubúskap saman, og það hlýtur að teljast svo mikilvæg og æski- leg leið, að þjóðfélagið ætti að veita því sérstakan stuðning. — Hafið þið góðar afurðir þessi árin, t. d. góðan fallþunga dilka í ykkar miklu sauðfjársveit? — Því miður er þá sögu að segja, að fallþungi dilka virðist hafa farið jafnt og þétt minnkandi hin síðustu ár, og það svo mikið og samfellt, að varla er hægt um að kenna ársveiflum einum um þsð. Við höfum leitað til rannsókn arstöðvarinnar á Kelduim með spurningu um orsakir, en ekki fengið alhlít svör. En margt bend i> til þess, bæði af okkar athugun um og rannsóknum annarra, að um einhvers konar efnavöntun í fóður sé að ræða. f þvi efni fer ekki hjá því, að illur grunur falli á kjarnann, tilbúna áburðinn is- lenzka, og menn spyrja: Er hann ekki of einhæfur áburður til svo mikillar notkunar árum saman? Húsdýraáburðurinn fer í flögin- Komstærðin hefur verið óheppi- leg. Áburðurinn brennir túnin þegar borið er á í vætu. Bruninn sést í hjólförum ábnrðardreifar- ans, ef blautt er á grasi og ekki ei ætíð unnt að bíða eftir réttu veðurlagi til þess að koma í veg fyrir bruna, sem getur varað svo öögum og yikum skiptir. Sumarið er stutt, og má ekki stytta sprettu- tímann. Áburðurinn tærir mál.m véla ótrúlega fljótt, og ef hann fýkur á girðingar, eyðileggst málrr. húðunin á vírnum gersamlega. — En hefur breytingu á kora stærð ekki verið heitið í vor? — Jú, en því hefur verið lofað fyrr. Eg geri ráð fyrir þvf, að einhver efni vanti í jarðveginn, en engar rannsóknir hafa enn svarað spurningum um það- Áburðarverk smiðjan og opinberar vísindastofn anir landbúnaðarins þyrftu að gera ýtarlegar tilraunir með þetta. Það er ekki fært að vita ekki nokk urn veginn um það, hver sambúð kjarnans við moldir.a er, og vera ef til vill á hraðri leið i mik'.a hættu. Eg tel Áburðarverksmiði- una hæpinn grei'da við landbún (Framhald ú sfðu) T í M I N N, föstudagur 20. marz 19í4. — t

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.