Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 20
Jarðhræringarnar
verða æ dularfyllri
Skógareldurinn
eyddi heil hverfi
MIKLIR skógareldar geisuðu í
stóru svæðl umhverfis Los Ang-
eles I Californlu fyrr I vikunni
og eyðilögðust rúmlega 50.009
hektarar af kjarrskógl áður en
slökkvillðsmönnum og almenn-
um borgurum tókst að ráða nið-
urlögum eldslns. Þrlggja dálka
MYNDIN er frá rlklsmannahverf
inu Whlting Woods en hin
MYNDIN er frá hæðinni fyrlr
ofan Glendale og stefnlr eidu'-
lnn hratt nlður hllðlna. Þrátt fyr
Ir vaska frammlstöðu fbúanna og
stökkvlltðslns brunnu mörg Ibúð-
arhverfl bæðl I Glendale og Los
Angeles.
NÚ VERÐUR ÞEIRRA VART NORÐUR ÁSKAGA
FB-Reykjavík, 19. marz
Jarðhræringa er nú farið að
verða vart víðar en í Kaldalóni.
Fólkið að Saurum í Kálfshamars-
vík á Skaga hefur orðið vart und-
arlegra jarðliræringa. Bollar og
diskar detta niður úr skápum, og
borð og stólar eru á hreyfingu í
húsinu, en jarðhræringa þessara
verður ekki vart utan húss, á
næstu bæjum.
í fyrri nótt varð fólkið að Saur
um vart undarlegra hræringa, —
vaknaði það við, að stólar og borð
voru komin á hreyfingu og bollar
og diskar hreyfðust í skápum. —
Síðastliðna nótt var maður fenginn
frá Tjömum, sem er næsti bær til
þess að gista að Saurum, og varð
hræringanna enn vart. Vaknaði
fólkið kl. 5 við það að allt hreyfð-1 Kaldalóni mældi einn snöggan
ist í húsinu. Ekki verður hræring- jarðskjálftakipp í gærkvöldi kl.
anna vart utan húss né á öðrum 22,24 ,auk nokkurra minni hrær-
bæjum. inga, sem voru svo daufar, að fólk
Jarðskjálftamælirinn í Ármúla í I Framhald á bls. 19.
I að ræða „íslenzkt”
hermannasjónvarp?
IGÞ-Reykj'avík 19. marz.
Frá þvi er skýrt í Vísi í dag,
að Stúdentafélag Reykjavíkur boði
til almenns fundar um íslenzkt
Reykjafoss og Trölla-
foss komnir á söluskrá
HF-Reykjavik, 19. marz
Eimskipafélag fslands hefur nú
í hyggju að selja eitt skipa sinna,
Reykjafoss, og hefur norskur skipa
sall þegar fengið málið í sínar
hendur. Þangað til skipið verður
selt verður það í almennum flutn-
ingaferðum fyrir Eimskipafélagið,
og er nú í Noregi að sækja áburð
fyrir áburðarverksmiðjuna.
ir reglu, að láta meta skip sín i lestir og með 1790 hestafla vél.
öðru hverju. Ætlunin er að selja skipið í því
Reykjafoss er stálskip, smíðað ástandi, sem það er núna.
í Taranto árið 1947, 2553 brúttó. I Eimskipafqlagið á núna tvö syst
urskip í smíðum í Álaborg, 2,600
brúttólestir hvort, og munu þau
gegna hlútverki almennra flutn-
ingaskipa, þegar þar að kemur.
sjónvarp n. k. langardag, ki. t e.
h. í Lídó.
Eftir fréttinni í Vísi að dæma
mun það geta heyrt undir brot
á fundarsköpum að teygja um-
ræður út fyrir efnið „Islenzkt
sjónvarp". Frummælandi er að-
eins einn, Vilhjálmur Þ. Gíslason,
útvarpsstjóri, og undirstrikar það
enn frekar, að íslenzkt sjónvarp
er það, sem rætt verður um. Síð
an segir í fréttinni að nú séu
uppi miklar umræður um sjón-
varp vegna áskorunar sextíu
manna á Alþingi um að binda
hermannasjónvarpið við ‘ flugvöll-
inn einan. Er að heyra á Vísi, en
formaður Stúdentafélagsins er
ritstjóri blaðsins, að nú ári vel
um fundarhald vegna umræðn-
anna um hermannasjónvarpið.
Sannleikurinn er sá að ekki er
rættum annað en hermannasjón-
varp þessa daga. Þetta veit for-
maður Stúdentafélagsins full vel,
enda skrifar hann sérstakan þátt
í blað sitt um það efni í dag.
Framhald á bls. 19.
STÁLU 12 ÞÚS.
KJ-Reykjavík, 19. mai-z
Tveir piltar fjórtán og fimmtán
ára stálu 12000 krónum úr nýlendu
vöruverzlun í Austurbænum í gær
og auk þess tveim þúsundum í ávís
unm sém þeir brenndu.
Annar drengjanna hafði verið
sendill í verzluninni, og þekkti
því vel til í henni. Peningarnir
sem stolið var, voru sala frá
deginum áður. Piltarnir skiluðu
ellefu þúsundum fil baka, en ávís-
unum höfðu þeir brennt. Annar
þeirra hafði komizt undir manna
hendur áður. Mál þeirra verður
sent til barnaverndarnefndar.
akranés^
FRAMSÓKNARFÉLAG Akraness
heldur skemmtisamkomu í Félags-
heimilinu að Sunnubraut 21, sunnu-
dagskvöldið 22. marz kl. 8,30. T’l
skemmtunar verður framsóknarvi >t
og kvikmyndasýnlng. Öllum er heim
III aðgangur.
Stjdrna hvítir smyglarar Indianum?
Reykjafoss hefur þegar verið
metinn aí hinum norska skipasala
og geta væntanlegir kaupendur
skoðað hann á viðkomustöðum
hans. Tröllafoss var einnig met-
inn af sama skipasala, en þó stend
ur ekki til að selja hann, nema
einhver bjóði hátt í hann. Eim-
skipafélagið hefur það annars fyr-
NTB-Lima, 19. marz
Talið er fullvíst, að hvítir ævin-
týramenn, líklega smyglarar,
standi að baki árásum Indíánanna
á jarðfræðingaleiðangurinn við
Amazon-fljótið í Perú. Bardögun-
unum linnti fyrst í dag, þegar 40
manna herdeild úr perúska land.
hernum náði til þeirra og voru þá
tveir Ieiðangursmanna látnir.
Fullvíst er nú talið, að indián-
' arnir séu undir stjórn hvítra ævin-
! týramanna, líklega smyglara, sem
í vilja hindra að frumskógarhéruð-
in í Austur-Perú verði fjölfarin,
en þessi héruð búa yfir miklum
náttúruauðæfi. Verkefni jarð-
fræðileiðangursins var einmitt að
gera uppdrætti af hugsanlegu vega
kerfi i frumskóginum svo að hægt
væri að nýta þessar auðlindir.
Leiðangursmennirnir 33, sem
allir eru frá Perú, höfðu barizt við
Indíánana i heila viku, þegar her-
deildin náði loksins að brjótast í
gegnum frumskóginn til þeirra,
þar sem þeir héldu til við Galvez-
fljótið. Hafði herdeildin þá verið
fimm daga á ieiðinni Tveir leið-
sögumenn jarðfræðinganna, sem
báðir voru tndíánar, voru skotnir
niður með eiturörvum og létust
skömmu síðar. Margir leiðangurs-
menn aðrir voru særðir, en þeir
eru nú úr allri hættu.
Framhald á bls. 19.