Tíminn - 10.04.1964, Qupperneq 2
Fimmtudagur, 9. apríl
NTB-Varsjá: — Pólsk sendi-
nefnd, með fulltrúum flokks-
ins og ríkisstjórnarinnar, fer í
heimsókn til Moskvu bráðlega.
Leiðtogar hennar verða Wladi-
slaw Gomulka, aðalritari, og
Josef Cyrankiewicz, forsætisráð
herra.
NTB-London. — Mestu borg
arstjórnarkosningar í sögu Bret
lands fóru fram í dag, þegar
kosin var ný 100 manna borgar
stjórn í London. Kjósendur eru
rúmlega 5,5 milljónir.
NTB-London. — Þingkosning
ar verða í Bretlandi í liaust. —
Talið er líklegt að þær fari
fram í október.
NTB-Stokkhólmi. — Réttar-
höldin gegn Stig Wennerström
hófust í dag fyrir lokuðum dyr
um. Hann jótaði að hafa njósn
að fyrir Rússa árin 1949—’52.
NTB-Nicosíu. — Mestur hluti
írsku herdeildarinnar í SÞ-lið
inu á Kýpur kom í dag. Sænsku
og finnsku hcrdeildirnar koma
mjög bráðlega .
NTB— Geneve. — Brúttó-þjóð-
artekjur EFTA-landanna munu
aukast meira en EBE-landanna
árið 1964. í Bretlandi er aukn-
ingin áætluð um 6%, en ein-
ungis 4,5 í ■ EBE-löndunum.
NTB—New Delhi. — Komm-
únistaflokur Indlans klofnaði
í dag, þegar stuðningsmenn
Kína ruku af fundi.
NTB—Hamborg. — Hafnar
eru að nýju dómsrannsóknir
í sambandi við fullyrðingu
Anna Andersons um, að hún
sé Anastasia yngsta dóttir rússn
eska zarsins. Mál þetta hefur
staðið í 44 ár
NTB— Saigori. — Herlið Viet
Cong réðist í dag á þjálfunar-
stöð herliðs Suður-Víetnam og
drap 28 hermenn og særði 36.
Þeir tóku mikið af vopnum.
NTB-Hannover. — 9 létu lífið
í dag) þegar sprengjur lentu á
vörubíl, fullum af fólki, sem
var að horfa á æfingu NATO-
hermanna. 12 særðust.
NTB-París. — Þjóðhöfðingi
Kambodsíju, Sihanou prins, fer
í opinbera heimsókn til Frakk-
lands 24—26. maí.
NTB-Róm. — Páll heimsótti <
dag Regina Coeli-fangelsið í
Róm, en það hefur 1.200 fanga:
Rangoon. — Ríkisstjórnin i
Burma þjóðnýtti í dag allar
stórverzlanir og aðrar verzlan-
ir fyrir utan Rangoon. Verzlan
irnar í Rangoon voru þjóðnýt'
ar fyrir þrem vikum
;
NTB-Ovada. — Risastórar rott-
ur hafa hertekið bóndabæ
Ovada á Norður-Ítalíu og étið t
allt ætilegt. Sagt er, að sumar
roturnar séu á stærð við ketti
NTB-Frankfurt. — Það kom
fram í Auschwitz-réttarhöldun
um í dag, að sígaunabörnin í
fangabúðunum hótuðu venju-
lega hverju öðru með gasklef
unum, ef þeim sinnaðist.
Níkita Krústjoff réðist harkalega á kínverska kommúnista í gær
„KL OFN/NGSTILRA UNIR KÍN
VERJA ERU SKAMMARLEGAR"
NTB—BUTAPEST. 9. apiríl
Nikita Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, skoraði f dag
en áður eftir baráttuna gegn klofningsforingjum Kínverjanna.
Peking-stjórnari.nnar og fullyrti, að Sovétiríkin myndu standa sterkar
kommúnista al'Jra landa að berjast gegn hinni stalínistísku stefnu
Krústjoff fullyrti í ræðu sinni,
sem hann hélt fyrir um 2.500
PóEverjar
héldu hóf
PE—Hvolsveíli, 9. apríl
Pólska sendiráðið bauð til hófs
í félagsheimilinu að Hvoli í fynra-
kvöld, 7. apríl, til þess að flytja1
þemi þakkir, sem á einn eða ann-|
an hátt stuðluðu að björgun skip-
verja af Wizlok og síðan skipsins
sjálfs úr Bakkafjöru en þess munu
fá eða engin dæmi, að skipi sé
bjargað úr strandl, án þess að
eigin vélarafj komi. til hjálpar. i
Ræður fluttu pólski björgunar-|
sérfræðingurinn og skipstjórinn á|
Wizlok, en af heimamönnum töl-
uðu Björn Fr. Björnsson sýslu-
maður og Smári Guðlaugsson, sem
verið hefur hægri hönd skipstjór-
ans og '’élstjórans frá því skipið
Framhald á bls. 11
Ásgeir Ásgeirsson
r
\
Forseti fslands, herra Ásgcir
Ásgeirsson, liefií, nú tekið ákvörð
un um að gefa kost á sér t-il for-
setakjörs, sem fram á að fara 28,
júní n.k. Ilann hefir nú verið for
seti lýðveldisins þrjú kjörtímabi!.:
eða í 12 ár, og ávallt sjálfkjörinn
nema í fyrsta sinn. Hann gefur þv
kost á sér í embættið í fjórða
sinn. Framboðsfrestur er útrunn-
inn 5 vikum fyrir kjördag, eða
23. maí. Ekki hefir heyrzt að fleiri
framboð séu í undirbúningi.
Meðmælalistar liggja frammi
hjá öllum sýslumönnum bæjarfó-
getum og lögreglustjórum, í
Reykjavík hjá yfirborgarfógeta.
Kjörtímabil forseta er 4 ár og
hefst það 1. ágúst að kosningu
lokinni.
liiir' • .... iiBli
manns í Budapest, að kínversku
leiðtogarnir væru að reyna að
byggja upp litla klofningshópa
meðal þeirra, sem gerst hafa íið-
hlaupar og svikarar við velferð-
fólksins.
Krústjoff hélt klukkustundar
ræðu, en las sjálfur einungis inn-
ganginn og endirinn. Miðhluti
ræðunnar var þýddur á staðnum
af ungverskum túlk. Þessi árás
Krústjoffs á Kínverja er sú harð-
asta, sem hann hefur gert í Ung-
verjalandsferð sinni. Hann sagði,
að Sovétríkin væru ekki sammála
hinum vinstrisinnuðu Kínverjum,
sem skýli sér á bak við Marx-Len-
inistíska hugsjónafræði, en sem í
raun og veru væru fulltrúar kín-
verks þjóðernisofstækis, sem
reyndu að kljúfa einingu sósíal-
ismans.
Hann kærði þá fyrir að kasta
skít á leiðtoga Sovétríkjanna og
reyna að sverta hið góða nafn
þeirra. Taldi hann, að Kínverjar
fjarlægðust æ meira byltingar-
stefnu Leninismans: — ,,Þeir búa
til afturhaldsstefnu og á grund
velli hennar reyna þeir að safna
fólki að baki sér. Slíkt háttarlag
þjónar aðeins óvinum okkar,
heimsvaldasinnunum" — sagði
Krústjoff og taldi, að Kínverjar
reyndu á mjög óábyrgan hátt að
hindra þjóðimar í baráttu þeirra
. gegn kjarnorkustríði. Hann sagði
J einnig, að margir kommúnista-
! flokkar hefðu sýnt svo mikla þol-
| inmæði, sem hægt væri að búast
við, og að þeir hefðu hvað eftir
J annað lagt til, að haldin yrði fund-
j ur allra kommúnistaflokka og þar
j reynt að finna lausn deilnanna, en
Kínverjar hefðu einungis haldið
áfram baktali sínu.
— „Lengi vildum við ekki
svara þessum klofningstilraunum,
því að við vonuðum, að Kínverjar
myndu kumast á rétta leið aftur.
En því miður hefur þetta ekki
skeð — þeir eru enn verri og
ákafari í niðurrifsstarfi sínu en
fyrr“ — sagði Krústjoff, sem
taldi tilraunir og áróður Kínverja,
í því skyni að fá aðra flokka með
sér, væri beinlínis skammarlegur.
Grænlendingar mótmæla
Eins og sagt var frá í blað-
inu í gær, hefur nýtt lagafrum-
varp um ríkisstarfsmenn á Græn-
landi vakið mikil mótmæli Græn-
lendinga og fóru um 150 Græn-
lendingar í mótmælagöngu í Kaup
mannahöfn á þriðjudaginn og and
mæltu „fæðingarstaðarákvæðinu"
í hinum nýju lögum, sem að
þeirra áliti, er beint kynþáttamis-
rétti. Hópgöngumennimir gengu
frá Ráðhústorginu til Hallartorgs-
ins við Christiansborg og bám
skilti, sem á var letrað m. a. „Jafn
rétti fyrir Dani og Grænlendinga."
Á Hallartorginu afhenti leiðtogi
hópgöngumannanna, Jonathan
Motzfeldt, grænlenzka þingmann-
iniun Nicolai Rosing mótmælabréf
og er myndin tekin við það tæki-
færi, og er Motzfeldt til vinstri.
FRUMRANNSOKN LOKJDI
DRANGAJOKULSMáUNU
ÁSGEtR ÁSGEiRSSON
KJ-Reykjavík, 9. apríl
Frumrannsókn í Drangajökuls-
'nálinu er nú lokið, og er nú unn-
I ið við að gera heildarskýrslu yfir
i málið allt, sem síðan verður send
! saksóknara ríkisins.
Rannsókninni lauk í dag, og
hafið þá staðið yfir í sex daga,
Sjö skipverjar voru á tímabili í
gæzluvarðhaldi, þá þrír og nú síð
ast einn, en honurn var sleppt úr
haldi eftir hádegi í dag. Þá hafa
og allir skipverjarnir verið leyst-
ir úr farbanni því er sett var á þá
eftir helgina síðustu. Er blaðið
hafði tal af Gunnlaugi Briem sak-
sóknara í dag sagði hann að rann
sókninni hefði verið að ljúka, og
nú væri únnið að því að gera
heildarskýrslu um málið, sem síð-
an yrði send saksóknara til um-
sagnar. Gunnlaugur sagði að mál
þetta væri yfirgripsmikið og flók-
ið, og að lokinni skýrslugerðinni,
yrði blöðunum væntanlega skýrt
frá helztu niðurstöðum rannsóknar
innar í smyglmáli þessu.
Er blaðið hafði samband við
Ólaf Þórðarson hjá Jöklum h.f. og
innti hann eftir því hvort þeim
skipverjum sem uppvísir hefðu
orðið um smygl, yrði vikið af skip-
inu. Sagði hann að þeir væru ekk-
ert inni í málinu, og hefðu ekki
hugmynd um hvernig það stæði á
nokkurn hátt. Hefði því engin á-
kvörðun verið tekin í því sam-
bandi.
T I M I N N, föstudagur 10. aprfl 1964. —