Tíminn - 10.04.1964, Qupperneq 6

Tíminn - 10.04.1964, Qupperneq 6
I í I Berlín, 22. marz 1964 Við lok síðustu heimsstyrj- aldar var Berlín lögð í rústir að % hlutum, aðeins % hluti borgarinnar stóð eftir mikið skemmdur. Síðan leið stríðið, Þjóðverjar töpuðu og Þýaka- landi var skipt í fjóra hluta. TCinn fengu Bretar, annan Fraíkkar, þriðja Bandaríkja- menn og fjórða Rússar. Inni á mifyu hemámssvæði Rússa lá hln foma höfuðborg Þýzkalands Berlín. Um hana var samið sér staklega, henni var skipt í fjóra hluta eins og Þýzkalandi og á milli sömu ríkja — en tekið var sérstaklega fram í samningum þessum, að frjáls samgangur yrði alltaf á milli borgarhlutanna — mðrkin á milli hemámssvæðanna mætti aðeins vera hugsuð lína. Byrjað var á endurbyggingu borgarinnar. Ryðja þurfti burt 80 milljón rúmmetrum af grjóti og rústum, meira en 1/6 hluta af öllum þeim rústum, sem þá voru í Þýzkalandi öllu. Mikið var byggt, því að margt var svo illa farið, að það þurfti al- gjörrar endurbyggingar við. Þannig var það t. d. með Hansa hverfið, sem var svo illa farið, að jarðýta var látin jafna úr öllu hverfinu, til að hægt væri að hefjast handa við byggingu þess á ný. f dag, 19 árum síð- ar, má enn finna mikið af rúst- um, það munu áreiðanlega líða önnur 19 ár, áður en Berlín verður búin að ná sér eftir það högg, sem henni var greitt á síðustu dögum stríðsins — jafnvel meir. Skipting Berlínar Fólkið í A-Berlín var ekki ánægt, það vildi burt. Öll þeirra helgustu réttindi höfðu verið af því tekin: prentfrelsi — mál- frelsi — fundarfrelsi — verk fallsréttur og nú síðast, en ekki sízt, ferðafrelsi. Hinn 17. júní 1953 reis verkalýður í A- Þýzkalandi upp á afturfæturna og krafðist hærri launa og frjálsra kosninga, en þær hðfðu ekki þekkzt frá stríðslokum. Sýndi fólkið þar sinn rétta hug til Rússaleppsins Ulbrichts og hans hyskis. Hvað gerðist er óþarft að rekja í stórum drátt- um. Rússneskir skriðdrekar biðu á næstu grösum og streymdu inn í borgina um leið og „frjáls alþýða" gerði sig lfk lega til að gera uppsteit. Marg- ir létu lífið, og margir urðu enn ákveðnari í að yfirgefa „frelsið“. Árið 1953 flúðu frá A-Berlín 305.737 manns, sam- tals hafa flúið á árunum 1949 —1961 1.649.133 manns. Þá sá Ulbricht leppstjóri Rússa í A- Berlín fram á, að við svo búið mátti ekki standa, með svip- uðu áframhaldi yrði hann einn eftir í „Haupstadt DDR“ eftir örfá ár. Rússar hafa aldrei frekar en Hitler sálugi skirrzt við að rjúfa gerða samninga og brugðu ekki út af þeirri venju sinni nú. Þeir skiptu Berlín í tvennt með gaddavír, múr steinsteypu og vopnuðum vörð um (þ. e. VOPO VOLKS POLI- ZEI). Annars er tilgangslaust að kenna austur-þýzkum stjóm- arvöldum um þetta, því að þau eru ekki til í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið. Þau taka aðeins við skipunum frá móðurlandinu, þ. e. Rússlandi. Múrinn er þannig ekki skil- getið afkvæmi A-Þjóðverja og Rússa, hann er eingetið af- kvæmi þeirra síðarnefndu. Ann ars lítur þetta allt mjög vel út á yfirborðinu. Allar verksmiðj- ur eru VEB (Volks eigene Betrieb) nánast þýtt: Fólksins eigin eign, blöðin þar heita Neues Deutschland eða „Freie“ Deutschland og málgagn þeirra héma vestan megin heitir hvorki meira né minna en „Die Warheit“ sem þýðir „Sannleik- urinn“, þótt hann sé álíka hátt skrifaður og sjá systurblaðinu heima á fslandi. Kommúnista- flokkurinn í Vestur-Berlín hef- ur boðið fram öðru hvom, en aldrei farið yfir 9%, nú síðast 1963 1,4%. Eg gerði mér einu sinni leik að því að taka a-þýzkan vörð tali og spurði m.a. eins og svo margir spyrja, hvemig standi á því, að þvert ofan í gerða samn inga hafi verið byggður mér gegnum Berlín. Honum vafðist tunga uni tönn, en spurði að lokum, hvað við vestantjalds- búar sæjum athugavert við, þó þeir verðu landámæri sin gegn V-Berlínarbúum, þar sem stjómin og DDR hefðu tapað 30 milljónum marka á svo- nefndri „multipliseringu", sem er í því fólgin, að maður getur keypt 3—4 a-þýzk mörk fyrir 1 v-þýzkt mark. En ekki vildi hann svara, þegar ég spurði, hvað það kæmi „multipliser- ingu“ við, þegar íbúar „lýð- ræðisins" væra miskunnar- ■laust skotnir, ef þeir reyndu að komast yfir múrinn. Fólkið í A-Berlín, verðlag, stjómarfar o. fl. Verðlag í höfuðborg DDR hef ur verið mjög hátt, miðað við kaupgetu almennings (svo ég noti orðalag Þjóðviljans) og kaupið lágt. Þar þekkist verk- fallsrétturinn ekki lengur, og „frjáls verkalýður" verður að gera sig ánægðan með það, sem leppstjórnin skammtar honum sem er eins og skítur úr hnefa, miðað við það, sem við eigum að venjast. Til samanburðar má geta þess, að þótt verkamað- ur hafi 3 a-þýzk mörk á tím- ann (sbr. hvað a-þýzkt mark er lægra en v-þýzkt) eru vörur í DDR miklu dýrari en hér fyrir vestan. T. d: V-BERLÍN: Flesk, vesturmörk 6,37 Smjör — 7,11 Kaffi — 17,81 Súkkulaði — 1,29 T f M I N N, föstudagur 10. apríl 1964. — 6

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.