Tíminn - 10.04.1964, Síða 7

Tíminn - 10.04.1964, Síða 7
Hermenn, grálr fyrlr járnum stöóva umferS um F riedrlchstrasse. A-BERLIN austurmörk 8,00 pr. kg. — 10,00 — — 75.00 — — 8,85 — Svona mætti lengi halda áfram — föt, tóbak, vín o. fl. o. fl., allt eru þetta vörur, sem okkur þykja sjálfsagðar fyrir vestan, en eru mjög dýrar fyrir austan „miðað við kaupgetu al- mennings." Getur jafnvel reynzt erfitt að fá brýnustu lífsnauðsynjar þar, svo sem mjólk, egg, sykur o. fl. Norðmaðurinn A. H. Mohn hefur skrifað raunsæja bók um þetta efni, þar sem hann seg- ir m. a., að A-Berlínarbúar fái 250 gr. af smjöri á viku, mjólk sé aðeins afgreidd til verðandi mæðra, fólks með vissa sjúk- dóma og ungbarna, og sé þá eitthvað eftir, geti borgarar DDR fyrst fengið eitthvað. Hætt er við að fólkið á íslandi gerði sér þetta ekM að góðu. Þegar allt þetta er lesið, fer fólkið að skilja, hvers vegna „frjálsa” fólkið í A-Berlín vill yfirgefa frelsið og koma í „auð valdsánauðina" hér í V-Berlín. Annað er athyglisvert í sam bandi við verzlun og viðskipti austanmanna og það er, að t. d. búsáhöld, eins og þvotta- vélar og ísskápar, fást ekki keypt beint út úr búð, eins og við eigum að venjast, heldur er biðtíminn eftir slíkum grip- um 2—3 ár, og vilji maður kaupa bíl, er biðtíminn meira en 5 ár. Hvemig ætli standi annars á því, að bilar eins og Trabant skuli vera seldir heima fyrir ca. 65000 kr. með tollum og hægt að fá ótak- markaðan fjölda þeirra, þeg- ar sami bíll er seldur í A-Berl- ín fyrir 9000 mörk — og bið- tími í 5 ár??? Ekki getur það verið gengismismunurinn, því hann er ekki viðurkenndur fyr ir austan. Markið er selt 1:1. Leppstjórn Ulbriehts er al- mennt nefnd (af þeim, sem ekki viðurkenna hana) „Pan- kow“ stjómin eftir því borgar- hverfiv sem hún hefur aðsetur sitt í, en aðalgrenið er einmitt þar. Þaðan eru allar skipanir gefnar, lög sett, og síðast, en ekki sízt, bönn sett — en vitan- lega koma öll þau lög og ólög beinustu leið frá Moskvu. Að koma inn í A-Berlín er eins og að koma inn í aðra borg. Fyrst þarf maður að fara gegnum múrinn og sýna vega- bréf og snúa öllum vösum við til að fullvissa verðina um, að maður hafi hvorki peninga né nein dagblöð, vikublöð' eða neitt prentað mál, sem stofnað gæti öryggi DDR í voða. Þá fyrst fær maður að fara inn í dýrðina og ég persónulega held að hvergi a.m.k. ekki hér á vesturhveli jarðar, sé jafn- mikill slóðaskapur í byggingar- og gatnagerðarmálum og þama. Miðbik borgarinnar (Berlin Mitte) er að miklu leyti rústir, og enn hef ég ekki fundið þá götu þarna, sem akandi er eft- ir án þess að eiga á hættu að stórskaða sjálfan sig og eyði- leggja farartækið. Sjálft fólk- ið er skemmtilegt og alúðlegt, en manni finnst að það þori ekki að segja það, sem það kynni að langa til að segja, og þykir engum skrýtið, því að Ul- bricht hefur auga á hverjum fingri í þeim efnum og það eitt að bölva „Pankowstjórninni" nógu hressilega, er litið mjög alvarlegum augum þar. Þótt rík ið eigi að heita alþýðulýðveldi, er það rammasta eiriveldi og höfuðstöðvamar í Moskvu. Þar er kippt í spotta og þá spriklar leppstjórinn í A-Berlin I takt. Að lokum má geta þess, að V-Berlínarbúar fengu að heim sækja ættingja og vini I A- Berlín nú um síðustu jól. Áætl- að var að semja aftur um slík ar heimsóknir nú um páskana, en þeir samningar strönduðu á óaðgengilegum kröfum lepp- stjórnarinnar, sem hefðu jafn- gilt beinni viðurkenningu á A- Berlín og múrnum. Reynt verð ur að semja um sams konar leyfi um hvítasunnuna,.og geng ið til samninga 8. apríl n.k. Við skulum vona, að betur takist til þá, og vesturbæingar geti fengið að heimsækja austurbæ- inga. Um hitt þýðir ekki að tala, að austurbæingar heim- sæki vestrið, bærinn myndi lík lega tæmast á svipstundu og Ulbricht yrði einn eftir — ef hann færi þá ekki líka. Bernauertstrasse-strætl hryggðarlnnar. Samsöngur Söngför Háskólakórs Norður- Texas um Evrópu stendur nú yfir og er ísland einn af ákvörð unarstöðum hans. Samsöngur kórsins fór fram I Samkomusal Háskólans þ. 5. apríl s. 1., undir stjórn Frank Mc Kinely. Það segir sig sjálft að skólakór, sem þessi er ein- göngu skipaður ungu fólki en sem hefir engu að síður notið, mikillar og einbeittrar þjálfun- ar, og einkennist söngur hans af nákvæmni, smekkvísi og aga. Eins og vænta má af svo ungu fólki, fylgir söng þess sú ósvikna söng- og músik-gleði, sem setur á sín svipeinkenni Efnisskrána, sem var afar fjöl breytt, þurfti vegna tímaskorts, að draga allmikið saman, en gaf hún samt yfirlit yfir ólík ustu tímabil tónlistarinnar eða frá dögum Bachs og fram til vijrra daga. Hæst bar samt söng kórsins í nútímalist, og má þar tilnefna Radda-sinfóníu eftir bandaríska höfundinn Roy Harris, allfrjáls legt verk og mjög vel flutt. Af evrópskri nútímatónlist, voru þrír Shakespeare-söngvar brezka tónskáldsins Waughau Williams sérlega hugstæðir I túlkun kórsins. Þá setti sinn svip á tónleik ana hinn frjálslegi flutningur á þáttum úr söngleikjunum „Tlie Music man“ og „West side story“. Var þar brugðið upp eðlilegri og skemmtilggri svip mynd úr þeim verkum eftir þvi sem tök eru á I konsertsal. Hin geðfelda en þó frjálslega fram koma söngfólksins, í sðng þess, og allri framkomu var til fyrir myndar. Píanóaðstoð Ann Allen og trompetleikur Michael Walker, var prýðilegur, og stjórnandinn Frank Mc Kinley hafði góð og föst tök á forystunni. Söngfóik og stjórnandi hlutu að lokum mjög góðar undirtektir. Unnur Arnórsdóttir. • Liljukórinn Samsðngur Liljukórsins 1 Kristskirkju þ. 7. apríl s. 1., var um margt athyglisverður, þar eð kórinn kemur nú fram opin berlega I fyrsta sinni. Stjórn andinn Jón Ásgeirsson hefir um tveggja ára skeið æft og þjálfað kórinn, og hefir hér vel verið unnið og að mörgu vel hugað. Söngfólkið, sem telur rúm lega tuttugu manns, ræður eðli lega yfir takmörkuðu radd- magni en þeim mun meiri radd gæðum. Söngstjórinn hefir ein mitt gefið gaum að jafnvægi og hófsemi, sem glöggt kom fram I flutningi hinna smærri en margvíslegu kirkjulegu verka. Efnisskráin var samsett af mörgum sannkölluðum perl- um og reis hæst I „Missa Sec- unda“ eftir Palestrina. Messan sem er eins og þung en lygn elfa, með miklum undirstraumi, þar sem allar raddir renna á- fram, hver þó með slna á- kveðnu „mission" er vandmeð farin og krefst mikillar „rút- ínu“, sem kórinn á eðlilega eft ir að afla sér. Samt var þessi flutningur virðingarverður og kynning verksins þakksamlega þegin. Sú fjölbreytni, sem kom fram I flutningi hinna ísl. verka fyrst á efnisskránni, var óvænt og ánægjuleg. Mjög góð raddsetn ing á gömlum verkefnum, eftir Jón Ásgeirsson, Róbert A. Ott osson, Jón Þórarinsson o. fl. höfunda, verðskulda að fá sinn sess oft á efnisskrá I framtíð inni. Fimm af öndvegissálmum Bachs, flutti kórinn prýðilega og hvem þó með sínum sér- kennum. Þá lék Haukur Guðlaugsson organisti á Akranesi Chaconne I f. moll eftir Pachelbel. Þessa undurfögru tilbrigðakeðju, lés Haukur mjög smekklega, og af mikilli innri rósemd. Einsöng höfðu á hendi þeir Eiður Á. Gunnarsson, Reynir Guðmundsson, Guðjón B. Jóns- son og Einar Sturluson radd- þjálfari kórsins. Þá aðstoðaði Haukur Guðlaugsson einnig með orgelundirleik. Um stjórn kórsins má segja, að vel hafi unnizt, það sem af er, en miklu við að bæta I frarrtíðinni hlýt- ur að vera markið. Unnur Arnórsdóttir. Lögfræðiskrifstofan Iðnaðarbönka- húsinu, IV. hæB Tómasa* Arnasonar og Vilhjá.ms Arnasonar TRUL0FUNAP HRINKIR^ UMTMA.NNSSTIG 7 HALLOCh KRISTINSSON gullsmiiSur — Slmi 16979 Til sölu önnur hæð í steinhúsi á Seltiarnarnesi. Félagsmenn sem vilja nota forkaupsrétt af íbúðinni, snúi sér til skrifstofunnar Hverfisgötu 39, fyrir 14. apríl. B.S.S.R. — Sírni 238'Í3 TÍMINN, flmmtudaglnn 9. aprfl 1964. •: - í I . : I 1 ' ' i : 5 ,'1 • ''i '■} í '1,' / {i\ i' i i 7 •, ' 'I C' 'i * • r '! i <j i 1 ;< 1 ;< *. * i ' ; : \ > :1,1 • n ;< ;< •• y, <i >, i; •• •< .• .Tr - ' 'a ,w* "

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.