Tíminn - 10.04.1964, Qupperneq 12

Tíminn - 10.04.1964, Qupperneq 12
 •■ . - ÞINGFRÉTTIR TÓMAS KARLSSON RITAR VERÐTRYGGING SPARIFJAR Þeir Jón Skaftason, Ólafur JóHannesson, Karl Kristjáns- son og Skúli GuSmundsson *»afa lagt fram tillögu til þings ályktunar um verðtryggingu sparifjár. Tillagan er svohljóð- andi: Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd til að av ihuga, með hverjum hætti verði við komið verðtryggingu sparifjár, að ðllu eða einhverju leyti. Nefndin skal skila áliti svo fljótt sem kostur er. í greinargerð segja flutningsmenr,: fslenzkt fjármálalíf hefur allt frá síðustu heimsstyrjöld einkennzt öðru fremur af sífelldu verðfalli peninga. Er auðvelt að sanna með tölum, að innlánsvextir af spari- fé hafa þetta tímabil hvergi nærii nægt til þess að vega í móti þeirri ’ / ' • • Verðfellingu peninga, sem átt hef ur sér stað. Þessi þróun hefur haft óheppilegar afleiðingar á mörgurn sviðum og er ein aðalorsök þeirrar verðbólguþróunar, sem einkennt hefur tímabilið og þá ekki sízt síðustu 2 árin. Innlendur sparnaður er ein mik itvægasta forsenda þróttmikillar og heilbrigðrar efnahagsstarfsemi. Eðlileg afleiðing verðfalls peninga síðustu 20—25 árin er ónógur sparnaður. Hefur það leitt til láns fjárskorts til hvers kyns fram- kvæmda og rekstrar atvinnufyrir- tækja. Lánastarfsemi hefur í sí- vaxandi mæli einkennzt af stuttum og óhagkvæmum lánum úr banka kerfinu og vaxandi lánastarfisemi utan þess. Af þessu ástandi hefur mikill hluti efnahagsstarfsemi lands- manna liðið, og mundi það ein hin mesta búbót, sem hægt væri Jón Ólafur að gera atvinnuvegunum, ef þeir ætt'u kost á nægum lánum til fjár festingar og rekstrar Hin stöðuga verðrýrnun peningi hefur matað verðbólgudrauginn, sem tröllríður islenzkri þjóðfélags byggingu meir og skaðvænlegar en flest annað. Gróðinn, sem sí- fellt verðfall peninganna hefur skapað, orsakar æðisgengið kapp- hlaup um hið takmarkaða lánsfé og verðbólgu-fjárfestingu. Endur- Loftferðalögin Frumvarp ríkisstjórnarinnar. til loftferðalaga var til 3. umræðu í neðri deild í gær. Nokkrar breyt ingartillögur voru fluttar yið um- ræðuna. Sigurður Bjarnason sagði, að ekki hefði orðið samkomulag í nefndinni um nokkur atriði í frum varpinu. Nefndin hefði ekki tekið afstöðu til breytingartillagnanna og sagðist hann persónulega vera mótfallinn því að breytingarnar næðu fram að ganga. Sigurvin Einarsson gerði grein fyrir breytingartillögum, er hann flytur. Hann flytur ásamt Bene- dikt Gröndal breytingartillögu um að síðari málsgr. 160. greinar falli niður, en málsgreinin er svo hljóðandi: „Nú lætur flugverji á flugfari undir höfuð leggjast án gildra ástæðna að koma til starfa á réttum tíma eða fer frá starfa án leyfis, og skal hann sæta sektum eða varðhaldi allt að 5 mánuðum“. — Sigurvin sagði, að þetta ákvæði gæti aðeins átt' við, er flugverji væri á flugvelli eða skyldi mæta á flugvelli, því að flugverjar væru til staðar, er flugfar væri á lofti. Taldi Sigur- vin fráleitt að ætla að hneppa Trúlofunarhringar Kljót afgreiðsla Sen^uin gegn póst- kröfu GUÐM PORSTEINSSON gullsmiður BanKastræti 12 menn í íangelsi fyrir að mæta ekki stundvíslega til vinnu. — Enda segir í næstu grein þetta: Ef flugverji hlýðir eigi við starf- ann skipunum yfirboðara síns, skal hann sæta sektum eða varðhaidí allt að 6 mánúðum. Þetta ákvdeði væri nægjanlegt. Þá flytur Sigurvin tillögu um- breytt orðalag á 7. grein frum- varpsins. Þeir Pétur Sigurðsson, Jón Skaftason, Sigurður Ingimundar- son og Einar Olgeirsson flytja til- lögu um þáð, að öll 160. grein falli niður, en fyrri málsgrein greinarinnar er svohljóðandi: ,,Nú Ieiðir maður, sem skuldbundið hefur sig til starfa í loftfari, hjá sér að taka til starfa eða halda starfa áfram, og skal hann sæta sektum eða varðhaldi allt að 6 mánuðum". Kvaðst Sigurvin myndu fylgja þessari tillögu, en tillaga hans og Benedikts myndi koma til atkvæða að henni fall- inni. Þeir fjórmenningar flytja einnig breytingartillögur við 52. grein, sem fjallar um bann gegn áfengisneyzlu flugmanna. Enn fremur tillögu um að vinnuveit- anda beri að greiða allan kostnað við læknishjálp, sjúkrahúsvist og heimflutning flugverja ef hann hefur slasazt starfans vegna fjarri Regnklæði Síldarpils Sjóstakkar Svuntur o. fl. Mikill afsláttur qefinn Vopni Aðalstræti 16 (við hliSina á bílasölunni) ! heimili sinu. Þá er tillaga um lág marks hvíldartíma og hámarks vaktatíma og tillaga um nýjan kafla um loftferðadómstól til rannsókna á flugslysum. Sigurvin Einarsson ^sagðist ekki . treysta sér-til að taka afstöðu til tillagn- /árina um vinn’u- og hvíldartímann, þar sem ekki væri vitað um af- stöðu flugfélaganna og flugmála- stjórnarinnar til þeirra. Ingólfur Jónsson, flugmálaráð- herra, sagð'i að það væri álit flug málastjórnarinnar að tillögurnar væru ekki til bóta og sumar ættu alls ekki heima í löggjöf. Gunnar Gíslason sagði, að þar sem 3 af 4 flutningsmönnum breytingartillagnanna væru fjar- verandi væri rétt að fresta mál- inu og gefa þeim kost á að mæla fyrir tillögum sínum. Lúðvík Jósepsson sagði, að breytingartillögur fjórmenning- anna væru fluttar í samráði við ' samtök flugmanna og þyrfti ; nefndin að taka afstöðu til þeirra | og það koma skýrt fram í umræð um, vegna hvers óskir þeirra fengjust ekki teknar til greina. Umræðunni var frestað. Trúlotunar- hringar atgreiddir samdægurs Send <m um allt land HALLDOR SkóMvö-ðostio 2 Karl Skúli I skipting eigna þjóðfélagsins, þar sem lántakendur hagnast stöðugt á kostnað lánveitenda, getur ekxi I talizt sann^jörn né verðskulduð. Með þeirri þingsályktunartillögu ' sem hér er flutt, er lagt til, að kosin sé 5 manna milliþinganefnd ei athugi, með hverjum hætti mögulegt geti verið að verðtryggja sparifé að öllu eða einhverju leyti. Sparifé hefur verið verðtrj'ggt að meira eða minna leyti í Finn landi, Frakklandi, ísrael, Svíþjóð og ef til vill víðar, og er nauðsyn legt að kanna, hver reynslan af því hefur orðið í þessum löndum. Fyrirsjáanlegir eru nokkrir frain kvæmdaerfiðleikar við upptöku verðtryggingar á sparifé, en þeir | ættu að vera yfirstíganlegir hgr, ef I þeir eru það í framangreindum löndinn. Mikilvæg spurning er, fcrewu v íðtæk verðtryggingin eigi að vera, | hvort hún eigi að ná til allra innlána ellegar aðeins til bund- inna sparifjárinnstæða. Fyrir fram er erfitt um slíkt að dæma, en það yrði eitt af verkefnum milliþinga nefndarinnar að finna svör við þeirri spumingu. Eðlilegt er að miða verðtrygg- ingu sparifjárins við vfsitölu r.eyzluverðlags, eins og hún er á hverjum tíma. Auðvitað yrði þá einnig að vísitölubinda útlán þessa fjár með samsvarandi hætti. Flutningsmenn þessarar tillögu telja knýjandi, að mál þetta sé rannsakað gaumgæfilega nú. Fer síðan eftir niðurstöðum þeirrar rannsóknar, hverjar leiðir þykja færar. Einskis má láta ófreistað til að sporna við þeirri óheillaþróun, sem hefur átt sér stað og færzt rnjög í aukana seinustu árin. Rétta þarf hlut sparifjáreigenda og draga úr yfirstandandi dýrtíðar- spennu, en verðtrygging gæti áreið anlega haft mikla þýðingu til þess að vinna móti verðbólguþróun- Fyrir máli þessu verður gerð fyllri grein í framsögu. ★ Frumvarpið um heimild til banns við búfjárhaldi í Reykjavík var til 2. umræðu í efri deild í gær. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd deildarinnar hafði orðið sammála um að láta cfni fram- varpsins einnig ná til Akureyrar, Kópavogs og Hafnarfjarðar að beiðni bæjarstjórna þessara kaupstaða. Hins vegar flytur meiri- hluti nefndarinnar þeir Karl Kristjánsson, Jón Þorsteinsson og Ásgeir Bjarnason fram breytingatillögu um að heimild til banns við búfjárhaldi taki ekki gildi fyrr en eftir 1. okt. 1968. Gera þeir tillögu um að 2. grein frumvarpsins orðist svo: „í reglugerð má ákveða að tiltekið búf járhald sé takmarkað að því er snertir fjölda hverrar tegundar eða bundið við tiltekin svæði innan lög- sagnarumdæmis kaupstaðarins (borgarinnar). Enn fremur má ákveða í reglugerð, að eftir I. okt. 1968 skuli heimilt að banna tiltekið búfjárhald. ★ Karl Kristjánsson mælti fyrir þessari breytingatillögu. Las liann upp bréf frá hestamannafélögum og fjáreigendum. Karl taldi fráleitt að banna rciðhestahald í kaupstöðum, heldur ætti að stefna að því, að sem flestir ættu kost á að stunda það holla tóm- stundagaman, sem útreiðar væru. Með flutningi tillögunnar væri gengið til móts við óskir þeirra, sem vilja sem mesta takmörkun á búfjárhaldinu í kaupstöðum og ætti aðilum að takast að komast að samkomulagi um málið fyrir 1. okt. 1968. Það væri hæfilegur umþófunartími til að skipa búfjárhaldsmálum í eðlilegt horf og málin betur athugnð á báðar hliðar. ★ Áfram var haldið 1. umræðu um Kísilgúrverksmiðjuna í neðri deild í gær. Talaði Lúðvík Jósepsson, en umræðunni frestað að máli hans loknu- » ★ Fram fór í efri deild atkvæðagreiðsla um stofnlánadeildarffum- varp ríkisstjórnarinnar eftir 2. umræðu. Allar breytingatiliögur Framsóknarmanna voru felldar og frumvarpið samþykkt óbreytt , til 3. umr. Tek að mér fermingarveizlur • KALT BORÐ • HEITIR RÉTTIR Nánari upplýsingar eftir kl 6 í síma 37831. sSHTl4970 SÍMÍ 14970 BWWWBBWWiiiaWKPIB Litla bifreiða leigan 12 T í M I N N, föstudagur 10. apríl 1964. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.