Tíminn - 10.04.1964, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.04.1964, Blaðsíða 17
RITSTJORI: OLGA AGíISTSD'ÖTTIR Hraðfrysting Frystlklstur eru nú notaðar f æ ríkari mæll á helmllum. Hér á myndinnl sjáum við Levin-frystiklstu. QúfW Fram undir 1950 var sú tízka ríkjaridi, að konur voru í síð- um kjólum i öllum stærri sám- kvæmum, og á meiriháttar hátið um. í þann tíð virti kvenfólk lögboð tízkunnar og- tóku þau svo alvarlega, að engri ís- lenzkri konu hefði komið til hugar að vera stuttklædd á slíkum mannamótum. Nú á tím um mundi hins vegar engin kvenmaður kinoka sér við slíku. Samfara fólksflutningunum miklu, sem áttu sér stað um all an heim á stríðsárunum verða stórfelldar breytingar á hög- um manna og háttum. Á fyrstu eftirstríðsárunum blasir við ringulreið og upplausn á flest- um sviðum. Röskunin er svo algjör, að jafnvel gamlar og grónar menningarþjóðir eins og við íslendingar glata æva- fornum og fallegum erfðavenj- um og taka upp bæði siði og ósiði sér yngri en stærri þjóða, sem þykir það t. d. fordild og frekja að lögbjóða „einstreng- islega“ tízku í samkvæmis- klæðnaði, af því frjálsræði ein staklinga skal vera heilagt og ótakmarkað. En með hvaða móti getur slíkt frjálsræði sam rýmst siðfágun og menningar- legu framferði. í þjóðfélagi þar sem frjálsræði einstaklinga er takmarkalaust ríkir stjórn- leysi, agaleysi og siðleysi. Með lögum skal land byggja en ó- lögum eyða, stendur einhvers staðar í íslenzkri bók og frjáls ræði er áreiðanlega bezt með forsjá. Sem betur fer ryður sú tízka sér æ meir til rúms nú á síðari árum, að konur koma síðklædd ar til meiriháttar samkvæma, en þetta er samt sem áður fjarri því að vera algild regla, enda eimir enn eftir af glund- roða og handahófi eftirstríðsár- anna. , í beinu áframhaldi af þessu er ekki úr vegi að lýsa klæða- burði og limaburði íslenzkra kvenna á dansleik, sem var aug lýstur með stærri fyrirsögnum og meiri fyrirgangi en venja er til. Á þessum mest auglýsta balli ársins, sem leið voru sum ar konur síðklæddar, aðrar stuttklæddar og herrarnir voru ýmist í smoking eða kjólfötum eða þá bara í venjulegum dökk um íötum. Með öðrum orðum, hver hafði sína hentisemi í Framhald á bls. 23. Hraðfrysting er talin bezta og öruggasta geymsluaðferðin, sem við eigum völ á. Næringargildij bragð og litur matvælanna helzt betur en við niðursuðu. Alls kon- ar matvæli eru fryst með góð- um árangri, t.d. kjöt , fiskur, grænmeti, ávextir, egg, tilbúnir kjöt- og fiskréttir, brauð, kökur og ábætisréttir. Hagsýni er að kaupa matvæiin meðan þau eru ódýrust t.d. kjöt á haustin og út- búa í frystingu. Það er með frystingu eins og aðrar nýj- ungar í heimilishaldi, það tekur tíma að komast upp á lag með að nota hana til fullnustu. Hrað- frystið enga matvöru án þess að vita með vissu hvemig á að út- búa hana í frysti. Markmiðið með hraðfrystingu er, að gera gerla, sem skaðlegir eru fyrir matvælin, óstarfhæfa. Þess vegna næst beztur árangur með að frysta matvælin við 25 gr. frost á C., og ef gæðamagn þeirra á að haldast sem bezt, eru þau 'geymd við — 20 gr. C. frost. Eftir því sem kuldastigið er lægra, verður geymsluþolið minna. Hraðfryst er í frystiklef- um og frystihólfum. Fyrir nokkrum árum komu á markaðinn frystikistur, þær eru mjög hentugar, sérstaklega fyrir húsmæður úti á landsbyggðinni. Haft er eftir einni prestsfrú, að hún hefði keypt sér frystikistu fyrir sparipeningana sína og sæi ekki. eftir þvi, hún gæti hrein- lega ekki án hennar verið. Til þess að hraðfrystingin tak- ist vel, verður að ahuga eftir- farandi: Öll matvæli, sem frysta á, eiga að vera fyrsta flokks, ný og ó- skemmd. Meðhöndlun fyrir frystingu á að vera fljót og nákvæm. Matvæl- unum er skipt og búið um þau til einnar eða tveggja máltíða, bæði vegna þess að frystingin gengur betur, ef pakkarnir eru litlir, og einnig vegna þess, að ekki er ráð- legt að frysta aftur það, sem hef- ur þiðnað. Innri umbúðir verða að vera loft- og gufuþéttar, þær þurfa einnig að falla vel að því, sem inn er pakkað. Þar má nefna: Alúminíumpappír, hæfilega þunnt plast og sérstaka tegund af sello- fon, eftir tegund matvælanna. (Plast og sellofon er straujað eða límt saman). Ytri umbúðir ,eiga að vera þannig, að þær varni ofþornun og fari ekki í sundur þó pakkarnir séu færðir úr stað eða blotni. Beztar eru vaxbornar pappaöskj- ur, sem lögun innihaldsins er mið- uð við. Vaxborinn pappír er á- gætur utan um reglulega lagaða pakka. Fóðraðir pokar eru einn- ið hentugir, þykkur, brúnn pappír eða grisjupoki. Til að geyma fljótandi matvöru, t.d. blóð, safamikla ávexti með sykurlegi, lifrarkæfu o.fl., er bezt, aö nota alúmíníumdósir og plastílát, einnig má nota leir- og glerílát. ílátin mega ekki vera alveg full, eða ca. 2—3 cm. brún frá kanti, og vera með loftþéttu loki, eða bundið yfir. Allt, sem látið er í frystihólf, verður að binda vel utan um og merkja nákvæmlega með inni- haldi, þunga og dagsetningu. Sjálf- sagt er að skrifa allt inn í bók um leið og látið er í frystinn, og strika svo út jafnóðum og það er tekið. Nauðsynlegt er að frysta mat- vælin strax og þau eru tilbúin. Raða verður pökkunum sem næst hliðum frystisins, og athuga þarf að bil sé milli frosinna og ófros- inna matvæla. Það, sem ber að hafa í huga við hraðfrystingu á kjöti. Frystið kjötið eins fljótt og hægt er eftir slátrun, nema ef það er fryst í heilum og hálfum skrokkum af stórgripum, þá verð- ur það að bíða nokkra daga. Hagsýni er, að taka skrokkana í sundur, þannig, að hæfilegt sé til einnar eða tveggja máltíða. Kjötið er undirbúið til mat- reiðslu þannig, sé það í sneið- um, er ágætt að láta málmpappír eða sellofon á milli. Nauta-, kálfa-, kinda-, svína- og fuglakjöt, er ágætt að geyma í pokum eða vaxbornum öskjum. Nautakjöt hefur lengst geymslu þol. Feitt kjöt geymist verr en magurt, vegna þess að fitan þrán- ar með tímanum, en einnig getur salt valdið þránun í kjöti, þó síð- ur ef kjötið er reykt. Fuglar, svið og innmatur. Fuglar eru plokkaðir og sviðnir eða hamflettir, tekið innan úr þeim, slcolaðir og þerraðir. Inn- yfli (hjarta, fóarn og lifur), sem hirða á, er sett í lítinn plastpoka innan í fuglinn og hann pakkaður inn í plast eða aluminiumpappír. Fugla má frysta með fiðri og inn- yflum. Svið er einnig nauðsynlegt að hreinsa áður en þau fara í frysti, þau eru pökkuð á sama hátt og fuglar. Innmatur, lifur, hjörtu og nýru geymast ágætlega fryst. Lifrina má einnig geyma hakkaða eða í ósoðinni lifrarkæfu. Soðin, fryst lifrarkæfa verður frekar sundur- laus. Blóð er fryst í ílátum, einnig má hvolfa því frosnu úr ílátinu og pakka því inn. Blóðmör geym- ist vel ósoðinn eða hálfsoðinn til- búinn í keppnum, gæta verður þess að hafa þá ekki of fulla, því að þeim er hætt við að springa í suðu. Hakkað kjöt. Ágætt er að hakka kjötið og móta í buff, karbonaði o. fl. Pappír er lagður á milli sneiðanna og fryst þannig. Kjöt- deig er betra að frysta ókryddað. Malreiðsla á frosnu kjöti. Kjöt, sem sjóða á, er látið fros- ið í pottinn. Lítil kjötstykki, t. d. kótelettur og lifur, er ágætt að láta á pönnuna og steikja við hæg anhita. Fugla má steikja eða setja í suðu, hálffrosna eða þiðnaða. Stór kjötstykki, sem steikt eru frosin, verður að steikja við hæg- an hita og hafa í huga eins og við annað frosið kjöt, að suðutíminn er lengri. Vefja má kjötið í aluminium- pappír, þá verður það safameira en brúningin minni. Þægilegt er að nota kjöthitamæli við steik- ingu á stórum steikum. Þegar kjöt er látið þiðna fyrir matreiðslu, er það gert í ísskáp eða við stofuhita, bezt er að láta kjötið þiðna hægt. Frosið þiðnað kjöt er meyrara en nýtt kjöt, þess vegna þarf það 10—15 mín. styttri suðu eða steik- artíma miðað við klst. Þá komum við að fiskinum. Fiskur, sem frysta á, verður að vera alveg nýr. Feitur fiskur hef- ur minna geymsluþol, t. d. lax og heilagfiski, vegna þess að fit- an þránar við langa geymslu. Það hefur gefizt vel að frysta feitan fisk eins og t. d. lax á eft- irfarandi hátt: Laxinn verður að vera alveg nýr. Honum er difið í soðið, kælt vatn og látinn frjósa, endur- tekið þar til myndazt hefur þykk ur klakahjúpur utan um fiskinn. Þannig geymist laxinn vel í nokkra mánuði. Þannig er fiskurinn undirbúinn fyrir frystingu. 1. Fiskurinn er hreinsaður og þerraður. 2. Lítill fiskur er frystur heill, annars skoririn í hæfileg stykki eða flakaður. 3. Fiskurinn er pakkaður í sellofan eða aluminiumpappír, pappír er einnig látinn á milli stykkjanna. Hvernig frystur fiskur er matreiddur. 1. Frosinn fisk má steikja eða sjóða strax. 2. Frosinn fiskur þarf heldur lengri suðu eða steikingu heldur en ófrosinn. 3. Fiskur sem er látinn þiðna fyrir matreiðslu þarf styttri suðu eða steikingu heldur en nýr fisk- Framhald á bls. 23. RETTUR VIKUNNAR íslenzkur kjúklingur í ind verskri karrysósu. Fyrir 5—6 manns. Matreiðslutími ca. 45 mín. 1 alikjúklingur ca. 800 gr. 2 msk. smjörlíki. 3 msk. hveiti. 1%—2 tsk karry. 1/2 1. vatn. 1 pk. hraðfrystar grænar baunir eða 1 dós af grænum baunum. Hlutið í sundur kjúklinginn í smá hluta, og brúnið í smjör- líki. Búið til sterka karrysósu. Setjið á pönnu smjörlíki, hveiti og karry, þynnið með kjötkrafti eða vatni. Látið brúnaðan kjúklinginn á pönnuna og sjóð- ið við vægan hita ca. 15 mín. Að lokum eru grænu baunirn- ar settar saman við og svolítið af rjóma eftir smekk. Borið fram með soðnum hrís grjónum, niðursoðnum smáum lauk (sultuðum lauk) og græn metissalati -með grapealdinum. T í M I N N, föstudagur 10. apríl 1964. — 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.