Tíminn - 10.04.1964, Síða 18

Tíminn - 10.04.1964, Síða 18
Kristján Friðriksson: byggist um of á ótraustum sjávarafla Er þörfá nýrri stefnu í iðnaðarmálum? Það hefur orðið að samkomu- lagi milli mín og ritstjóra Tímans, að ég skrifaði nokkra smá pistla hér í blaðið um iðnaðarmál. Að miklu leyti verða þetta hug- leiðingar og upplýsingar um iðn- aðarmál almennt — en að nokkru leyti er hér um að ræða, að ég hyggst gera grein fyrir nýrri stefnu, sem ég tel að þjóðinni sé allt að því lífsnauðsyn að tekin verði upp í iðnaðarmálum og efna- hagsmálunum almennt. í þessari grein verður leitazt við að sýna fram á, að sú stefna, sem fylgt hefur verið undanfarna áratugi — og sem fram kemur meðal annars í Framkvæmdaáætl- un ríkisstjómarinnar — sé mjög varhugaverð, jafnvel þjóðhættuleg — ef vér yrðum fyrir óhöppum með framkvæmd hennar, einkum ef aflabrest bærí að höndum. Einnig mun leitazt við að sýna, að jafnvel þótt vér yrðum jnestu heppni aðnjótandi, þá mundi framkvæmd núverandi stefnu alls ekki geta fullnægt þeim kröfum um hagvöxt og öryggi, sem eðlilegt væri að krefj- ast — og sem ég tel að vér gætum náð ef aðrar leiðir yrðu valdar í nokkrum afgerandi atrið- um. Tfl þess að geta sýnt fram á þetta mun ég hér birta eins konar áætlun eða rissmynd, um þróum sumra aðal-efnahagsþáttanna. í fyrsta lagi kemur greinargerð um hver hagvöxturinn þyrfti að vera «S1 þess að eðlilegum markmiðum yrðl náð — og miða ég þá við þann hagvöxt, sem hér þyrfti að vera orðinn eftir 10 ár. Þar næst verður leitazt við að draga upp eins konar mynd í tðl- nm, sem á að sýna hvemig þróun- in, samkvæmt núverandi stefnu mundi fullnægja kröfunum — eft- ir 10 ára tímabil. Og jafnframt önnur mynd, er á að sýna hvaða möguleika efna- hagslíf vort hefur til að standast þá raun ef óhöpp skyllu á — þ. e. a. s. verulegur aflabrestur. Svo birtast hér nokkur línurit, sem sýna eðli þess grundvallar, sem efnahagskerfi vort hvílir á að verulegu leyti. Þessi grein er eins konar for- máli að þeim köflum um iðnað, sem smátt og smátt munu birtast hér í blaðinu og mun þar leitast við að benda á leiðir, sem breytt gætu efnahagsaðstöðunni. Gert hvortveggja í senn: skapað grund- völl fyrir því aö eðlilegum hag- vexti yrði náð, ef heppni væri með, og sem gæti firrt oss efna- hagshruni, þótt aflabrest bæri að hðndum. Tíu ára áætlun um hag- yöxt Fyrst er pá að gera sér grein fyrir (í gró|um dráttum) hver hagvöxtur þyrfti að vera orðinn eftir 10 ár. Skal þá strax tekið fram, að hér mun einkun fjallað um þann þátt hagvaxtarins, sem er fólginn í útflutningsframleiðslunni — eða öllu heldur gjaldeyristekjum, því ég tel — og hef gert grein fyrir því áður hér í blaðinu — að ef tekst að tryggja nægilegar gjald- eyristekjur, þá verði stórum vanda minna að halda öðrum þáttum efnahagslífsins í tilsvarandi horfi — og er þó engan veginn verið að vanmeta gildi þessara annarra þátta, s. s. landbúnaðar, neyzlu- vöruiðnaðar, byggingaiðnaðar, samgöngustarfsemi o.s. frv. En þessir þættir mundu allir öðlast sína líftryggingu ef útflutnings- framleiðslan væri mikil og örugg — en vera í hættu ef hún bilaði. Eftir 10 ár mun íslendingum hafa fjölgað um 40 þús. 1. Neyzluaukning, þ.á.m. af inn- fluttum vörum þyrfti því að auk- ast, aðeins af þeím sökum um 22%. 2. Aukning neyzlu á hvem ein- stakling á ári þyrfti til jafnaðar að vera um 2%% til að halda í horfinu við kjarabætur annarra þjóða, en það samsvarar um 28% eftir 10 árin og má þá margfalda þannig, 1,22 x 1,28=1,56, þ. e. 56% vöxtur af báðum ofangreind- um ástæðum. 3. Vegna bættra lífskjara vex hlutfall innflutnings í neyzlunni. Tel ég að sá vöxtur muni samsvara 1% árlega (samkvæmt erl. reynslu). Það samsvarar um það bil 10,5% öll árin og má þá reikna þannig: 1,56 x 1,105 = 1,7238. Vöxtur alls -þyrfti því að verða 72% á innflutningi og þar af leiðandi einnig á gjaldeyris- tekjum. Hér vaknar því spuming um það, að hve miklu leyti þetta, mundi geta staðizt samkvæmt nú- verandi stefnu — og þeim líkum, sem ég tel að séu fyrir hendi. Hér koma grófar áætlanir um líklegar gjaldeyris- tekjur miðað við núver- andi stefnu Hér á undan var reiknað út, að til þess að æskilegum hagvexti ogi kjarabætum yrði náð, hér á landi, eftir 10 ár, þyrftu útflutnings- tekjur þjóðarinnar að vaxa um 72% frá því sem nú er. Nú má telja að gjaldeyristekj- ur af vöruútflutningi og þjónustu geti talizt um 5,7 milljarðar og miða ég þá við áætlað meðaltal áranna 1962 — 63 — en bæði þau ár vora góð aflaár. Tilsvarandi tekjur þyrftu að vera orðnar um 9,8 milljarðar (5,7 x 1,72) eftir 10 árin, miðað við að gjaldeyrisþörfin hefði vax- ið um 72% eins og greint var frá í siðasta kafla. Nú gerí ég áætlun — að sjálf- sögðu mjög grófa — um það, hvaða möguleika vér höfum til að ná þessu marki ög sundurgreini þá hina einstöku liði allt miðað við ríkjandi stefnu. Gjaldeyristekjur af neðantöld- um þáttum hafa orðið s.l. 2 ár að meðaltali eitthvað nálægt því sem greinir í fremsta dálki töflunnar hér að neðan. Síðan áætla ég til- svarandi tölur í miðdálkinum, mið að við líklegan vöxt á næstu 10 árum — og tel þar viðhafða mikla bjartsýni. í aftasta dálki eru svo áætlaðar tölur, miðaðar við að þorsk- og ýsuaflihn brygð ist um helming — en hér á eftir mun sýnt fram á að hæglega gæti svo farið, eitthvert stutt árabil. 5*3 co r- ■a 40 rH . — >N M C£) £’* g o « u !|i cU c4 05 £ •43 43 »5 & O H > ö-g-g Brúttó i millj. króna. Núverandi peningagiidl. A B c 1. Bolfiskur, hvítur a. til manneldis 1800 2200 900 b. fiskimjöl, lýsi o. fl. 170 200 85 2. Sfld til manneldis 700 800 600 verksmiðjuafurðir úr sfld og loðnu. 500 500 400 3. Aðrar fiskafurðir, hvalur, rækjur o.fl. 220 300 300 4. Landbúnaðarafurðir 250 450 500 5. Iðnaðarvöraútflutningar mið- uð við óbreytta stefnu. 60 150 200 6. Flutningsgjöld af skipum o.þ.h. 300 500 300 7. Gjaldeyristekjur af flugi 500 850 750 8. Tekjur af ferðamönnum. 80 250 300 9. Ýmsar tekjur 670 1150 770 10. Tekjur frá vamarliði 450 450 450 11. Gjaldeyristekjur af aluminiumvinnslu (netto) 0 100 100 12. Gjaldeyristekjur af kísilfyllu 0 50 50 13. Gjaldeyristekjur og — eða — spöran — af olíu- hreinsunarstöð 0 / 100 100 5700 8050 5805 Milljarða mun vanta að óbreyttri stefnu Eins og fram hefur komið, þyrftu gjaldeyristekjurnar að vera orðnar um 9,8 milljarðar eftir 10 ár (hér er miðað við árslok 1973). En eftir bjartsýnisáætluninni, (B - liður töfiunnar), vantar um 17 hundruð milljónir á að því marki yrði náð samkvæmt núver- andi stefnu — en samkvæmt áætl- un , sem gerir ráð fyrir hugsan- legum aflabresti í þorsk- og ýsu- aflanum, mundi vanta hvorki meira né minna en 4 milljarða — og er vandséð hvernig efna- hagslíf vort stæðist þá raun — því eins og síðar mun sýnt verða, eru mestar líkur til að slíkur afla- brestur gæti varað eitthvert ára- bil, t.d. 2 til 4 ár. Er þó ekki gert ráð fyrir að samtímis skylli á veralegur aflabrestur í síldveið- um, sem þó óneitanlega gæti hent sig. En þess er að gæta í sambandi við síldveiðarnar, að þar er um að ræða fleiri stofna, sem veið- arnar byggjast á — og ekki ástæða til að gera ráð fyrír að þeir bregð- ist allir samtímis. En af þessu tel ég, að ljóst megi verða, að þjóðarnauðsyn krefst þess að horfið sé inn á nýjar brautir og leitazt við að efla nýja þætti útfl.framleiðslu. Þar tel ég mesta möguleika í nýj- um greinum útflutningsiðnaðar — eins og síðar verður að vikið. Gjaldeyrístekjur af þorsk og ýsuveiðum geta ekki aukizt verulega. Aflinn er nú þegar hagnýttur vel Liggur þá næst að gera nokkra grein fyrir 1. tölulið töflunnar, sem varðar þorsk- og ýsuaflann, en ein af aðalástæðum fyrir því að ég rita þessa þætti, er sú, að ég álít að efnahagsuppbyggingin í þjóðfélaginu beinist allt of mik- ið að því að efla eina atvinnu- grein, íjávarútveginn, óbeint á kostnað annarra. Vér treystum allt of mikið á þessa einu grein. Stefna núv. ríkisstjórnar beinist of mikið að öflun fiskiskipa og virð- 500 400 300 200 100 ist allt vera miðað við að ótæm- andi möguleikar séu á vexti þess- arar atvinnugreinar. Nú er það svo, að fiskifræðing- ar telja að hámark þess afla, sem taka megi við ísland úr þessum stofnum, sé um 6Ö0 til 650 þúsund tonn á ári, jafnvel þótt árgang- amir héldust álika sterkir og ver- ið hefur að undanförnu. Hámark- inu er því næstum náð nú þegar. Varla mun ráðlegt að gera ráð fyrir að hlutur fslendinga í þess- um afla verði til jafnaðar meiri en 60 til 65% eða um 400 þúsund tonn. Samkvæmt því set ég töluna 2400 millj. í bjartsýnisáætlunina og er það þó afar óvarlegt. En þá er miðað við að nokkru betri nýt- ing fáist á aflanum en nú, og að aflamagn aukist nokkuð. Annars hef ég gert sérstaka athugun á því, hvort auka mætti verulega gjaldeyrisverðmæti þessa afla, með því til dæmis að vinna stórum meira magn en nú er gert, í smærri, dýrari umbúðir til fryst- ingar. Hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, mér til nokkurrar undrunar, að hvert kg. af 1. flokks fiski upp úr sjó gefur álíka gjaldeyrísverðmæti, hvort sem verkað er í frystingu, salt, eða jafnvel skreið. Athugun mín á þessu máli tel ég að hafi leitt til þeirrar niður- stöðu, að ekkert stórt land sé að vinna í sambandi við breyttar verkunaraðferðir á hvita bolfisk- inum. Og ég get bætt því við, að ég tel SH og SIS hafi unnið míkið og þjóðnýtt verk — erfitt og vandasamt — með þvi að hafa náð fótfestu fyrir íslenzkan freð- fisk á Bandaríkjamarkaði og víð- ar. Tilsvarandi gott verk höfðu aðrir aðilar (SIF) unnið fyrir saltfiskinn löngu áður í Miðjarðar- hafslöndunum og enn aðrir aðilar á öðram stöðum fyrir skreiðina. Er verið að mála f jandann á vegginn að ástæðu- lausu? Er þörf að byggja upp nýjan útflutningsiðnað? f C-lið töflu þeirrar, sem hér birtist, er gert ráð fyrir að afli af ýsu og þorski gæti minnkað, t.d. um helming, eitthvert árabil. Þess vegna sé þjóðamauðsyn að byggja upp nýja þætti útflutnings- 500 400 300 200 IOO 1905 Á þessu Ifnuriti sést aflamagn vl8 fslands frá 1905—1960 og er þvl nokk- unn veglnn framhald af Ifnurltlnu hér tll hœgrl. (Lfnurlt þetta er fonglB aS lánl h|á Jónl Jónssynl, forstöðumannl Flskldelldar). T í M I N N, föstudagur 10. aprfl 1964. — ! I , i i 18

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.