Tíminn - 10.04.1964, Page 19

Tíminn - 10.04.1964, Page 19
Annálamir sýna aí hér á landi hafa komiS löng og afí erfiS aflaleysistímabil LlnurltiS sýnlr hve árgangar þorskstofnslns voru mlssterklr á árunum frá 1920—1947. (Línurlt þetta fenglS aS lánl h|á Jónl Jónssynl, forstöðumanni Fiskldeildar). framleiðslu- og fer ég ekki dult með að þar hef ég einkum í huga útflutningsiðnað úr innlendum — og erlendum hráefnum. Síðar mun ég leitast við að sýna fram á möguleika vora í þeim efnum. En er nú þetta rétt? Er ástæða til að óttast aflabrest — eftir að vér höfum tileinkað oss hina miklu veiðitækni? „Fleytan er of smá, sá grái er utar“, sagði Einar Benediktsson og hefur oft verið í þessa setningu vitnað — og stundum ruglað menn. Sá grái heldur sig á landgrunninu — og fiskimenn fyrri tíma fóru um nær allt landgrunnið. Vestmanna- eyjar eru mitt í einu aðalveiði- svæðinu. Menn athugi að það voru sömu menn, sem sum ár öfluðu, aðeins 5-70 fiska yfir alla vertíðina, sem önnur ár fengu yfir 2000 fiska í hlut. En þjóð vorri tel ég lífs- nauðsyn að gera sér grein fyrir eðli þessa máls. Rannsóknir síðustu áratuga sýna, að það „lögmál“, sem veld- ur hinum mjög svo breytilega afla, stendur óbreytt, sbr. línurit nr. 2. Þjóðin er í lífshættu, efnahags- lega og menningarlega- ef hún ekki gerir sér grein fyrir eðli þess atvinnuvegar, sem hún fram til þessa hefnr einkum byggt afkomu sína á. Vil ég nú biðja menn að athuga vel þau línurit, sem hér fylgja. Þau skýra sig að miklu leyti sjálf. Af þeim kemur fram að fiskleysi hefur oft verið hér við land á undanförnum öldum, og það er hrein tilviljun, að ekki hefur orð- ið verulegt aflaleysi hér s.l. 60 ár. Þó lá mjög nærri að svo yrði á árunum um 1936 - 8 eins og línu- rit nr. 1 ber með sér. Glöggt má sjá þá hættu, sem vér erum í af þessum sökum með því að athuga línurit nr. 2, sem sýnir styrkleika árganga frá vissu árabili. Úr ein- um þeirra frá 1927 aflast t.d. að- eins um 18 þús. tonn. Hvemig hefði t.d. farið um afla hér við land, ef árgangur frá 1945 hefði misfarizt í álíka ríkum mæli og árgangurinn frá 1927. En árgang- urinn frá 1945 hefur staðið undir mjög miklu af afla síðustu ára. Línurit nr. 3 hef ég búið til eftir þeim gögnum, sem ég hef fundið í ýmsum skýrslum og ann- álum og á að sýna aflamagns- breytingar við ísland s.l. 300 ár. ef við það er bætt línuriti nr. 1. Þetta er auðvitað ekki nákvæmt og hef ég orðið að búa mér til reglur þær, sem það er sett upp eftir. Sumir segja að lítið sé að marka, þótt aflaleysi væri þegar léleg voru veiðarfæri. í því sam- bandi bið ég menn að athuga, að á þessum árum reru menn og sigldu um allt landgrunnið og höfðu skelfisk til beitu. Þó kom fyrir að menn fengu ekki nema ! 8 — 12 fiska í hlut eftir verðtíð-1 ina. Sðmu menn, sem fengu 1500 — 2000 fiska þegar fiskur var. Oft brast aflinn um allt land. Þá voru þó engir togarar til að tæma miðin. Ef litið er á línurit nr. 2 kemur í ljós að það eru aðeins fáir ár- gangar, sem standa undir aðal- veiðunum síðustu áratugi. Þannig hafa árgangamir frá 1922 og 1945 gefið um og yfir 700 þús. lestir í afla hvor, og árgangarnir 1924 og 1942 um 300 þús. hvor. Árgangam ir frá 31 - 36 gáfu um 150 til 250 þús. tonna afla, en minnstu ár- gangar sém athugaðir hafa verið síðari árin hafa aðeins skilað 18 - 30 þús. tonnum. En árgangurinn frá 1960 virðist sterkur, svo vænta má að mikill afli haldist einhver næstu ár. Þann tíma ættum vér að nota til að styrkja efnahags- líf vort í árvissari útflutnings atvinnugreinum. Lfnurlt þetta hefur höfundurlnn s|álf ur gert eftir helmlldum sem tll eru um aflabrögð hér vlð land frá T64é —1900. Það er að sjálfsögðu ófull- komið, en sýnlr þó hversu stórfellá at sveiflur hafa verið í aflamagnl é þessum tíma. Það er lögmállð um mismunandi styrklelka árganganna sem þarna kemur fram. Þá voru þó engir togarar eða dragnætur tll að skafa mlðin. Sama lögmál gildir enn, sbr. hln linurltin. Soí loi Sðl „Góður sævarafli um allt land“. Hlutir 16 hundruð tólfræð. 1653. „Lestarhlutir“. „Fiskigangur mikill kring um allt land“. (Fitjaannáll) "c i-j „Hlutir mikllr" (Hests-annáll“.) 1671 „Fiskiár gott kring xun allt land“. (Svarfaðardalsannáll). 1684 „Hlutaveturinn mikli“. (Purkeyjaann- áll). 1685. „Mannskaðavetur". Margir teinær- ingar týndust. 1692. Fólk féll úr harðrétti. Fiskleysi. Margir dóu úr sulti — mest fyrlr sunnan og vestan — búðamenn, er sjóbændur höfðu dregið að sér á fiskiárunum. 1699. Hallæri í Vestmannaeyjum er orsakað- ist af fiskleysi þar 3 undanfarin ár. 1701. „Bóndinn í Njarðvík hafði 30 hluti í sjó og fékk 306 fiska á þá alla yfir vertíð- ina.“ „Gottrup lögmaður átti 7 menn í veri og ékki einn fisk eftir þá alla að vertíðar- lokum." í Vestur-Skaft. voru 460 niður- setningar á 246 býlum. 1702. „Mannfall á Akranesi af förufólki". „Hafði í þessum og undangengnum harðind- um dáið 600 í Skagafirði en 9000 á íslandi öUu.“ „Þjófar markaðir og hýddir í flestum sveitum“ og 6 hengdir. Um 1742. „Svo mikil fiskiganga að menn mundu hana ekki meiri." 1747. „Fiskleysi um Suðurnes — sveitafólk fékk eigi fisk fyrir smjör.“ 1753. „Mikil þjófaöld“. 1770. „Hinn bezti fiskafli um land allt.“ 1782. „Á þorra og góu fór fólk að deyja úr hungri við sjávarsíðuna.“ 1783 var á góu búið að éta 30 hross á Langanesi. „Móðuharðindin“ byrjuðu svo þá um vorið og þá vantar alveg frásagnir um aflaföng sum árin, sjá skástrik. 1792 var víða enginn afli, en fer svo hraðvaxandi næstu ár. 1813. „Aflabrestur alls staðar, tugthúsfang- ar um haustið sendir heim á sveitir sínar 1822. „Ágætur fiskafli um allt Suður og Vesturland." 1829. „Var þá hlaðafli af fiski syðra og vestra og höfðu sumir fengið 1700 hlut fyrir vertíð." 1861-------,mjög aflalítið við Faxafióa svo fáir náðu hundraðshlut." En í bréfum Páls Melsteð segir að þetta ár hafi kappmestu formenn og hlutamenn á Álftanesi haft 10 til 20 fiska eftir vertíð. Sbr. einnig Þjóðólf. 1868 var meðalhlutur um Suðurnes og Garð 80 til 100 fiskar — en fjöldi manns hafði svo að segja ekki séð fisk f sumum verstöðvum. — Stórmiklu fé var skotið saman í Dan- mörku til hjálpar nauðstöddum. Sbr. fsa- fold. 1865. Aflaleysið á vertíð við Faxaflóa og á Suðurlandi var einstakt, svo menn mundu ei slíkt — hlutir 200 hæst í Vestm- og Þorlákshöfn, en þeir voru margir sem eigi fengu meira en 5—10 fiska hlut eftir vertið- ina — „eigi fáir er varla komu á skiptum gjörvalla vertíðina. T f M 1 N N, föstudagur 10. apríl 1964. — 19

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.