Tíminn - 10.04.1964, Page 24
Stilia orgelið í Kópavogskirkju
Norðfjarðarflug
daglega í sumar
FB-Reykjavík, 9. apríl.
Beechcraft-vél Flugsýnar fór í J
fyrsta sinn til Norðfjarðar í dag
og voru fjórir farþcgar með vél-
Útvarps-
umræða
í kvöld
TK-Reykjavík, 9. aprfl.
ÚtvarpaS verður amnað
kvöld umræSum frá Samein-
uðu Alþlngi. UmræSurnar
verða um Hllögu til þings-
ályktunar um utanríkisstefnu ,
íslenzka lýveldisins, sem flutt
er af þlngmönnum Alþýðu-
bandalagsins. Er umræSunum
útvarpað að ósk flutninga-
manna tlllögunnar. Tvær um-
ferðlr verða í umræðunum,
hln fyrri 25—30 mín. til handa
hverjum þingflokki og 15—
20 mínútur, eða samtals 45
mánútur tll handa hverjum
þingflokki. Röð flokkanm
verður þessi: Alþýðubandalag,
Alþýðuflokkur, Framsóknar.
flokkur, Sjálfstæðisflokkur.
Ræðumenn af hálfu Framsókn
arflokksins f þessum umræð-
um verða þeir Ólafur Jóhann
esson og Þórarinn Þórarins-
son.
inni, en til Reykjavíkur flutti hún
tvo farþega. Bjarni Þórðarson,
bæjarstjóri, sagði í viðtali við
blaðið í dag, að í sumar myndi
ekki veita af, að vélin færi á milli
að minnsta kosti einu sinni á dag,
og væru Norðfirðingar nú vongóð
ir um, að með þessum bættu sam
göngum væri 6—8 mánaða árleg
cinangrun úr sögunni.
Flugvélin lenti á vellinum í
Neskaupstað um hálf fjögur í dag
og voru flugmenn í þessari ferð
SVerrir Jónsson og Egill Bene
diktsson. Á flugvellinum var sam
ankominn múgur og margmenni
til þess að fagna vélinni, en far-
þegar í vélinni létu vel af ferð-
inni, og sögðu það gott að vera
nú lausir við að hristast í bíl frá
Egilsstöðum.
Bjarni Þórðarson sagði í dag,
að Norðfirðingar bindu miklar
vonir við þetta flug, en kaupstað-
Framhald á bls. 23.
KJ-Reykjavík 9. apríl.
Um þessar mundir er unnið
að því að stilla nýtt orgel sem
komið hefur verið fyrir í Kópa
vogskirkju. Er hér um að ræða
pípuorgel enskt að gerð frá
verksmiðjunum Alfred I. Davi-
es and Son í Northampton.
Orgel þetta er annað sinnar
tegundar hér á landi hitt er í
Stokkseyrarkirkju. Orgelið er
með 14 raddir, 42 „register“ tvö
nótnaborð og fótspil. Sérstakur
útbúnaður er á hljóðfærinu sem
gerir það mögulegt að ef leikin
eru á það stór verk margra
radda má stilla orgelið fyrir
allt verkið fyrirfram. Það sem
einkum skilur þetta orgel frá
öðrum pípuorgelum er, áð öllu
verki þess er stjórnað með raf
magni, sem gerir m. a. mðgu-
legt að hafa nótnaborðið sjálft á
allt öðrum stað en pípurnar
eru. Lítil líkamleg áreynsla fylg
ir því að spila á svona orgel.
Hita og kuldabreytingar haía
engin áhrif á hljóðfærið sem
er lítið fyrirferðar, en gefur
þráttfyrir það mikla möguleika.
Pípur orgelsins eru yfir eitt
þúsund að tölu, og eru minnstu
pípumar fremst en þær stóru
aftast. Allar leiðslur í orgelinu
Framhald á bls. 23.
4 Hér eru þeir að vinna vlð
stillingu orgelslns, Mr. Garner
tll hægri og organistirvn í Kópa-
vogsklrkju, Guðmundur Matthías
son.
Surtshraun stækkar ört
HF, Reykjavík, 9. apríl.
Björn Pálsson flaug í kvöld, á-
samt Sigurði Þórarinssyni og fleira
fólki, yfir Surt, sem nú spýr eldi
og brennisteini- Sagði Sigurður,
þegar hann kom til baka, að hraun
rennslið væri sízt minna en verið
liefði, og nú bentu allar Hkur til
þess, að Surtur kæmist einhvern
tima á landakort.
Eldsúlan var ekki mjög há, en
eyjan var öll sveipuð gufumekki, ag
^ undan honum rann hraunið í stríð'-
um straumum. Aðalstraumurinn
teygir sig suðvestur af eyjunni, 700
—800 metra langur og 100 metrar
á breidd. Sagðist Sigurður gizka á
það, að hraunstraumurinn væri
svona 2/3 af lengd eyjarinnar.
Smáhraunlækir renna annars 6tað
ar niður af eyjunni og á meðan
breikkar aðalhraunið sig, því að
um leið og það hækkar breikkar það
út á við. Á hinum enda eyjarinnar
er stórt vatnslón enn sem áður, en
hraunið hefur ékki náð þangað enn-
HEFUR BORAÐ 640 M
FB—Reykjavík, 9. apríl
Norðunlandsborinn heldur stöð
ugt áfram að bora í Vestmannaeyj
um, og er hann nú kominn nið-
ur á 640 metra dýpi, en haldið
veður áfram lengi enn, því ekki
er búizt við vatni fyrr en komið
cr meira en 1000 metra niður.
Dagbjartur Sigursteinsson verk-
stjóri við borinn, sagði að verkið
gengi sæmilega. Holan hefði verið
þétt vel, og ekki kæmi neinn sjór
í hana lengur, en það olli nokkr
um töfum í byrjun, og holan er
[ nú alveg þétt.
Framhald á bls. 23.
þá, þó að það teygist í áttina. Sagði
Sigurður að lokum, að hraungosið
hefði verið skrautieg sjón í kvöld-
húminu.
AUDEN TIL
VESTFJARÐA
BÓ-Reykjavík, 9. apríl
Brezka skáldið Auden flaug til
ísafjarðar upp úr hádegi í dag
með flugvél Björns Pálssonar. —
Auden ætlar að heilsa upp,á gamla
kunningja þar vestra og fara með
báti til Melgraseyrar, en þar dvald
ist hann um hríð á ferðalagi sínu
fyrir tæpum þremur áratugum. —
Auden mun fljúga suður frá Mel-
graseyri eða Arngerðareyri á
sunnudaginn. Guðjón Guðjónsson
flaug með hann vestur.
Stéraukið Vestmannaeyjaflug
FB-Reykjavik, 9. apríl.
Flugið til Vestmannaeyja hef-
ur stóraukizt það sem af er þessu
ári, ef horið er saman við sama
tíma í fyrra. Þá voru lendingar
í marzlok orðnar 95, en nú voru
þær 168. Ef til viíl má þakka
Surti þessa miklu umferð til
Eyja, en þar við bætist svo nýja
flugbrautin og óvenju gott veður
í vetur.
Bjarni Herjólfsson í flugturn-
inum í Vestmannaeyjum sagði okk
ur i dag, að frá því norður-suður
flugbrautin var tekin í notkun 6.
marz hefði verið lent á henni
Föndursýning
KJ-Reykjavík, 9. apríl.
Æskulýðsráð Kópavogs hélt
sýningu á munurn er unglingar
í Kópavogi hafa gert á vegunt
ráðsins í vetur. Sýning þessi var
í Félagsheimili Kópavogs og
gat þar að líta fjölbreytta og
fallega framleiðslu ungling-
anna. Starfsemi ráðsins hefur
verið mjög blómleg í vetur og
hafa hundruð unglinga unnið
að ýmiskonar tómstundavinnu
á vegum þess. Formaður Æsku
lýðsráðs Kópavogs er Jóhanna
Bjarnfreðsdóttir, en leiðbein-
cndur t vetur voru 10 talins.
Ilér á myndinni til hliðar er
ung stúlka sem tekið hefur þátt
í starfseminni í vetur, og á
borðinu eru ntunir sem hún
ltefur búið til.
12 sinnum, þar af 6 sinnum í marz
— en hann hefur verið óvenju
þægilegur við okkur á austur-
vestur brautinni til þessa, bætti
Bjarni við, enda hefur tíðin verið
góð.
Svo hringdum við í Vilhelm
Júlíusson verkstjóra í nýju flug-
brautinni, og spurðum hann frétta
af lagningu hennar. — Við luk-
um við 350 metra 6. marz, og
þá var brautin tekin í notkun.
Nú erum við að vinna að næsta
áfanganum í lagningunni, og er
ætlunin að lokið verði við 625
metra í maílok, eða fyrst í júní.
Frekari framkvæmdir hafa ekki
verið ákveðnar enn þá, en á teikn
ingu er brautin 1300 metrar.
— Það vinna 9 menn við braut
argerðina tíu tíma á dag, og að
undanförnu höfum við mikið
þurft að sprengja, en það fer nú
að verða búið. Líklega byrjum við
Framhald á bls. 23.
i