Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 6
Ljóðsins tunga í nýkomnu hefti af Skírni, birtist snjallt erindi eftir séra Svein Víking, er nefnist: Ljóð- ið og tungan. Erindi þetta var flutt fyrir þremur árum á veg um Rímnafélagsins. Séra Sveinn ræðir hér m. a. um orsakir þess, að íslendingar skuli hafa betur varðveitt hið forna mál en aðrar norrænar þjóðir, en sú var tíðin, að ein tunga var töluð um öll Norðurlönd. Séra Sveinn segir suma þakka þetta einangrun landsins, en aðra sagnaritun okkar. Hér voru ritin strax skráð á móðurmál- inu, en ekki latínu, eins og sið- ur var með öðrum þjóðum. Hvorugt þetta telur séra Sveinn þó fullnægjandi skýringu, held ur hafi það gert gæfumuninn, að íslendingar hafi frá upphafi verið skáldhneigðari en frænd- þjóðirnar á hinum Norðurlönd unum og því gert tungu sína að Ijóðsins tungu. Ef til vill megi rekja þetta til blóðblöndunar við íra. En hvað, sem um það er, hafi ljóðagerð verið furðu- lega almenn á landi hér frá upp hafi íslands byggðar og frásagn ir í ljóðum lifað á vörum þjóð- arinnar og ein kynslóð numið þær af annarri. Skáldskapurinn hafi orðið þjóðaríþrótt, svipað og þjóðdansar hjá öðrum þjóð- um. Það gerði þessa þjóðar- íþrótt skemmtilegri og auð- veldari, að íslenzk tunga er pngri annarri þjóðtungu lík að rnýkt, svefgjanleik og orðkyngi. Málið sjálft hvatti til ríms og stuðla, en ljóðagerðin auðgaði svo tunguna nýjum orðum og orðmyndiun. Ljóðin lifðu á vör- um fólksins og gengu í arf frá kyni tH kjms. Fyrir vikið varð- veittist tungan litið breytt og jðk við sig nýjum orðum, eftir því, sem þörfin krafði, með eðlilegum hætti og samkvæmt óskráðum lögmálum, líkt og blaðlð vex á greininni. Hagyrðingar í hverri sveit I niðurlagsorðum erindis síns, farast séra Sveini m. a. orð á þessa leið: „í þessu erindi hef ég eink- um viljað benda á tvö meginat- riði. í fyrsta lagi, að ljóðagerð hefur verið þjóðaríþrótt okkar allt frá upphafi íslands byggð- ar, svo almenn, svo vinsæl, svo samgróin þjóðarsálinni, að vart mun nokkurn tíma nokkur sveit á fslandi hafa verið svo fátæk og umkomulaus, að hún ekki ætti hagyrðinga — og oft ast fleiri en einn og fleiri en tvo, sem ortu rétt kveðnar vís- ur, höfðu brageyra og kunnu góð skil á reglum stuðla og ríms. Að hafa yfir vísur og ljóð var um ald- ir ein höfuðskemmtunin á hverju heimili. Enda var það talið einkenni á fábjánum, ef þeir gátu ekki lært eða farið óbjagað með vísu. í öðru lagi: Ljóðagerðin og ljóðageymdin hefur átt sterkasta þáttinn í því að viðhalda tungunni, ekki aðeins orðaforða, heldur og að framburði, þar sem rím og stuðlar komu í veg fyrir, að hljóð hennar afbökuðust og end ingar orða féllu niður fyrir lat- mæli, svo sem orðið hefur reyndin hjá frændþjóðum okk ar, sem þó upphaflega mæltu á sömu tungu og við. Ennfremur urðu ljóðin og hinir erfiðu hætt ir þeirra til þess að auðga tung una á margan hátt og efla mýkt hennar og frjómagn". Efni og form Séra Sveinn víkur síðan nokkrum orðum að ljóðaform- inu og segir: „Við höfum orðið þeirrar miklu náðar aðnjótandi að eiga og vera trúað fyrir að varð- veita svo undursamlega og máttuga tungu, að við getum búið hugsanir okkar, hvort heldur er í ljóði eða lausu máli, í glæsilegri, fegurri og þrótt- meiri búning en flestar, ef ekki allar þjóðir. En fyrst og fremst er hún þó og verður ljóðsins tunga. Þar nýtur sín fyrst til fulls kynngi hennar og mýkt. Þetta megum við og eigum að muna. Og þess mega ekki sízt þeir minnast, sem nú telja sig slíka jöfra bókmennt- anna, að þeir þurfi hvorki á stuðlum né rími að halda til þess að tjá hugsanir sinar og andagift. Öll tjáning krefst forms. Og fullkomin tjáning krefst fullkomins forms. Ann- ars verður hún lágkúruleg og lítils virði og ekki líkleg til var anlegra áhrifa eða langra' líf- daga. Hið sama listaverk sam- einar jafnan háfleygi andans og fegurð eða áhrifamátt forms ins. Hvorugt má án hins vera“. Matið á í jóðlistinni. Sá ófullkomni útdráttur, sem hér hefur verið gerður á er- indi séra Sveins Víkings, gef- ur tilefni til ýmissa hugleið- inga. Hvernig er háttað vernd íslenzkrar tungu í dag? Margir aðilar eins og t. d. skólarnir gera sitt bezta. En er það tung unni til eflingar, að ríkisstjórn- in -hefur veitt erlendum aðila einkaleyfi til reksturs á sjón- varpi, þar sem allt talað orð er á erlendu máli? Og hvernig metur þjóðin ljóðagerðina? Engir listamenn fá minni fjár- hagslega þóknun fyrir verk sín en ljóðskáldin. Ljóðabækur seljast illa. Við úthlutun lista- mannalauna er alltof lítið til- lit tekið til þeirrar sérstöðu ljóðskáldanna. Þó halda þeir uppi þeirri listgrein, sem þjóð- legust er og mikilvægust fyrir tunguna. Alþingi hefur ekki heldur þótt sæma að veita ljóðskáldunum sömu viður- kenningu og söguskáldunum. Suma þeirra mun þó iðra þess úú, að þeir skuli ekki hafa átt þátt í því að setja Davíð Stef- ánsson á bekk með Halldóri Lax ness og Gunnari Gunnarssyni, Sú tillaga mun nú hafa komið fram í úthlutunarnefndinni, að þeir Tómas Guðmundsson og Jóhannes Kjarval yrðu settir á bekk með þeim Halldóri og Gunnari. Hún náði þó ekki fram að ganga. Ljóðlistin er að verða oln- bogabarn og það er ekki aðeins skaðlegt henni, heldur þjóð- inni. Tvær mannlýsingar í áðurnefndu erindi séra Sveins Víkings rifjar hann upp þekkta sléttubandavísu, sem felur í sér tvær mannlýsingar eftir því hvernig hún er lesin. Vísa þessi getur á margan hátt verið sýnishorn þess hvernig viss stjórnmálablöð lýsa annars vegar leiðtogum flokks síns og hins vegar leiðtogum andstæð- inganna. Rétt lesin hljóðar vís- an þannig: Dóma grundar, aldrei ann örgu pretta táli. Sóma stundar, hvergi hann hallar réttu máli. Sé vísan hins vegar lesin öf- ugt hljóðar hún á þessa leið: Máli réttu hallar hann, hvergi stundar sóma. Táli pretta örgu ann, aldrei grundar dóma. Sumarkveðja til bænda Bændur fengu sumarkveðju frá ríkisstjórninni. Ríkisstjórn- in hefur fellt niður niðurborg- anir á verði tilbúins áburðar og hækkar hann því verulega. Við þetta bætist svo, að bændur skortir mjög rekstrarlán til áburðarkaupa. Afleiðing þessa hvort tveggja verður bændum því hin örðugasta. Erfitt er að sjá, hvað veldur þessari ákvörðun stjórnarinnar. Niðurfelling niðurborgunarinn- ar mun hækka afurðaverðið og auka þannig dýrtíðina. Ríkið hefur meira en nóg fé til nið- borganna, svo að ekki verður því umkennt. Þetta er eitt af hinum mörgu fálmkenndu að- gerðum stjórnarinnar, sem eng- an skynsamlegan tilgang hefur, en auka mörgum vandkvæði og valda auknu losi í efnahagsmál- um. Þetta sýnir jafnframt, hve landbúnaðarráðherra fær litlu ráðið, því ótrúlegt er, að hann hafi verið þessu samþykkur. Geðillska í stiórnar- Hlöðunum Samstarf verkalýðsfélaganna um hátíðahöldin 1. maí glæðir þá trú, að ríkisstjórnin muni nú heldur taka þann kost að semja við verkalýðshreyfinguna en að reyna lögþvingunarleið að nýju eða láta dýrtíðarskriðuna halda áfram. Þó virðist talsverð fýla í stjórnarblöðunum í þessu sambandi. Alþýðublaðið hælir norska gerðardómnum, sem er miðaður við allt aðrar aðstæður, og Mbl. hrópar hástöfum, að Tíminn sé að spilla fyrir, þegar hann bendir á, að verðlag hafi hækkað meira en kaupgjald á undanförnum árum. Tíminn hefur hér ekki gert annað en að árétta það, sem öll verka- lýðshreyfingin er sammála um, jafnt stjórnarsinnar sem stjórn- arandstæðingar. Eða vill Mbl. halda þvi fram, að Guðjón í Iðju hafi gert þpð til að spilla fyrir samningum, er hann und- irritaði 1. maí-ávarp fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, þar sem þetta er skýrt tekið fram? Þessi skrif Mbl. er því ekki aðeins heimsku leg, heldur sýna furðulega and úð á þeim samningum, sem nú standa yfir. Þau benda til, að sterk öfl innan stjórnarflokk- anna vilji alls ekki samninga við verkalýðshreyfinguna. rýraa Nýju heimilin Eins og Eysteinn Jónsson rakti nýlega í umræðum á Al- þingi, hefur dýrtíðarstefna rík- isstjórnarinnanr ekki leikið neina eins grálega og unga fólk ið. Um langt skeið hefur stofn- un heimilis ekki verið eins kostnaðarsöm og nú. Framsóknarmenn hafa í sam- bandi við tollskrárfrumvarp það, sem nú liggur fyrir Al- þingi, reynt að bæta nokkuð hlut nýju heimilanna. Þeir hafa lagt til að tollabyrðin, sem nú leggst beint á hin nýju heim- ili, yrði minnkuð á þeim á tvennan hátt. í fyrsta lagi á þanh hátt, að tollar af bygg- ingarefni, sem fer til íbúða inn an við 360 kúbikmetra að stærð verði að mestu endupgreiddir eða sem svarar 30—40 þús. kr. á íbúð. f öðru lagi á þann hátt, að tollar á heimilisvélum, eins og rafmagnseldavélum, þvottavélum og ísskápum' verði lækkaðir úr 80% í 50%. í umræðunum um þessi mál í efri deild, benti Helgi Bergs m. a. á, að hinn hái stofnkostn- aður heimilanna ætti sinn þátt í því, að sumu af því fólki, sem væri að sligast undir honum, fyndist eins og verðbólgan væri nauðsynlegur bandamaður sinn. Það væri nóg, að nokkur hópur manna eða þeir, sem stefndu að óeðlilega mikilli eignasöfnun, hefðu þetta sjónarmið. Það væri í alla staði óhollt, að ungt fólk, sem væri að mynda heim- ili, þyrfti einnig að líta þann- ig á málin. Ríkisstjómin taldi tollabyrð- ar nýju heimilanna ekki of þungar. Hún lét þinglið sitt fella þessar tillögur Framsókn- armanna. Skattahækkanir Alþingi hefur undanfarið fjallað um skattafrumvörp rík- isstjómarinnar. Þau voru á sín- um tíma, auglýst sem mikil skattalækkun. Nú er komið í ljós við nánari athugun, að því er síður en svo til að dreifa. Breyting sú, sem er gerð á út svarslögunum, hefur engin raun veruleg lækkunaráhrif, þegar þess er gætt, að sveitarfélögin hafa að undanförnu veitt mik- in afslátt frá útsvarsstiganum, en munu nú minnka þann af- slátt. Aðalatriðið er, að þau jafna nú undantekningarlaust niður hærri heildarupphæð út- svara en áður. Um frumvarpið varðandi tekjuskattinn er það að segja. að það eykur að vísu persónufrádráttinn um 30%, en raunverulega ætti hann að aukast um 55—74%, ef miðað Framhald á 13. síðu. UM MENN OG MÁLEFNI 6 T I M I H N, sunnudagur 3. mai 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.