Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 13
Skrifað og skrafað Framíiald af 6. síðu. er víð hækkanir á verðlagi og tekjum síðan hann var seinast ákveðinn. Við þetta bætist svo, að skattstiganum er breytt þannig, að tekjuskattur, sem legst á meðalháar og lágar skatt skyldar tekjur hækka veru- lega eða þannig, atj hann hækkar úr 5.500 kr. 1 7000 kr. á 50 þús. kr. skattskyldar tekj ur, úr 9.500 kr. í 13.000 kr? á 70 þús. kr. skattskyldar tekjur, og úr 14.500 kr. í 19.000 kr. á 90 þús. kr. skattskyldar tekjur. Menn með miðlungstekjur verða þannig að greiða frá 1500—4.500 kr. hærri tekju- skatt en áður. Hækkun tekjuskattsins verð- tir hins vegar lítil hjá þeim, sem hæstar tekjur hafa. Þann- ig hækkar tekjuskatturinn, sem maður með 250 þús. skattskyld ar tekjur greiðir, aðeins um 7%, en á þeim, sem hafa 30— 70 þús. kr. skattskyldar tekjur, TIL SÖLU 2ja herb. íbúð við Langholts- veg. 1. veðréttur laus. 2ja herb. ný og glæsileg íbúð við Ásbraut. 2ja herb. kjallaraíbúð í Norð- urmýri. Sér inngangur. Sér hitaveita. 3ja herb. rishæð í austurborg- inni meo sér hitaveitu geymslu á hæðinni, þvotta- krók og baði. 3ja herb. efri hæð i steinhúsi við Bragagötu. Góð kjör. 1. veðréttur laus. Sja herb. hæð í timburhúsi við Shellveg. Eignarlóð. Bílskúr. Útborgun kr. 120 þús. )Sja herb. risfbúð við Lindar- tgötu. 3ja herb. rishæð við Sigtun 3ja herb. nýstandsett kjallara- íbúð við Þverveg. AUt sér. 3ja herb. vönduð fbúð við Suð uriandsbraut. Steyptur bíl- skúr. Útborgun. kr. 150 þús. 4ra herb. ný og glæsileg íbúð í austurborginni, næstum fullgerð. Mögulefkar á hag- kvæmu láni. 5 herb. nýleg jarðhæð í Kópa- vogi. 2 eldhús. Allt sér. Út- borgun kr. 350 þús. 5 herb. nýleg og glæsileg hæð við Rauðalæk. 5 herb. hæð í nýju timburhúsi múrhúðað innan með vönd- uðum innréttingum. 5 herb. nýleg íbúð við Hlíðar- veg. Sér hiti, þvottahús á hæðinni. Bílskúr. Húseignir í Kópavogi Luxns hæð, 4—5 herb. ásamt stóru vinnuplássi í kjallara, sem má breyta í 2ja—3ja herb. íbúð. Selst með hæð- inni, eða sér. Steinhús við Langholtsveg, 4 herb. íbúð í risi. 3 herb. á hæðinni. 800 ferm. ræktuð og girt lóð. 1. veðréttur laus í báðum íbúðunum, sem selj ast saman eða sfn í hvoru lagi. Glæsilegt einbýlishús við Mel- gerði í Kópavogi. Fokhelt með bflskúr. 6 herb. endaíbúðir, 130 ferm. í smíðum i Kópavogi. Sér þvottahús á hæðinni. Sam- eign utanhúss og innan full frágengin. Hitalögr. með sér hita. Tvennar svalir. AIMENNA FASTEIGNASAIAN UNDARGATAJ^SÍMI^IIBO H3ALMTYR PETURSSON hækkar skatturian úr 20—37%. Mest verður hækkunin á allra lægstu tekjunum. Á 10 þús. kr. skattskyldar tekjur, hækkar skatturinn hvorki meira né minna en um 100% (úr 500 kr. í 1000 kr.) Þannig lítur þessi „skatta- lækkun“ ríkisstjórnarinnar út í reynd. Til viðbótar ðllum heyzlusköttununi, hækkar tekju skat.turinn á_ miðgtéttum og Jágtekjufólki, en ’ þeir tekju- hæstu látnir sleppa bezt. ALLIR KOMU AFTUR Framhald af 9. síðu. urðu þama til góðar sögur, ýmsar lagaðar,\ svo þær fengju rétta hnykki á réttum stöðum, og er mér minnisstætt að þarna sat Sigurður Matthíasson í öndvegi og veitti umgang af bjór. Og þessi kvöldstund var svo stórkostleg og íslenzk, að það var ekki fyrr en maður kom upp í herbergið sitt og heyrði Lundúnahjartað slá fyr- ir utan gluggann, að maður átt- aði sig á því að við vorum ekki stödd í einhverjum skíðaskála í dalverpi uppi á Íslandí, heldur í einni af mestu borgum veraldar. Nú fer að styttast í þessari sögu og eiginlega ekki annað eft- ir en þakka Flugfélagi íslands fyr ir sig. Mér þótti gott að koma tfl Englands í fyrsta sinn með þessu FASTEIGNASALAN TJARNARGÖTU 14 Tjamargötu 14 auglýsir í dag eftirtaldar ÍBÚÐIR: 2ja herb. góð kjallaraíbúð við Drápuhlíð. 2ja herb. kjallaraíbúð við Njáls götu. 2ja herb. fbúð á 2. hæð við Ásbraut. 3ja herb. íbúð á hæð við Holts götu. 3ja herb. fbúð á hæð við Stóra- gerði. 3ja herb. fbúð á hæð við Ljós- heima. 3ja herb. fbúð á hæð við Löngu hlíð. 3ja herb. fbúð á hæð við Þver veg., 3ja herb. fbúð í risi fið Sörla- skjól 3ja herb. mjög góð fbúð á 2. hæð við Mávahlíð. Teppi | fylgja. irra herb. íbúð á hæð í stein- húsi við Kársnesbraut. 4ra herb. íbúð á jarðhæð við Bugðulæk Sér hiti. Teppi fylgir 4ra herb. íbúð nær tilbúin, á 1. hæð við Háaleitisbraut. 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Hjarðarhaga. 4ra herb. íbúð á hæð við Stóra- gerði. 4ra herb. íbúð á hæð við Vall- argerði. 4ra herb. fbúð í risi við Drápu- hlíð. 4ra herb. íbúð á hæð við Njörvasund. 5 herb. íbúo á hæð við Klepps veg. 5 herb. íbúð á hæð við Rauða- læk. 5 herb. fbúð á hæð við Guð- rúnargötu. 5 herb. fbúð á hæð við Grænu hlíð. 5 herb. íbúð á rishæð við Tóm- asarhaga. Lítið hús utan við bæinn — Hentugt fyrir sumarbústað. fbúðir í smíðum við Fells- múla, Þinghólsbraut, og víðar. Einbýlishús og tvíbýlishús í Reykjavík og Kópavogi. Fasteipasalan Tjarnargöfu 14 Sími 20625 og 23987 móti, í boði islenzks stórveldis. Raunar var mér orðið það nokk- urt feimnismál að liafa ekki kom- ið í þetta land, en liafa hins veg- ar komið að Kýrrahafinu bæði að austan og vestan, og allt suður í Afríku. Og hafi ég sagt fyrr í þessari frásögn að Bretar >væru geðfelldir vil ég endurtaka það nú, undir lokin. Þeir hafa oft orð- ið að loka augunum og hugsa um England, eins og mærin góða á brúðkaupsnótt sinni forðum, og þótt spekingar tali nú um þá sem þriðja flokks veldi, hvað sem það nú þýðir, er aldrei að vita nema að þeir eigi eftir að reisa þær sperrur við Evrópu, að við Evropu búar eigum eftir að snúa okkur til þeirra enn einu sinni fullir virðingar á þessari eyþjóð, sem hefur svo margt ágætlega sagt og gert. En sem sagt, nú var ekkert eft- ir annað en koma sér heim með viðkomu í Oxford Street, Dolds og Glasgow. Ég hallaði mér að gömlurri Lundúnaref og gerði góð kaup á mánudagsmorguninn, þótt ég hefði litlu meira fé með hönd- um en þær tuttugu danskar krón- ur, sem var látið duga í Kínareisu hér á árum áður. Þótt komið væri að leiðarlokum var veizlu Flug- félagsins hvergi nærri lokið. Hún stóð alla leiðina heim. Mátti raun- ar sjá það við komu vélarinnar til Glasgow, að eitthvað stóð til, því þeir höfðu tvöfaldað flug- freyjuliðið. Nú voru þær fjórar í stað tveggja á útleið. Hrafnhildur Schram var önnur flugfreyjan á útleiðínni. Hún hét því þá að hún mundi sækja okkur og stóð við það, en hinir sem tóku á móti okk- ur í Glasgow voru þær Margrét Lárusdóttir, Þórhildur Þorsteins- dóttir, og Unnur Gunnarsdóttir. Flugstjóri á heimleiðinni var Gunnar Fredriksen, en Bjami Jónsson var flugmaður. Nú var ekkí farið frammí til þeirra sem stýrðu, og þeir látnir einir um ■að plægja myrkrið norður eftir. Það er heldur ekki gott um hreyfingar fyrir menn sem sitja með fangið fullt af veitingum. Við sungum eins og fólk í rútu- bílum fyrir stríð og heyrðum varla í hreyflum fyrir „Kátir voru karlar“, og öðrum bílsöngv- um. Og það mátti til sanns vegar færa, að „allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó“, þökk sé Flug- félaginu. FOSTER Framhald af 8. síðu. einu sinni til að fara að heim- an og leita sér vinnu sem síma mær til að sjá sér og dóttur þeirra farborða. Fjárhagskröggumar, og heim ilisvandræðin urðu til þess, að Foster hallaði sér æ meira að flöskunni. Hann hafði komizt allvel á kjöl um það leyti, sem foreldrar hans og einn bréðir- inn dóu með stuttu millibili. En eftir það fór allt í handa skolum fyrir honuen. Elnn af ævisagnaritumm Fost ers, Harold V. Mulligan, haíði fyrir heimildarmann George Cooper, sem þá var orðinn gam all maður, var nánasti samstarís maður og vinur skáldsins síð- ustu æviár þess í New York þótt aldursmunur væri mikiU með þeim. Cooper orti ljóð, en Foster lögin. Annars samdi Foster tíðum sjálfur bæði ljóð og lag, sem kunugt er, en kveð- skapur hans var ekki á marga fiska. f ævisögu Milligans stend ur: George Cooper kveðst hafa hitt Foster fyrst í bakkompu sóðalegrar matvörubúðar neðar lega á Manhattan. f þann tíð var það algengt, að matvöru- búðir sneru út að götunni, en á bak við þær drykkjustofa, og einmitt á einum slíkum bar eyddi Foster flestum stundum síðustu árin. Cooper , lýsir hon- um svo, að hann hafi þá verið KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI heildsotu verzldnum, matsSlum og matarfélög-.i n alls konar matarpylsur og bjágu, kjöt- og fiskbúðinga, hangikjöt, vöðva — nýja og reykta, skinnku, rúllupylsu — reykta, saltaða, bacon, grísa- og sviðasultu, kæfu- og blóðmör — tólg o. f Pylsugerð KEA Akureyri, sími 1700. orðinn algerlega hirðulaus um klæðnað sinn og útlit og virtist hafa glatað sjálfsvirðingu. Hann bjó í fátækrahverfinu Bowery, þar sem hann hafði herbergi í hrörlegum leigu- hjalli og borgaði 25 cent fyrir gistinguna. Fyrsta söngljóð þeirra félaga var gefið út 1833, og það ár sömdu þeir átján söngva, sem gefnir voru út sama ár. Ekki þoldi bið að koma þeim í peninga, en oft.- ast neyddust þeir til að selja þá á smánarverði. Eitt söng- lag, „Willie Has Gone to the War“ settu þeir saman eina morgimstund. Er því var lokið, vafði Stephen laginu upp og sagði: „Jæja, hvar eigum við að bera niður með þetta?“ Cooper kveðst muna greinilega þennan hráslagalega vetrar- morgun, með snjóslyddu og krapi á götunum. Stephen hafði verið á götóttum skóm og frakkalaus, en það sýndist ekki bfta á hann. Skáldið og tónskáldið skálmuðu upp eftir Broadway og fóru fram hjá Wood's-hljómleikahúsi, oS um leið og eigandinn kom auga á skáldin, kallaði hann. „Hvað hefurðu undir handleggnum núna, Stebbi?“ Og þetta var eins og við manninn mælt, lag ! ið selt þarna á stundinni gegn tíu dölum út í hönd og 15 í viðbót í miðasölunni þá utn kvöldið, þegar átti að kynna lagið. Þannig varð allur kaup skapur þeirra félaga, þeir urðu að gera sér að góðu einungis smávægilega staðgreiðslu án tilkalls til þóknunar af flutn- ingi, og var það einkum nöpur og smánarleg framkoma við Foster. Þrátt fyrir fátækt hans, telur Cooper, að hann hafi ætíð reynt að senda einhverja pen- inga til konn sinnar og dóttur, þótt hann væri ekki maður til að vinna fyrir þeim síðustu ár in og þau þá ekki búið saman. Foster hafði drukkið að stað- aldri, en ekki kveðst Cooper samt hafa séð hann áberandi drukkinn. Þó hafi hann kært sig kollóttan um mat langtím- um saman, látið sér nægja epli eða gnlrófu og ætíð notað vasa hníf tíl að afhýða „Rommið“ sem hann drakk, hafi barþjónn in bruggað honum úr frönsku brennivíni og púðursykri og geymt það á kút handa honum Nærri ótrúlega létt hafi Fost er veitzt að semja sönglögin og koma þeim jafnóðum á blað og þurfti hann ekki á hljóðfæri að halda. Hefði hann ekki nótna pappfr, notaðist hann við um- búðapappír eða hvaðeina, sem nærhendis var og strikaði og skrifaði nóturnar eldfljótt og komu lögin oftast fullskðpuð S á blaðið svo að Foster gerði ekld breytingar, áður en hann lét handritið fra sér fara. Orð- rétt frásögn Coopers af enda lokum Fosters er á þessa leið: Einn vetrarmorgun snemma I fékk ég skilaboð um að vinur minn héfði orðið fyrir slysi. Eg klæddi mig í skyndi og fór niður nr. 15 Bowery, í gamla leiguhjallinn, þar sem Stephen bjó, og kom þar að honum liggjandi ósjálfbjarga á gólfinu og blæddi úr skurði á hálsi hans, líka var hann illa skrám aður á enni. Hann hafði stór undurfalleg brún augu og aldrei gleymi ég því hvemig þau norfðu á mig í þetta sinn. Hann sagði hvíslandi lágt. „Nú er ég búinn að vera,“ og bað mig svo um drykk af áfengi. En áðnr en ég færi að útvega hann, kom læknirinn, sem harð bannaði, að Foster fengi áféngi og fór strax að suma saman skurðinn á hálsi Stephens, en mér brá heldur í brún við að sj á að hann notaði svartan tvinna. ,3afið þér ekki hvítan tvinna?'* spurði ég, en því neitaði hann og kvaðst hafa tekið það fyreta sem hann fann. Eg dró þegar þá ályktun, að þetta væri ein- hver hrossalæknir, fór út og sótti Stehpen vænan drykk af rommi, og það virtist gera hon um gott. Síðan klæddum vi5 hann og fórum með hann á spítala. Slysið hafði viijáð til, er hann fárveikur og í sótthita- kasti seildist eftir vatnskönnu, í missti jafnvægið og skárst svo illa á könnunni í fallinu. Þegar ég heimsótti hann næst á spítalann, kvaðst hann j enga læknishjálp hafa fengið ' þar, og hann kom ekki niður neinum mat. Eg fór aftur til x hans daginn eftir en var ekki , fyrr kominn inn úr dyrunum > en sagt var við mig „Vin ur yðar er dáinn.“ Það var bú- ' ið að senda hann út í líkhúsið innan um hina nafnlausu. Eg fór þangað og hitti gamlan i mann sem sat og reykti pípu og bar upp erindið. „Farðu og reyndu að finna hann“ sagði< sá gamli. Eg gekk inn og gægð- ist ofan í hverja kistuna af annarri þangað til ég fann lík - Stephens. En næsta dag komu til borgarinnar ekkja Stephens og Morrison bróðir hans, sem ég hafði sent skeyti um lát hans. Þegar ekkjan kom inn í salinn, þar sem lík manns hennar lá, kraup hún á kné og þar hafðist hún við langa lengi Þau höfðu alltaf elskazt þótt sífellt sigi á ógæfuhliðina fyr- ir þeim í lífinu. T í M I N N, sunnudagur 3. mai 1964. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.