Tíminn - 03.05.1964, Side 7

Tíminn - 03.05.1964, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Xndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.slmi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — f lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Avarp verkalýðs- málanefiidarinnar 1 1. maí ávarpi verkalýðsmálanefndar Framsóknar- flokksins, sem birtist í seinasta blaði Tímans, eru í stuttu máli dregin fram nokkur höfuðatriði, sem verkalýðssam- tökin þurfa að beita sér fyrir. Þessi atriði voru: 1) Vinnustéttunum verði tryggð full hlutdeild í vexti þjóðarteknanna, en mjög skortir á, að svo hafi verið und- anfarin ár. Launþegasamtökin verði styrkt til þess að koma á fót eigin hagfræðistofnun til þess að fylgjast með þróun mála á þessu sviði. 2) Unnið verði markvisst gegn vaxandi dýrtíð og verð- bólgu og snúið frá þeirri stjórnarstefnu, að verðlag hækki jafnan meira en kaupgjald. 3) Stefnt verði að styttingu daglegs vinnutíma, sem nú er óhóflega langur, með þeim hætti, að tekjur eðlilegs vinnudags nægi til lifvænlegrar afkomu, en séu ekki ör- birgðarkjör, eins og ópinberar skýrslur staðfesta nú. 4) Lögð verði áherzla á það í næstu kaupsamningum, að koma á verðtryggingu launanna, og á þann hátt gert mögulegt að gera samninga og tryggja vinnufrið til lengri tfma en verið hefur. 5) Gert verði nýtt og stórfellt átak til þess að afla öll- nm borgurum þjóðfélagsins viðunandi húsnæðis með greRWlnkJðrum, sem þeir rísa undir. Séð verði um, að bygglngalSn geti orðið a. m. k. tveir þriðju af byggingar- kostnaði og lánin til langs tíma. fl) TJmrið verði að endurbótum á tryggingakerfinu, m. a. S þann hátt, að allir geti orðið aðnjótandi stórhækk- tfira. éffllanna og lífeyris, og stofnaður verði almennur Hfeyrissjöður eins og Framsóknarmenn hafa lagt til. Það byggist á tvennu, hvort vcrkalýðssamtökunum mun auðnast að koma framannefndum meginmálum í höfn. Annað er það, að þau standi vel saman og hrindi öllum tilraunum til að skerða samningsrétt þeirra. Hitt er það, — og það er ekki þýðingarminna — að félags- menn launþegasamtakanna noti atkvæðisseðilinn rétt í þingkosningunum og tryggi sér þannig vinveitt ríkisvald. Þetta sannar reynsla síðustu ára á ótvíræðan og eftir- minnilegan hátt. Á að verða rafmangs- skortur? Það hefur lengi verið fyrirsjáanlegt, að verulegur raf- magnsskortur mun verða á Suðvesturlandi innan fárra missera, ef ekki verður hafizt fljótt handa um meirihátt- ar stórvirkjun. Fulltrúar Framsóknarflokksins 1 borgar- stjórn Reykjavíkur hafa hvað eftir annað vakið athygli á þessu og borgarstjóri talið ýmsar athuganir í undir- búningi. Ákvarðanir hafa hins vegar engar verið teknar, enda er það verk ríkisstjórnarinnar. Þegar er svo komið, að Áburðarverksmiðjan er hvergi nærri fullnýtt vegna rafmagnsskorts. Það er þegar búið að draga alltof iengi að taka ákvörð- un í þessu efni. Eftir hverju er ríkisstjórnin að bíða? Á ekkert að gera, nema einhverju erlendu aluminium- fyrirtæki þóknist að kaupa af okkur umframorku? Ef vinstri stjórnin hefði fylgt þeirri stefnu, væri enn ekki búið að ráðast í síðari Sogsvirkjunina. Aðgerðaleysi og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í þessu máli er ömurlegt merki um getuleysi hennar á nær ölíum sviðum. Walter Llppmann rltar um alþjóSamál!"""**"****"™"**"** Það er ekki heppilegt, að Robert Kennedy verði varaforseti Hann ætfi að keppa víð Rockefeller um ríkisstjóraembættið í New York Kennedy-bræSurnir, Robert og John. Þjóðin á við erflðleika að stríða. Við megum ekki láta málin flókna í hðndum okkar og verða óleysanleg vegna þess, að skipulegt, bandarfskt þjóðfélag sé fært til hiklausra og ákveðinna framkvæmda. Nauðsynlegt er að tryggja óskorað vald ríkisstjórnarinnar gegn ðllum tilraunum Ö1 að hnekkjaþvi eða gera það óvirkt Brýnasta nauðsyn okkar er samkomulag í ðldungadeild- inni um réttindalöggjöf með sanngjömum breytingum. Þjóð ín hefir ekki efni á málþófi allt sumarið. Nauðsynlegt er að tryggja, að stjómin geti stjómað og henni beri með ðll um rétti fullt fylgi og traust allra þjóðhollra karla og kvenna vegna þess, að hún getur stjórnað. ÞÓTT réttindalögin yrðu sam- þykkt leiddu það ekki til þess, að vandamál svertingjanna væru úr sögunni. Umkvörtun- arefni negranna er ekki það eitt, að vera neitað um almenn mannréttindi. Erfiðir afkomu- möguleikar blasa við hverju einasta negrabarni í landinu og það er ekki minna atriðl Eigi eitthvað að hafast að gegn þessum aðstöðunum verður að ganga hiklaust til verks við framkvæmd þess, sem nefnt er stríðið gegn fátæktinni. Hér er þó hvergi nærri allt talið. Innri friður þjóðarinnar er rofinn, ekki vegna kynþátta- átakanna einna, heldur einnig vegna staðbundinna hagsmuna- árekstra og hugsjónalegs á- greinings. Klofningur og óein- ing hefir farið hraðvaxandi á undan gengnum áram og traustasta vömin gegn því meini er styrk og sameinuð framsókn yfirgnæfandi meiri- hluta hófsamra karla og kvenna í báðum flokkunum Slík framsókn er þegar haf- in og sést það bezt á hinu feikna mikla fylgi, sem John- son forseti hefir fengið í prófkosningum hvarvetna um land. Styrkur hans er jafn mikill og raun ber vitni ein- mitt vegna þess, að hann heyr- ir sjálfur til hinum hófsama meirihluta og hefir af ein- beittni og stakri lagni hafið á loft það merki, sem hinn hóf- sami meiirhluti getur fylkst um Sumir spá, að flokkur Demó- krata muni „hrifsa ósigurinn úr gini sigursins", eins og hann hefir svo oft gert á lið- inni tíð. Þeir spá átökum í stjórn Demókrataflokksins milli fylgjenda Johnsons og fylgjenda Kennedys. Þetta gæti gerzt ef það er rétt, sem svart- sýnismennimir halda fram, að i undirbúningi sé alvarleg til- raun til þess að þvinga forset- ann til að samþykkja Kennedy til framboðs við hlið sér. Erfitt er samt sem áður að trúa því, að þetta eigi eftir að gerast, að fylgjendur Kenne- •Jys í stjórn flokksins ætli að neita forsetanum um þann sjálfsagða rétt, að velja sjálf- ur manninn, sem á að taka við af honum ef hann deyr, kann að verða að koma fram fyrir hans hönd ef hann verð- ur veikur og verður auk þess, eins og stjórn rikisins er nú háttað, að vera fulltrúi hans og trúnaðarmaður í öllum stjórnarákvörðunum og athöfn um. Viss atriði virðast eindregið mæla gegn því, að dómsmála- ráðherrann verði valinn sem varaforsetaefni að þessu sinni, einkum þegar þeim er gefinn nánari gaumur. Fyrst ber að gæta þess, að dómsmáláráð- herrann og forsetinn eru ekki nánir samherjar. Milli þeirra er þvert á móti nokkurt bil. Þetta gat gengið hér áður fyrr, en nú á dögum hentar það sízt, þegar varaforsetinn verð- ur að vera innsti koppur í búri við alla stjórn ríkisins. Það er önnur ástæða, að varaforsetann verður að velja með fullri hliðsjón af því, að hann getur hvenær sem er orð- ið forseti, allt frá þeim degi, að hinn nýkjörni forseti tekur við embætti. Ég hygg að það væri mikill þyrnir í augum þjóðarinnar ef bróðir Kenne- dys forseta flytti í Hvítahúsið vegna pólitískra herbragða_ í stjórn demókrataflokksins. Ég hygg, að næsta margir væru því andstæðir. Sá möguleiki, að þetta gæti gerzt, yrði alvar- legur dragbítur I kosningabar- áttunni. Minning Johns F. Kennedys forseta verður ekki heiðrað á annan hátt betur en þann, að Ijúka því, sem hann hóf. Það tryggir honum háan sess í sög- unni. Eigi að ljúka því, sem hann hóf, verður að sjá eftir- manni hans fyrir tækjunum til þess: eindregnu umboði þjóðarinnar og einhuga stuðn- ingi flokksins. Verri óleik væri ekki unnt að gera en að ala á grunsemdum þeirra fjölmörgu aðdáenda Kennedys, sem þótti fjölskylda hans helzt til at- hafnasöm. Robert Kennedy er ekki und- ir það búinn að gerazt forseti Bandaríkjanna. En hann er ungur að áram og hefir mjög sérstæða hæfileika sem stjórn- málamaður. Hann hefir því fullan rétt og gilda ástæðu til að sækjast eftir því að verða forseti einhvern tíma í fram- tíðinni. En það sæmir ekki að verða það með öðrum hætti en þeim, að vinna til þess sjálfur, og alls ekki að erfa starfið eftir bróður sinn. Ekki er unnt fyrir annan Kennedy að ná kjöri í Massa- chusett. En hví flytur dóms- málaráðherrann sig ekki til New York og býður sig fram gegn Rockefeller ríkisstjóra 1966? Ef hann sigraði í þeim átökum væri hann á góðri leið til að hljóta útnefningu sem forsetaefni vegna eigin verð- leíka. * T f M I N N, sunnudagur 3. mai 1964. /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.