Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 5
Þáttur kirkjunnar OG ÞOKK Þau eru ekki löng þessi orð, sem eiga að vera sérkennj dags ins, bænadagsins þessu sinni. Það virðist raunar einkenrli þeirra orða á íslenzku, sem hafa stærsta þýðingu, að þau eru stytzt. Þannig er trú, ást, von aðeins eitt atkvæði. Og í dag ættum við að íhuga hvort og hvernig við notum það sem í bæn og þökk felst. Bæn er ekki fyrst og fremst orð. heldur heit þrá hjartans eftir Cullkomnun friði og frelsi, sælu og krafti og um leið inn- stilling hugans, já, persónuleik ans alls á bylgjulengd guðdóms ins, ef svo mætti segja. Takist þessi innstilling getur bænin, jafnvel þótt hún væri ekki ann- að en hljóður hjartsláttur, veitt hina mestu sælu og hinn stærsta kraft, en takist það ekki verður vitundin líkt og illa stillt útvarpstæki, það fram leiðist ekki annað en brak og brestir, öskur og phljóð, það sem kalla mætti sérkennin á eirðarleysi og glamri nútíma- lífs í fjölmenninu. En samt gæti verið, að bænin væri ekki þökk. Þar væri ekkert, sem viðurkennir gjafir og gæzku annarra, Guðs eða manna okkur til handa. Og satt að segja erum við ekki vön að þakka svo mjög stærstu gjafir lífsins eða fyll- ast anaði og sælukennd yfir þeim, miklu fremur teljum við allt slikt sjálfsagt eins og sól og regn og þökk kemur hvorki í huga né finnst í orðum. Hver þakkar fyrir heilsu fyrr en hún er horfin eða dvín andi, hver þakkar fyrir atgervi líkama og sálar? Er þetta ekki allt talið sjálfsagt? Og þó sýn- ir oft reynsla og samanburður, að svo er ekki. Allt er gefið af hinum mikla lífskrafti, sem við nefnum stundum forsjón eða Guð, náttúruna og almætt- ið. Þegar árgæska veðurfars og náttúrugæða gengur yfir, þykir flestum sjálfsagt að svo sé. Og þökkin gleymist, þangað til þeir dagar koma, sem sagt er um: ,Mér þóknast þeir ekki“ En skiptir þá nokkru máli með þökk, fremur en flestir telja bæn einnig úrelt og fjar- lægt menningarfyrirbrigði? Hvers vegna að hafa þakkar- og bænardag? Hafið ekki tekið eftir því, að þakklætissnautt hjarta og van þakklát manneskja er eitthvað í ætt við eyðimörk og norðan- storm? Umhverfis slíkt fólk er alltaf blmmt og kalt, dvínandi áhugi, dvínandi líf. Aftur á móti verkar þakk- læti sem hlýr varmi og kraft- ur, hvatning til þroska og fram taks bæði þeim, sem þakkar og þeim, sem þakkað er. Þakklæt- ið verður þannig eins og leiðsla sem ber kærleikann milli manna og milli Guðs og manna Þökkin hvetur til að vera gjaf- arinnar verður, og veitir henni þannig margfalda blessun, á- byrgð og gildi. Vanþakklætið skapar hins vegar sundrung, kulda, kæru- leysi og misskilning. Að þessu athuguðu þarf naumast að spyrja hvers vegna ætti að þakka, hvers vegna á að hafa þakkarhátíð eða bæna- dag. Vanþakklæti, tómlæti og hugsunarleysi gagnvart gjöfum og gæðum lífsins, skapar hroka og hatur, úlfúð, misskilning og verkar sem hömlur á allt fram- tak, framfarir og þroska. Þess vegna gæti heil þjóð orðið örbirg og aum mitt í alls-. nægtum og velgengni, gengið ef svo mætti segja móður sína og Guð sinn ofan í jörðina, gengið aftur á bak í menningu^ og þroska, ef hún gleymir að þakka. Auk þess má nú minna á, að þakklæti tilheyrir ennþá að minnsta kosti einföldustu mannasiðum og umgengnis- menningu. En auðvitað breytizt það viðhorf, þegar svo er kom- ið, að börnin læra ekki einu sinni að þakka foreldrum, sem allt hafa fyrir þau gjört, ein stéttin heimtar og krefst alls af annari, án þess að meta og virða, og allar framfarir og öll lífsþægindi er lítilsmetið, þeg- ar kröfum er fullnægt, en að- eins heimtað meira, krafist fleira. Hvernig mundi verða, ef við færum nú allt í einu að þakka þingi og stjórn fyrir allar þær ósegjanlegu umbætur og fram- farir sem orðið hafa þrátt fyrir allt í íslenzku þjóðlífi á síð- ustu áratugum, þakka hverfandi kynslóð fyrir allt sem hún vann til að skilja eftir, hallir í stað moldarkofa, brosandi ræktarlönd í stað karga og móa ljós í stað myrkurs, gull í stað grjóts? Já, hvernig færi, ef van- þakklætið breyttist þótt ekki væri nema nokkra daga, allur þessi óánægjusöngur og kröf- ur og nöldur í viðurkenningu og þakklæti? Sjálfsagt mundi mörgum finnast það rugl, öðrum smjað- ur. En eitt er vist, viðurkenn- ing og þökk jafnvel á sviði stjórnmála og atvinnulífs mundi verka sem vorblær og sólskin á þjóðlífið. Og þakklátt hjarta verkar- eins og viti, sem lýsir og skín, bendir framhjá hættum, gefur vonir og nýjan kraft þeim sem eru að villast og gefast upp í öllu öngþveiti taumlausrar kröfu og blindrar gagnrýni. Og þetta ljós vísar veg úr ógöng- um og gegíium brim og voða- sker eigingirni og sjálfselsku og inn í höfn viðurkenningar friðar og elsku. Eða ættum við heldur að líkja þakklæti mannshjartans við kirkjuturn, sem ber hæst yfir hús borgarinnar, en reynd ar hefur ekki enn verið reist- ur í Reykjavík. En þaðan berast svo mildir og mjúkir hljómar klukknanna, sem boða hreina gleði og heilaga sorg, en um- fram allt boðskap himinsins, engilk-'eðju Drottins, er hann segir: „Friður sé með yður“, og þá eki síður kjarna fagnað- arboðskapsins. „Allt, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ En fátt gleður meira en verð- skuldað þakklæti í fögrum orð- um frá hreinu hjarta. Árelíus Níelsson. Skrifstofumaður óskast Ungur maður meS verzlunarskóla- eða miðskóla- prófi getur kömið til greina halloCr kristinsson gullsmiður — Sími 16979 Skipaútgerð ríkisins. Tii söiu: íbúðarhæð í Vesturbænum ca. 100 ferm., 2 svefnherbergi, samliggjandi stof- ur, eldhús, stórt baðherbergi m. m. íbúðin er í ágætu lagi. Teppi fylgja. Hitaveita. Sólríkar svalir og mjög fallegt útsýni. Upplýsingar á morgun (mánudag) í síma 22790. Málflutnlngsskrlfstofa: Þorvarður K. Þorsteinssofl Mlklubraut 74. 'Fastalgnavlísklptl:, 1 Guðmundur Tryggvason Slml 52790. Mörg SAMTIÐINA heimilisblaðið, sem flytur yður ★ Fyndnar skopsögur ★ Spennandisögur ★ Kvennaþættir ★ Skák- og bridgeþætti ★ Stjörnuspár ★ Greinar um menn og málefni o- m. fl. 10 blöð á ári fyrir aðeins 95 kr. NÝIR KAUPENDUR FÁ 3 ÁRGANGA FYRIR 150 kr. Póstsendið í dag eftirfarandi pöntun Eg undirrit .... óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNI og sendi hér með 150 kr. fyrir ár gangana 1962, 1963 og 1964. (Vinsamlegast sendið þetta i _ ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn: .............................. Heimili: ............................ Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN — Pósthólf 472. Rvk. <§t MELAVÖLLUS REYKJAVÍKURMðTID í kvöld kl. 20 leika Valur — Fram Á morgun (mánudag) kl. 20 leika K. R. — Víkingur Mótanefnd Jörðin Sigmundarstaðir Þverárhlíðarhreppi, Mýrasýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. — Semja ber fyrir 15. maí við undirritaðan eiganda og ábúanda jarðar- innar, sem gefur nánari upplýsingar. Sigmundarstöðum, 29. apríl 1964. Jón B. Magnússon. Byggingafélag verkamanna í Reykjavík TIL SÖLU 3ja herb. íbúð í 6. byggingaflokki. Þeir félags- menn, sem neyta vilja forkaupsréttar síns, sendi umsóknir fyrir kl. 12 þann 7 b. m. á skrifstofu félagsins, Stórholti 16. Stjórnin. Lesendisr lÍMANS eru vinsamlegast beðnir að láta afgreiðsluna vita STRAX, ef vanskil eru á blaðinu. Afgreiðslusíminn er 1-23-23.t T í M I N N, sunnudagur 3. maí 1964. Ö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.