Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 15
AKRANES — KEFLAVÍK 3 : 3 Keflvíkingar heimsóttu Akra nes 1. maí og mættu heima- mönn'um í knattspyrnu. Hér var um aS ræða Litlu Bikarkeppn- ina og var þetta fyrsti leikur Keflvíkinga í keppninni. Svo fóru leikar, að liðin skildu jöfu, 3 mörk gegn 3. Leikurinn var skemmtilegur og vel leikinn á köflum. Keflvíkingar liöfðu yfir í hálfleik 3:0 og skoraði Jón Ólafur öll mörkin. í síð ari hálfleik fóru Skagamenn svo af stað. Fyrst skoraði Rik harður glæsilega, síðan skor- aði efnilegur nýliði í Akranes liðinu, Eilífur Hafsteinsson, tvö mörk til viðbótar áður en yfir lauk. — Myndin að ofan er frá leiknum. Ríkharður, lengst til vinstrL sækir að Keflavíkurmarkinu, en Kjart- an markvörður grípur inn í. Ljósm.: Tíminn-Alf . Áttræður: (Framhald af 2. síðu). ar, heldur einnig hollir leiðbein- endur ungum og líttreyndum bónda, sem ég var er ég hóf bú- skap og lágu ekki á liði sínu til liðveizlu. Nágrenni okkar leiddi til vin- áttu á milli heimila okkar, sem endast mun. Eg vil á þessum merkisdegi færa þér, Magnús og konu þinni og barnum, innilegar hamingjuóskir með afmælið þitt og framtíðina, frá okkur hjónum og bömum okk ar, um leið og við þökkum ykkur nágrennið og vináttuna frá fyrstu kynnum. Halldór E. Sigurðsson. NAUÐGUN Framhald af 16. síðu. við komið. Eftir það slapp stúlk- an frá árásar- og nauðgunarmann inum, sem sat eftir. Er stúlkan var sloppin frá honum sá hún piltinn sinn ráfandi utan kirkju- garðSins, og voru þau bæði þá blóðug og illa til reika eftir hinn 28 ára gamla mann. Tókst þeim að ná í leigubíl og aðstoðaði bíl- stjórinn þau við að komast heim til sín. Það var svo í gærmorgun að stúlkan áræddi að segja frá þess- um svívirðilega atburði, og fór hún þá að áeggjan vinkonu sinn- ar til rannsóknarlögreglunnar. Var þá strax farið með stúlkuna í læknisrannsókn, og staðfesti rannsóknin frásögn stúlkunnar, og þá einnig að hún hafði eigi áður verið við karlmann kennd. Raniisóknarlögreglan handtók svo manninn, sem var valdur að árásinni um klukkan sex í gær- dag, og við fyrstu yfirheyrslu játaði hann verknaðinn í höfuðat- riðum, og kvað framburð stúlk- unnar réttan. Málið er enn í frumrannsókn, en árásar- og nauðgunarmaður- inn er í gæzluvarðhaldi. BANASLYS Framhald at 16. siðu. þar sem hann hafði fallið í sjó- inn. Guðjón Bernharð Jónsson var 28 ára gamall, ókvæntur og lætur eftir sig möður á lífi. Hann var frá Þórshamri í Fáskrúðsfirði og hafði verið skipsmaður á Stefáni Árnasyni SU-85. BERJARUNNAR Framhald af 1. síðu. merkur-farar hefðu séð brum- aðan víði þar um slóðir, svo gróðurinn er óvenju snemma á ferðinni en veðráttan hefur líka verið hlýrri í vetur en nokkru sinni áður, síðan cnael- ingar hófust. BIFRÖST Framhald at 16. síðu. Tuttugu og einn nemandi af 29 er útskrifuðust fyrir 25 árum, var mættur við skólaslitin og flutti fulltrúi þeirra, Björn Pét- ursson, verzlunarmaður, ræðu og afhenti kr. 14.000 í sjóð er ber nafn fyrrverandi skólastjórahjóna, Jónasar Jónssonar og Guðrúnar Stefánsdóttur. Sjóði þessum er ætlað að styrkja brautskráða nemendur til framhaldsmenntun- ar. Mr. James Penfield ambassa- dor Bandaríkjanna hér á landi var viðstaddur skólaslitin ásamt konu sinni. Flutti hann stutt ávarp og bar fram heillaóskir skólanum til handa. Séra Sveinn Víkingur er gegndi skólastjóra- störfum um stundarsakir í vetur, ávarpaði nemendur og þakkaði þeim kærlega fyrir samstarfið. Af hálfu kennara talaði Snorri Þorsteinsson yfirkennari. Erlend- ur Einarsson forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga hélt ræðu við skólaslitin og að lokum mælti Guðmundur Sveinsson skólastjóri kveðjuorð til brautskráðra nem- enda og sleit skólanum. f lok at- hafnarinnar söng skólakórinn und ir stjórn Hauks Gíslasonar, og allir viðstaddir nutu glæsilegra veitinga. FA rafmagnsheila Framhald af 1. síðu. bókhald allra kaupfélaga lands- ins í þessari einu og sömu vél, en þá þyrfti auðvitað að koma bókhaldsskipulagi félaganna í eitt og sama kerfið. Mætti hugsa sér að afgreiðsluseðlar yrðu sendir af öllu landinu hingað til Reykjavíkur, og þar yrðu síðan upplýsingarnar af seðlunum settar á gataspjöld, sem vélin myndi færa, og vinna hinar ýmsu upplýsingar úr. Þetta er sem sagt vel hugsan- legt, sagði Gunnlaugur. Hvað viðvíkur kostnaði við slíka sam- stæðu, þá verður hver afkasta- eining ódýrari en með þeim vélum, sem fyrir eru, samstæð- an er fljótvirkari og einnig opn ast ótæmandi aðrir notkunar- möguleikar, eins og t. d. að samtímis sem vélin skrifar út ýmsar tölufræðilegar upplýs- ingar, getur hún margfaldað út vexti og jafnframt bókhalds- færslunum gerir hún upp reikn ingana. Sambandið hefur verið með IBM-götunarkerfið í þjón- ustu sinni frá því um áramót- in 1958—59 og hefur nú þeg- ar vélar til margvíslegra nota. T. d. er þar fullkomnasti rað- ari sem til er i heiminum. Raðar hann 2000 spjöldum á mínútu eða 120 þús. spjöldum á klukkustund. Þannig er t. d. hver bifreið, sem tryggð er hjá Samvinnutryggingum, með tvö spjöld og hægt á örfáum mínútum að fá upplýsingar um hve margir bílar af ákveðinni árgerð og ákveðinni tegund séu í tryggingu hjá félaginu og þá einnig hvort viðkomandi bifreið hafi valdið tjóni á- ár- inu. Notkunarmöguleikar véla sem þessara er sem sagt næst- um ótæmandi til ýmiss konar útreikninga og tölfræðilegra upplýsinga. Geymslugeta þess- ara tveggja véla, sem hingað koma, er 4000 minniseiningar, enda er hér um að ræða minnstu gerðir slíkra véla, sem framleiddar eru. Á næstunni munu þrír menn frá Samband inu fara utan til að kynna sér meðferð og notkun þessarar nýju samstæðu, en yinna við slíkar vélar krefst sérþekking- ar og þjálfunar. Auglýsíng í Timanum kemur daglega fyrlr augu vandlátra blaða- lesenda um allt land. UPPBOÐ Opinbert uppboS á eignarlóðinni nr. 10 A við Bergstaðastræti hér í borg, ásamt mannvirkjum, þingl. eign db. Sigurðar Berndsen, fer fram á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 5. maí 1964, kl. 2V2 síð- degis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Keflavík Suðurnes ÖKUKENNSLA Kenni akstur og meðferð bifreiða fyrir hið minna próf bifreiðastjóra. Tryggvi Kristvinsson Hringbraut 55 — Sími 1867. Notuð eldhúsinnrEttíng ásamt blöndunartækjum í eldhús og bað. Upplýsingar í síma 3-76-34. Nauðungaruppboð annað og síðasta á m/b Nonna R.E. 250, þingl. eign Jóns Svan Sigurðssonar, fer fram þar sem skipið nú er á Skipasmíðastöð Daníels Þorsteins- sonar & Co. h.f. miðvikudaginn 6. maí 1964, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á hluta húseignarinnar nr. 25 við Reykjavíkurveg, hér í borg, þingl. eign Björgvins Steindórssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðju- daginn 5. maí 1964 kl. ZY2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Klepps- spítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38164. Reykjavík, 2. maí 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. Þökkum hjartaniega auðsýnda samúS og vinátfu viS andlát og jarSarför Steinunnar Gísladóttur, Hnappavöllum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs lyflækningadeildar Land- spitalans fyrir góða og hlýlega umönnun. — Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. Faðir okkar andaðist fimmtudaginn Árni Siemsen 30. apríl. FRANZ E. SiEMSEN LUDWIG H. SIEMSEN Útför móðursystur minnar Þorbjargar Sigurgeirsdóttur, - fyrrv. húsvarðar í Verzlunarskólanum, fer fram frá Foss'vogskirkju, mánudaginn 4. ma| kl. 1.30 e. h. f.h. vandamanna Þuríður Finnsdóttlr. T í M I N N, sunnudagur 3. maí 1964. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.