Tíminn - 03.05.1964, Síða 8

Tíminn - 03.05.1964, Síða 8
„Dear Friends and Gentle Hearts." MeS þessum orðum, sem skrif uð voru á krypplaðan pappírs- miða, kvaddi Stephen Foster líf ið, eftirlætis söngljóðasmiður bandarísku þjóðarinnar. Hann dó einmana og blásnauður í fá- tækraspítala í New York fyrir hundrað árum. Aleiga hans þá var slitinn og snjáður fatn- aður, nokkrir smáskildingar og krypplaði pappírsmiðinn, en þjóð hans og raunar allur heim urinn erfðu eftir hann mikla auðlegð ljóðsönga. Stephen Foster lifði á eins konar gullleitartímum, þegar þjóð hans fór að rjúfa sjón- deildarhringinn, brjóta sér braut vestur, suður og norður um víðáttur hins mikla megin- lands, þjóðin tók að vaxa upp úr frumbýlingsháttunum. Ast hans til landsins og fólksins streymir fram eins og breið elfur. Hann yrkir um hið frið sæla hversdagslíf á tímabili þjóðarsögunnar, sem endaði á blóðugum harmleik borgara- styrjaldar. En í söngvum hans er hinn ríki ameríski arfur, sem lifði bæði bræðravígin og STEPHEN FOSTER, vinsælasta tónskáld Amerfku, sem qaf helminum marga ódauðlega söngva, lézt fyrlr 100 árum í fátækrahverfi í New York. Á hundruðustu ártíð Fosters iðnaðarbyltingu stórborganna, og ekkert dáir skáldið meira en ástina til heimahaga og fjölskyldu, vináttuna og tryggð ina. Með einföldu orðalagi og blíðum angurværum tónum hef ur skáldið sungið sig inn í hjörtun heima og heiman, og eru glöggustu dæmin um það söngvamir „Old Folks at Home“, og „Old Black Joe.“ En maðurinn, sem sótti flest yrkisefnin til Suðurríkjanna, sté fæti aðeins einu sinni á þær slóðir. Annars lifði hann alla sina ævi í Norðurríkjun- um, í iðnaðarhéruðunum miklu, svo ótrúlegt sem það virðist. Stephen Foster var fæddur 4. júlí 1826 í Lawrenceville í Pennsylvaníu. Þar sem fæðing arheimili hans stóð á lítt byggðu svæði, breiða sig nú út hverfi stórborgarinnar Pitts- burgh. Stephen var næstyngst- ur af tíu systkinum, og hann var ekki hár í loftinu, þegar orð fór að fara af tónlistar- gáfum hans. Ein af eldri systr um hans sagði svo frá, að tveggja ára gamaU hafi hann leikið sér að því að finna nót- umar á gítarnum hennar. Þeg ar hann var hálfstálpaður, hafði hann lært af sjálfum sér að leika á slaghörpu og flautu. Hann var óvenjulegt barn, innhverfur og allsendis ósýnt um að hegða sér í samræmi við hið hefðbundna nám í skól- anum og á heimilinu. Hið eina, sem haldið gat huga hans við efnið, var tónlistin, og fjórtán ára gamall samdi hann fyrsta tónverkið, þar var vals, sem hann nefndi „Tiogavalsinn" og hann og þrír bekkjarbræður hans léku á skólatónleikum og var óspart klappað lof í lófa fyrir. A næstu ámm fékk hann tilsögn hjá einkakennara, vann sér inn öðm hverju með störfum við innanbúðarstörf eða á skrifstofu, en allar tóm- stundir sínar helgaði hann tón- listinni. Árið 1844 gaf hann út fyrsta sönglagið sitt, það var „Open Thy Lattice, Love“, samið við kvæði, sem hann hafði fundið í vikublaði. Skömmu síðar safnaði Step- hen um sig hópi ungs fólks heima hjá sér, þar sem æfður var söngur undir stjórn hans. Þegar þau voru búin að æfa alla helztu alþýðusöngvana, sem þá voru á hvers manns vörum, ákvað Stephen að semja ný sönglög, svo að hóp- urinn gæti haldið áfram að æfa. Um þær mundir var kór- söngur á skemmtisamkomum þeim, er nefndusj, „minstrel shows“ ein hin allra vinsæl- asta dægrastytting, og mestan fögnuð vakti það, er söng- flokkar svartir í framan fluttu negrasöngva, dönsuðu og höfðu í frammi allskyns glens og gaman. Barn að aldri hafði Stephen sjálfur tekið þátt í „OH, SUSANNA"; Þessl táknmynd frá Suöurríkjunum er f elnu af mörgum minjasöfnum um tónskáldiö sem túlkað hafðl Iífið þar syðra, etns og hann hafðl alið þar altan sinn aldur, en þangað kom hann aðeins elnu slnni á seinni hluta ævl slnnar. leikjum, þar sem bömin líktu eftir slíkum skecnmtikröftum og endurtóku skemmtanir. þeirra. Því kom það af sjálfu sér, að tónskáldið unga fengi dálæti á sönglögum negranna. Og það voru miklu fremur hinii upprunalegu negrasöngvar en stælingar, sem hann fékk áhuga á. Hann gekk í kirkjurnar til að leggja við hlustirnar, þega- negrarnir sungu sálmana sína, og löngum stóð hann á bryggj- unum og hlustaði hugfanginn, er negrarnir sungu sína séi- kennilegu söngva um léið og þeir unnu við uppskipun og út skipun í fljótabátana, sem fóra áætlunarferðir eftir Ohio-ánni. Fyrsta sönglagið, sem Stepheu samdi fyrir félaga sína, var „Lou*siana Belle“, og það vakti svo mikinn fögnuð, að hann sett ist strax á eftir við Wjóðfærið og samdi annað, „Old Uncle Ned“. Það fékk ekki lakari við- tökur, eftir nokkra daga var lagið á allra vörum, og bæjar- búar gengu um göturnar blístr- andi nýju lögin eftir Stephen En það var einn maður, secn ekki var hrifinn, faðir Stephens. Hann var áhyggjufullur út af því ,að drengurinn virtist ekki hafa nokkurn áhuga á að koma undir sig fótum eins og hver annar skikkanlegur borgari. Og til þess að glæða áhuga hans á að vinna fyrir sér, útvegaði hann honum bókfærslustarf hjá eimskipafélagi í Cincinnati í Ohio. En ekki varð það til þess að draga hug hans frá tónlist- inni, heldur örvaði hið nýja um hverfi áhuga hans á þjóðlögum fólksins þar um slóðir. Einkum varð hann hugfanginn af lífinu á fljótaskipunum, og nú eignað ist hann nýja kunningja meðal tónlistarmanna, rithöfunda. söngvara og útgefenda í borg inni. Hann lék sönglögin dín fyrir hina nýju vini sína, og áð ur en varði voru þau einnig þar á hvers manns vörum. Söngkon ur sungu þau á tónleikum í öðrum borgum, og útgefendur í New York, Boston og Phila delphiu prentuðu þau í risaupp lögum, en fæstir hirtu um að fá leyfi tónskáldsins til þess Stephen var ekki sýnt um við skiptin fremur en fyrri daginn og sinnti því einu að semja ny og ný lög. Árið 1847 var hann komimi á tind frægðarinnar, er hann samdi lagið við ljóðið ,,Oh, S'J= anna“. Þegar það var gefið úl árið eftir, hófst gullæðið í Kali forníu, og nýja lagið eftir Fost- er fór eins og eldur í sinu meðal gullleitarmanna. „Oh, Susanna“ varð eftirlætislag kail mannanna, sem æddu vestur á bóginn. Það örvaði þá við að klöngrast yfir f jallaskörðin með þungar klyfjar, alls staðar kvað við þetta nýja sönglag um Sús- önnu, við varðeldana á kvöld- in og í kránum í gullgrafarabæj unum. Frá Ameriku barst það áfram til Evrópu og naut ekki minni vinsælda þar. Nú virtist framtíðin blasa við Stephen Foster björt og fögur. Hann gerði samning við útgef- anda í New York og einnig við hið fræga söngfélag Christy ivfinstrels, sem fékk einkarétt á að kynna ný sönglög eftir Foster. Árið 1850 fluttist hann aftur til Pittsburg og gekk að eiga bernskuvinkonu sína Jane McDowell, og upp frá því helg aði hann sig óskiptur tónlist- inni. Næstu ár voru frjósamasti tíminn í lífi hans. Mörg söng- lögin hans urðu reyndar skamm líf, eins og dæguriögin nú á tímum, en þó leið ekki svo ár, að hann sendi frá sér lag, sem þegar kæmist á allra varir. Ár ið 1850 var það „Camptown Races“ og „Nelly Bly“, árið eftir „Old Folks at Hocne“ 1852 „Massa's in de Cold, Cold Ground", 1853 „My Old Kent- ucky Home“ og „Old Dog Tray“, og 1854 kom „Jeannte with the Light Brown Hair“, eitt af mörgum lögum, sem kona hans blés honum í brjóst. Loks varð svo til 1855 „Come Where My Love Lies Dreaming" Margir kunáttumenn telja „Old Folks at Horne" vera hans mesta snilldarverk. Það er sanu arlega afburða næm túlkun á heimþrá og söknuði um horfna hacningju. Þetta lag gaf honum svo drjúgar tekjur, að Stehpen Foster veitti sér nú í fyrsta sinn að ferðast eins og hann lysti um landið og heimsótti nú í fyrsta og eina sinnið þá staði, sem hann hafði gert ódauðlega í söngvum sínum. En einmitt er hann stóð á tindi frægðar sinnar, grúfði framtíðin eins og ógnandi ský yfir höfði hans. Honum var alla tíð fyrirmunað að fást við fjárreiður og kunni ekki að meta verk sín til fjár. Hann seldi útgáfuréttinn á verkum sínum fyrir hlægilega lágt verð, og aldrei hélzt honum á pening um. Þótt tekjur hans yrðu oft drjúgar eftir því sem þá gerð ist, hrukku þær ætíð skammt og kona hans neyddist oftar en Framhald á 15 síðu „OLD FOLKS AT HOME", foreldrar Stephens Fosters T í M I N N, sunnudagur 3. maí 1964. 6 I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.