Tíminn - 06.05.1964, Page 5

Tíminn - 06.05.1964, Page 5
Lið Norðurlanda í knatt- spyrnu, sem leika á gegn úrvals liði Evrópu hinn 20. maí á Idretsparken í Kaupmannahöfn vegna 75 ára afmælis Knatt- sipyrnusambands Danmerkur, hefur verið valið og sainan- stendur af fjórum Svíum, þrem ur Dönum, tveimur Finnum og tveimur Noirðmönnum. Enginn fslendingur var valinn í liðið, en þess má geta, að enginn at- vinnumaður er í Norðurlanda- liðinu, og t.d. danskir atvinnu- menn á Ítalíu gætu leikið í F; vrópuliðinu, se m „ftalir“ og Þórólfuir Beck sem „Skoti“. Norðurlandaliðið er þannig skipað, talið frá markverði að vinstrj útherja. Sverre Andeir- sen (Noregi) — Jens Jörgen Hansen (Danmörku) — Hans Rosander (Svíþjóð) — Bent Hansen (Danmörku) — Ake Johansson (Svíþjóð) — Oflli Ileinonen (Finnlandi) — Ro- ald Jensen (Noregi) — Praw- itz Abeirg (Svíþjóð) — Ole Madsen (Danmörku) — Harry Bfld (Svíþjóð) og Juhanni Pel- tonen (Finnlandi). — Skozka atvinnuliðið Morton sem vann sér rétt tffl að leika í 1 deild næsta keppnistímabil, hef ur ráðið til sín tvo danska landsliðsmenn í knattspyrnu, þá Erik Lykke Sörensen, mark vörð B1913 og Kaj Johanssen, bakvöirð, OB, báðir frá Óðins- véum, en þeir voru fastir leik menn í danska landsliðinu í fyrrahaust. Ekki er blaðinu kunnugt um hve mikið Morton hefur greitt þessum leikmönn- um, en reikna má með, að það sé eitthvað svipað eða meiir, en Þórólfur Beck fékk hjá St. Mirren á sínum tíma. Og Dan- ir eru hræddir um, að fleiri danskir knattspymumenn feti í fótspoir þessara tveggja, því forráðamenn Morton hafa t.d. sézt ræða ið Carl Bertelsen, Esbjerg, og fleiri kunna leik- menn. Greinilegt e því„ að St. Miren hefur brotið ís, þegar 'liðinu tókst að ráða Þórólf til sín, í Óskar GuSmundsson RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Hér grípur Rósmundur Víkings-markvörSur Inn í KR-sókn. ÞaS er Ellert, sem sæklr, en hjá honum er Ólafur FrlSrikssoin og Brynjar Bragason varnarmenn Víkings. (Ljósm. Tíminn GE). Lágmark fyrír 01-leikana Stjórn Frjálsíþróttasambands (s- þrístökk 15.80 m lands samþykkti nýlega tillögu frá stangarstökk 4.60 m laganefnd FRÍ um lágmarksafrek kúluvarp 17.80 m. íslenzkra frjálsíþróttamanna fyrir kringlukast 55.00 m. Olympíuleikana í Tokíó á hausti spjótkast 77.00 m. komanda. sleggjukast 63.00 m. tugþraut 7000 stig KARLAR: KONUR: 100 m. 10.4 sek 100 m. 11.7 sek. 200 m. 21.0 sek. 200 m. 24.2 sek. 800 m. 148.8 mín. 400 m. 55.5 sek. 1.500 m. 3.43.5 min 800 m. 2.08.8 min. 5.000 m. 14.00.2 mitt. 80 m. grindahlaup 11.0 sek. 10.000 m. 29.25.0 mín. hástökk 1.70 m 110 m. grindahlaup 14.2 sek langstökk 6.00 m. 400 m. grindahlaup 51.8 sek- kúluvarp 15.00 m. hástökk 2.06 m. spjótkast 51.00 m. langstökk 7.60 m. fimmtarþraut 4500 stig Rvíkurúrval valið N.k. fimmtudag, uppstigning ard., fer fram á Melavellinum ; Reykjavík bæjarkeppni í knatí spyrnu milli Reykjavíkur og Akraness. KKR hefur valið R- víkurúrvalið og er það þannig skipað, talið frá markverði til vinstri útherja: Gísli Þorkelsson, KR Hreiðar Ársælsson, Kr Árni Njálsson, Val Ormar Skeggjason, Val Jón Björgvinsson, Þrótti Sveinn Jónsson, KR Bergsteinn Magnússon, Val Reynir Jónsson, Val Haukur Þorvaldsson, Þrótti Gunnar Guðmannsson, KR Sigurþór Jakobsson, KR Varamenn eru: Guttormur Ólafsson, Þrótti, Hjarni Felixsson, KR 'latthías Hjartarson, Val Axel Axelsson, Þróttir Hermann Gunnarsson, Val. Leikurinn hefst klukkan 16. KR í erfiðleik- um með Víking KR vann VÍKING með 2 :0 Alf.— Reykjavík, 5. maí. * KR átti í miklum erfiðleikum með hið unga Víkingslið s.l. mánudagskvöld, þegar þessir aðilar mættust í Reykjavíkur- mótinu. KR sigraði með 2:0 og voru bæði mörkin skoruð f síðari hálfleik af landsliðsútherja KR, Sigurþóri Jakobssyni, sem lék nú sinn fyrsta leik á árinu. Léleg knattspyrna KR í þessum leik sannaði bezt hverfulleik íslenzkrar knattspyrnu.' Þarna mætti topþlið 1. deildar Víkingsliðinu, sem ekki treysti sér til að tefla fram liði í 2. deild á síðasta ári — og í sann- leika sagt mátti varla á milli sjá hvort liðið var betra (eða lélegra). KR til afsökunar má þó geta þess, að hvorki Gunnar Guðmanns son eða Gunnar Felixson gátu ver ið með og veikti það framlínuna. Fyrra mark KR var mjög ódýrt, svo ekki sé meira sagt, en það varð til fyrir hreinan klaufaskap Rósmundar í Víkingsmarkinu, sem var of lengi að koma sér aftur í markið eftir . útspark. Sigurþór, sem fékk knöttinn langt fyrir utan vítateig eygði strax möguleika og sendi háan svifbolta í markið. Þetta skeði á 19. mín. s.h. Á 30. mín. skoraði Sigurþór svo annað markið með hörkuskoti eftir fyrir- gjöf frá Jóni Sigurðssyni. Þetta voru einu tilþrifin í öllum leikn- um, sem vert er að geta um. Víkingur átti nokkur upphlaup, en þau strönduðu öll á KR-vöm- ínni. Annars var þetta skásti leikur Víkings í mótinu til þessa og er um greinilegar framfarir að ræða. Dóman í leiknum var Jörundur Þorsteinsson og dæmdi vel. skar Guðmundsson refaldur Isl.melstarl Óskar Guðmundsson úr KR vann mikinn sigur á íslandsmótinu í badminton, sem háð var um helgina síðustu í KR-húsinu við Kaplaskjólsveg. Óskar varð íslandsmeistari í einliðaleik, tviliða- leik ásamt Garðari Alfonssyni — og í tvenndarkeppni ásamt Huldu Guðmundsdóttur. Er það næsta fátítt, að einn og sami mað- iirinn beri sigur úr býtum í öllum greinum meistaraflokks. Annars komu úrslitin í tví. liðaleik karla mest á óvart, en Óskar og Garðar unnu þá Jór, Arnason og Viðar Guðjónssor með mjög tniklum yfirburðum 15:4, og 15:1, en þess má gefa að í undanförnum mótum hat; Jón og Viðar sigrað tvímenning ana Óskar og Garðar. Að þessu sinni voru 57 kepo endur skráðir til leiks frá TBR KR og Skandinavisk boldkluo — og einn keppandi utan af bmmmmhhi landi, ísfirðingurinn Einar Val ur Kristjánsson, sem ekki fói tómhentur heim, en hann varð sigurvegari í 1. flokki. — Úrslit i þessu íslandsmóti urðu einp og hér segir: Meistaraflokbur: íslandsmeistari í einliðaleik karla: Óskar Guðmundsson KR vann Garðar Alfonsson TBR imeð 15:4 og 15:0. ísl.mcistarar í tvíliðaleik karla: Óskar Guðmundsson KR og Garðar Alfonsson TBR, unnu Viðar Guðjónsson og Jón Árna son TBR með 15:5 og 15:1. ísl.meistari í tvíliðaleik kvenna: Halldóra Thoroddsen og Jóo- ína Nieljóhníusdóttir TBR, unnu Guðmundu Stefánsdóttur og Júlíönu ísebarn TBR mvð 11:15, 15:4 og 15:8. íslandsmeistarar í tvenndar- keppni: Hulda Guðmundsdótti, TBR og Óskar Guðmundssoii KR, unnu Jónínu Nieljóhníus ardóttur og Lárus Guðmunds- son TBR, með 15:10 og 15:6. I. flokkur: íslandsmeistari í einliðaleik karla: Einar Valur Kristjánsson ísafirði vann Steinar Bryjólfs- son TBR 15:9 og 15:12. ísl.meistarar í tvíliðaleik kafla- Steinar Brynjólfsson og Ingi Ingimundarsor. TBR, unnu Guð mund Jónsson og Hilmar Stein gríimsson KR, með 15:7 og 15:6 fsl.meistarar í tvíliðaleik kvenna: Erna Franklín og Vil dís Guðmundsson KR, unnu Maríu Guðmundsdóttur og Jónu Sigurðardóttur KR, með 15:?. og 15:10. ísl.meistarar í tvenndarkeppni: Erna Franklín KR og Gunna: ólafsson SKB, unnu Vildísi Guð mundsson og Örn Steinsen KB, með 15:4 og 15:3. Frá mótanefnd Í í MI N N, miðvikudaginn 6. mai 1964 — Ö

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.