Tíminn - 06.05.1964, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 6. maí 1964
111. «bl.
UR IIAXNESI?
FB—Rcykjavík, 5. maí
Nýflcga fóru fram eigcndaskipti
á Laxnesi, og ætla hinir nýju eig
endor staðarins að koma þar upp
hestamiðstöð. Búast þeir við að
gcta tckið um 100 hesta tii sum-
arbeitar á landi jarðarinnar og
mflli 00—100 hesta á fóður yfir
vcturinn . I>á er einnig ætlunin
að auka ræktun og hiressa upp á
jörðina og jafnvei koma upp vísi
að greiðasölu fyrir hestamenn,
scm þarna ættu hesta sína.
Fimm manna hlutafélag undir
forystu Gunnars Fjelsted keypti
fyrir nokkru Laxnes II af Oddi
Helgasyni hjá Vélar og skip. Kaup
verðið var 3,5 milljónir króna, en
brunabótamat á húsum jarðarinn-
ar er 2,2 miHjónir.
Landareignin er 100 hektarar,
og á jörðinni er ágáetis 60 kúa
fjós frá Búkollu-tímabilinu, þeg-
ar læknafélagið hugðist koma
þarna upp kúabúi, og auk þess er
þarna 2500 hesta hlaða hvoru
tveggja rúmlega 10 ára gamalt.
Framhald á 15. sfBu.
Þýzki togarinn Maria v. Jeve í Reykjavíkurhöfn í gær. (Tímamynd K.J.).
Brunaði inn með stórstasaðan háseta
KJ—Reykjavík 4. aiprfl.
Um eitt leytið í dag kom þýzkur
togari brunandi inn á Reykjavíkur
höfn, en innanborðs var mikið
slasaður sjómaður.
Er blaðið hafði tal af skipstjór
anum á togaranum, er ber nafnið
Maria v. Jeve BX 625, sagði hann,
að þeir hefðu verið að veiðum
fyrir vestan land í slæmu veðri.
Skall sjór á skipið stjórnborðs-
megin, og einn hásetinn Karl
Heinz Niendorf, 23 ára gamall,
var staddur við lunninguna um
miðbik skipsins. Slasaðist Karl
mikið og var í skyndi siglt til hafn
ar. Er þetta gerðist var klukkan
Framhald á 15. siðu
Gatnagerð á Akureyri í
sumar fyrir 5 milljónir
KJ-Reykjavík, 5. apríl.
Fréttaritari Tímans á Akureyri,
Stof nþing Verkamanna
sambands á laugardag
Stofnþing Verkamannasambands
íslands verður sett í félagsheimili
Dagsbrúnar og Sjómannafélags
Reykjavíkur, að Lindargötu 9, n.k.
laugardag 9 .maí, kl. 2 síðdcgis.
Til stofnþingsins er boðað af
Verkamannafélaginu Dagsbrún,
Verkamannafélaginu Hlíf og
Verkalýðsfélaginu Einingu, en
sameiginleg nefnd þessara félaga
hefur annazt undirbúning stofn-
þingsins og sent þátttökuboð öll-
um almennu verkalýðsfélögunum
innan Alþýðusambands íslands.
Ekki er enn vitað að fullu um,
hve þátttaka verkalýðsfélaganna í j
stofnun hins nýja sambands verð-!
ur víðtæk, en þau hafa mörg hver j
að undanförnu rætt málið á fund-
um sínum og kosið fulltrúa á
stofnþingið.
Aðalviðfangsefni stofnþingsins;
verða umræður um hlutverk og I
starfsemi sambandsins, samþykkt
laga og fjárhagsáætlunar og að
sjálfsögðu umræður og ákvarðanir
varðandi kjaramál verkafólks eins
og þau liggja nú fyrir.
Fyrirhugað er, að stofnþinginu
ljúki á sunnudag.
ED, hafði fyrir nokkru tal af Ste
fáni Stefánssyni, bæjarverkfræð-
ingi á Akureyri, og innti hann eft-
ir helztu framkvæmdum á vegum
bæjarins á árinu.
Til galnagerðar fara á þessu ári
fimm milljónir, og er þar um að
ræða nýjar götur .Eldri götur
verða engar endurbyggðar. Götur
Akureyrar eru nú um 35 km. að
lengd, og þar af 4 km. malbikaðir
og innan við km. olíuborinn. Ekki
er ákveðið með malbikun á Akur-
eyri í sumar, annað en að Kaup
vangsgiið verður malbikað upp að
Þingvallastræti og suður að Barna
skólanum. Holræsi verða að sjálf-
sögðu lögð í nýju göturnar, og
auk þess ný holræsalögn lögð í Þór
unnarstræti. Er það byrjunin á
miklu holræsi, sem liggja mun til
sjávar við Glerá. Það fé, sem bær-
inn fær vegna nýju vegalaganna,
verður lagt í framkvæmdir við
Hörgárbraut og Glerárgötu. Byrj-
að er að bera sjó á götur Akur-
eyrar, en sjórinn bindur rykið
miklu betur en venjulegt vatn.
í sumar verður lokið við að
steypa upp nýja lögreglustöð á
Akureyri. Þá verður unnið við inn-
réttingu Gagnfræðaskólans. Á veg-
um bæjarins verður byrjað á í
sumar að reisa fjölbýlishús, og
á það að standa við Hörgárbraut.
12 íbúðir verða væntanlega steypt
ar upp fyrst.
BAZAR
Félag Framsóknarkvenna efnir
til bazars og kaffisölu sunnudag-
inn 10. maí í Tjarnargötu 26. Kon-
ur, sem ætla 'að gefa muni til baz-
arsins, eru vinsamlega beðnar um
að koma þeim sem fyrst í búðina
á Grettisgötu 7 eða Grenimel 13.
Nánar auglýst á laugardaginn.
TH0R 0G KRISTMANN
j BÓ-Reykjavík, 5. maí.
f dag var enn þingað í xnáli
Thors og Kristmanns, nú í húsa-
kynnum Borgardómaraembættis-
ins, Laugaveg 13, en fyrri réttar-
höld fóru fram í Hegningarhúsinu.
Áheyrendur voru viðlíka margir
og í gær, og urðu fleiri að standa
en hinir, sem fengu sæti, enda sal-
urinn lítill. Tvö vitni komu fyrir,
Frá slysstaðnum í gær. Örln bendir á staðinn þar sem vörubíllinn ók yfir
götuna og snarhemlaðl. (Tímamynd K.J.).
stúlkuna, en á miðri myndinni er fólksbfllinn, sem var á leið austur
5. tlauðaslysið í umferðinni á árínu
KJ—Reykjavík, 5. aprfl.
Laust fyrir klukkan fjögur í
dag vairð þriggja ára stúlka fyrir
bfl á Suðuriandsbraut, og lézt hún
þegar. Er þetta fimmta dauðaslys
ið af völdum umfcrðar sem verður
hér í Reykjavík, það sem af er
áirinu.
Tildrögin voru þau, að móðir
var að koma úr strætisvagni rétt
innan við Múla við Suðurlands
braut. í fylgd með henni voru
þrjú börn hennar 2ja , 3ja og 5
ára. Er út úr vagninum kom
hljóp telpan, sem var þriggja ára
suður yfir götuna. Fólksbifreið úr
Reykjavík bar þar að á austur
leið, snarhemlaði ökumaður henn
ar og tókst að hindra slys. Vöru
bíll austan úr sveitum kom úr
gagnstæðri átt og ætlaði ökumað
ur hennar að hemla, en hemlarn
ir létu undan er á þá reyndi. Lenti
litla stúlkan undir hægra aftur
hjóli bílsins og mun þegar hafa
latizt. Naín hennar er ekki birt
að svo stöddu vegna fjarverandi
ættingja. Staðurinn, þar sem
slysið var, er mjög hættulegur og
hafa orðið þar tvö ef ekki þrjú
önnur dauðaslys Rannsóknarlög
reglan biðui þá, sem voru sjónar
vottar að slysinu að hafa samband
við sig.
skólastjórarnir Árni Þórðarson og
Jón Sigurðsson, en þeir kváðust
báðir hafa færzt undan komu
stefnanda i skóla sína, Jón vegna
fenginnar reynslu og Ámi taldi
sömu ástæðu hafa legið til grund-
vallar. Hvorugur hafði lagt bann
við komu stefnanda í skóla sína,
enda kváðust þeir ekki hafa vald
til að banna slíkt. Ámi sagði, að
stefnandi hefði þó komið, þrátt
fyrir undanfærslu sína, þegar
námsstjóri eða fulltrúi hans ósk-
uðu. Hefði hann fyrst færzt und-
an þessu við námsstjóra eftir ára-
mót 1961, en stefnandi kvaðst ekki
muna betur en hann hefði fyrst
komið í viðkomandi skóla þennan
sama vetur. Skólastjórann minnti,
að stefnandi hefði komið fyrr.
Jón Sigurðsson, skólastjóri,
kvaðst einu sinni hafa færzt und-
an við Þórð Kristjánsson, sem
hefði anazt milligöngu af hálfu
fræðslustjóraembættisins í hittiö-
fyrra ,og ekki oftar, enda ekki til-
efni til, en stefnandi hefði síðast
komið í skólann árið áður. Stefn-
andi óskaði vitnið spurt, hvort
framkoma sín í skólanum hefði
verið hneykslanleg, en vitnið end-
urtók, að það hefði óskað eftir, að
stefnandi kæmi ekki oftar í skól-
ann og spurði hvort það væri ekki
nóg svar.
Skólastjórarnir voru spurðir,
Framhald á 15. siBu.