Tíminn - 06.05.1964, Qupperneq 6

Tíminn - 06.05.1964, Qupperneq 6
Fellt með jöfnum atkvæðum að veita húsbyggjendum 35 þús. króna eftirgjöf á tollum! Þa8 bar til tföinda í neðri deild í gær, að felldar voru breytingartillögur þeirra Einars Agústssonar og Skúla Guðmundssonar við tollskrárfrumvarpið um endur- greiðslu á hluta af tollum af byggingarefnl, og endur- greiða tolla af skurðgröfum og jarðýtum, voru felldar á jöfnum atkvæðum að við höfðu nafnakalli — 19 at- kvæði gegn 19. Er forseti deildarinnar, Sigurður Bjarna- son, bar upp tillögurnar í fyrstu voru þær greinilega samþykktar með handauppréttingu, en forseti endurtók atkvæðagreiðsluna og við nafnakall féllu tillögurnar á jöfnum atkvæðum. Tollskrárfrumvarpið var til 2. umræðu í neðri deild í gær. Matt- hías Matthíesen mælti fyrir áliti meirihlutans, sem mælti með sam- þykkt frumvarpsins eins og það var komið frá efri deild, en kvað nefndina myndu athuga frekari breytingar milli 2. og 3. umræðu. Einar Ágústsson mælti fyrir áliti minnihluta fjárhagsnefndar (E. Á. og Skúli Guðmundsson), sem mælir með samþykkt frumvarps- ins en flutti breytingartillögur við frumvarpið um frekarí leiðrétting ar á frumvarpinu. Einar Ágústsson sagði m. a„ að með lögum frá 1963 hefði gagn- gerð formbreyt- ing verið gerð á tollskránni, en engar verulegar breytingar á heildarfjárhæð tolla. Tollar voru jafnaðir þannig, að þeir hæstu voru nokkuð lækk- aðir, en lægri tollar hækkaðir á móti. Þó var sú breyting gerð, að bráðabirgðasöluskattur í innflutn- ingi, sem innheimtur hafði verið nokkur undanfarin ár, var felldur inn í hinn nýja verðtoll og þar með gerður varanlegur. Þannig hef ur tollheimta til rfkissjóðs farið ört vaxandi á undanförnum árum og er nú tneiri en nokkru sinni fyrr. Þetta frumvarp, felur ekki í sh neina stefnubreytingu varðandi tollheimtuna, heldur er hér fyrst og fremst um tæknilega leiðrétt- ingu að ræða á þeim ágöllum, sem í Ijós hafa komið á tollskrá þeirii, er samþykkt var á síðasta Alþingi, og enn fremur leiðréttingar á ó samræmi. Þessar breytingar munu flestar tií bóta, svo langt sem þær ná, en hafa mjög óveruleg áhrif á heildartolJheimtuna. Minni hluti fjárhagsnefndar efri deildar leitaðist við að fá fraia nokkrar leiðréttingar á tollheimt- unni með því að bera fram ýmsar tillögur til úrbóta, er aðallega stefndu að tvennu: Annars vegar að lækka toll af vélum og tækj- um til framleiðsluatvinnuvöganna almennt í 4%, en yfirleitt er inn- heimtur 35% tollur af vörum þé'ss um nú. Hins vegar að lækka toll af rafknúnum heimilistækjum úi 80% í 50%, og er það saima breyt- ing og frv. gerir ráð fyrir að þvl er lýtur að varahlutum í þessi tæH. Enda þótt gild rök væru færð að nauðsyn þessara breytinga, voru tiUögumar allar felldar, og virðist því þýðingarlaust að be>-a þær fram á ný í neðri deild. Minni hl. vill þó freista þess að taka upp þá breytingartillögu minnihl. fjárhagsnefndar efri deild ar, að ríkissjóður endurgreiði hús byggjendum aðfiutningsgjöld, sen nema 110 kr. pr. rúmetra í allt að 360 rúmmetra íbúð. Það er kunn ara en frá þurfi að segja, að fátt hefur meiri áhrif á framfærslu kostnaðinn í landinu en hár hús- næðiskostnaður og að ástandið í húsbyggingarmálunum er nú þann ig, að óhjákvæmilega verða róttæk ar úrbætur til að koma. Gert er ráð fyrir, að sú lagfæring, setn með þessu móti fengist, nemi að með- altaU á íbúð um 35000 kr. og sé i nálega þrír fjórðu hluta toli- I greiðslna af efni til íbúðarinnar. | Þá flytjum við breytingartillögu ! um að heimilað verði að endur- \ greiða innflutningstolla af jarð- | ýtum og skurðgröfum til ræktunar sambanda. Er á þann hátt komið til móts við óskir fuiitrúafundar rækt unarsambanda, sem haldinn var í Reykjavík 12. og 13. febrúar s. 1., en ályktanir fundarins hafa verið sendar Alþingi. Minni hl. telur, að óhjákvæmi- legt sé, að meiri háttar lagfæring- ar verði gerðar á tollskrámri er miði að því að draga úr hinni óhæfilegu tollheimtu, einkum á framleiðsluatvinnuvegina, og til leiðréttingar misræmis, þótt eklti séu fluttar um það breytingartil- lögur nú, af ástæðum, sem að fram an greinir. Gunnar Thorodd- sen sagði það al- rangt, að tollar hefðu verið hækk, _ aðir í fjármála- ráðherratíð sinni. Tollar hefðu ver ið lækkaðir veru- lega. Þá sagð! ráð herrann véla- tolla vera f end- urskoðun hjá tolLskrámefnd ríki sst j ó marinna r — en hins vegar væri ekkert nýtt að Framsóknarmenn væru með yf irboð eða undirboð. Einar Ágústsson sagð! að rétt væri að nokkrar tilfærslur á upp- hæðum hefðu verið gerðar með breytingum á tollskránni, en með tvennum gengisfellingum hefði á- Lagningargmndvöllur tollanna ver ið stórlega hækkaður og staðreynd imar tala þar um skýru máli. Totl heimta ríkisins hefur verið þann- ig undanfarin ár skv. fjárlögura: Framhald á 15. sfSu. Á ÞINGPALU Jöfnunarsjóð þarf að effla ★ Við lokaafgreiðslu á frumvarpi um breyting á lausaskuldum iðn- aðarins í föst lán í efri deild f fyrradag bar Helgi Bergs fram nokkrar fyrirspumir til iðnaðarmálaráðherra um framkvæmd lag- anna, þvf mjög ylti á framkvæmdinni, hver not iðnaðinum yrði af þessari lagasetnángu. ★ Jóhann Hafstein sagði það rétt hjá Helga, að allt þetta mál ylti á framkvæmdinni og sagðist ráðherrann myndl gera það sem í hans valdi stæði til að málin leystust farsællega, en verulegur munur væri lánamálum iðnaðarlns og lánamálum sjávarútvegs- og landbúnaðar og væri alveg undir hælinn lagt að samþykkt frumvarpsins yrði iðnaðinum að verulegum nofcum. Þar ylti allt á framkvæmdinni. ★ Felld var í gær breytingartillaga frá Ásgeiri Bjarnasyni og Páli Þorsteinssyni við frumvarp um breyting á búfjárræktarlögum flutt af Gunnari Gíslasyni o. fl. Frumvarpið felur meðal annars í sér þá breytingu að fela sýslunefndum æðsta vald í hrossakyn- bótum f hverri sýslu um sig, en þetta vald er nú í höndum Bún- aðarfélags fslands og gildandi lög f endurskoðun hjá því. Lögðu þeir Ásgeir til að þetta ákvæði frumvarpsins yrði niðurfellt en ‘en breytingartillaga þeirra var felld. Frumvarpið um loftferðir var til 2. umræðu í efri deild í gær. Páll Þorstelnsson og Ásgeir Bjarnason tku upp nokkrar þær breytingartillögur, sem felldar voru í neðri deild og fluttu þær við frumvarpið. Þær náðu ekki fram að ganga. ic Atkvæðagreiðsla um kísilgúrfrumvarpið fór fram í neðri deild í gær eftir 3. umræðu. Einar Olgeirsson hafði borið fram breyt- ingartillögu við frumvarpið sem var felld með 20 atkv. gegn 6. Landbúnaðarráðherra bar fram breytingartilögu við frumvarp rík- isstjórnarinnar um aukningu skylduspamaðarins þess efnis að skylduspanaður sem frá ungmennum f sveit kemur skuli renna til Stofnlánadeildar Búnaðarbankans en ekki í veðdeild hans og ennfremur að útlán Stofnlánadeildar til þeirra, sem leggja fé til hennar a þennan hátt, skuli verða með vísitöiutryggingu. ic Ágúst Þorvaldsson mælti gegn þessari breytingartillögu ráðherrans. Sagði eitt af helzfcu vandamálum landbúnaðarins, hve veðdeildir væri vanmegnug að aðstoða við eigendaskipti á jörðum. Þá sagð Framhald á lö. síðu. Hér fer á eftir nefndarálit Ás- geirs Bjarnason- ar um útsvars frumvarp ríkis- stjómarinnar við 2. umræðu í efri deild: Frv. petta er hið þriðja í röð- inni um tekjustofna sveitarfélaga,: sem flutt er af núverandi ríkis- stjórn síðan á árinu 1960. Lög nr. 4S, 9. júní 1960 voru fyrstu lögin þar sem fyrir var mælt um fasta útsvarsstiga. Samkvæmt þessum lögum var sérstakur útsvarsstigi fyrir Reykjavík, annar fyrir bæj- arfélög og þriðji fyrir önnur sveit arfélög. Þessir misjöfnu útsvarstig ar þóttu ekki heppilegir, og voru peir afnumdir með núgildandi lög um um tekjustofna sveitarfélaga en þau eru nr 69 frá 28. apríl 1962 og^eiga því tveggja ára af- mæli í dag. Og nú er þeim lögum óbreyttum ekki ætlaður lengri ald ur, þar sem þetta frv. er fram kom ið. í þessu frv. er þó ekki um stefnubreytingu að ræða, þar sem haldið er áfram á þeirri braut, sem mörkuð var 1960. Augljóst er, að útsvarsgreiðendum fækkar, þar sem persónufrádráttui er tekinn upp í stað sérstaks frádráttar frá útsvari. Þetta virðist vera til hag- ræðis fyrir þá, sem hafa fyrir barnmörgum fjölskyldum að sjá, hins vegar getur héi orðið um að : ræða er+' riðfangsefni í fámenn- lum sveitarfélögum, þar sem tekj- ur eru lágar og byrðarnar leggjast á mjög fáa gjaldendur. Það úggur í augum uppi, að útgjöld sveitarfélaga hljóta að stórhækka á þessu ári miðað við s.l. ár. Þar á sinn ríka þátt hin gífurlega dýrtíðaraukning, sem | virðist vera óviðráðanleg hjá nú- verandi ríkisstjóm. Hækkandi tekjur fólks vega ekki á móti hækkandi dýrtíð. Ekki stafar þetta af slæmu árferði eða afla- leysi, því að undanfarin ár hafa verið mjög hagstæð til lands og sjávar. Örðugleikar almennings stafa að 'ærulegu leyti frá stjórnar farinu, sem hvorki er í anda gef- inna loforða um „bætt lífskjör“ fólksins né í samræmi við getu og þarfir þjóðarinnar. Vömb „Við reisnarinnar" er stór og gleipir mikið. Enda þótt ég sem minni hl. nefndar mæli með samþykkt frv. með breytingum tel ég eigi að síður, að betur þyrfti að gera í þessum efnum, því að margt er það í lögum um tekjustofna sveit arfélaga. sem þarf endurskoðun- ar við. Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þarf að efla tii muna, svo að hann geti dregið verulega úr því misræmi, sem nú ríkir á milli útsvarsbyrða í einstökum bæjum og sveitar- félögum miðað við ástæður. Það er vitað mál, að þarfir sveitar- félaganna eru mjög misjafnar. Reykjavíkurborg, bæjarfélög og ‘veitarfélög, sem mynduð eru í þéttbýli, sinna ýmsum málefnum íbúa sinna sem útilokað er fyrir strjálbýl sveitarfélög að sinna. Þess vegna er það rétt- lætanlegt að útsvör séu yfir- leitt hærrj í þéttbýli, þar sem kom ið er til móts við almenning með margháttuðum framkvæmdum, sem sjálfsagðar þykja, svo sem vatnsleiðslum, skólpleiðslum, hita veitum, rafmagni og félagslegri starfsemi ýmiss konar. Sveitar- félögin * strjálbýlinu geta ekki veitt sams konar þjónustu. Þar verður hvert heimili að sjá sér fyrir ýmsu því, sem hin þéttbýlli sveitarfelög hafa aðstöðu til að framkvæma á félagslegum grund- velli. Flest útgjöld sveitarfélag- anna eru lögbundin og koma engu síður við þá, sem búa f hin- um fámennari sveitarfélögum. Þess vegna þarf að efla jöfnunar sjóð sveitarfélaga, svo hægt verði að auka tramlög hans til fámennra og illa staddra sveitarfélaga. Tekj ur hans þurfa því að vaxa, eins og breytingartillögur minni hl. nefndarinnar bera með sér. Það virðist mjög eðlilegt, að allar þæt sveitarstjórnir, þar sem skattstjóri hefur ekki búsetu, reikni sjálfur út útsvörin Þetta er miklu eðlilegra en fela þessi verkefni reiknivélum, sem ekki geta tekið tillit ti! aðstæðna manna. Fráleit hugsun er það að ætla sér að láta bæjar- og sveitar- félög greiða skattyfirvöldum fé fyrir störf í þágu sveitarfélag- anna. Þega- yfir- og undirskatta- Framhald á 15. síðu. 6 TÍMINN, mlðvlkudagtnn 6. maf 1964

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.