Tíminn - 06.05.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 06.05.1964, Qupperneq 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framivaemdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur f Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bahkastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523, Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Húsnæðismálin Þótt menn séu ósammála um flest. er almannarómur- inn nú undantekningarlaust sammála um eitt. ÁstandiS í húsnæðismálum þjóðarinnar fer síversnandi. Of lítið hefur verið byggt af hentugum íbúðum seinustu árin, þar sem það verður stöðugt erfiðara fyrir efnalítið fólk að koma sér upp eigin húsnæði. Minnkandi íbúSarbvgg- ingar hafa hækkað húsaleigu og húsaverð óeðlilega mik- ið. Þeim fjölgar óðfluga, sem verða að búa við hrein okurkjör í húsnæðismálum. Það óhugnanlega ástand, sem nú er að skapast í hús- næðismálunum, rekur að öllu leyti rætur til stjórnar- stefnunnar. Með því að hafa ekki neinar hömlur á meira og minna ónauðsynlegum framkvæmdum hinna ríku, hef- ur ríkisstjórnin skapað ofþenslu á vinnumarkaðinum og Það stóraukið byggingarkostnaðinn. Með frystingu spari- fjárins í Seðlabankanum, hefur ríkisstjórnin neytt hús- byggjendur í vaxandi mæli til að sæta óhagstæðum láns- kjörum. Ofan á þetta bætist svo sjálf vaxtahækkun rík- isstjórnarinar. Þá hafa gengisfellirigar og söluskattar ríkisstjórnarinnar að sjálfsögðu stórhækkað byggingar- kostnaðinn. Hve óhugnanlegt þetta ástand er orðið, sést bezt á því, að ársvextir af stofnkostnaði tiltölulega lítillar íbúðar eru nú um 50 þús. kr. á ári, en verkamannalaun eru, ef miðað er við 8 klst. vinnudag, 77 þús. kr. Þetta ástand útilokar tekjulítið fólk frá að eignast íbúð. Meðan þvílíkt ástand ríkir í húsnæðismálunum, verður aldrei hægt að leysa efnahagsmálin með skaplegum hætti. Hinn hái húsnæðiskostnaður knýr menn nauðuga til að heimta hærra kaup. Á þessu sviði bíður þjóðarinnar því að hefja nýtt stór- átak, en það verður ekki gert nema með ráðstöfunum, sem ekki samrýmast ríkjandi stjórnarstefnu. Það þarf í fyrsta lagi að tryggja forgangsrétt hæfilegra íbúða- bygginga, en til þess verður að skerða framkvæmdir hinna ríku, svo að þær valdi ekki ofþenslu og óeðlilega háum byggingarkostnaði. Það þarf í öðru lagi að hætta frystingu sparifjárins og nota spariféð í staðinn til þess að tryggja aukin lán til íbúðabygginga í þriðja lagi verð- ur að veita verulegum hluta af umframtekjum ríkissjóðs til þessara framkvæmda í stað þess að leggja þær í Seðlabankann. Ekkert af þessu samrýmist kokkabókum stjórnarstefn- unar. Því hafa húsnæðisvandræði farið sívaxandi. Sú öfugþróun mun halda áfram að óbreyttri stjórnarstefnu. Hækkun óbeinna skatta í umræðum um tekjuskattsfrumvarp ríkisstjórnarinn- ar, sem fóru fram í neðri deild i fyrradag, dró Jón Skaftason upp mjög glögga mynd af hinni gífurlegu hækkun óbeinna skatta í tíð núv. ríkisstjórnar. Jón skýrði frá því, að samkvæmt fjárlögum fyrir ár- ið 1958 voru óbeinir skattar (þ. e. allar aðrar ríkisálög- ur en tekjuskattur og eignaskatturi 3.021 kr. á hvern einstakling í landinu eða 15.105 kr. á hverja finun manna fjölskyldu. 'Samkv. fjárlögum ársins í ár, nema þessir skattar 53,265 kr. á fimm manna fjölskyldu eða hafa aukizt um 38,160 kr. á þessu tímabili. Auk þessa hafa svo ýmsir óbeinir skattar, sem ekki eru færðir á fjár- lög, stórhækkað. Þessar tölur sýna vel, hve réttmætur er áróður stjórn- arblaðanna um „skattlækkanir" stjórnarinnar eða hitt þó heldur. TÍMINN, mlðvlkudaginn 6. maf 1964 — Walter Lippmann ritar um aiþjóðamál:1 Bandaríkin þurfa að endurskoða afstöðu sína til Suðaustur-Asíu Deila Rússa og Kínverja skapar möguleika til þess DEILA Kínverja og Sovét- ríkjamanna hefir nú harðnaS svo mjög, að möguleikar virð- ast á slitum stjórnmálasam- bands. Nú virðist það liggja ljóst fyrir, sem nokkrir menn hafa haldið fram um skeið, að hugsjónalegi ágreiningurinn sé aðeins yfirvarp gömlu hags- munaárekstranna — sem eru eldri en kommúnisminn — milli Rússa, sem sækja austur í átt að Kyrrahafi, og Kínverja, sem sækja í norðurátt. Nú þeg- ar hefir mjög oft komið til minni háttar vopnaviðskipta landamærahéruðum Rússa og Kínverja. Enda þótt þessir árekstrar eigi efalaust eftir að verða fleiri, þó að ríkisstjórnirnar tvær eigi eftir að slíta stjórn- málasambandi og jafnvel þó að skammirnar eigi eftir að verða enn heiftúðugri en þær nú eru, — ef það er þá mögulegt, — þá er ekki sennilegt, að þetta leiði til styrjaldar. Kína er ekki kjarnorkuveldi og getur ekki ráðizt á Rússland, og Rússar eru ekki í stríðsskapi eins og sakir standa. Hvorug ríkisstjórnin er lík- leg til þess að telja sig hafa efni á að bjóða út mjög mikl- um landher og búa hann til al- varlegs hernaðar. Mikið stríð milli Rússlands og Kína hlyti að gera bæði löndin varnalaus fyrir auknum áhrifum og þrýst- ingi frá keppinautum, sem ekki eru kommúnistar. EF VIÐ spyrjum okkur sjálfa hver framkoma okkar og af- staða eigi að vera gagnvart á- tökunum milli þessara miklu * kommúnistaríkja, þá getum við byrjað á því að viðurkenna, að deila.n sjálf hafi þegar orðið okkur til góðs að því leyti, að kommúnisminn er ekki framar heill og óklofinn andstæðingur andkommúnista í heiminum. Deilan hefir valdið því, að Sovétríkin draga til muna úr þrýstingi sínum á Austur-Evr- ópu og Þýzkaland. Einnig bend ir mjög margt til þess, að kín- versku kommúnistarnir séu orðnir mun gætnari og var- færnari í áleitni sinni, bæði á Formósu og I Suðaustur-Asíu. en líklegt er að þeir væru, ef þeir teldu sig hafa frjálsar hendur til að nýta möguleik- ana til fulls. CHIANG KAI SHEK En fyrst — og raunar miklu fremur — ber okkur þó að spyrja: Eigum við að styðja Sovétríkin af því að Kína kommúnistanna er miklum mun virkara í áleitni sinni? Eða eigum við að hafa skipti við báða og láta hvergi á sann- ast, að við gerum upp á milli þeirra, eins og de Gaulle hers- höfðingi gerir? HVAÐ okkur Bandaríkja- menn snertir er þessum spurn- ingum fyrir fram svarað. Við erum þegar í virkri andstöðu við Rauða-Kína. Milli okkar og Kína er eiginlega hernaðar- ástand, lagalega séð, auk þess sem við hljótum að standa með óvini óvinar okkar. En de Gaulle hefir í þessu efiii frjáls- ari hendur en við, og hann get- ur því farið því fram, sem hon- um sýnist, eins og margur kynni að óska að við gætum. En ef við reynum nú að horfa fram, hvað getum við þá komið auga á í óljósri, fjar- lægri framtíð? Verður Kína kommúnistanna bráðum (innan 10—20 ára) að því sama og Sovétríkin eru í dag, þ.e. ríki, sem leggur meiri áherzlu á þróunina heima fyrir, en útbreiðsluna utan landa- mæranna? SÉ ÞESSI tilgáta á rökum reist, kemur það sennilega fyrst í ljós á þann hátt, að dregið verður úr þrýstingnum á landamærum ríkisins í suðri. Þetta gæti til dæmis hafizt á því, að slakað yrði á gagnvart Indlandi og jafnframt viður- kennd sú staðreynd, að Sovét- ríkin aðstoða Kína ekki, ef það leggur til atlögu við stöðvar Bandaríkjamanna á Formósu eða öðrum eyjum úti fyrir meg inlandinu. Handan viðurkenningarinnar á þessari staðreynd örlar á þeirri von, sem er alls ekki svo fjarlæg eða fjarstæð, að eftirmenn Chiang-Kai-sheks á Formósu semji frið við vald- hafana í Peking. Enn íremur virðist örla á ó- Ijósum merkjum þess, að Kín- verjar hafi gert sér það Ijóst, að nærvera mikils herstyrks Bandaríkjamanna í lofti og á legi verði áfram til hindrunar hertöku, hernámi og hagnýt- ingu Indókína, jafnvel þó að kommúnistar sigri í borgara- styrjöldinnj í Vietnam. — Her- styrkur Bandaríkjamanna í lofti og á legi er meiri en svo, að hann verði með öllu snið- genginn. — Sé sá skilningur réttur. sem hér er að vikið, kann enn að vera tími til að stilla til friðar á landamærum Kína í suðri. CHOU EN-LAI, forsætlsráðherra Kfna. CHUNG HE PARK, forseti DEILA Rússa og Kínverja opnar vissa möguleika í Aust- ur-Asíu. Við höfum því miður ekki tækifæri til að hagnýta okkur þá. Við verðuin að eftir- láta frumkvæðið vinveittum þjóðum eins og Frökkum og Bretum, sem ekki hafa bundið hendur sínar um of. Sannleikurinn er sá, að við höfum enga stefnu gagnvart hinum fjarlægari Austurlönd- um og neitum okkur um tæki- færi til að marka hana. Varð- andi Suður-Kóreu og Suður- Vietnam er okkur meinað að hafa aðra stefnu en þá, að leita ekki eftir neinni lausn og standa grafkyrrir í sömu spor- unum Þegar höfð er hliðsjón af því, að við erum á allan hátt langsamlega öflugasta rík- ið, sem andstætt er kommún- istum, hljótum við að minna átakanlega á sum dýr fornald- arinnar, sem voru brynvarðari og betur tennt en flest önnur, en höfðu nálega engan heila.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.