Tíminn - 09.05.1964, Síða 2
FÖSTUDAGUR, 8. maí
NTB-Washington — Dean
Rink, utanríkisráSIierra USA,
fór í dag áleiðis til Haag, en
þar mun hann sitja utanríkis-
ráíiherrafundi Nato-ríkjanna.
NTB-Brussel — Utanríkis-
ráðherra Frakklands, Couve de
Murville, sagði i dag, að hann
vonaði að tollaviðræðurnar á
Kennedy-ráðstefnunni myndu
auka heimsviðskiptin.
NTB-París — Kínverski
Kommúnistaflokkurinn hefur
vísað frá tillögu Sovctríkjanna
um, að þessi tvö lönd haldi
toppfund einhverjar næstu vik
urnar til þess að ræða deilur
sínar.
NTB-Aden — Herlið Suður-
Arabíska Sambandsins, stutt af
brezkum herdeildum, náði á
sitt vald í dag hæðinni Jebel
Mahlay, sem áður var í hönd-
um uppreisnarmanna.
NTB-Atlanta — Rúmlega hálf
milljón manna hyllti L. B. John
son, þegar hann ók um götur
Atlantaborgar í Georgíu. Hann
er á ferð um Suðurríkin í sam-
bandi við baráttu sínay gegn
fátæktinni.
NTB-Washington — Repú-
blikanskur þingmaður fullyrti
í dag, að sum lönd kaupi tyggi
gúmmí, yngingarpillur . og
brennivín fyrir bandarísku
efnahagsaðstoðina.
NTB—Nicósíu. — Brezkri SÞ-
herdeild tókst i dag að koma
á vopnahléi við þonpið Lourou
djina á suðausturströnd Kýpur,
en þar hefur verið barizt und-
anfarið. Barizt var í Kýrenía-
fjöllum í dag.
MTB—Leopoldville. — 17 fang
ar köfnuðu í Ioftlausum fanga
klefa í Mwene-Ditu í Kasai í
Kongó. 5 aðrir sluppu naum-
lega lifandi.
NTB-Braunscliweig. — Vestur-
þýzka lögreglan gerði í dag
upptækar eignir stríðsglæpa-
inannsins Zech-Nenntwich. Þær
cru virtar á 50.000 mörk.
NTB—Havana. Sendihcirra Sov-
étríkjanna á Kúbu, Alezander
Aleksejev, sagði í dag, að USSR
hafi aldrei gert neinn samn-
ing við USA um könnunarflug
yfir Kúbu.
NTB—Atlanta. — Lyndon B.
Johnson, forseti USA, hvatti í
dag löggjafarþing Georgiu-rik-
is að gefa blökkumönnum jafn-
rétti i ríki sínu.
NTB—-Moskvu. — Landbúnað-
ar- og fiskimálaráðherra Ghana
sagði í dag, að Ghana myndi
opna hafnir sínar fyrir sovézk
skip. í staðinn munu Sovét-
menn kenna Ghanabúum fisk-
veiðar.
NTB—Oslo. — Ríkisstjóm USA
hefur beðið Noreg um að veita
Suður-Víetnam tæknilega- og
fjárhagslega aðstoð. Fleiri
NATO-ríki hafa fengið slíka
beiðni.
KRÚSTJOFF TIL EGYPTALANDS
NTB-Alexandríu og Moskvu 8/5
Nikita Krustjoff, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, kemur á
morgun í 16 daga opinbera heim-
sókn til Arabíska Sambandslýð-
veldisins. Hann mun verða við-
staddur vígslu fyrsta hluta Aswan-
stíflunnar og ræða þá við afríska
stjórnmálamenn.
Krústjoff kemur til Alexandríu
kl. 9 á laugardagsmorguninn að
þarlendum tíma og tekur Nasser,
forseti Arabíska sambandslýðvelds
ins, þar á móti honum ásamt ráð-
herrum sínum. Er það í fjórða
Áfengismál rann-
sakað á Dalvík
KJ-Reykjavík, 8. maí
Snemma í vikunni voru tveir að
komumenn á Dalvík sakaðir um
sölu á áfengi og hefur annar mað
urinn nú játað að hafa selt nokkr
ar flöskur áfengis þar á staðnum.
Við húsrannsókn hjá mönnunum
tveim fannst ekkert áfengi, en
annar mannanna játaði sölu áfeng
is. Grunur leikur á að um meiri
sölu hafi verið að ræða en sann
azt hefur, og er málið í rannsókn
hjá sýslumannsembættinu í Eyja
firði.
sinn, sem þeir hittast.
Krústjoff mun m. a. dvelja í
fjóra daga við Aswan-stífluna. Er
talið víst, að hann muni þar verja
Sovétríkin í viðræðum sínum við
stjórnmálamenn frá Asíu og
Afríku. Mun Krústjoff ráðast á þá
stefnu Kínverja, að Sovétríkin
eigi ekki að koma nálægt málefn-
um Asíu og Afríku og að þau séu
ekki asískt ríki.
Krústjoff mun einnig heim-
sækja Port Said og leggja þar
krans á minningarstyttuna um tvo
Egypta, sem féllu í Suez-deilunni
1956. Auk þess mun hann ræða
Verkamenn vinna!
ur sé góðs viti í sambandi við
þingkosningarnar í haust. Ef þetta
hlutfall helzt, þá mun Verka-
mannaflokkurinn fá 100 þing-
manna meirihluta.
Verkamannaflokkurinn vann sig
ur í tíu bæjum, þar á meðal í
Portsmouth, sem fær í fyrsta sinn
verkamannastj órn.
NTB-London, 8. maí
Brezki Verkamannaflokkurinn
rak endahnútinn á siguir sinn í
mörgum bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningum í Englandi og Wales,
með því að fá næstum því % borg
arstjórnarfulltrúa í Stóru-London,
sem hefur 32 kjördeildir. Verka-
mannaflokkurinn vann í kosning-
imum í gær 254 sæti nettó í nm
400 kjördæmum í Englandi og
Waies. Þýðir þetta, að flokkurinn
hefur rétt sig glæsilega við eftir
hið mikla tap 1961, en þá tapaði
hann 195 sætum.
Brezkir stjórnmálamenn benda
að vísu á, að hér sé ekki um neitt
fylgístap hjá íhaldsmönnum að
ræða, en þó telja fylgjendur
Verkamannaflokksins, að þessi sig komin snotur bók, sem Hafsteinn
við Nasser í Kairó og mun þar
verða efst á baugi aukin fjárhags
leg og hernaðarleg aðstoð við
Arabíska Sambandslýðveldið.
Göturnar í Kairó og Alexandríu
og göturnar, sem Krústjoff mun
aka um til Kaíró, hafa verið
skreyttar með egypzkum og
sovézkum fánum, hamri og sigð
og slagorðum á rússnesku og ara-
bísku.
Krústjoff mun halda þrjár mikl
ar ræður meðan á heimsókninni
stendur og hann ætlar að halda
blaðamannafund daginn fyrir
heimferðina. Fjölda kommúnista
hefur verið sleppt úr fangelsun-
um, vegna heimsóknar Krústjoffs
en þar hafa þeir setið síðan 1958
þegar Nasser lét handtaka komm
únista í Egyptalandi og Sýrlandi
sem þá var hluti Arabíska Sam
bandslýðveldisins.
„MAÐURINN VIÐ STÝRIД
KJ-Reykjavík, 8. apríl
Maðurinn við stýrið heitir nýút-
NÚ ER MADURINN HORFÍNN!
EJ-Reykjavík, 8. maí
Maðurinn, sem hefur síðustu
daga haft samband við danska
síðdegisblaðið „BT“ og fullyrt, að
hann hafi sorfið höfuðið af litlu
hafmeyjunni við Löngulínu, er nú
horfinn! Og vinur, hans, sem gerð
ist milligöngumaður milli skemmd
arverkamannsins og „BT“ birtir
bréf á forsíðu blaðsins og biður
skemmdarverkamanninn að hafa
samband við sig strax.
Danska lögreglar, hefur í blaða-
viðtali látið í ljós áhuga á að hafa j
samband við milligöngumanninn.
Hann er því kominn í dálítið erf-
iða aðstöðu og hefur því beðið
skemmdarverkamanninn um að
hafa samband við sig.
Maðurinn, sem segist hafa sorf-
ið höfuðið af hafmeyjunni, hvarf
nokkrum mínútum eftir að hann
í gær. Mun maðurinn ganga um
með höfuðið í tösku og er líklegt,
að hann sé enn þá í Kaupmanna-
höfn.
Taugar skemmdarverkamanns-
ins munu algjörlega í rúst vegna
þeirra miklu blaðaskrifa, sem orð
ið hafa um málið upp á síðkastið,
og mun hann þess vegna hafa horf
ið.
10 daga miðar á lista-
hátíðina kosta 750kr.
- og F.í. gefur 20% afslátt af farmiðum
listahátíðarfargjöldum. Veittur er
rúmlega 20% afsláttur af þessum
fargjöldum og gilda þau frá 5—
15 júní. Farþegar, sem njóta þessa
HF—Reykjavík, 8. maí.
Á morgun verður byrjað að
sélja heildaraðgöngumiða að Lista
mannahátíðinni úti um allt land og t
hafði látið bréf nr. 2 til „BT“ -áimUn Flugfélag fslands veita gest j afsíáttar verða auðvitað að kaupa
samt korti yfir svæðið, þar sem um hátíðarinnar rúmlega 20% j ferðir bæði fram og til baka og
höfuð hafmeyjunnar átti að vera afslátt af farmiðum til Reykja-; geta því lengst stanzað 10 daga
víkuir. 11 bænum, en minnst þrjá.
Heildaraðgöngumiðarnir kosta;
750 krónur og gilda í 10 daga.j
jafnt á skemmtanir, sýningar og ;
fyrirlestra. Úti á landi eru miðj
amir til sölu í afgreiðslum Flug-j
félags íslands, en í Reykjavík íl
Unuhúsi við Veghúsastíg. Úti áj
landi er jafnframt hægt
geymt, í kjallara nokkrum í Kaup
mannahöfn, en þangað sóttu blaða
menn bréfið, eins og sagt var frá
FARFUGLINN
Guðmundsson gefur út og SVFf
og BFÖ standa auk þess að.
Eins og nafn bókarinnar bendir
til, þá er hér um að ræða bók,
er tekur til umferðarmála, og þá
einkum og sér í lagi manninn við
stýrið. Sænski sálfræðingurinn
Áke Camelind er höfundur henn-
ar, en við þýðinguna á íslenzku
hafa lagt hönd á plóginn þeir
Skúli Jensson lögfr., Ásbjörn Stef
ánsson læknir og Símon Jóh. Ág-
ústsson prófessor. Ámi Böðvars-
son kand. mag hefur annazt prót-
arkalestur.
Maðurinn við stýrið sHptist í
sex höfuðkafla, en hver þeirra svo
í nokkra undirkafla. Bók þessi á
að geta orðið góð hjálp hverjum
þeim ökumanni sem temja vill
sér góða ökumennsku. Hún er
ekki tæmandi um efnið, en ætti að
geta orðið góður grundvöllur til
frekari íhugana um akstur og öku
mennsku.
í formála bókarinnar segir Ólaf-
ur Gunnarsson sálfræðingur m. a.:
„Ekki væri vansalaust, þegar eins
greinargóð bók og þessi hefur ver
ið gefin út á íslenzku, ef þeir, sem
um ökukennslu sjá, gerðu hana
ekki að skyldunámsbók a. m. k.
nú þegar á öllum meiraprófsnám
skeiðum, og sem fyrst áður en
minna bílpróf er teMð.“
Bókin fæst í bókabúðum og kost
ar kr. 90.00.
KIRKJUDAGUR í GRENSÁSSÚKN
FB—Reykjavík, 8. maí.
Farfuglinn heitir málgagn Banda
lags íslenzkra farfugla, og hefur
það verið gefið út um nokkurra
ára bil. Fyrsta tölublað 8. árgangs
barst okkur í dag, og segir þar
m.a. frá aðalfundi Reykjavíkur-
deildarinnar, 21. ferðaáætlun henn
ar, frá Alþjóðafarfuglaþingi og
móti í írlandi í fyrra og Óttar
Kjartansson skrifar uim Grinda-
skarðaveg.
í blaðinu kemur fram, að Far-
fuglar hafa nýlega fest kaup á
húseigninnj Laufásvegi 41 og 41a,
þar sem þeir munu hafa bækistöðv
ar sínar og þar verður opnað
gistiheimili 1. júní n.k.
f fréttum frá aðalfundi Reykja-
víkurdeiidarinnar segir, að þátt-
taka í sumarferðum í fyrra hafi
verið góð þrátt fyrir óhagstætt
veður, og voru að meðaltali 29,9
þátttakendur í hverri ferð.
j Sunnudaginn 10. maí, mun sókn-
... , .... |arnefnd og kvenfélag hins nýja
miða fynr eitt og eitt kvold og Grensásprestakalls beita sér fyrir
kosta þeir 60—100 kronur. Ekki j sérstökum kirkjudegi í sókninni.
30 SelJa St3ka mlða i Tilgangnnn er að kynna starfsemi
' safnaðarins og helztu verkefni,
i Reykjavík,
Flugfélag íslands vill stuðla að
því að sem flestir íslendingar geti
notið Listamannahátíðarinnar, og
gefur því fólki kost á sérstökum
H0RFIN SKEKTA
FB—Reykjavík, 8. maí.
f nótt hvarf bátur frá bryggju
úti í Gróttu. Þetta var lítil skekta
blágrá að utan en bikuð að innan,
en utan á henni að framan voru
báðum megin ómálaðir nýir listar
1 bátnum voru 4 árar og ýmislegt
annað dót. Biður rannsóknarlög-
reglan aila þá, sem kunna að vita
hvað orðið hefur af bátnurn, að
láta sig vita.
sem fyrir liggja, en einnig að afla
fjár til starfsins. Hefst dagskráin
með guðsþjónustu í Breiðagerðis
skóla kl. 14, en um kvöldið kl.
20,30 verður haldin samkoma á
sama stað. Þangað eru að sjálf-
sögðu allir velkomnir, sóknarbú-
ar sem aðrir Reykvíkingar. For-
maður sóknarnefndar, Magnús
Gíslason námsstjóri, mun flytja
þar ávarp í upphafi, en sr. Bjarni
Jónsson vígslubiskup ræða um
kirkjulíf í Reykjavík fyrr og nú.
Auk þess verður einleikur á celló,
einsöngur og kórsöngur kirkju-
kórsins.
Kvenfélag Grensássóknar
gengst fyrir kaffisölu í Breiðagerð
lisskóla þennan dag bæði síðdegis
að lokinni messu og eftir samkom
una um kvöldið. Það mun einnig
annast sölu merkja þennan dag.
Styrkja byggingu
Hallgrímskirkju
Kvenfélagskonur í HaUgríms-
söfnuði í Reykjavík hafa almenna
kaffisölu í Silfurtunglinu síðdegis
? morgun, sunnudag, til ágóða fyir
ir byggingu Hallgrímskirkju.
Bregða þær nú af þeirri venju að
hafa þessa árlegu kaffisölu að
haustinu Séra Jakob Jónsson,
prestur Hallgrímssafnaðar, lét
þess getið við blaðið, að gjafir
til kirkjubyggingarinnar bærust
nú mjög miklar og hvaðanæva að
af landinu. Kæmi nú vel í ljós
hve milcinn áhuga menn hefðu á
þessari kirkjubyggingu.
2
T í M I N N , laugardaglnn 9. maf 1964