Tíminn - 09.05.1964, Page 7
Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur f Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Aage Deleuran:
Styrkur fyrir þýzkt lýðræði,
að Þýzkaland er sambandsríki
En myndi Danmörk una vel sama hlutskipti og Bayern?
Þekkist naumast
*
utan Islands
I frumvarpi því, sem liggur fyrir Alþingi um kísil-
gúrverksmiSju, er ríkisstjórninni heimilað að leyfa
„lækkun aðflutningsgjalda á vörum til byggingar verk-
smiðjunnar.1 f greinargerð frv, segir:
„Athugun hefur leitt í ljós, að miðað við núgildandi
reglur, mundu aðflutningsgjöld af innfluttum vörum til
byggingar kísilgúrverksmiðju að líkindum hækka heild-
arbyggingarkostnað verksmiðjunnar um 20% og t .d.
nema nál. 41% af fobverði véla, en nál. 11% af heildar-
verði bygginga og um 26% af heildarverði flutninga-
tækja og námavinnslutækja. Þótt tölur þessar séu áætl-
unartölur, má telja fullvíst, að þær séu ekki fjarri sanni.
Slík tollun vara til stofnsetningar iðjuvera til útflutn-
ingsiðnaðar mun naumast nokkurs staðar þekkjast utan
íslands og getur því ráðið úrslitum um samkeppnishæfni
iðjuvers, sem reist er hér á landi til framleiðslu á vör-
um til útflutnings.“
Sanjkvæmt þessum ummælum og öðrum útreikning-
um stóriðjunefndar, væri bygging kísilgúrverksmiðjunn-
ar útilokuð, ef hún þyrfti að búa við sömu tolla og ís-
lenzk útflutningsfyrirtæki búa við í dag.
Þessir tollar hafa sérstaklega orðið þungbærir eftir
gengisfellingarnar 1960 og 1961, því að í raun og veru
tvöfölduðu þær tollana. það var í fullu samrærpi við
þetta, sem Framsóknarmenn lögðu til, þegar tollskráin
var til meðferðar á seinasta þingi, að þessir tollar yrðu
verulega lækkaðir á framleiðsluatvinnuvegunum. Sams-
konar tillögur hafa Framsóknarmenn flutt á þessu þingi
í sambandi við frumvarp það, sem stjórnin hefur lagt
fyrir þingið um leiðréttingar á tollskránni.
Þessar tillögur hafa ekki fengið neinar undirtektir hjá
ríkisstjórninni, og því verið felldar. Framleiðsluatvinnu-
vegirnir verða því áfram að búa við tolla, sem í mörgum
tilfellum nema 20% af stofnkostnaði, sbr. kísilgúrverk-
smiðjuna. Hér er því lagður meira en lítill baggi á fram-
leiðsluna, enda þekkist þetta naumast utan íslands, segir
stóriðjunefnd.
Lækkun þessara tolla myndi geta bætt afkomu fram-
leiðslunnar og gert henni mögulegt að rísa undir hærra
kaupgjaldi. Hvorugt þetta virðist hins vegar samrýmast
kokkabókum ,,viðreisnarinnar“.
Skattafrumvarpið
Stjórnarblöðin reyna að halda því fram, að ósamræmi
sé í þeirri afstöðu Framsóknarmanna að greiða atkvæði
með frv.' ríkisstjórnarinnar um tekjuskattinn, en telja
það þó fela í sér hækkun frá grundvellinum 1960, þegar
þessum lögum var seinast breytt.
í þessu er ekkert ósamræmi. Dýrtíðarvöxturinn
veldur því, að tekjuskatturinn leggst nú miklu þyngra
á lágar tekjur og meðaltekjur en hann gerði 1960, að
óbreyttum frádrætti og skattstigum. Frumvarp stjórnar-
innar bætir þetta að nokkru, og því greiða Framsóknar-
menn frumvarpinu atkvæði. Hins vegar vantar mikið á.
að frumvarpið tryggi, að tekjuskatturinn verði svipaður
og hann var 1960 á lágar tekjur og meðaltekjur. Á þess-
um tekjum verður hann mun hærri en 1960. Miðað við
það, er frv. spor aftur á bak, þótt það sé til bóta, miðað
við það, sem yrði að óbreyttum lögum.
Ríkjaskipun í
Höfundur þessarar greinar
er Þjóðverji, en greinina
skrifaði hann fyrir danska
blaðið „Berlingske Tidende“.
Greinin lýsir ríkjaskipuninni i
Vestuir-Þýzkalandi, er án efa
hefur reynzt styrkur fyri.r iýð
ræðið þar í landi. Hins
vegar getur það ekki
talizt eftirsóknairvert fyr-
ir ríki eins og Danmörku eða
ísland, að gerast aðili að
Bandalagi Evróipu upp á þær
spýtur að halda ekki eftir
meiri sjálfákvörðunarrétti en
hin einstöku ríki hafa í þýzka
sambandsríkinu. Það er svo
annað mál, hvoirt ekki megi
læra það af Þjóðverjum, að
veita einstökum landshlutum
nokkurs konar heimastjórn
VIÐ minnumst þess ekki
hversdagslega, að Þýzkaland
er sambandslýðveldi, samband
margra ríkja. Snögg ferð til
þriggja þessara ríkja nægir þó
til að sannfæra okkur um að
að þetta er Ijós og mikilvæg
staðreynd í hversdagslífi Þjóð-
verja.
Æðsta stjórn Danmerkur
hefir á undanförnum árum orð-
ið að reyna að gera sér grein
fyrir, hvernig litla þjóðfélaginu
Danmörku muni vegna í hinni
stóru Evrópu. Það borgar sig
því fyrir Dani að veita þ'
athygli, hvernig hvert einstakt
þýzkt ríki varðveitir sín sér-
stöku, þjóðlegu einkenni, sam-
stöðu innbyrðis og eigin póli-
tískan heim, samtímis og það
leggur fram sinn skerf sem
hluti af heild sambandslýð-
veldisins.
VEL FER á að hefja athug-
unina í Munchen, þar sem Bay-
ern (Bæheimur) er einmitt
það ríkið, sem sker sig hvað
mest úr heildinni. Það er
stærst ríkjanna og stærð þess,
lega, saga og arfleifð varð-
veita þjóðerniskennd íbúanna
og vilja til að halda sérstöðu
sinni innan hins þýzka ríkis.
Það er ekki tilviljun, að nafn
þýzka stjórnarflokksins er ann-
að í Bayern en í öðrum hlut-
um sambandslýðveldisins. í
Bayern heitir hann Kristilega
sósíalistasambandið, en Kristi-
lega demókratasambandið ann-
ars staðar. Það er heldur engin
tilviljun, að þingið í Bayern er
í tveimur deildum, gagnstætt
því, sem annars staðar gerist.
Vert er og að minnast þess, að
íbúar Bayern samþykktu ekki
stjórnarskrána, sem gildir í
sambandslýðveldinu.
Auðvitað viðurkenna íbúar
Bayern stjórnarskrána, og þeir
verða, eins og aðrir Þjóðverj-
ar, að hegða sér eftir því, sem
ákveðið er í Bonn. Víða hefir
orðið að breyta stjórnarskrá
heimaríkisins til þess að sam-
ræma hana stjórnarskrá sam-
bandslýðveldisins, eins og til
dæmis í Hessen. Stjórn hvers
einstaks ríkis býr við' þær tak-
markanir, að hún getur ekki
framfylgt lögum, sem eru and
stæð löggjöf sambandslýðveld-
isins samkvæmt stjórnarskrá
þess. Lög sambandslýðveld-
isins, sem samþykkt eru i
Bonn, eru þánnig þyngri á met-
unum en lög heimaríkisins,
sem samþykkt eru t.d. í Miin-
chen, Stuttgart eða Wies-
baden.
STJÓRNIN í Bonn hefir eðli-
lega undirtökin. Ekkert ríkj-
anna getur aðhyllzt sérstaka
utanríkisstefnu, og er það
táknrænt. Þingið í Bonn tekur
ákvarðanir um landvarnamál,
þjóðernismál, peningamál, rétt-
arfar, járnbrautir, póst og
síma. Á þessum sviðum er því
aðeins um löggjafarvald að
ræða hjá hinum einstöku ríkj-
um, að lög sambandslýðveldis-
ins heimili beinlínis slíka lög-
gjöf. Á öðrum sviðum hafa
þing einstakra ríkja og þing
sambandslýðveldisins jafnan
rétt til löggjafar, en þó er sá
hængur á, að réttur sambands-
lýðveldisins gengur fyrir rétti
hins einstaka ríkis. Erfitt er
auðvitað að finna þjóðfélags-
svið, þar sem unnt er að and-
mæla að bezt skil geri sú lausn,
sem nær til alls ríkisins, eða
þar sem unnt er að halda fram,
að svæðisbundin lausn sé í and-
stöðu við það, sem hentar heild
inni.
Á sumum sviðum lætur þing
sambandslýðveldisins sér
nægja að gefa út grunnlög,
sem hin einstöku ríki fara síð-
an eftir við setningu nánari á-
kvæða. Þetta á við um lög þau,
sem fjalla til dæmis um prent-
un og þess háttar, svo og
friðun.
ÞAÐ ERU fyrst og fremst
menningarmál, sem eru eftir
látin þingi og stjórn hinna ein
stöku ríkja Stefnur í menn
ingarmálum eru því fyrirferð-
armestar í stjórnmálaumræð-
um innan hinna einstöku ríkja
Þar ber fyrst að telja kennslu
málin, unglingaskólana, seðri
mennlun og menntun fulltíða
V.-Þýzkalandi.
fólks, sem hefir mjög mikið
að segja í sambandi við auk-
inn lýðræðislegan skilning.
Einnig er rætt mikið um list-
þróunina innan ríkisins, bóka-
söfnin og stuðninginn við
íþróttirnar.
Þetta tiltölulega þrönga svið
er fyrst og fremst starfssvið
þings hins einstaka ríkis. Því
er háttað alveg eins og títt er
í hverju öðru lýðræðisþjóðfé-
lagi. Almennar kosningar á-
kveða skiptingu valdsins, og
meirihlutinn myndar stjórnina
í ríkinu. Það er mikils verð
staða að vera forsætisráðherra,
og þess finnast dæmi, að stjórn
málamenn, sem notið hafa góðs
gengis í miðstöð stjórnmálanna
í Bonn, hafa tekið forsætið í
stjórn hinna einstöku ríkja
framyfir.
STJÓRNMÁLALEIÐTOGI
hins einstaka ríkis glatar held-
ur ekki sambandinu við aðal-
stjórn sambandslýðveldisins. í
höfuðdráttum lúta stjórnmál-
in heima fyrir þeim reglum, er
sambandsríkið setur. Vegna
þess er brýn nauðsyn á stöðugu
og nánu sambandi milli stjórna
hinna einstöku ríkja og sam-
bandsstjórnarinnar.
Stjórnir hinna einstöku ríkja
taka beinan þátt í sambands-
stjórninni með setu sinni í sam-
bandsráðinu, en þangað sendir
hvert ríki að minnsta kosti
þrjá ráðherra og hin stærri
ríki 4—6. Sambandsráðið get-
ur átt frumkvæði að lagasetn-
ingu og getur oft haft veruleg
áhrif á, hvernig lögin eru úr
garði gerð.
Sambandsráðið heldur uppi
sambandinu við hin einstöku
ríki, ásamt þeim ráðamönnum,
sem þar eru kjörnir. Ráðherr-
arnir. sem sæti eiga í ráðinu.
verða því ýmist að dvelja í
Bonn eða í höfuðborg síns
heimaríkis. Til eflingar hinu
Framhald é 13 d8u
TfMINN, laugardaginn 9. maí 1964
7