Tíminn - 09.05.1964, Qupperneq 8

Tíminn - 09.05.1964, Qupperneq 8
 ■W ■■ímwK'- mmé' RAUNVISINDI OG TÆKNI RAFREIKNIRINN Þekktur vísindamaður vaícti ný- lega athygli á því, að mæla má framfarir í einingum þeirra breyt- ínga, sem þær valda. Þá kemur furðu oft í ljós, að merkar fram- farir hafa valdið tífaldri breyt- ingu á viðkomandi sviði. T. d. var fyrsta gufuvélin um það bil 10 sinnum aflmeiri en hesturinn. Gufujárnbrautarlestin og bílamir voru einnig um þaö bil 10 sinn- um fljótari en hestvagninn, og flugvélin reyndist síðar um það bil 10 sinnum fljótari en bíllinn og járnbrautarlestin. Eldflaugarn- ar eru einnig rúmlega 10 sinnum hraðfleygari en flugvélin. Þannig mætti lengi telja. Rafreiknirinn, hins vegar, er allt að 10 milljón sinnum fljótari að reikna en maður með skrif- borðsreiknivél. Þetta þýðir, að vísindamaður með rafreikni get- ur nú gert hluti, sem óhugsandi voru fyrir 15 árum, jafnvel þótt hann hefði haft ótakmörkuð fjár- ráð og getað ráðið þúsundir manna til þess að leysa ákveðið stærðfræðilegt vandamál. Þeir mundu hafa gert svo margar vill- ur, að starfið hefði orðið gagns- litið. Margir eru því þeirrar skoðun- ar, að rafreiknirinn sé sú stórkost- legasta af ölliun hinum mikilvægu tækniframförum siðustu alda. Víðtæk áhrif. Jafnvel þótt enn sé aðeins nýtt- ur sáralítill hluti af möguleikum rafreiknanna, hafa þeir haft ómet- anleg áhrif á næstum því öllum sviðum. Þeir hafa breytt undirstöðuað- ferðum visinda og verkfræði, og hraðað gífurlega þróun nýrrar tækni og framleiðslu. Þeir hafa haft mikil áhrif á menntun og leitt til nýrra að- ferða, bæði í kennslu og lærdómi. Þeir hafa leitt til nýrra vopna og nýrrar hernaðartækni. Loks hafa þeir haldið innreið sína í stjórnun fyrirtækja, leitt til nýrra kenninga í fjármálastjórn og skapað nýjar kröfur, sem gera verður til stjórnenda. Vísindin. Hvergi hafa áhrif rafreikna verið meiri en á sviði visinda og verkfræði. Vísindamennirnir þörfn uðust rafreiknanna til þess að flýta vinnu sinni, og þeir voru jafnframt mennirnir, sem bezt voru færir um að nýta þessa nýju tækni. Á sviði vísinda og verkfræði hafa rafreiknarnir breytt öllum hugmyndum manna um það, sem er mögulegt og æskilegt. Þessar vélar hafa leitt til stórkostlegra endurbóta í smíði brúa, verk- smiðja, vetnissprengjunnar, þrýsti loftsvéla og jafnvel smáhluta eins og ritvéla, svo að örfátt sé nefnt. Þær finna og rannsaka sjálfkrafa hina smæstu hluta atómsins. Þeir reikna út og sýna, hvernig flug- vélar og eldflaugar munu haga sér löngu áður en þær eru smíð- aðar. Rafreiknarnir kanna umferð ina á vegum, á sjó og í lofti og benda á leiðir til úrbóta. Hvenær sem eitthvað fylgir lögmálum eðl- isfræðinnar, stærðfræðinnar, eða efnafræðinnar, /geta rafreiknarnir gert stærðfræðilegt líkan áf hinni raunverulegu hreyfingu. Við skulum hugsa okkur, að á miðju billjardborði séu 28 kúlur af mismunandi stærðum. Einni kúlu er skotið inn í hópiníi með ákveðnum hraða og hún hittir á ákveðnum stað. Þá þarf að reikna út hvar sérhver kúla stöðvast eftir að hafa rekizt á aðrar kúlur, á hliðar borðsins og tapað hraða vegna núnings og árekstra. Aug- ljóst er, að þetta er hið flóknasta dæmi og óútreiknanlegt fyrir manninn með gömlu aðferðunum. Þegar kjarnorkusprengja spring- ur, á sér stað svipuð keðjuhreyf- ing, en þó miklu flóknari og þó eru slíkar keðjuhreyfingar fyrir fram reiknaðar með rafreiknum. Án þeirra væru áreiðanlega ekki til nútíma vetnissprengjur. Rafreiknirinn verður aldrei betri en mannsheilinn. Starf rafreiknisins verður aldr- ei betra en starf þess, sem hon- um stjórnar. Rafreiknirinn getur ekki leyst nokkurt vandamál á eigin spýtur. Verkefnið verður að skrifa á sérstöku máli, sem hann skilur. Gefa verður ótal margar leiðbeiningar um það, hvernig á að vinna að lausn dæmisins, og raða verður niður öllum þeim staðreyndum, sem þekktar eru. Stundum geta slíkar leiðbeining- ar og aðrar upplýsingar skipt tug- um, eða jafnvel hundruðum þús- unda fyrir eitthvert einstakt dæmi. Þetta er geymt í minni raf- reiknisins, t. d. á sígulspólu eða plötum, og vélin leitar í minni , sínu með ótrúlegum hraða, jafn- ! vel örsmáu broti 'úr sekúndu, og finnur þær upplýsingar, sem hún þarfnast á hverju stigi starfsins.. Stundum getur það tekið há- lærða vísindamenn marga mánuði að útbúa leiðbeiningar og áætlanr ir fyrir rafreikni til úrlausnar ákveðnu verkefni. Nú má kaupa slíkar áætlanir á segulböndum og nota til úrlausnar skyldra verk- efna. Við rafreiknana vinnur fjöldi manns. Til dæmis á hið risastóra efnafyrirtæki, Du Pont í Banda ríkjunum, 76 rafreikna. Við stjórn þeirra starfa 700 manns, en aðrir 700 gera ekkert annað en að skrifa leiðbeiningar fyrir vélarn- ar og um 350 vísindamenn og verkfræðingar fyrirtækisins verja a. m. k. helmingnum af tíma sín- um við að mata rafreiknana. íslenzkur rafreiknir. Nú er væntanlegur til Háskóla íslands rafreiknir af gerðinni IBM 1620. Það er meðalstór vél af næstsíðasta ættlið rafreikn- anna, en framfarir eru svo miklar, að enn nýr rafreiknir er nú að koma á markaðinn. Sú gerð er langtum minni en sá eldri, en þó miklu hraðvirkari. Engu að síður er það ómetanleg framför fyrir okkur íslendinga að fá hingað til lands þá vél, sem væntanleg er. Hún er sérstaklega hentug til alls konar vísinda- og verkfræðistarfa og það skiptir litlu máli fyrir okkur, hvort vélin getur lagt sam- an 7000 fimm stafa tölur á sek. eða jafnvel 7 milljón, eins og þær allra nýjustu og stærstu geta gert 1BM-1620. ÚLFUR RAGNARSSON. Angurfuglar ónáttúrunnur og gullsmiðurinn í Hufnurfirði Ekki er sá sem þetta ritar list- dómari heldur læknir. Mönnum í þeirri stétt verður ósjálfrátt á að greina sjúkdóma hvenær sem til- efni gefst til. Geðlæknar sjá sjaldan svo- nefnda nútímalist án þess að þeim komi í hug nafnið á óhugnan legum geðsjúkdómi, sem brýtur niður persónuleika manna. Grein- ing á persónuleika sumra lista- manna og lífsferli þeirra dregur ekki úr áhyggjuefninu. Öll raun- veruleg list hefur áhrifavald, hvort heldur hún er heilbrigð eða sjúk. Sjúkleg list. Listdómarar sem predika það fyrirbrigði eins og það væri nýtt fagnaðarerindi. Áhrifagjarn fjöldi, sem treystir dómgreind þeirra, sem lærðir eru taldir, og sefjast af áróðrinum. — Ekki er það gott. Hver trúir i hjarta sínu á ágæti sjúkdóms og eyðileggingar? Svo langt hefur ósóminn gengið með þessari þjóð, að sumum list- gagnrýnendum blaðanna virðist vera það hulinn leyndardómur að mismunandi liststefnur geti þrifizt samhliða, og að eldri stefnur geti átt sér framhald þó að nýjar skjóti upp kolli í röst tímans. Svo ömurlega hefur til tekizt að hvellasta málpípa þröngsýn- innar hefur gjallað í víðlesnasta blaðinu um árabil. Undarleg ósköp að vera haldinn þeirri ónáttúru að kligja við þeirri málaralist, sem sækir fyrirmyndir til náttúr- unnar! Sú list, sem nefnd er abstrakt á vissulega rétt á sér, og hefur oft verið höfundi þessarar grein- ar til yndis. Svo er það annað mál, að sumt, sem nefnt er abstrakt, er það alls ekki, heldur einungis absurd.. Abstrakt merkir óhlutlægur, og myndir sem í sann- leika eru þannig, eru tilraunir manna til að lýsa óhlutlægum staðreyndum í línum og litum, og eru þvf eins konar sálrænar sjálfsmyndir. Absurd merkir glóru laus vitleysa, og það er nóg af henni í verkum þeirra, sem halda að þeir séu að mála abstrakt, en eru þegar bezt lætur aðeins þol- anlegar hermikrákur. Það eru aðdáendur þeirrar vitleysu, sem hanga í því að myndir eigi ekki að vera af neinu. Myndir, sem túlka hvorki ytri né innri raunveruleika eru ekki list. Aftur á móti er það mikil list að túlka vel innri staðreyndir, eins þó að þær kunni að vera sjúklegar. Þó er ástæða til að mótmæla, þegar tekið er til að básúna úl um heimsbyggðina að túlkun sjúklegs sálarlífs sé ann- arri list æðri. Það er sem sagt engin vanþörf á að menn gæti þess að gleypa ekki allt hrátt, sem út gengur af þeim kjaftakvörnum sem notazt er við almúganum til uppbyggingar. í sumum frumstæðum þjóðfélög- um eru geðsjúkir menn taldir heilagir. Hér er sjúklegri list hampað eins og hún væri heilög og innan- tóm froða hafin til skýjanna. Hver er munurinn? Víst erum við frumstæð þjóð a.m.k. að þessu leytinu. Allt hef- ur sinn tíma. Að iðka barnaskap hefur sinn tíma. Að vera fullvaxta hefur sinn tíma. Ekki hefur það sizt sinn tíma að gangast ljúflega undir elli sína, þannig að hún einkennist af þeirri hjartahlýju, umburðarlyndi og virðuleik, sem er aðall fagurrar elli. Þess vegna er það grátlegt — ekki einu sinni grátbroslegt — þegar listdómar- ar þekkja ekki sinn tíma og kalla barnaskap í fullorðnu fólki list. Látum vera að þeir kunni ekki skil sjúkdóms og heilbrigði, en þeim ber sannarlega að þekkja í sundur þroska og vanþroska. Það er ekki nema elskulegt að sjá barnaskap í verkum barna. Þess vegna var verulega gaman að koma á sýningu skólabarna í Lista- mannaskálanum. Lömbin, folöldin og kálfarnir hafa rétt til að kútveltast um sína eigin fætur í grængresinu á vorin og þann rétt eiga börnin líka. En það er illa gert að hrósa öldnum manni fyrir að hnjóta um þúfur, sem hann rekur tærnar í. Ef þessi þjóð er ráðvillt í mati sínu á málaralist, ferst þeim áreið- anlega sízt um 'að tala, sem mest hafa að því unnið að rugla dóm- greind fólks í þeim efnum. Tilefni þess að greinarkornið mitt komst á pappír er bæði gott og illt. Gott þykir mér að Gunnar Ásgeir Hjaltason dreif sig í að koma upp málverkasýningu — loksins. Illt þykir mér aftur á móti að enginn af listdómurum blaðanna hefur enn séð ástæðu til að leysa frá skjóðunni. Virðist mér þetta bera hæfni þeirra til hlutverks síns frámunalega ófagurt vitni. Hitt er líka hugsanlegt, að kíkir þeirra dragi ekki til Hafnarfjarð- ar. Gott að Kjarval er svona stór og ekki lengra frá nefinu á þeim annars hefðu þeir víst ekki kom- ið auga á hann. Þarna í Hafnar- firði er reyndar einn sem augljós- lega hefur lært af Kjarval og lært vel. Það er eitt að læra af öðrum og annað að apa eftir. Gunnar Hjaltason apar ekki eftir neinum. Myndir hans eru sjálfstæð túlk- un þeirra verkefna sem hann tek- ur fyrir. Það er enginn stormur í verk- um Gunnars, hvorki umbrot sjúkr- ar sálar né arnsúgur afburða- mannsins. en þetta er heilbrigð list, hrein, traust og heilsteypt eins og persónuleiki hans sjálfs. Verkefnin eru vel séð, vel skynj- uð og vel unnin. Það er hægt að njóta þeirra sér til sálubótar og þau tala ómengað ísienzkt mál. Einhver kynni að sakna þess að sjá ekki meiri fjölbreytni í verk- efnavali. Heita má að það nái að- Framhald á 13. si3u. 8 TÍMINN, lauga rdaglnn 9. mal 1964

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.