Tíminn - 09.05.1964, Side 9
VANTAR NÝ ÍS-
LENZK LEIKRIT
NÚ f VIKUNNI áttum við leið
l)já sikrifstofu Bandalags íslenzkra
leikfélaga við Garðastræti og not-
uðum tækifærið til að spjalla við
íramkvæmdastjórann Sveinbjörn
Jónsson, forvitnast um starfsemi
leikfélaganna úti á landi og sit';-
hvað fleira um þau málefni.
— Hvað eru félögin orðin mörg
i bandalaginu?
— Það eru 40 leikfélög og 28
önnur menningarfélög í bandalag-
inu eða alls 68. Og lengst af
hafa þau verið á milli 60 og 70.
Hið síðasta, sem gekk í banda-
lagið, er alveg nýtt af nálinni og
ekki enn tékið til starfa.
Það nefnist Tjarnarleikhúsið í
Eeykjavík, verður til húsa í Tjarn
arbæ, eins og Gríma, og byrjar
sjálfsagt leiksýningar næsta vet-
ur. Stofnendur Tjarnarleikhússins
eru 14 útskrifaðir leikskólanemend
ur. Annars eru félögin dreifð um
landið. Ungmennafélögin halda
uppi félagslífinu víða í sveitum
m. a. með því að efna til leiksýn-
inga. Kvenfélögin voru mikil drif-
fjöður á þessu sviði.
— Hvernig var nú leikstarfsem-
In úti á landi árið, sem leið, var
mikil f jölbreytni í leikritavali?
— Hér er skrá yfir leiksýning-
arnar leikárið 1963—1964 á vegum
félaga innan bandalagsins. Fyrst
kemur nafn félagsins, þá leikfitið.
sem sýnt var og í svigum nöfn
höfunda:
Gríma í Keykjavík: Reiknivélin
(Erlingur Halldórsson), Leikfélag
Hellissands: Tannhvöss tengda-
mamma (P. King & F. Cary), Leik
/
félag Ólafsv.: Orrustan á Háloga-
landi (Arnold & Bach), Leikfélag
Flateyrar: Svört á brún og brá
(Philip King), Leikfélag Bolung-
arvíkur: Saklausi svallarinn (Arn-
old & Bach), Leikfélag Hólmavík-
ur: Fórnarlamþið (Yrjö Soini),
Leikfélag Blönduóss: Maður og
kona (Jón Thoroddsen/Emil Thor-
oddsen & I. Waage), Leikfélag
Sauðárkróks: Fædd í gær (Garson
Kanin), Leikfélag Siglufjarðar: A
útleið (Sutton Vone), Leikfélag
Ólafsfjarðar: Þrír skálkar (Cail
Gandrup), Dalvíkur: Bör Börsson
jr. (Falkberget/Sandö), Leikfélag
Önguistaðahrepps: Gimbill (Ge-
org Savory), Leikfélagið Iðunn-
Jósafat (Einar H. Kvaran), Leik-
íélag Akureyrar: Þrettándakvöld
(Shakespeare), Góðir eiginmenn
sofa heima (Walter Ellis), og
Galdra-Loftur (Jóhann Sigurjóns
son), Leikfélag Húsavíkur: Með-'
an sólin skín (Terence Rattegan),
Leikfélag Þistilfjarðar: Það er
aldrei um seinan (Felicity Dou-
glas), og Köld eru kvennaráð (Staf
ford Dickens), Leikfélag Vopnafi
Græna lyftan (Avery Hopwoodi,
Leikfélag Neskaupstaðar: Það er
aldrei um seinan (Felicity Dougl-
as), Leikfélag Reyðarfjarðar:
Skipt um nafn (Edgar Wallace)
og Allra meina bót (Patrekur og
Páll), Leikfélag Fáskrúðsfjarðar
Græna lyftan (Avery Hopwood),
Leikfélag Hafnarkauptúns: Klert:-
ur í klípu (Philip King), og Sak-
lausi svallarinn (Arnold & Bach),
Leikfélag Selfoss: Víxlar með af-
föllum (Agnar Þórðarson), Leik-
félag Hveragerðis: Systir María
(Charlotte Hastings), Leikfélag
Hafnarfjarðar: Jólaþyrnar (Wyny-
ard Browne), Leikfélag Kópavogs:
Maður og kona (Jón Thoroddsen/
Emil Thoroddsen & I. Waage), og
Húsið í skóginum (Ann-Cath Vest-
ly), Ungmennafélag Mýrahrepps:
Græna lyftan (Avery Hopwood),
Ungtnennafélagið Fram: Sprek
(Loftur Guðmundsson), Ungmenna
félag Möðruvallasóknar: Saklausi
svallarinn (Amold & Bach), Ung
mennafélagið Magni: Aumingja
Hanna (Kenneth Horne), Ungm-
félagið Egill rauði: Húrra krakki
(Arnold & Bach),^Ungmennafélag-
ið Dagsbrún: Óheillasjónvarpið
(Arnold Ridley), Ungmennafélag
Gnúpverja: Húrra krakki (Arnohl
& Bach), Ungmennafélag Hruna-
manna: Kvenlæknirinn (W. S.
Maugham).
— Ekki eru nú þetta öll félögin
68, sem í bandalaginu eiga að
!vera?
— Nei. Það er mismunandi á-
hugi og aðstæður hjá félögum,
eins og gengur og gerist.
Eitt og eitt leikár vill falla úr,
imáske af þessum ástæðum. En þó
mun aðalorsökin vera sú, að sum
félög hafa ekki fjárhagslegt bol-
magn til að koma upp leiksýningu
á hverjum vetri. Mjög fá félög
efna til leiksýninga í fjáröflunar-
skyni, kostnaðurinn er það mikill,
en möguleikar á aðsókn ekki að
sama skapi til að gefa hagnað.
— Mest eru þetta leikrit af létt-
ara tagi, sýnist mér. Er engin til-
hneiging úti á landi til að velja
annars konar leikrit til flutnings?
— Það er mest spurt um gaman-
leiki hjá okkur Og þetta er eðlilegt
Allur fjöldinn viil fá að sjá gaman
Landslag / Bogasalnum
Pétur Friðrlk listmálari opnaði sýningu í Bogasalnum s.l. laugardag og sýnir þar nærri eingöngu landslags-
myndir, flestar frá Þingvöllum, Þjórsárdal og nokkrum einstökum fjöllum, svo og húsmyndir úr sjávarþorp-
um, og auðvitað nokkrar úr Hafnarfirði, þar sem hann setti sig niður með heimili og vinnustofu fyrir nokkr-
um árum. Myndin hér að ofan heitir Ármannsfell séð frá Þingvöllum. Pétur Frlðrik er feikna vinsæll málari,
og það að maklegleikum, sannaðist það enn nú, þvi að langflestar myndirnar á þessari sýningu hans seldust
þegar fyrsta daginn, en gestir hafa þyrpzt daglega í Bogasallnn til að skoða hana. Nú fer sýningunni senn
að Ijúka. Hún er opin kl. 2—10 e. h. og lýkur á mánudagskvöld.
leiki í svartasta skammdeginu úti
í dreifbýlinu. Og þótt vilji sé fyrir
hendi hjá ráðamönnum leikfélag
anna til að velja vönduð leikrit
alvarlegs eðlis, þá mundi það
verða þeim það fjárhagslega ofviða
áhættan er svo mikil, víðast yrði
aðsókn svo hverfandi lítil, að stór
tap yrði á sýningum, svo mjög sem
kostnaður hefur farið vaxandi upp
á síðkastið.
— Og flest eru þessi leikrit út-
lend?
— Já. En það vill langhelzt sjó
íslenzk leikrit. Það kemur lítið
fram af nýjum íslenzkum
leikritum. Gömlu vinsælustu ís-
lenzku leikritin hafa verið sýnd svo
oft og víða að það er ekki hægt að
halda áfram að endurtaka þau ára
tug eftir áratug. En skorturinn á
nýjum íslenzkum leikritum er til-
finnanlegur.
—En hafið þið ætíð mikið úr-
val af þýddum erlendum leikrit-
um hér á skrifstofunni, svo að fé
lögin hafi að því leyti úr miklu
að moða?
— Við höfum látið fjölrita á
annað hundrað leikrita, sem taka
venjulegan kvöldsýningatíma, auk
þess sem við höfum útvegað
fjölda þýddra einþáttunga, eink-
um eftir beiðni skóla. Af þeim eig
um við ekki til neinar birgðir, og
einnig er farið að ganga mjög á
birgðir okkar af lengri leiikrituu-
um, og það er sömu söguna að
segja af því og öðru, að fjárhagur-
inn hamlar. Styrkirnir, sem veittir
eru til þessarar starfsemi hata
ekki hækkað neitt til að vega upp
á móti vaxandi kostnaði og dýrtíð
Félög úti á landi hafa mörg áhuga
að taka söngleiki til flutnings, þar
eru víða ekki síður kraftar til þess
en venjulegra leiksýninga, svo mik
ið sem er um söngfólk og kóra
víða úti um iand. SöngleikirnÞ
Meyjaskemman og Alt Heidelberg
hafa verið fluttir á fleiri en ein-
um stað utan Reykjavíkur. En það
er kostnaðurinn við að setja svona
viðamikil verk á svið, sem stendur
fyrir þrifum.
— En er ekki í undirbúningi lög
gjöf, sem á að stuðla betur að
leikstarfsemi úti á landi?
— Það hefur staðið til. Og meira
að segja er búið að semja frutn-
varp til laga um fjárhagslegan
stuðning við leiklistarstarfsemi á
hugamanna. En þetta frumvarp
veldur mér miklum vonbrigðum
Það gerir að vísu ráð fyrir nokk-
urri hækkun á fjárveitingu, en
hún er ekki nema brot af því, sem
reksturskostnaður hefur aukizt síð
an 1957. í frumvarpinu er geng-
ið út frá 20 þúsund króna styrk til
hvers félags, sem sýnir heils kvölds
verkefni, en það gerir ekki ráð
fyrir neinum ákveðnum tekjum til
bandalagsins, setn hafa verið
nærri óbreyttar síðan 1957, það
er styrkurinn og árgjöld félaganna,
en þau eru alls ekki aflögufær með
meira, eins og hagur þeirra er.
Því er fyrirsjáanlegt, að hér eftir
sem hingað til verða vandkvæði á
að útvega félögunum verkefni, að
ég ekki tali um ný íslenzk leikrit,
hvað þá að tryggja leikstjóra, en
á því byggist starfsemi félaganna.
Frumvarpið er raunar ekki enn
komið fyrir Alþingi heldur verður
það nú sent félögunum til athug
unar og umsagnar á næstunni.
Raunar vantar hér heildarlög-
gjöf um leiklistarstarfsemi, í
líkingu við þá sem Danir hafa
nýlega sett hjá sér.
— Hvaða leikstjórar hafa starf-
að á vegum bandalagsins á síðasta
leikári?
— Það eru Inga Þórðardóttir,
Gunnar Róbertsson Hansen, Ragn-
hildur Steingrímsdóttir, Erlingur
E. Halldórsson, Agnar Þórðarson,
Einar Kristjánsson Freyr, Ágúst
Kvaran, Hólmfríður Pálsdóttir,
Höskuldur Skagfjörð og Kristján
Jónsson.
—Svo við snúum aftur að ís-
lenzkum leikritum. Hillir undir
nokkur ráð til úrbóta?
— Ég skrifaði bréf í vor til
rithöfundafélaganna beggja hér i
Reykjavík og óskaði samvinnu um
að finna leiðir til að örva íslenzka
höfunda til að skrifa sýningarhæf
leikrit fýrir áhugamannaleikfélög-
in.
Æskilegt væri, að Bandalag fsl.
leikfélaga gæti boðið höfundum.
sem kæmu með leikritshandrit, ríf
lega greiðslu þá þegar, og siðan
lyki höfundur við leikrit sitt eða
gerði á því breytingar í samráði
við leikstjóra, og fengi svo enn
góð höfundarlaun í viðbót, þegar
hann endanlega skilaði verkinu til
flutnings.
Því geri ég mér vonir um, að eitt-
hvað fáist út úr þessu, að íslenzk-
ir rithöfundar sinni meira leikrit-
un en verið hefur. Mest þökk í
slíku væri bæði leikendum og leiu
stjórum, sem vilja fá íslenzk verk
til að spreyta sig á, svo og leik-
húsgestum um land allt, sem bíða
með óþreyju eftir nýjum íslenzkum
sjónleikjum.
TÍMINN, laugardaglnn 9. mal 1964
9