Tíminn - 15.05.1964, Side 7

Tíminn - 15.05.1964, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson.. Frétta- stjóri: Jómas Kristjánsson. Augtýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Að loknu þingi Þing það, sem lauk störfum í gær, er eitt hið lengsta, en þó eitt hið afkastaminnsta, sem háð hefur verið. Það tók engin meiriháttar stórmál til úrlausnar. Það ein- kenndist af því, að ríkisstjórnin og sá meirihluti, er hún styðst við, hafa ýmist neikvæða stefnu eða enga stefnu varðandi lausn þeirra vandamála, sem nú eru mest aðkallandi. Efnahagsmáliri eru aðeins eitt dæmi um þetta. Húsnæðismálin eru annað dæmið, þar sem ástand- ið í þeim versnar með hverjum degi, án þess að nokkuð telj’andi sé gert til að ráða bót á því. Sama er að segja um mörg þau mál, er snerta jafnvægi í byggð landsins, Það, sem gert var jákvætt, en sem var alltof lítið, rekur fyrst og fremst rætur til þess, að stjórnin lét að lokum undan fyrir sókn stjórnarandstæðinga. Þannig féllst stjórnin loks á það sjónarmið, sem Framsóknarmenn hafa lengi barizt fyrir, að verulegum hluta af þeim tekj- um, sem fást af umferðinni, verði varið til aukinna vegaframkvæmda. Einnig lét stjórnin nokkuð undan baráttu Framsóknarmanna fyrir því, að styrkur væri auk inn við minni búin. í báðum þessum efnum var þó genið of skammt. Hin neikvæða afstaða stjórnarinnar og flokka henn- ar, birtist ekki sízt á þann hátt, að hún stakk undir stól undantekningarlítið öllum þeim rnörgu umbótatillögum, sem Framsóknármenn fluttu. Má þar t; d. nefna tillögur Framsóknarmanna um nýtt stórátak í húsnæðismálum, auknar almannatryggingar, aukna aðstoð við landbún- aðinn, stofnun sjóðs til að styrkja aukið jafnvægi í byggð landsins, stofnun lánadeildar til að styðja aukna framleiðni í atvinnuvegum landsmanna, bætt mennt- unarskilyrði í dreifbýlinu, m. a. með fjölgun héraðsskóla og stofnun menntaskóla á Austur- og Vesturlandi, nýtt átak til að efla markaðsöflun útflutningsatvinnuveg- anna o. s. frv. Vert er þó að minna á eitt stórmál, sem Framsóknarmenn hafa beitt sér fyrir, er nú náði fram að ganga, en það er athugun á stofnun almenns lífeyris- sjóðs. Hin jákvæða stefna Framsóknarflokksins, sem sérkenndi sig mjög frá hinni neikvæðu stefnu stjórnar- flokkanna, kom ekki aðeins fram í því, að flokk- urinn flytti mikið af umbótamálum, heldur einnig hinu, að hann studdi þau fáu umbótamál, er stjórnin bar fram. Þetta var ólíkt stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks- ins í tíð vinstri stjórnarinnar. í engum málum kom úrræðasnauð og neikvæð stefna stjórnarinnar betur í ljós en í efnahagsmálunum. Þar sá stjórnin lengi vel ekki aðra leið en lögbindingu kaups- ins. í upphafi þingsins og lengi fram eftir þinginu, mátti hún ekki heyra það nefnt, að reynt yrði að fara samn- ingaleiðina. Seinast í janúarmánuði síðastl. hafnaði hún tillögu Framsóknarmanna um samningaleiðina, Við nánari athugun, treysti hún sér þó ekki til að hafna til- boði Alþýðusambandsins um viðræður, en það var boð- ið fram í síðastl. mánuði. Stjórnin sá sér þó að lok- um ekki annað fært en að láta undan baráttu stjórnar- andstæðinga fyrir því, að samningaleiðin yrði reynd. Ef það leiðir til árangurs, hefur barátta sú, sem stjórnar andstæðingar háðu fyrir samningaleiðinni vissulega ekki orðið til einskis. Ef stjórnin hagnýtir sér þau úrræði, sem Framsóknar- menn beittu sér fyrir á Alþingi, benda flestar líkur til þess, að samningar náist. Hér er m, a. um það að ræða að fella niður bannið gegn verðtryggingu launa, bæta lánskjör atvinnuvega og íbúðabyggjenda og lækka hinar miklu umframálögur ríkisins. Allt þetta dregur úr dýr- tíðinni og styrkir atvinnuvegina til að greiða hærra kaup. Nýlendustríð, sem mun tapast Srezka stjórnin fer óhyggiiega að í Suður-Arabíu í Bretlandi koma út í hver vikulok þrjú blöð, sem njóta sérstaks álits og mikið tillit er jþví tekið til. Þessi blöð eru: „New Statesman'1, sem styður Verkamannaflokkinn, „The Spectator", sem er íhaldssamt, og „The Economist", sem er óháð. Öll eru þess blöð sjálf- stæð i skoðunum og binda sig ekki við flokkslínur, þótt tvö þeirra styðji ákveðinn stjórn- málafiokk. Svo ólík eru þau, að það kemur ekki oft fyrir, að þau séu á sama máli, en þetta gerðist þó um seinustu helgi. Þau gagnrýndu þá öll, hvernig brezka stjórnin hefði haldið á málunum í Suður-Ara- bíu. FORSAGA þessara mála er í stuttu máli eftirfarandi: Austur-indverska félagið, sem lengi vel réði mestu í Indlandi, hertók Aden, sem eru á suð- vesturhorni Arabíuskagans, um 1840. Félagið taldi nauðsynlegt að koma sér upp bækistöð þar vegna siglinga til Indlands. Þessi nauðsyn þótti þó enn meiri eftir að Suez-skurðurinn kom til sögunnar. Síðan Bret- ar misstu nýlendurnar í Aust- ur-Afríku, telja þeir sér enn mikilvægara að halda bæki- stöð sinni í Aden. Hún sé þeim ekki aðeins nauðsynleg til að vernda litlu furstadæmin, sem eru á suðurstrandlengju Ara- bíuskagans, en þau njóta vernd ar Breta. Bækistöðin í Aden sé þeim einnig nauðsynleg vegna sambandsins við samveldislönd in í Asíu og Afríku og einnig vegna sambandsins við Ástralíu og Nýja-Sjálands. Eftir að Bretar settust að i Aden, fóru þeir bráðlega að færa út yfirráð sín meðfram suður og vesturströnd Arabíu skagans með því að fá furstana þar tii að gangast undir vernd Breta. Fyrst létu þeir mörg furstadæmi í nánd við Aden gangast undir vernd sína, en síðan furstana í Muscat og Oman, og í nokkrum litlum furstadæmum á austurströnd- inni, m.a. Qatar og Bahrein Árið 1959 létu þeir furstana á Adensvæðinu mynda sam- bandsríki, sem þeir kalla Bandalag Suður-Afríku. Stofn- endur þess voru 11 furstar, á- samt Adennýlendunni. Þetta svonefnda ríki, sem er hreint leppríki Breta og ekki nýtur við urkenningar annarra en Breta einna, nær yfir rúmar 100 þús fermílur landsins og telur um 600 þús. íbúa, en þar af er þriðjungurinn í Aden. Mest af þessu landi er mjög hálent og meiri og minni eyðimörk. ÞESSI ríkisstofnun sætti strax mikilli mótspyrnu af hálfu hinna sjálfstæðu ríkja Araba og þo fyrst og fremst Jemens, sem hefur jafnan talið þetta landsvæði hluta af Jem- en, enda tilheyrði það Jemen. áður en Bretar settust þarna að. Af hálfu stjórnar Jemens var þó látið nægja að mót mæla, unz lýðveldisstjórn kom þar til valda fyrir nokkrum misserum. Hún hefur mjög ýtt undir áróður gegn yfir Arabiskur skæruliði í Suður-Arabíu ráðum Breta og stutt skæru- liða, sem hafa barizt gegn Bret- unum og furstunum. Skærulið- ar hafa það fyrir takmark að hrekja Breta í burtu og steypa furstunum úr stóli, líkt og gert hefur verið í Jemen. Undanfarna mánuði hefur starfsemi skæruliðanna farið mjög í vöxt. Fyrir nokkrum vikum, misstu Bretar þolin- mæðina, og hófu ekki aðeins sókn gegn skæruliðunum, held- ur gerðu loftárás á herstöð í Jemen. Fyrir þetta hefur Jem- en kært til Sameinuðu þjóð- anna og verða Bretar vafalaust fordæmdir á þeim vettvangi fyrir þessa árás. Þá hefur þetta mjög aukið andúð gegn Bret- um i löndum Araba. Jafnframt hefur barátta skæruliðanna harðnað og Bretar því sent auk- ið lið til að berjast við þá. Sú styrjöld þykir þó vonlítil til lengdar, því að landslagið er eins vel fallið til skæruhern- aðar og verða má. A.m.k. munu skæruliðarnir geta bundið þar fjölmennt brezkt lið og valdið Bretum þannig miklum út- gjöldum. BREZKA STJÓRNIN sætir nú míkilli gagnrýni fyrir fram- komu sína í þessum málum, ekki sízt utan Bretlands. Loft- árásin á herstöðina í Jemen þykir álíka vanhugsað tiltæki og árásin á Súezskurðinn 1956 Bandalag Suður-Arabíu þykir jafnframt svo augljóst brezkt leppriki, að það dyljist engum í stað þess að reyna að vinna sér fylgi almennings í þessum héruðum, og koma fótum undir raunverulega lýðræðisstjórn, leggi Bretar allt traust sitt á furstana, sem óðum séu að missa fótfestuna og fá almenn ing á móti sér. Bretar séu dæmdir til að tapa þessum leik, likt og í öðrum nýlendum sem beir hafa verið neyddir til að láta af hendi, vegna þess að íbúarnir séu á móti þeim. Stríð það, sem Bretar halda nú uppi í Suður-Arabíu, geti því ekki orðið til annars en að blett skjöld þeirra, og gefi til kynna, að þeir séu ekki orðn ir afhuga nýlendudrottnuninni, þar sem þeir telja sig hafa bol- magn til að viðhalda henni. Framkoma þeirra í Suður- Arabíu sé lík framkomu Rússa í Ungverjalandi 1956. ÞÁ er mjög mótmælt þeim fullyrðingum brezku stjórnar- innar, að Aden sé hernaðarlega mikilvæg eklci aðeins fyrir Breta, heldur allan hinn vest- ræna heim. Slíkt sé aðeins byggt á hernaðarfræði liðins tíma, áður en kjarnorkusprengj ur og flugskeytj komu til sög- unnar. Enginn staður reynist heldur gagnlegur hernaðar- lega, ef það kostar stöðuga styrjöld við íbúana að halda yfirráðunum þar. Af þessum ástæðum er það ályktun frjálslyndra manna víðs vegar um heim, að Bretar eigi hér að læra af de Gaulle í Alsírdeilunni. Aden hafi miklu minni þýðingu fyrir Bretland, en Alsír hafði fyrir Fralckland. Þó hafi de Gaulle valið þann kost að beygja sig fyrir sjálfstæðisvilja íbúanna. Bretar eigi þess vegna að búa sig undir það að draga sig frá Aden og koma þar á frjálsri, en vinveittri stjórn. Annars geti farið fyrir þeim á þessum slóðum eins og Frökkum í Tndó-Kína Þá er og bent á réttilega, að þeir einir, sem græði á nýlendu stríði Breta í Suður-Arabíu, séu Kommúnistar. Þetta fram- ferði Breta gefi kommúnistum tilefni til að halda því fram, að raunverulega fylgj gömlu ný lenduveldin, enn nýlendustefn- unni, ef þau telja sig hafa bol- magn til þess. Krustjoff hefur líka ospart notað sér það í ræð- um þeim sen. hann hefur hald- ið í Egyptalandi að undan- förnu Það er áfall fyrir hinn frjálsa heim, að Bretar skuii hafa gefið Krustjoff tækifæri til slíkra ræðuhalda. Þ.Þ. T f M I N N, föstudagur 15. mal 1964. 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.