Tíminn - 15.05.1964, Qupperneq 9

Tíminn - 15.05.1964, Qupperneq 9
RITSTÍÓR!■ OLGA AGUSTSDÖTTIR Svipmvndir frá Alsír Eg kom til Algeirsborgar tveim dögum áður en áætlað var, og var efcki laust við að mér væri árótt t»i«anbrjósts, þar sem eng inn var til þess að taka á móti mér vegna þess að ég var 2 dög- um fyrr á ferðinni, en búizt var við, og ég hafði heyrt ýmsar sögu sagnir um Árabana og þær ekki alltof fallegar. Flugvélin lenti síðla kvölds og var farið að bregða birtu, og hið þunglamalega myrkur sem gefur sérkennilegum byggingum eia- hvern seiðmagnaðan töfrasvip, var að skella á. Hið fjörlega og há- væra líf Austurlanda var þegar að finna, um leið og gengið var út úr flugvélinni, það voru hróp og köll á annarlegri tungu. Sval- irnar á flugskýlinu voru bókstaf- lega yfirfullar af fólki, og má segja, að það hafi staðið hvar sem það náði fótfestu, salurinn var líka yfirfullur, ekki af farþeg um, heldur þeim, sem voru að taka á móti flugvélinni. Þarna stóðu virðingarverðir „sheikar'* með túrbana og í hvítum síðum skikkjum sem drógust við gólfið, þeir voru virðulegir í fasi. Við hlið þeirra stóðu svo konurnar,- tvær eða fleiri, allar huldar í klútum með blæju fyrir andlitinu. Seinna var mér svo sagt að þetta fólk væri að bíða eftir ætt- ingjum sínum sem voru væntan- legir úr pílagrímsferð til Mekka. Eftir að hafa farið í gegnum eitt hið strangasta vegabréfseftir lit, sem ég hef nokfcurn tíma lent í, en það var farið með mig inn í Ritstjóri kvennasíðunnar, Olga Ágústsdóttir, er nýkomin heim úr sumarfríi til Alsír í Norður.Afríku, og segir les- endum frá því sem fyrir augu og eyru bar í þessu fagra en sérkennilega landi. u* sérstakan lögregluklefa, þar sem valdsmannslegir lögreglumenn rannsökuðu vegabréf mitt vand- lega. Það, sem olli þeim mesturr. áhyggjum, var stimpill lögreglu- stjórans í Reykjavík, sem var svo daufur að helmingurinn af honum sást varla. Eftir svolítið þjark og vangaveltur var mér svo sleppt, en ég varð að gefa upo heimilisfang mitt í borginni. Flugvöllurinn liggur ca. 20 min. frá Algeirsborg og er það hia fegursta leið, meðfram veginum Standa fagurgræn pálmatré, og skrúðgarðar, á leiðinni sá ég vega sfcilti sem vísaði á Mustapha sjúkrahúsið, en það var sprengt upp í stríðinu af OAS-mönnum. Þegar komið var á flugafgreiðsl una í borginni, tók ekki betra við, þar var allt fullt af hjálpsömum mönnum sem buðust til að sýna mér borgina, eða ná í leigubíl, og einn gerðist svo djarfur að hann þreif af mér töskuna, og varð ég að elta hann nokknrn spöl til þess að ná henni aftur, sem bet ur fór bar þar að leigubíl og eftir að bílstjórinn hafði stautað sig fram úr heimilisfanginu við götu ljósið, brunaði hann af stað með mig og þá varð mér loks orðið rótt innanbrjósts. Þegar ég að lokum kom heim til Ásgerðar, systur minnar, sem ætlunin var að dvelja hjá um tíma, var ág orðin alveg uppgefin. Hún rak upp stór augu eins og vænta mátti, og eftir að hafa dvalizt í landinu um tíma skildist mér að það var óðs manns æði fyrir kvenmann að vera einn á ferli eftir að rökkva tefcur. Það er um það bil ár síðan að Alsír varð frjálst ríki, en áður hefur það tilheyrt Frökkum, sem eru búnir að eiga í styrjöld við íbúana í sjö ár, sem lauk með sigri innfæddra. Franskra áhrifa gætir því mjög mikið, flest allir tala frönsku eða þá sambland af arabisku og frönsku. f verzlunum borgarinnar, sem liggja í miðbæn um, er hægt að fá keypt alla skap aða hluti, margar tegundir af sjóskíðum, myndavélum, útvörp- um og að ógleymdum sjónvörpum, en eitt var það sem ég tók sérstak lega eftir, en það var gullið. Verzlanir með skartgripi voru áberandi margar, gullinu var bók- staflega hrúgað út í gluggana, þar var hægt að fá allt frá öklahringj um til íburðarmikilla höfuðdjásna úr skíra gulli. Algengt var að sjá börn betla með gullhringi í eyrunum, og á eftir einni hrörlegri og óhreinni kerlingu sá ég þar sem hún var að ganga í Araba- hverfið skólaus með skínandi ökla- hring úr gulli um annan fótinn. Ásgerður systir.mín hefur búið í Alsír í 7 mánuði, en hún er gift frönskumælandi Serkja, sem er formaður stúdentasamtakanna þar í landi um þessar mundir, en er ráðinn kennari í hagfræði við Háskólann í Algeirsborg í haust. Hún fræddi mig á því, að í stað þess að leggja peningana inn í banka eins og tíðkast á vestur- löndum, keyptu konumar gullskait gripi sem þær gengju alltaf með á sér. Ástæðan fyrir því er sú, að maðurinn þarf efcki að segja annað við konu sína en „Farðu út úr húsi mínu“ þrisvar sinnum og er þar með sagt, að þau séu skil- in að lögum Araba. Konan verður að fara með það sama og má ekk ert taka með sér annað en það sem hún stendur í, en konurnar þar eru klókar, eins og í öðrum löndum, og festa því alla þá pen inga sem þeim áskotnast í skart- gripum og skilja þá aldrei við sig. KASBAH. Arabahverfi borgarinnar er mjög stórt, þar búa um það bil 30 þúsund manns í lélegum húsa kynnum og eru göturnar örmjóar líkastar krákustígum, flestar þeirra eru færar ösnum, en ein- ungis fáar eru færar bílum. f þessu hverfi búa eingöngu hrein- ræktaðir íbúar þessa lands, Frakk arnir stigu aldrei fæti sínum þang að inn, og enn þann dag í dag er hættulegt að vera á ferli þar. Kasbah, eins og þetta hverfi er kallað á arabisku, er jafn dulai- fullt og það er hættulegt. Eftir að hafa hlýtt á heilræði eiginmanns, lofað að fara ekki nema fjölförn- ustu götumar og yrða ekki á neinn, hleypti systir mín í sig kjarki og fór með mér í Kasbah. Við lögðum af stað upp úr hádegi, er mesti hitinn var liðinn hjá. Skömmu eftir að við komum að aðalinnganginum mættum við stórum hóp arabiskra kvenna, sem voru huldar hvítum voðum og með blæju fyrir andlitinu. Það er ennþá þjóðarsiður hjá konum að ganga með blæjur fyrir andlitinu, en þó er farið að bera á því meðal Framhald á 13. síðu. Algeng sjón á hinum þröngu götum Alsír. Götusali býður vöru sína á hávær an hátt. Ljósmyndir Olga Ágústsdóttlr. T í M I N N, föstudagur 15. maí 1964.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.