Tíminn - 15.05.1964, Blaðsíða 16
jiiljyJuiiéijUwB
Föstudagur 15. maí 1964.
108. tbl. 48. árg.
ARSREIKNINGAR
SEÐLABANKANS
JK-Reykjavík, 14. maí.
f dag birti Seðlabankinn árs-
reikninga sína fyrir 1963 og
flutti formaður bankastjórnarinn
ar, dr. Jóhannes Nordal ræðu í
því tilcfni í liádegisverðarboði í
Þjóðleikliúskjallaranum.
f ræðu bankastjórans kom m.
a. fram að rekstrarafkoma bank-
ans var mjög svipuð 1963 og
árið áður og reyndist hreinn tekju
afgangur vera 1,3 millj. króna á
móti 1,1 millj. króna árið 1962.
Bankastjórinn gat meginverk-
efna bankans, svo sem þess að
fylgjast með bankastarfsemi í
landinu og vinna að því, að hún
sé sem heilbrigðust, viðleitni Seðla
bankans að koma á strangari regl
um um meðferð bankaávísana og
samstarfi hans við aðra banka í
því tilliti, vaxandi fyrirgreiðslu
Seðlabankans og margvíslegrar
þjónustu við ríkissjóð m. a. vegna
I ramkvæmdaáætlunarinnar.
Dr. Jóhannes ræddi síðan þró-
un efnahagsmála á árinu og
drap m. a. á óhagstæðari greiðslu
jöfnuð við útlönd en árin tvö á
undan, stóraulúnn útflutning,
vinnuaflsskort og óeðlilega hækk-
un fasteignaverðs á árinu, verð
bólguóttann, sem greip um sig
seinni helming ársins og viðleitni
Seðlabankans og ríkisstjórnarinn
ar til að hamla nokkuð á móti
þenslunni.
Bankastjórinn kvað aukningu
þjóðarframleiðslunnar hafa numið
FANNST LÁTIN'
FB-Reykjavík, 14. maí.
í morgun fannst þýzka hjúkrun
arkonan, sem lýst var eftir í
gær, Freyja Burmcister, og var
hún látin. Konan fannst í nánd
við Stapann á leiðinni suður til
Keflavíkur.
nærri 7% á árinu, sem væri langt
yfir meðalaukningu þjóðarfram-
leiðslunnar áratuginn á undan.
Heildarverðmæti útflutningsins
jókst um tæp 12% en hins veg-
ar jókst innflutningurinn um
tæp 23%. Gjaldeyrisstaðan rýrn-
aði ekki á árinu, þrátt fyrir verri
greiðslujöfnuð.
í lokin ræddi bankastjórinn á-
hrif vaxandi þenslu og kauphækk-
ana, sem hann kvað hafa einkennt
árið 1963. Hann sagði þjóðina
standa um þessar mundir á kross
götum, og leita yrði nýrra leiða
til að koma jafnvægi í efnahags-
málunum. Benti dr. Jóhannes á
möguleika á verðtryggingu launa,
en í öðru formi en vísitölutrygg
inguna, sem notuð var fyrir nokkr
um árum.
HF-Reykjavík, 14. maí.
Þaö trúa því víst fæstir,
en mcð tilkomu rafmagnstækn-
innar hefur reynzt unnt að búa
til hljóðfæri, sem gegnir hlut-
verki þriggja hljóðfæra, en
getur stælt önnur 21 þar að
auki og er þriggja hljóðfæra
maki, ef því er að skipta. Þetta
hljóöfæri hefur enn ekki hlotið ,
íslenzkt nafn, cn framleiðend-
ur hafa nefnt það Cordovox.
Grettir Björnsson, harm-
onikuleikari, mun enn sem
komið er vera færastur íslend
inga á þetta hljóðfæri, en
hann sá það fyrst úti í London
Framhald á 15. síðu.
Guðmund'iir Ingólfsson, píanóleikari á Röðli, er þarna að spila
á 24 hljóðfæri í einu uppi í Hljóðfæravcrzluninni Rín í dag.
(Tímamynd-GE).
Stokkseyr arkirkia
endurvígö 24. maí
BT-Stokkseyri, 14. maí.
Sunnudaginn 24. maí vcrður
Stokkseyrarkirkja endurvígð, eft
ir að gagngerar endurbætur hafa
farið fram á kirkjunni. Kirkjan
verður endurvígð við hátíðaguðs-
þjónustu að viðstöddum biskupi
íslands og kirkjumálaráðherra, en
séra Magnús Guðjónsson sóknar-
prestur syngur messu.
Kirkjan var síðast endurbyggð
árið 1886, en þá var hún sóknar
kirkja Eyrarbakka og Stokkseyrar
sem voru þá í einum og sama
hreppnum. Á síðasta sumrí var
síðan ákveðið að gera ýmsar end
urrbætur á kirkjunni og urðu
þær meiri en í fyrstu hafði verið
ákveðið.
Kirkjunni var lyft og undir
hana steyptur sökkull, en gamli
sökkullinn var úr grjóti, og nokk
uð ókyrr, vegna þess að liann
stóð á sandi. Þá hafa veggirnir
verið endurnýjaðir, og innrétt-
ing er öll ný og komnir eru í kirkj
una vandaðir stoppaðir stólar.
Nýtt pípuorgel hefur verið
keypt, og er það svipað því, sem
Framhald á 15. siðu.
Sumarfoústaöir við 300
garölönd í Skammadal
FB-Reykjavík, 14. maí.
Óhernju eftirspurn hefur verið
eftir garðlöndum í vor, og eru
nú milli 300 og 400 manns á
biðlista hjá garðyrkjustjóra
Reykjavíkurborgar, og þó hefur
ekki verið tekið á móti pöntunum
síðan fyrir sumardaginn fyrsta.
Verið er að ræsa fram 16 ha. í
Skammadal í Mosfellssveit, og
þar ættu að öllum líkindum að
fást garðar fyrir þá sem á bið-
Iista cru, og fær hver maður
um 300 fermetra garð.
Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri
veitti blaðinu þær upplýsingar, að
eftirspurn eftir garðlöndum hefði
verið gífurleg í vor, og væru
nú komnir á 4. hundrað manns
á biðlista, en hætt hefði verið
við að taka á móti pöntunum eft
ir sumardaginn fyrsta. Síðan hafa
verið stöðugar upphringingar og
fyrirspurnir um garða, sem ekki
verður hægt að sinna að þessu
sinni.
í Skammadal er verið að ræsa
fram 16 ha lands, og er ætlunin
að hver garðeigandi fái um 300
fermetra að meðaltali, og verður
leiga fyrir garðinn 150 krónur,
og innifalin í leigunni er vinnsla I
garðlandsins. Ef þurrviðrið helzt, I
sagði Hafliði, ætti að verða búið I
að vinna garðana upp úr 20. maí, i
og þá verða þeir afhentir.
Fyrirkomulagið í Skammadal
verður með nokkuð nýjum hætti.
Venjulega hefur hver maður haft
garðskúr í sínum kartöflugarði,
en nú er gert ráð fyrir að garð-
eigendur fái úthlutað um 200
fermetra svæði utan kartöflugarð
anna uppi á holtinu þarna hjá.
Þarna eiga þeir að koma upp
garðhúsum, sem verða meira en
garðskúrar, og gæti fólk jafnvel
Þaft húsin fyrir sumarbústaðH.
Öll garðhúsin verða innan einn
ar girðingar, sem borgin lætur
sjá um, að komið verði upp, og
strangar kröfur verða gerðar um
umgengni á þessu svæði, svo ekki
verði ósnyrtilegt þarna. Ekki er
enn búið að ákveða leiguna á garð
húsalöndunum, en það verður gert
innan tíðar.
Stálu refog bílum
Málmsmiðir stofna samband
Síðastliðið ár hafa farið fram
viðræður milli Félags járniðnaðar
manna, Félags bifvélavirkja, Fé-
lags blikksmiða og Sveinafélags
skipasmiða um nánara samstarf
Samvinnubanka-
umboð á Húsavík
ÞJ, Húsavík, 14. maí.
í fyrradag, 12. maí stofnaði Sam
rínnubankinn umboðsskrifstofu á
Húsavík. Forstöðumaður skrif-
stofunnar er Stefán Sörensson, er
jafnframt er sparisjóðsstjóri K.
Þ. Umboðsskrifstofan verður fyrst
um sinn til húsa í skrifstofu
fparisjóðsins, en gert er ráð fyr-
ir. að í sumar verði hafizt handa
um byggingu fyrir útibú Sam-
'iinnubankans á Húsavík.
þessara stéttarfélaga, en sam-
starf hefur oft verið með þessum
félögum í kjaramálum.
Viðræðurnar leiddu til þess
að ákveðið hefur verið að boða
til stofnunar landssambands málm
og skipasmiða, og hafa þessi fé-
lög þegar kosið fulltrúa á stofn-
þingið.
Ákveðið hefur verið að stofn-
þingið verði haldið í Reykjavik
dagana 30. og 31. maí n. k.
Hliðstæðum félögum annars stað
ar á landinu hefur veríð boðin
þátttaka að stofnun sambandsins
og eru líkur til að þátttakan verði
almenn.
Þessar iðngreinar grípa oft
hver inn á annarrar svið, vinnu-
staðir eru mjög oft sameiginlegir.
Kaup sem greitt er fyrir þessi
störf er það sama, en það er viku
kaup.
Allt þetta hefur undanfarin ár j
knúið mjög á um stofnun lands- j
sambands þessara iðngreina.
Fréttatilkynning frá Félagi járn
iðnaðarmanna, Félagi bifvéla-1
virkja, Félagi blikksmiða, Sveina !
félagi skipasmiða.
KJ-Reykjavík, 14. maí. |
Um miðja síðastliðna nótt kom
götulögreglan að tveim piltum
sitjandi í jeppabifreið á horni
Reykjanesbrautar og Bústaðaveg
ar. Voru piltarnir báðir ölvaðir,
og jeppinn stolinn.
Piltarnir tveir sem eru 18 ára,
og hafa ekki ökuréttindi reyndu
að stela tveim bílum við
Skúlagötuna, en þeim tókst
ekki að koma þeim í gang. Úr
öðrum þeirra aftur á móti hirtu
þeir uppstoppaðan íslenzkan fjalla
ref, sem ekki hefur fundizt eig-
andi að. Síðan lögðu þeir leið
sína upp á Skúlagötu, þar sem
þeir stálu fyrrnefndum jeppa, og
óku á honum m. a. að veitinga
skála vestanvert við Sandskeið
ið, brutust þar inn og stálu öli
vindlum og sælgæti, en héldu að
því búnu í bæinn, og voru að
neyta þýfisins, er götulögreglan
kom að þeim. Báðir piltarnir eru
sjómenn.
Sauðburður er að byrja
FB-Reykjavík, 14. maí.
Sauðburður er nú í þann veg-
inn að hefjast um allt land.
Hann er hafinn hér sunnan-
Iands í nágrenni Reykjavíkur
og í Borgarfirði, en í uppsveit
um Árnes- og Rangárvalla-
sýslu er hann ekki byrjaður
og heldur ekki almennt á Aust
ur- og Vesturlandi.
Víða er gróður orðinn nógu
mikill til þess að ekki þurfi
að gefa lambfénu, en á ann
nesjum norðanlands og vestan
verður að gefa fénu með, þótt
það sé ekki haft í húsi.
• Sauðburður er fyrir nokkru
hafinn hér í nágrenni Reykja
víkur, og má víða sjá lömb
með mæðrum sínum, þegar
komið er rétt út fyrir bæinn.
Annars er sauðburður seinna
á ferðinni víðast hvar úti á
landi, en mun þó vera í þann
veginn að hefjast.