Alþýðublaðið - 07.02.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.02.1952, Blaðsíða 6
'Frainhalds’sagaii 14 - Aöstha Christies ÍSLENZSUR CARLSEN Margt hefur verið skrafað og skráð um danska skipstjór- ann Carlsen og afrek hans, og ekki nema maklega. Hitt er svo annað mál, að oft hefur verið tómlæti sýnt þeim, e.r ekki hafa minni afrek unnið, og það inn- an við íslenzka landhelgislínu. Er þar til dæmis að nefna afrek það, er Pétur Hoffmann vann í mannskaðaveðririu mikla, 11.— 13. maí 1922, en hann var þá háseti á kútter ’lryggva, 32 tonna skipi með 15 manna á- höfn. Hafði Pétur skipstjórnar- réttindi, og var því félögum sín um að vísu kunnáttusamari, en samt mun annað liafa ráðið meiru um afrek haus. Vér höfum hitt Pétur að máli og innt hann eftir því, hverffig loftskeyti frá þessu skipi myndu hafa hijóðað, hefði sú tækui þá verið upp fundin, og telur hann að þau hefðu hljóð ið eitthvað á þessa leið; Fyrsta skeyti; „Fengum áfall. Erum í kafi. Farmurinn kom- inn út í aðra hliðina. Veit ekki hvort við fljótum upp. Sjór foss ar niður í skipið. Áhöfn Tryggva sendir ættingjum og vinum hinztu kveðj';r.“ Annað skeyti; „Skipið komið upp aftur. Þrlr menn við pump- ur. Skipið á hliðinni. Ég er far- inn niður með kokkinn til að moka saltinu og fá slagsíðuna af.“ Þriðja skeyíi: „Búnir að rétta skipið af. Lensum á reiðanum. Sama fárviðrið. öll lunning stjórnborðsmegin farin af, kompás og kompár-hús fyrir borð.“ Fjórða skeytí; „Enn ríður brotsjór yfir. Tryggvi virðist vera að sökkva. Kolsvart myrk- ur. Sjór fossar niður. Veit ekki hvort við komumst á yfirborð sjávar.“ Fimmta sk.eyti: „Skipið kom- ið upp. Liiggur á hlið. Faxmur enn öðrum megin. Lui,ning bak borðsmegin brötin, r.angir föst á veiðarfæradræsum við skipið og háseti einn í flækjunni. Skár um á. Gátum ekki hjargað. Mað urinn horfinn í brotsjóinn. Tveir við purapu. Skipstjóri stórslasaðaur eftir é.kllið. Er að fara aftur niður með kokk.“ Sjötta skeyti; „Búnir' að laga farminn og pumpa lens. Allir nú uppgefnir nema ég og stýri- maður. Rórtalíur bilaðar. Verð- um að stýra á handafli, án gí- krafts tvískorins. Brotsjór á leiðinni.“ Sjöunda skeyti: „S'.ýrði und- an brotsjónum. Stýrimaður gafst upp og sagði. „Þú kant þetta víst betur en ég,“ hvarf niður, uppgefinn i sál og lík- ama.“ Áttunda skeyti: „Sama fár- viðrið. Lensa. Vérst áföllum. Einn uppi skipshafnar. Geri ráð fyrir að með sömu vtefnu og ég hef telcið eftir ölaulagi, komp- áslaus, muni verða þvert af Bjargtöngiun éftir 18—20 klukkutíma.“ Níunda skeyti: „Enn einn á dekki. Verst áföllum." Tíunda skeyti: „Sama stefna. Sami veðurofsi. Eir\n á dekki.“ Ellefta skeyti; „Fr þvert af Bjargtöngum. Skipstjóri nú kominn ó dekk, eftir að ég er búinn að standa þar einn í 20 tíma. Veðrið að skána.“ Tólfta skeyti: „Kominn inrs fyrir Bjargtanga, gegnt Meyj- arsæti. Vélin komin í gang Sjór spegilsléttur. Sólskin og blíða. Erum að leggjost við akk eri á Keílavík. Menn eru að hressast.“ „Og hvað er það, vinur k.ær?“ „Ég endursagði frásögn ung frú Rice, varðandi bilunina á bifreiðarhemlunum. „Þetta er óneitanlega athygl isvert. Jú, þær konur eru til, þessar móðursjúku og tauga- spenntu konur, sem grípa nauma biörgun úr lífsháska og annað þess háttar tveim hönd- um, aðeins til þess að vekja á sér athygli, og til þess að geta sagt kunningjum sínum sög- una á eftir aukna og endur- bætta. Jú, ég held að maður hafi svo sem kynnzt slíkum kvenpersónum um æfina. Slíkir bjánar eiga það til, að særa sjálfa sig og slasa, að- eins til þess að eftir þeim sé tekið og sögum þeirra hlýtt“. „Þér kemur þó ekki til hug- ar . , . . “ ,,Að ungfrú Nick sé ein af þeim? Nei, svo sannarlega dett ur mér það ekki í hug. Þú veittir því athygli, Hastings, að mér veittist örðugt að sann færa hana um, að hún væri í lííshættu stödd. Og enda þótt hún léti sannfærast í orði kveðnu, tók hún því öllu með yfirborðsglettni og efa. Hún tilheyrir þó sannarlega sinni kynslóð, sú litla. En hvað um það, orð þau, sem ungfrú Rice viðhafði, eru athyglisverð. Hvers vegna var hún að gera sér það ómak, að fræða þig um þetta? Jafnvel þótt það, sem hún sagði, væri aldreí nema satt, þá var það með öllu ónauðsynlegt að fara að trúa þér fyrir því. Allt að því kjánalegt". „Já“, svaraði ég. „Þetta er hárrétt athugað. Það var hún, sem gerði allt, sem henni var unnt til þess að koma þessu að í samræðunum, enda þótt ekki væri unnt að finna nokkra skynsamlega ástæðu fyrir því“. „Það er einkennilegt. Já, það er býsna einkennilegt. Ég hef alltaf gaman af að athuga svona einkennilega smámuni. Þeir hafa sína þýðingu. Þeir geta oft og tíðum markað leið ina“. „Leiðina hvert?“ , „Þar þrýstir þú fingrinum á auman blett, Hastings minn. Hvert, já, — hvert? Því miður getum við ekkert um það sagt fyrr en þar að kemur, að við nálgumst takmarkið“. „Segðu mér eitt, Poirot/, sagði ég, „hvers vegna taldir þú hana á að fá þessa frænku sína til dvalar á heimilinu?“ Poirot nam staðar og pataði af ákefð. „Reyndu að hugsa, maður . .. . “ hrópaði hann, „reyndu að hugsa. Sérðu ekki, hve við eigum ójafnan leik. Við erum bundnir á höndum og fótum. Það er ekki mikill vandi að finna morðingja, eftir að hann hefur drýgt morðið. Það er að minnsta kosti auðvelt verk snillingum eins og mér. Morð- inginn undirritar glæpinn, ef svo mætti segja, um leið og hann drýgir hann. En hér hef- ur enginn glæptur verið drýgð ur, og auk þess viljum við koma í veg fyrir að nokkur glæpur verði drýgður. Það er bæði sjaldgæft verkefni og , örðugt, að upplýsa glæp áður | en hann hefur verið drýgður“. 1 Hann þagði við skamma hríð. | „Og hver verður þá fyrsti gagnleikur okkar“, bætti hann við eftir dálitla stund. Að reyna að forða ungfrúnni frá hættunni. Það er ekki auðvelt, Hastings. Ekki getum við vak- að yfir henni dag og nótt. Við höfum ekki einu sinni heim- , iid til að senda lögreglumann henni til varnar. Ekki getum ; við tekið okkur náttstað í | svefnherbergi hennar. Þetta er, ; eins og ég sagði, örðugt við- fangs. Óumræðilega örðugt viðfangs11. j „En það er samt sem áður ' eitt, sem okkur er innan handar að gera. Við getum gert þeim, sem morðtilraunina j fremur, öruðgra fyrir. Við höf j um þegar gert það að því leyti ’ til, að við höfum varað ung- j frúna við hættunni og næsta | skrefið verður að sjá svo um, að alltaf sé einhver persóna í nálægð hennar, sem borið getur vitni fyrir rétti, ef eitt- hvað gerist. Sá náungi, sem séð getur við báðum þessum j brögðum, er sannarlega meira en lítið slunginn“. Hann þagnaði, og þegar hann hóf aftur máls, var rödd hans öll önnur. „En það er einmitt það, sem ég óttast, Hastings . .. . “ „Hvað áttu við?“ „Það er einmitt þetta, sem ég óttast, Hastings, ao við eig um í höggi við meira en Iítíð slunginn náunga. Þess vegna er ég dálítið kvíðandi. Já, ég er meira en lítið kvíðandi". „Poirot“, sagði ég. ,,þú ger- ir mig smeykan“. „Ég segi sama. Ég er smeyk ur, vinur minn. Hlustaou nú á mig. Þú manst eftir blaðinu, sem lá á legubekknum. Það hafði verið opnað, og brotið þannig, að auðséð var, hvaða frétt sá hafði verið að lesa, sem síðast hafði það í höndum. Og hvað gat að lesa í þeirri frétt: „Þeir Hercule Poirot og Hastings ofursti eru meðal gesta að Miklagarði þessa dag ana“. Og við vitum, að hver sem er, kannast við mig, og veit fyrir hvað ég hef hlotið frægð mína“. „Ekki ungfrú Buckley“, mælti ég og g’otti við. „Hún er fiðrildi, stelpan. Það er ekkert mark á henni tak- andi, hvað það snertir. En hitt er chætt ao fullyrða, að hver einasti alvarlega þenkjandi glæpamaður kannast við mig og óttast mig. Já, hann myndi verða hræddur, er hann vissi, að ég væri á næstu grösum. Og það væri honum ekki lá- andi. Hann hlyti að fara að leggja spurningar fyrir sjálfan sig. Þrjár misheppnaðar til- raunir hefur hann gert, til þess að ráða ungfrúna af dögum. Og nú ber allt í einu svo við, að hinn heimsfrægi Poirot birt ist á næstu grösum. Er þetta tilviljun ein? hlýtur hann að spyrja. Og hann hlyti að ótt- ast, að svo gæti verið, að þarna. væri ekki um hendingu eina að ræða. Og hvað tekur hann þá til bragðs?“ „Hann leggur niður rófuna og rótar yíir spor sín“, svaraði ég- ,,Já, sennilega. Eða, ef hann er kjarkmikill og snjall, velur hann hinn kostinn að s^á skjótt og fast. Fyrirvaralaust. Áður en mér heíur unnizt tími til að safna gögnum og komast á slóð hans. Og hvað þá .... ungfrú- in steindauð, og ekkert yrði aftur tekið. Einmitt þannig myndi kjarkmikill og slyngur glæpamaður haga sér.“ „En hvað kemur til þess, að þú álítur, að einhver önnur persóna en ungfru Bukley hafi lesið þessa fregn um dvöl okk- ar í gistihúsinu?“ spurði ég. „Ég veit. að það var ekki ungfrú Bucklev, sem fregnina las. Þegar ég sagði henni nafn mitt. hafði það ekki minnstu áhrif á hana. Hún kannaðist ekki einu sinrii við það. Það ÞAÐ var í kafFtímanum að skrifstofufólkið ræddi um end- urholdgun. Einn af skrifstofu- mönnunum var sterktrúaður á endurholdgun og var að útlista skoðun sína þegar einn af starfs mönnunum, sem þo’ti undirför- ull, greip fram í fyrir honum og sagði: „Ertu svo mikið fífl að halda að ég geti endurholdgast og orðið eiturslanga?“ ,,Nei,“ svaraði hinn, „það cr engin von um það, því aö þú getur aldrei orðið það sama tvis\ar.“ * * * ÞAÐ er álit fróðra manna, að fangelsið í Greem.vichhverfi ,í New York muni vera einhver þægilegasti dvalarstaður, sem fangar eiga kost á. það mun vera einsdæmi að í hverjum klefa séu leiðslur fýrir heit't og kalt vatn. Á hverjum degi er bókasafni á hjólura ekið um fangelsisgangana og' geta fang- arnir fengið þær bækur til af- lestrar, er þeir viljx. í fangelsinu era eingöngu konur og fá þær að skreyta of- urlítið klefa sína til að gera þá vistlegri. í Greemvichhverfinu búa margir listameun og marg- ir þeirra við langturn verri kjör en fangarnir í þessu fangelsi. BLINDUR rnaður stóð íyrir utan búð nokkra við fjölfarna götu í New York og bei'ð eftir konu sinni. Þegar hún kom út úr búðinni, sá hún sér til mik- illar undrunar að maður heriri- ar var horfinn. Hún leitaði óttaslegin að ho.mm nokkra stund og fann hann svo hinum megin á götunni. ,,1-Ivernig stendur f því að þú ert kominn yfir götuna í aliri þessari umferð?“ „Það var auð- velt, vingjarnlegur maður vildi endilega hjólpa mér yfir göt- una og ég gat ekki fengið það af mér að neita hornim um það, því að hann sótti yað svo fást. Ég var líka viss uni að einhver myndi koma og' leiða nrig aftúr yfir götuna.“ lyndasaga barnanna: Tuskuasninn : r; Bangsi og Lilla reikuðu nú um stofuna og töluðu um það, hvað Bangsi gæti gefið Gutta. Allt í einu benti Bangsi á postulínsasna, sem stóð á arin- híllunni. „Þetta get- ég gefið Gutta“, hrópaði Bangsi hrif- inn. „Nei“, sagði Lilla, „hann brýtur hans undir eins. Bangsi tók nú samt asnann af arinhillunni og fékk hann mömmu sinni. Hún sagði ekk- ert um stund. Síðan sagði hún: „Nei, Bangsi minn, en ég skal búa til fyrir þig asna úr gömlu giuggatjöldunum“. „Og ég get útvegað þér efni til að troða hann upp“, bætti Lilla við. Mamma Bangsa fór nú að^ • sníða tuskuasnann, en Lilla og “ Bangsi fóru út. Élið var gengið yfir og hezta veður komið. Þau gengu hratt til að halda á sér hita og stefndu að húsi kín- verska íöframannsins, föður Lillu. Það var skrýtilegur turn rnil’i trjáa og runna. af ýmsum stærðum í bæn : um, úthverfum bæjarins j og fyrir utan bæinn til : sölu. _ : Höfum einnig til sölu • jarðir, vélbáta, bifreiðir : og verðbréf. Nýja Fasteignasalan : Hafnarstræti 19, ; Sími 1518 og kl. 7,30 —.: 8,30 e. h. 81546. : ÁB 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.