Alþýðublaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 5
AtvinnulevsiS og iðnaðurinn ALÞÝÐUBLAÐ Hafnarfjarðar birti fyrir nokkrum dögum grein um vandamál íslenzks iðnaðar eftir kunnan forgöngumann á sviði iðnaðarins hér á landi. Gerir hann, um Ieið o? hann ræðir um vandamá! iðnaðarframleiðsl- unnar einnig að umtalsefni atvinnuleysi og erfiðleika iðn- aðarverkafólksins. AB birtir þessa athyglisverðu grein hér á eftir orðrétta. «>■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■•■■•••■ ATVINNULEYSIÐ er nú að vonum mest rædda vandamál þjóðarinnar. Fréttir berast hvaðanæva að um vaxandi at- vinnuleysi og vonleysi þeirra, er fvrir því verða. Sérstaklega er slæmt ástand í þessum mál um í bæjum og kaupstöðum, sem eðliiegt er. Svo rammt hef ur að þessu kveðið, að jafnvel ríkisstjórnin og alþingi hafa rumskað og rætt málið. Hinir vísu feður hafa að sjálfsögðu sínar skoðanir á því, hvað Veldur þessum voða og hvern- ig við honum skuli bregðast, enda þótt alþingi hafi nú verið sent heim, án þess að nokkur raunveruieg lausn væri fund- in. Að vísu voru gerðar nokkr ar staðbundnar ráðstafanir á síðustu stundu, en þær snerta á engan hátt kjarha þessa vandamáls. Mest mun atvinnuleysið vera meðal iðnverkafólks og iðnaðarmanna í Reykjavík og hinum stærri kaupstöðum, en þar er einmitt að leita kjarna vandamálsins. SAMDRÁTTUD IÐAÐARINS. Eins og aliir vita, hefur iðn- aður landsmanna dregizt mjög saman á síðustu mánuðum og í sumum greinum er nú alger stöðvun. Því miður virðist, sem markvisst hafi verið unn- ið að þessu af valdhafanna hálfu, og verður ekki annað séð en takmarkið hafi verið að leggja iðnaðinn alveg í rústir. Núverandi iðnaðarmálaráð- herra og blað hans, Vísir, hafa haft aðalforustuna í bardaga þessum gegn iðnaðinum. Við- kvæðið hefur verið að iðnaður inn sé ekki samkeppnisfær við erlenda iðnaðarframleiðslu og eigi því engan tilverurétt; hann sé kák eitt og hafi lifað og dafnað í skjóli ósanngjarnra hafta, verið þjóðinni byrði ein, sem nú sé kominn tími til að af henni sé létt. ÍSLENZKUR IÐNAÐUR. Iðnaðurinn er yngsta at- virmugrein þjóðarinnar, en jafnframt sú ,sem mest hefur verið vanrækt af forráðamönn- um hennar til þessa, þótt lang stærstur hluti þjóðarinnar hafi um langt árabil haft framfæri sitt beint og óbeint af þessari atvinnu. Aldrei hefur verið sótt eins fast að þessari atvinnugrein eins og á síðustu mánuðum, þar sem inn í landið hefur ver ið flutt ógrynni alls konar er- lends iðnaðarvarnings, þörfum og óþörfum, á sama tíma og þrengst hefur mjög um útveg- un efnis til iðnaðarframleiðslu innanlands. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess þótt sams konar vörur hafi verið fram- leiddar í landinu sjálfu, sam- keppnisfærar að verði og gæð- um. I þessum ráðstöfunum er að finna kjarna atvinnuleysisins. GRUNDVÖLLUR IÐNAÐAR- FRAMLEIÐSLU. Iðnaðarframleiðsla grund- Val’ast á þremur aðalatriðum: I. Vinnuafli. 2. Orku. 3. Hráefnum. Hér á landi er gnægð tveggja af þessum þremur aðalatrið- um, nefni'ega orku og vinnu- afli, -hvoru tveggja fylli’ega j sambærilegt við erlenda keppi nauta. Aðalmunurinn liggur í því. að keppinautar íslenzks iðnaðar eru gömul rótgró’n iðnaðarlönd. þar sem iðnaður- inn hefur um áratugi notið for réttinda og viðurkenningar for ráðamanna þjóðanna. sem ó- missandi atvinnugrein. Ef íslenzka fossaflið er ekki samkeppnisfært við orkulindir aðal keppinauta íslenzka iðn- aðarins eins og t. d. brezku kolanámurnar og dönsku inn- fluttu kolin og olíuna, ja, þá fær maður ekki skilið til hvers er verið að virkja þá. Um vinnuaflið þarf ekki að fjölyrða. Það hefur sýnt í hví- vetna, að það er einnig fylli- lega^ samkeppnisfært, bæði til sjós og lands, aðeins ef því eru sköpuð skilyrði til þess og það fær að njóta sín. HVAÐ ER SAMKEPPNIS- HÆFT? Það, sem mótstöðumenn iðn aðarins á Islandi hafa aðallega haft á hornum sér, þegar þeir deila á innlendan iðnað, er að hann sé ekki samkeppnisfær við sams konar erlenda iðnað- arframleiðslu, hvorki að verði né gæðum. Þetta er ekki rétt, ef réttur og sanngjarn mælikvarði er lagður til grundval’ar. í flóði erlendrar iðnaðarframleiðslu, sem veitt hefur verið inn i landið á undanförnum mánuð- um, eru þess mýmörg dæmi, að hin erlenda iðnaðarvara hef ur verið mun dýrari. Má þar til nefna ýmis konar fatnað, raftæki, sultuna frægu og nú síðast kexið, svo nokkur dæmi séu nefnd. Erlendis er það alltítt, ef um útflutningsvöru er að ræða, að hún er með allt öðru og lægra verði en því, sem hún fæst fyrir á heimsmarkaðinum. Er- lendu keppinautarnir verja sig gegn slíkri samkeppni með toll múrum og innflutningshöftum. Hér er bezta bjargráðið talið vera frjáls verzlun, engin höft og tohar litlu eða engu hærri á tilbúnum innfluttum vörum en á efninu, þegar öll kurl eru komin til grafar. Fróðlegt væri að gera verð- | samanburð á ýmissi innlendri framleiðslu og sambærilegri er’endri framleiðslu, eins og hún er seld á heimsmarkaðin- um og athuga jafnframt hve margar vinnustundir fólkið, sem að framleiðslunni vinnur, þarf að inna af hendi til þess að geta keypt þessa hluti í í sínu eigin landi. Hygg ég þá, að margur íslenzkur iðn aður yrði allt öðruvísi sam- keppnishæfur' en ýmsir vilja nú vera láta. LÍFSKJOR ALMENNINGS. íslenzkur iðnaður á ekki sök á því dýrtíðarflóði, sem flætt hefur yfir þetta land á undan- gengnum mánuðum. Hann á he’dur ekki sök á því atvinnu- leysi, sem nú herjar stóran hluta vinnandi fólks, enda þótt vexulegur .hluti atvinnuleys- ingja sé iðnaðverkafólk. Hróp- in um að a’lt skyldi læknað á sínum tíma með einu penna- striki, komu heldur ekki frá íslenzkum. iðnaði. En íslenzkur iðnaður gctur, ef rétt er á haldið, orðið þung ur á vogarskálinni í þei.rri bar áttu, sem nú er hafin til v.ið- halds þeim lífskjörum, sem þegar hafa náðst, en eru nú í hættu. Til þess að svo geti orð ið þarf allur almenningur í landinu að leggjast á eitt til stuðnings íslenzkum iðnaði. LOKAORÐ. Islenzkur iðnaður, eins og hann er í dag, er byggður upp að mestu leyti í óþökk ráðandi manna þjóðfélagsins, byggður upp af mönnum, sem kynnzt höfðu iðnaði nágrannalanda vorra og sáu og'trúðu, að hér væri grundvöllur fyrir iðnað, bæði smáan og stóran. Skortur á fé og engu öðru er um að kenna, að enn í dag er hér mestmegnis um smáiðnað að ræða til eigin nota. Þessi vísir til iðnaðar var byggður upp fyrir harðfylgi raanna, sem tiúðu á ,,mörlandann“ og brot- izt höfðu undan minnimáttar- kennd þeirri, er aldalöng kúg- un hafði þróað með þjóðinni. og sem. því miður, virðist eiga hér rætur enn. íslenzkur iðnaður er ekki lengur nein spýra, sem troðin verður niður eða fryst í hel. Hann er tré, sem fest hefur rætur og almenningur í land- inu stendur vörð urri. Það er krafa almennings, hinna vinnandi stétta, að sæti æðsta manns þessarar atvinnu greinar, iðnaðarmálaráðherra, sé jafnan skipað manni, sem hefur fullan skilning á málefn- um iðnaðarins og sé honum ekki andvígur. Að lokum vil ég minna á stöku Arnórs Arnórssonar og biðja menn að lesa hana með gaumgæfni: Hljótast lítil höpp af því; heimskan nýtir frónska, hvern þann skít, sem okkur 1 útlend grýtir flónska. A. Rifin fiskinel. Það hefur verið stormasamt víðar en við Island undaniarnar vikur. Stór- .viðri hafa einnig gengið yfir Norðursjó og danskir og enskir oi'ðið fyrir miklu veðarfæratjóni af völdum þejrra. Á mynd- inni sést fiskimaður í Esbjerg á vesturströnd Jótlands með rlfið fiskinet. sem hann er að sýna. íhaoasfrönd. Atvinnuíeysisskráning verkafýðsfélag- anna þar snemma í febrúar. Skip búazi á fogveiSar Einkaskeyti til AB. AKUREYRI. SKIP búast á 'ugveiðar um næstu mánaðamót, og munu þau fiska fyrlr frystihús' á Dal- vík, Ólafsfirði og Siglufirði. Fjölgað hefur nú \ærið í bæjar- vinnunni um 20 manns, og er vinnunni skipt. HAFR. FJÓRUTÍU OG ÁTTA létu skrá sig atvinnulausa á Skaga- strönd snemma í febrúar, en um 20 atvininúausir ménn mættu ekki til skráningarinnar, samkværbr upplýsingurti frá verka- lýðsfélaginu þar. 20 létu um sama leyti skrá si" atvinnulausa á Bíldudal. Atvinnuleýsisskráningin var á báðum stöðum gerð á vegum verkalýðsfélagánna. . og hafa þau síðan gert skrifstofu Al- þýðusambandsins grein fyrir niðurstöðum. Skráningin á Skagaströnd fór fram dagana 8.-9. febrúar. Þeir 48 félagsmenn verkalýðs- félagsins þar, sem létu skrá sig, hafa á framfæri 135 'nianns að þeim sjálfum meðtöldúm, og meðaltekjur þeirra írá áramót- um, eða um nálega hálfs annars mánaðar skeið, voru iðeins kr. 337,75, eða 120,03 á hvern ein- stakling. 37 félagsmtnn eru í atvinnu utan Skagastrandar, ílestir í verstöðvum sunnan lands. Skráningin á Bíidudal fór fram dagana 6.—8. febrúar. Af þeim 26, sem létu skrá sig, voru 6 verkakonur, 3 sjórnenn og 17 verkamenn. — Atvmnutekjur hinna skráðu voru í janúar eins og hér segir: 12 íjölskyldu- merin með 59 6 framfæri msð þeim sjálfum, þar af 35 börn, höfðu að meðaltali kr. 316,14, eða 73,45 til framfæris hverjum einstaklingi: 8 einhleypir karl- menn höfðu kr. 129,70 að með- altali; 6 konur, þar af ein með barn á framfæri, höfðu að með- altali kr. 161,96, eð'a á hvern einstakling 138,82. AÐALFUNDUR Málarasveina félags Reykjavíkur var hald- inn sunnudaginn 17. þ. m. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en han askipa eftirta’d- , ir inenn: Kristján Guðlaugsson for- maður, Hau-kur Sig’irjónsso:i ij NYKOMIN HÚSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GRÍMSSONAR Laugavegi 100. varaformaður, Grímur Guð- mundsson gjáldkeri, Jens Jó.is- j son ritari, Hjálmar Jónsson að : stoðarritari. I AÐALFUNDUR ASB, félags afgreiðslustúlkna í mjólkur- og brauðsölubúðum, var. haldinr. í fyrrakvöld. í stjórn voru kjörn ■ ar: Guðrún Finnsdóttir formi i- ur, Hólmfríður Helgadótt'r varaformaður, Birgitta Guð- mundsdóttir ritari, Anna Gests dóttir gjaldkeri og Hulda Jóns- dóttir meðstjórnandi. AB $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.