Alþýðublaðið - 21.02.1952, Síða 4

Alþýðublaðið - 21.02.1952, Síða 4
AB-AIþýðublaðið 21.febrúar 1952 Þýzkaland og Evrópuherinn. EFTIR LANGA MÆÐU, sem við sjálft lá að kostaði stjórnarskipti á Frakklandi og yrði öllum fyrirætlunum um sameiginlegan Evrópuher að fótakefli, hefur lítill meiri hluti franska þingsins nú loksins fengizt til þess að veita heimild til aðildar Frakklands að slíkum her. En þá heimild batt þingið um leið þeim skilyrðum, að mörg um þykir mjög tvísýnt, að Vestur-Þýzkaland telji sig geta verið með í Evrópuhern- um, ef við þau verður staðið. En eins og kunnugt er hefur hugmyndin um stofnun sam- eiginiegs Evrópuhers frá upphafi verið við það miðuð, að Vestur-Þýzkaland yrði að- ili að honum og gerðist þar með virkur þátttakandi í vörnum Vestur-Evrópu. Hún hefur meira að segja fyrst og fremst átt að sætta Frakk- land við hervæðingu Vestur- Þýzkalands; enda er hún runnin undan rifjum franskra stjórnmálamanna, sem með sameiginlegum Evrópuher vildu koma í veg fyrir að Vestur-Þýzkaland kæmi sér upp sjálfstæðum her, er það eitt réði yfir. Það er nú langt síðan Bandaríkjamönnum og Bret- um varð það ljóst, og raunar framsýnum stjórnmálamönn- um frönskum einnig, að Vestur-Þýzkaland yrði að ger ast virkur aðili að vörnum Vestur-Evrópu gegn síyfir- vofandi árás Rússlands og leppríkja þess, sem árum saman hafa hervæðst, þar á meðal Austur-Þýzkaland, með slíkt uppgjör við Vestur-Ev- rópu fyrir augum. En í þessu efni hefur verið við ramm- an reip að draga. Frakkland, sem á mínna en einni öld hefur lifað þrjár þýzkar árás ir og eitt skiptið, hið síðasta, verið hernumið árum saman, óttast endurhervæðingu Þýzkalands og leitar allra ráða til þess að komast hjá hemii eða finna henni að minnsta kosti það form, sem ekk’- gæti orðið framtíðarör- yggi Frakklands hættulegt. En á meðan stofnun Evrópu- hersins, með þátttöku Vestur- Þýzkalands, er dregin þann- ig á langinn, fjölgar stöðugt þeím herfylkjum og vígvél- um, sem Rússland og lepp- ríki þess ætla til árásar á Vestur-Evrópu. Drátturinn á stofnun Evrópuhersins og her væðingu Vestur-Þýzkalands felur því í sér bráða hættu fyrir hinar frjálsu þjóðir Evrópu. Ótti Frakklands við endur- hervæðingu Þýzkalands er vissulega vel skiljanlegur. En hann getur orðið Vestur-Ev- rópu dýr, ef hann heldur á- fram að tefja fyrir nauðsyn- legum varnarviðbúnaði henn ar; enda fer það ekki dult, að Bandaríkin og Bretland leggja mikið kapp á að finna það form fyrir þátttöku Vest- ur-Þýzkalands í Evrópuhern um, sem bæði Frakkar og Þjóðverjar megi við una. En í því sambandi er eðlilegra óska Vestur-Þýzkalands einn ig að gæta. Það er til dæmis ekki nema skiljanlegt, að það krefjist fulls jafnréttis við önnur ríki í Evrópuhernum, ef það á að leggja honum lið. Og ekkert er eðlilegra en að það óski beinnar aðildar að Atlantshafsbandalaginu, ef það á að verða virkur þátt- takandi í vörnum Vestur- Evrópu gegn árásarhættunni úr austri. En í skilyrðum franska þingsins fyrir aðild Frakklands að Evrópuhernum virðist lítill skilningur ríkj- andi á þessum eðlilegu óskum Vestur-Þýzkalands. Enginn veit, hverjar afleíð ingar skilyrði franska þings- ins fyrir aðild Frakklands að Evrópuhernum kunna að hafa; en óneitanlega er mikil hætta á því, að þau kunni að seinka stofnun hans og her- væðingu Vestur-Þýzkalands enn; og er það vissulega eng- um hagur nema Rússlandi og leppríkjum þeirra, sem nota sér þann frest til hins ýtrasta til þess að fullkomna vígbún að sinn. En það er einnig önn ur, máske engu síður örlaga- rík hlið á þessu máli; og það er, hverry.g það verkar á framtíð Þýzkalands sjálfs. Þar á Evrópa allt undir því, aS lýðræðið nái að festa var- anlegar rætur, svo að nazism inn sé endanlega niður kveð- inn. En til þess þurfa Vest- urveldin að búa viturlega að hinu sigraða Þýzkalandi. Það gerðu þau, því miður, ekki eftir fyrri heimsstyrjöldina; og því varð hið unga þýzka lýðræði þá að lúta í lægra haMi fyrir nazismanum. Sú ógæfa má ekki endurtaka sig nú. Og því geta Vesturveldin afstýrt með því að taka hið nýja Þýzkaland hið allra fyrsta í samfélag sitt og láta það njóta þar fullkomins jafn réttis við önnur lýðræðislönd. Ekkert gæti orðið lýðræðinu á Þýzkalandi meiri stoð og stytta í baráttunni við hinn hættulega arf Hitlers. MENNTASKÓLALEIKURINN 1952 Æskan við sfýrið Eftir HUBERT GRIFFITH Þýðandi: SVERRIR TIIORODDSEN Leikstjórar: BALDVIN HALLDÓRSSON ot KLEMENS JÓNSSON Sýning í Iðnó í kvöld, fimmtudag, klukkan 8.. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó eftir kl. 2 í dag, Sími 3191. AB — Alþýðublaðið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsíinar: 4D01 og 4902. — Auglýsinga- shni: 4906. — Afgreiðslusíini: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 AÐALFUNDUR Verkalýðsfé lags Stykkishólms Var haldinn fyrir skömmu. í stjórn félagsins voru kjörnir: Kristinn B. Gísla son formaður, Árni Ketilbjarnar son og Jóhann Guðjónsson. Skuldlausar eignir eru nú fjörutíu þúsund krónur, og juk ust eignir þess um nálega tíu þúsund á árinu, sem leið. 'faý '"wwtfiwi x-x-. vxð STARFSEMI liarnakórsins Sólskinsdeildariíinar iiefur ieg- ið niðri nú um nokkurt skeiff, en nú héfur starfið veriff hafið á ný. Æfingar eru íyrir nokkru byrjaðar, og hafa staðið yfir mestan hlutá vetrar, og er mik- ! iil áhugi ríkjandi um framtío A hiólaskmiflim Það eru ekki allir, sem geta iðkað ; kó'sins’ .... za. Songstjori korsms er ems og skautaiþrottma a skautasve.li og i ^gur Guðjón Bjarnason, °n orðið olympíumeistarar í þeirri grein eíns og þeir, sem frá hann hefur eins og kunnugt er hefur verið sagt í fréttum undanfarið. Þar sem engin skauta- \ unnið að þessum málum um svell eru, verður að bjargast við hjólaskauta. Það gera telp- ; tuga ára skeið aí miklum áhuga urnar á myndinni, sém nýlega var tekin í Málmey í Suður- og ósérplægni. Svíþjóð. Nýr sjónleikur, „Draugalesíin," frumsýndur í Hafnarfirði í kvölc : næga ‘ in að LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar hefur frumsýningu annað kvöld á sjónleiknum „Draugalestin“ eftir Arnold Ridley. Er það annað viðfangsefni félagsins á þessu leikári. Leikstjórí er Ein- ar Pálsson. Draugalestin, sem L. H. sýn- ir nú, er vinsæll enskur sjón- leikur. Hefur hann náð miklum vinsældum meðal almenniugs, bæði í heimalandinu og annars staðar, þar sern ha:in hefur yev- ið sýndur. Höfundurinn er vel þekktur leikritahöfundur og jafnframí því nýtur hann álits sem leik- stjóri og leikari. Draugalestin gerist á ai- skekktri járnbrautarstöð _ i Kanada. Orð liggur á, að reimt sé á stöðinni, og gerast þar margir hlutir voveiflegir. Leik- endur eru 12 og með aðalhluc- verk fara Jóhanna Hjaltalín og Sveinn Viggó. Aðrir leikendur eru: Valgeir Ó. Gíslason, Auó- ur Guðmundsdóttir, Sigurður Kristinsson, Katrín Káradóttir, Markús Kristinsson, Hulda Ru'i ólfsdóttir, Einar Árnason, Unn- dór Jónsson og Friðleifur Guð- mundsson. Leikstjóri er Einar Pálsson eins og áður segir, og leiktjaldamálari Lothar Grundt. Tvö leikrit eftir Ridley hafa verið þýdd á íslenzku, Draugi- lestin og Allt er þá þrennt er. Leikfélag Reykjavikur sýndi bæði þessi leikrit: Draugalest- ina veturinn 1931—’32 undir stjórn Indriða Waage og Allt er þá þrennt er, 1934-----’35, und- ir stjórn Gunnars R. Hansen Leikfél. Hafnarfjarðar gekkst fyrir stofnun leikskóla í H-fn- arfirði í vetur. Tok hann til starfa um áramótin og innrituð ust 20 nemendur. Einar Pálsson veitir skólán- um forstöðu. L. H. ætla’r sér að taka til meðferðar þriðja leik- ritið í vetur, en allt er þó órá 5- ið um það enn sem komið er. Formaður Leikfélags Hafnar fjarðar er. Sigurður Kristinsso i. I Sólskinsdeildinni eru 25 börn. flest á aldrinum 9—15 ára. Foreldra.r barnanna komu saman til fundar nú nýverið, og ákváðu að efna til söngskemmt- ana á nýjari leik þegar tímar líða fram og börnin hafa hlotið þjálfun. Er þá. hugmynd- reka starfsemina með svipuðu sniði og áður. Á fund- inum var kjörin stjórn kórsins, og skipa hana Guðmundur Jensson, Kristján Þorsteinsson, Halldór Jónsson, Guðrún Lárus dóttir og Ragnheiður Schopka. Endurskoðendur voru kjörin Ásgeir Sandholt og Hulda Long. Á næstunni verður haldin skemmtun innan deildarinnar með börnunum og foreldrum i þeirra, og mun þá kvartett úr | krónum láta til sín heyra, með al annarra skemmtiatriða. Fyrirspurn iðnaðarmanns: Hvað telja stjórnarblöðin sam- Aðalfundur Sveina- félags skipasmiða. AÐALFUNDUR Sveinafélags skipasmiða var haldinn á sunnu dagirin var. I stjórn voru kjörn- ir: Helgi Arnlaugsson formað- ur, og aðrir í stjórn: Árni Ög- mundsson, Björn Emil Björr.s- son, Sverrir Gunnarsson >" Friðrik H. Guðjónsson. STJORNARBLOÐIN ræða nú mikið um samkeppnishæfni innlenda iðnaðarins. og víst er það nauðsyn. að hann sé sem bezt samkeppnisfær. Hitt er annað mál, hvort það nægir og gerir vernd gegn takmarka iausum innflutningi á fullunn um iðnaðarvörum óþarfa. Ef inn’endur iðnaður á að ná þeim árangri á heimamarkaðin um, að framleiðsla hans útrými því sem næst sams konar vör- um erlendum, frá mörgum iðn aðarþjóðum, þarf hann að vera meira en samkeppnisfær. Tii að ná slíkum árangri, óstudd- ur, þarf hann mikla yfirburði. Nefna má dæmi þess, að nú keppa á markaðinum hér sams konar vörur frá eftirtöldum löndum: Bret’andi, Danmörku, Frakklandj, Hollandi, Ítalíu, Tékkóslóvakíu, Spáni, Pólandi og íslandi. Til þess að innlenda fram- leiðslan teljist samkeppnisfær, ætti hún að selja í frjálsri sam keppni 1/9 hluta eða ca. 11%, en hinar þjóðirnar, 8 að tölu, 8/9 hluta eða um 89%. Ef hiut ur innlenda iðnaðarins er stærri, virðast yfirburðir eða einhvers konar vernd orsaka það. Er þetta hlutfall máske talið nægjanlegt fyrir íslenzka iðn- aðinn og jafnframt nógu stórt til hagnýtingar á innlendu vinnuafli? Helzt er svo að skilja á stjórnariiðinu, að inn- lendi iðnaðurinn þurfi ekki aðra vernd en þá, sem felst í samkeppnishæfni hans sjálfs, hvað ve.rð og gæði snertir. Vilja ekki stjórnarblöðin svara því, hvað þau telja hlut j hins innlenda iðnað|r þurfa að vera stóran á hinum takmark- aða markaði hér til að fram- leiðsla hans álítist samkeppn- isfær? Þegar svar er fengið við þessu, gefst tækifæri til að gera sér grein fyrir, hvað stjórnarvöldin telja nauðsyn- legt að utiloka marga íslend- inga frá vinnu og eyða miklum gjaldeyri að óþörfu til að tryggja næga samkeppni við innlenda iðnaðinn. Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.