Alþýðublaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.02.1952, Blaðsíða 7
Loftvarnaœfing í New York. Fyrir nokkru fór fram loítvarnaæfing í New York í tilraunaskyni. Öll umferð átta milljóna borgarnnar var stöðvuð á svipstuhdu; fólkið varð að fara út úr bíi.um og strætisvögnum og flýta sér til loftvarnabyrgjanna. Götur og torg voru innan skamms auð og um ein milljón bíla stóð í löngum röðum meðfram gangstéttunum. Myndin, sem hér birtist, sýnir Times ■Square í New York meðan á æfingunni stóð. SSansky æflaðl að DÓMSMÁLARÁHERRANN í tékknesltu kommúnistast jórn- ■nni, Stefan Rais, hefur í grehi ; a'ðalmáiagni tékkneskra komm ánista „Rude Pravo“ „ljóstrað“ }>ví upp, að fyrrverandi ritari flokksins, Rudolf Slansky, sem nu situr i fangelsi, hafi stofna'o til samsæris gegn Gottwald for seta og ætlað að láta myrða liann. Rais segir í grein þessari, að trotzkistarnir í Tékkóslóvakíu hafi tekið glæpafélaga sína í Rússlandi til fyrirmyndar í því að ætla að beita vopnum gegn andstæðingurn sínum. Ber liann Slansky þeim sökum að hafa stofnað sellur trotzkista innan tékkneska kommúnistaflokksins og undirbúíð þann svívirðilega glæp að myrða hjarta og heila tékkneska kommúnistaflokksins, félaga Gottwald! ao oægja Portúgai krefst þess, að Spánn fái upptöku í Atlantshafsbandalagið. DEAN ACHESON, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir því á fundi Atlantshafsráðsins í Lissahon í gær, að tilgangur þess væri ekki sá að stofna her, sem liáð gæti varn- arstríð til sigurs, heldur að styrkja landvarnir hlutaðeigandi ríkja svo, að bægt yrði brott hættunni á ella yfirvofandi árás. Lét hann í Ijós ánægju með undirbúning landvarna Atlants- hafsríkjanna, en taldi þó enn langt í land, að tilganginum með stofnun Atlag,tshafsbandalagsins væri náð. njosnarar Samkeppnis fær íslenzkur iðnaður Frauih. af 4. síðu. Fáist þessu ekki svarað, verður að líta svo á, að úrræð- in, sem stjórnarliðið telur fel- ast í hinni frjálsu samkeppni séu dálítið óljós, — jafnvel, að þeir, sem mest tala um frjálsa samkeppni, sem lausn á flesi- um vandamálum viðskiptalífs- ' ins, geri sér raunveruiega enga grein fyrir, hvort þoir eru að boða jákvæða eða nei- kvæða aðferð í vandamáli fá- mennrar og fátækrar þjóðar. Iðnaðarmaður. TVEIR sænskir blaðamenn i hafa verið handteknir og sakað ir um njósnir í þágu Rússa. Hóf ust réttarhöld gegn þeim í Stokk hólmi í gær, og fara þau fram fyrir luktum dyrum. Þetta er þriðja njósnamálið í Svíþjóð.á stuttum u'ma. Tító hætturaó láta kenna guðfræðl RÍKISSTJÓRN JÚGÓSLA- VÍU tilkynnti í gær, að guðfræði deild ríkisháskólans í Belgrad liefði verið lög'ð niður og stafar sú ákvörðun af aðslciinaði ríkis og kirkju í landinu. ' Fyrsti ræðumaður á fundi Atlantshafsráðsins í Lissabon í gær, .eftir . að utanríkismála- ráðherra Portúgals hafði sett hann, var Lester Pearson, ut- .anríkismáiaráðherra Kanada, Hann lagði áherzlu á, að At- lantshaf sbandalagið yrði að beita sér fyrir menningarlegri og efnahagslegri samvinnu jþátttokuríkjanna, ekki síður en hprnaðarlegri, og táldi óþolin- mæði hættuiega í. sambandi við störf bandalagsins. PORTÚGAL VILL ADILD SPÁNAR JJtanríkismálaráðherra Por- túgals tók einnig til máls á þessum fyrsta fundi Atlants- hafsráðsins í Lissabon og mælti eindregið með því, að Spánn fái aði’d að Atlantshafsbanda- lagin.u. Taldj hann fyrir neðan a1lar hellur hernaðarlega að neita Spáni um upptöku og sagði. að sú afstaða væri ekk- ert annað en póiitískt’ofstæki. Aðstöðarutanríkismálaráð- . herfa Breta lét svo um mælt í Lundúnum í gær, þegar frétt- in um þessa kröfu Portúgals barst þangað, að brezka sjórn- in væri enn.sem iyrr eindrégið andvíg því, að Spánn fái upp- töku í Atlantshafsbandalagið, ekki sízt vegna þess, að póli- tískar aftökur eigi sér enn stað í ríki Francos. Útför GUÐMUNDAR ÁSBJÖRNSSONAR bæ j arst j ór nar f orseta, fer fram frá Dómkirkiunni föstudaginn 22. febr. kl. 1,15 e. h. Athöfn í kirkju verður útvarpað. Vaivdamenn, Bæjarstjórn Reykjavíkur. Móðir okkar SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR frá Blönduholti í Kjós verður jarðsungin frá Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi laugar- daginn 23. febúrúar kl. 1 e. h. Athöfnin hefst með húskveðju að Mjóuhlíð 2 kl. 11 f. h. Bifreiðar verða við hendina að lok- inni húskveðju. Jörina Jónsdóttir, , Birgitta Jónsdóttir, ’ Bjarni Jónsson. Þeir, scjn lvafa kynnst kostunv hjá okkur, vilja ekki aðra hreinsun. Ákveðið hefur verið að leita útboða í smíði húsgagna í stúdentagarðana. Teikninga og útboðslýsinga má vitja í teiknistofu Helga Hallgrímssonar, Laugavegi 39, er veitir allar nánari upplýsingar. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 4 laugardaginn 23. þ. m. STJÓRN STÚDENTAGARÐANNA föstudaginn 22. febrúar vegna útfarar Guðmundar Ásbjörnssonar bæjarstjórnarforseta. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS. Iðnaðarmenn, Hainarfirði ra II Iðnaðarmannaf ólagsins verður haldið í Alþýðuhúsinu laugardaginn 23. febrúar kl. 8.30 sd. Þátttaka tilkynnist fyrir" laugardag í sími 9254 — 9768 og 9384. Félagar, f jöbnennið. Skemmtincfndin. TiB sölu er húseignin Bræðraborgarstíg 31, ásamt 536 fermetra eignarlóð. Húsið stendur á horni Bræðraborgarstígs pg Hávallagötu. Tilboð í eignina sendist fyrir 1. marz til Magnúsar Einarssonar, Laugavegi 162, sem gefur nánari upplýsingar. Sími 7485. Efnalaugin Lindin Skúlagata 51. — Hafnarstræti 18 Freyjugata 1. \ S s s í. ABZ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.