Tíminn - 06.06.1964, Page 13

Tíminn - 06.06.1964, Page 13
IllíllIffp / ■ • ,r . • <•> -> mmw$. FERÐIR I VIKU BEINA LEIÐ TIL LONDON ’. *< '*j ■ „ ‘m : i •‘•5*5/ $isSS&&> 'A, 4 M : v .>< í:;:í;S:: íip því er gott að cninnast hans nó a8 leiðarlokum. Ég flyt konu hans og bömujji, nánustu ættingjum og venría- mönnuan hmilegar samúðar- kveðjur. Blessuð veri minning þessa ágæta manns. Hallgrímur Th. Bjömsson. t Ég þakka þér, kæri vimur, fyrir það sem þú varst mér og öðrum verkamönnum, ekiki sízt sjómönn. unum. M varst vinur minn og ■cnargra annarra. Það er líkn í þraut að minnast manngæzku þinnar, og vináttu þína og góð- vild skal ég allt af muna, þótt þú hverfir héðan til æðri heima. Ég sendi konu þinni, bömum og öðirum ættingjum samúðarkveðj- ur. Guðmundur Snæland. 14 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili. Uppl. í síma 38225 Stórborgin London er höfuðsetur lista, mennta og hefmsviðskipta. London er brennipunktur flugsamgangná um allan heim. Við fljúgum 10 sinnum í viku til Bretlands ( sumar, þar af þrjár ferðir beint til London. Tíðustu ferðirnar, þægilegustu ferðirnar, beztu ferðirnar, það eru ferðir Flugféiagsins. rem ///? TIL SOLU frambyggður þilfarsbátur, 5,5 smálestir, með mjög góðum útbúnaði, svo sem talstöð, Simrad-dýptar- mæli, línuspili, gúmmíbjörgunarbát og 16—24 ha Marna-diesel-vél. Hagkvæmir söluskilmálar. í síma 50520. — Upplýsingar MINNING Kristinn Jdnsson vigtarmaður, Keflavík KRISTINN JÓNSSON, vigtarmað ur í Keflavík, fæddist í Smiðshús- um á Miðnesi 2.-3. 1896. Voru fov- eldrar hans Jón Norðfjörð Tómas son bóndi þar og kona hans, Sess- elja Guðmundsdóttir. Var hann eina bam þeirra hjóna. Nokkurra ára fluttist Kristinn með foreldr um sínum að Loftsstöðum í sömu sveit, og var hann kenndur við þann bæ alloft síðan, kallaður Kristinn á Loftsstöðum. Árið 1918 kvæntist Kristinn eft- irlifandi konu sinni, Ragnhildi Stefánsdóttur. Þau eignuðust sam an 5 börn, Óla Vilhjálm, sem þav misstu 17 ára garnlan, Jón, tré- smíðameistara á Selfossi, kvænt- an Halldóru Björnsdóttur, Loft, sem fórst 10 ára gamall í brunan- um mikla í Keflavík á gamlárs- dag 1935, Sesselju, gifta Þorgeiri Guð!mundssyni, kaupfélagsstjóra á Hólmavílk, og Stefán, sem dvel- ur í föðurhúsum. Kristinn fluttist með fjölskyldu sína til Keflavíkur árið 1929. — Byggði hann þá húsið Kirkjuvcg 1, sem þau hjón bjuggu í æ. síðan. Á uppvaxtarárum Kristins gengu fáir ungir menn í fram- haldsskóla, og gerði hann það ekki heldur. Hann tók strax að vinna fyrir sér, og læra í skóla starís- ins, fyrst og fremst sem sjómaðu' á opnum skipum fyrst, en síðan á vélbátum, sem hann átti hlut i með öðrum jafnöldrum sínum. En síðustu 20 árin var hann löggiltur vigtarmaður við Keflavíkurhöfn. Öll störf leysti hann af hendi af vandvirkni, nákvæmni og trú- roennsku. Kristinn var að eðlisfari dulur og hlédrægur. Var hann þó félag;- lega sinnaður, og tók þátt í ým issi félagsstarfseeni. Hafði hann trú á samvinnu og samtakamæt-i fólksins, og vildi hlut þess sem beztan og farsælastan. Hann va- einn af stofnenöum og í stjórr. Verkalýðsfélags Keflavíkur, þess er ieggja varð þó niður um sinn. löngum í stjórn Kaupféiags Suður- nesja, ýmist sem varamaður eða aðalmaður, og sinnti hann þeim málum af miklum trúnaði og heil- um hug. Hann var skoðanafastur og glöggur á málefni, enda val máli farinn og ritfær. Veitti hann því drjúgt brautargengi ýmsum þeim málum, sem þýðingarmes'- haía reynzt hans lieimabyggð og þjóðinni allri. Kristinn lézt 29. maí s. 1. í Sjúkrahúsi Keflavíkur, eftir 3ja mánaða veikindi, sem mannlegu” máttur ræður ekki við að lækna. Með honum er farinn einn af þeim góðu og traustu drengjum, sem samfélagið hefur aldrei nógu mikið af. Skin og skúrir skiptust á í lífi hans, qins og flestra ann- arra manna. Hann var virtur og vinsæll af öllum sem þekkta hann. Hann naut þeirrar ham- ingju að eiga glæsilega og mikil- hæfa konu, góð og vel gefin börn, en tvo drerigina sína missti hann unga, og myndi sá harmur minu- isstæður fleiri en honum, sem svo eru tryggir og heils hugar sem hann var. Einkum mun hon- um hafa fundizt sl'úrin dökk, þeg ar ljúflingurinn Loftur hvarf úr hópnum. En harminum gat hann deilt með konu sinni, — eins og líka daglegri gleði. Þessi merki maður verður kvadd ur hinztu kveðju í Keflavíkur- kirkju í dag. Valtýr Guðjónsson. Föstudaginn 29. maí, andaðist á sjúkrahúsi Keflavíkur, Kristinn Jónsson vigtarmaður, eftir stutta en stranga legu. Kristinn var fæddur 2. marz 1896 að Smiðshúsum á Miðnesi, sonur hjónanna Sesselju Guð- mundsdóttur og Jóns Norðfjörð Tómassonar. Ólst hann upp með foreldrum sínum í litlu húsi, er faðir hans byggði meðan Kristinn var enn kornungur. Var hús þetta nefnt Loftsstaðir og hefir Kristinn á- valt verið við þann stað kenndur, enda bjó hann þar einnig sjálfur sín fyrstu búskaparár. Kris.tinn kyæntist ungur góðri og glæsilegri konu, Ragnhildi Ste- fánsdóttur, sem reyndist manni sínum hinn bezti lífsförunautur. Þau eignuðust 5 mannvænleg böm, og eru 3 þeirra á lífi. Til Keflavíkur fluttust þau hjón- in árið 1929 og áttu þar heima æ síðan. Eiris og flestir Miðnesingar stundaði Kristinn sjómennsku frá blautu barnsbeini, fyrst á opnum bátum og síðar á vélskipum. Hann var einn þeirra manna, er á sínu-m tíma réðust í það stórræði, að stofria til útgerðarfélags og láta byggja mótorskipið Keflvíking, stærsta riátinn. sem þá var skráð- ur í Keflavík. Höfðu þeir félagar samvinnasnið á útgerð sinni, sem var hrein nýlunda í þá daga. Eftir að Kristinn hætti sjó- mennsku, gerðist hann vigtarmað- ur hjá Keflavíkurhöfn, og því starfi gegndi hann af frábærri skyldurækni og trúmennsku, þar til nú í vetur, að heilsan bilaði og hann varð að hverfa af vettvangi starfsins. Kristinn Jónsson var sérstæður persónuleiki, svipmikill og karl- mannlegur, með þróttmiklar og heilbrigðar lífsskoðanir. Sam- vinnuhugsjóninni unni hann og tók snémma virkan þátt í samvinnu- starfinu hér í Keflavík, fyrst sem fulltrúi Keflavíkurdeildar KRON á aðalfundum og stjórnarfundum Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis. Og eftir að deildin skild- ist frá KRON og Kaupfélag Suður nesja var stofnað árið 1945, átti hann löngum sæti í stjórnum þess, ýmist sem fyrsti varamaður eða aðalmaður, og í því sæti var hann nú. Á stjómarfundum sýndi Kristinn ávallt gætni og ríka ábyrgðartil- finningu. en var þó jafnan hvetj- andi til viturlegra framfaramála. Slíkur var allur hans framgangs- máti grmdvar og heiðarlegur, ogl __________________________________________ \ T í M I N N, laugardagimn 6. júní 1964 — L*4

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.